Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 4
SKÍÐAKONAN unga og efnilega úr Ármanni, Emma Furuvik, veröur frá keppni í vetur. Emma, sem er í Evrópuliði Islands í alpagreinum, slasaðist á œfingu í Hinterux í Aust- urríki og við læknisskoðun kom í ljós að teygst hafði á krossbandi í hné og þarf hdn að gangast undir aðgerð. Emma er 19 ára gömul og er ein af efnilegustu skíðakonum lands- ins. Þrátt fyrir ungan aldur er hún sem stendur í 92. sæti á heimslist- anum í bruni kvenna en hún hefur sérhæft sig í hraðagreinum. Emma stundar nám við skíðamenntaskól- ann í Thorsby í Svíþjóð og út- skrifast þaðan í vor. Morgunblaðið/Jim Smart Hart barist í viðureign Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar. ísland sleppur við undankeppni EM DREGIÐ hefur verið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð í ársbyrjun 2002. ísland situr hjá í undankeppninni og fer beint í úrslitaleiki, heima og heim- an, um sæti í lokakeppninni sem fara fram næsta vor eða haust. Sögulegur sigur Bjamarins SÖGULEG úrslit urðu á íslands- mótinu í í'shokkíi í Skautahöllinni í Laugardal á laugardagskvöldið - þegar Björninn vann Skautafélag Akureyrar 13:8. Þetta var fyrsti sigur Bjarnarins á SA í meistara- flokki. Leikurinn var skemmtilegur og byrjunin hjá gestunum var góð því þeir komust f 1:0 eftir 11 sek- úndur. Nokkur harka og hraði var í leiknum og skemmtu um 200 áhorf- endur sér vel. Brottvísanir voru tíð- ar eða tíu hjá hvoru liði. Heimamenn jöfnuðu sig fljótt á áfallinu við að fá á sig mark eftir 11 sekúndur og fyrsta leikhluta lauk með 3:3-jafntefli, næsta leikhluta vann Björninn 5:3 og þann siðasta 5:2. Sigurður Einar Sveinbjarnar- son gerði 5 mörk og átti 2 stoðsend- ingar fyrir Björninn, Jónas Breki Magnússon 3/1, Sergei Zak 3/3, Snorri Gunnar Sigurðarson 1/5 og Glenn Hammer 1/1. Hjá SA var Sigurður Sveinn Sigurðsson með 2 mörk og eina stoðsendingu, Rúnar Rúnarsson 2/0, Leifur Finney 2/0, Ingvar Þór Jónsson 1/2, Stefán Hrafnsson 1/1 og Haraldur Vil- hjálmsson 0/1. Alls taka 37 þjóðir þátt í keppn- inni. Fimm efstu liðin úr Evrópukeppninni í Króatíu á þessu ári fara beint til Svíþjóðar en auk heimamanna eru það Rússar, Spán- verjar, Frakkar og Slóvenar. Síðan fara 12 þjóðir beint í úrslitaleikina um EM-sæti en það eru ísland, Króatía, Tékkland, Danmörk, Þýskaland, Ungverjaland, Mak- edónía, Noregur, Pólland, Portúgal, Úkraína og Júgóslavía. Tvær þess- ara'þjóða mætast innbyrðis en hinar tíu mæta þeim tíu liðum sem komast áfram úr undankeppninni. Þar eru 20 lið sem leika í fimm riðlum og komast tvær þjóðir áfram úr hverj- um þeirra. Undanriðlarnir eru leikn- ir í janúar og eru þannig skipaðir: 1. riðill: Austurríki, Hvíta-Rússland, Eistland og Ítalía. 2. riðill: Belgía, Búlgaría, Finnland og Slóvakía. 3. riðill: Bosnía, Georgía, Grikkland og Tyrkland. 4. riðill: Færeyjar, Litháen, Rúmen- ía og Sviss. 5. riðill: Kýpur, ísrael, Lúxemborg og Holland. ■ SOGNDAL tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld með því að gera jafn- tefli, 2:2, við Válerenga á útivelli í síðari leik liðanna. Tommy Ören skoraði jöfnunarmark Sogndal fjór- um mínútum fyrir leikslok en lið hans varð í þriðja sæti 1. deildar á meðan Válerenga varð þriðja neðst í úrvalsdeildinni. ■ VÁLERENGA er eitt stærsta og vinsælasta félag Noregs en hefur gengið illa á undanförnum ánim. Liðin í 1. deild hugsa sér gott til glóðarinnar, um 3-4.000 manns fylgja Válerenga í útileiki og því mikill tekjuauki fyrir þau að fá Óslóarliðið í deildina. ■ STRÖMSGODSET, sem vann sig upp í úrvalsdeildina, er frá Dramm- en en ekki frá Osló eins og sagt var í frétt í gær Um skipti Veigars Páls Gunnarssonar þangað. A næsta tímabili á höfuðborgin sjálf, Osló, að- eins eitt lið í úrvalsdeildinni en það er Lyn sem vann 1. deildina með yf- irburðum. ■ EDILON Hreinsson, knattspyrnu- maður úr KR, er genginn til liðs við Fram. Edilon, sem er 22 ára og hef- ur leikið 43 leiki með yngri landslið- um íslands, hefur lítið fengið að spreyta sig í Vesturbænum, spilaði aðeins 12 leiki í efstu deild með fé- laginu, en hann lék með IR-ingum í 1. deildinni í sumar sem lánsmaður frá KR. ■ IVAiV Helguera, miðjumaður Real Madrid og spænska landslið- sins, sagði við fjölmiðla í heimalandi sínu í gær að ensku meistararnir Manchester United hefðu áhuga á að fá sig í sínar raðir og viðræður um það hefðu farið fram milli félaganna. Helguera sagði að sér liði vel í Madr- íd en það væri spennandi að vera orðaður við stórlið á borð við United. ■ JESPER Grönkjær, leikmaður Ajax og danska landsliðsins, er á leið til Chelsea og kemur til enska fé- lagsins um áramótin. Grönkjær, sem er 24 ára vinstri kantmaður, kostar um milljarð króna en hann samdi við Chelsea um að fá frí til áramóta til að jafna sig af meiðslum og hvíla sig eft- ir mikið leikjaálag á þessu ári. ■ BREIÐABLIK og KA hafa samið um að leikur liðanna í 32-liða úrslit- um bikarkeppni kai’la í handknatt- leik fari fram á Akureyri, ekki í Kópavogi eins og drátturinn sagði til um. Reiknað er með mun betri að- sókn norðan heiða á þriðjudaginn. ■ HREINN Hringsson knattspyrnu- maður hefur skrifað undir tveggja ára samning við 1. deildarlið KA. Hreinn gekk til liðs við KA-menn frá Þrótti í Reykjavík síðasta vor. Hreinn hefur áður leikið með Þór Ak., Magna og liðum í Skotlandi: Dumberton, Patrik og East Stirling. Portland meist- ari meistaranna PORTLAND San Antonio sigr- aði Barcelona, 28:24, í úr- slitaleik spænsku félaganna um meistaratitil meistaranna í evrópskum handknattleik á sunnudaginn. Fjögur lið léku um titilinn á heimavelli Portland í Pamplona á Spáni um helgina og það vakti at- hygli að heimamenn skyldu hnekkja veldi Barcelona. Frakk- inn Jackson Richardson og Hvit- rússinn Mikhail Lakimovich voru í aðalhlutverkum hjá Portland ásamt markverðinum Alexandru Buligan. Markakóngur mótsins var Rafael Guijosa sem gerði 15 mörk fyrir Barcelona. í undanúrslitum vann Barcel- ona sigur á Dunaferr frá Ung- verjalandi, 28:20, og Portland vann Metkovic frá Króatíu, 27:18. í leik um þriðja sæti vann síðan Dunaferr sigur á Metkovic, 27:22. Barcelona sigraði í meistara- deild Evrópu á síðasta tímabili, Portland í Evrópukeppni bikar- hafa og Metkovic í EHF-bikarn- um. Dunaferr kom síðan inn sem silfurverðlaunahafi í Evrópu- keppni bikarhafa. Ivar maður leiksins IVAR Ingimarsson var valinn maður Ieiksins af enska blaðinu The Sun og fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína með liði sínu Brentford gegn Walsall á laugardag. Brentford vann nokkuð óvæntan sigur, 2:1, á Walsall, sem fyrir leikinn var á toppi 2. deildar. Ólafur Gottskálksson stóð sig einnig vel í leiknum og hlaut 7 í einkunn. Emma Furuvik frá keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.