Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 1
/ / FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 A FOSTUDOGUM Bíóblaðsdagar á hrollvekjuhátíð Hasarleikstjóri á leið til Islands Nýr og sigiklur hrylliitgiir FÁTT er betra í skammdeginu en ærleg hrollvekja og nú bjóða Bíóblaðið og kvikmyndaklúbburinn Filmundur í Háskólabíói til æsilegrar hryllingsmyndahátíðar, sem stendur frá 9. til 15. nóvember. Þar verða sýndar bæði nýjar hrollvekjur og sígildar og munu gestir hennar fá tvö félagsskírteini í Filmundi á verði eins. Bíóblaðið hef- ur gert hrollvekjum, gömlum sem nýjum, ítarleg skil að undanfömu og í blaðinu í dag fjallar Sæbjörn Valdimars- son um myndirnar á hrollvekjuhátíðinni og Ragna Garð- arsdóttir veltir fyrir sér góðum og verri framhaldsmynd- um í þeirri grein. Kntrfn Mn kraftmikiii Á NÆSTA ári er ráðgert að á íslandi verði tekin að hluta til bandarísk stórmynd með Harrison Ford í aðalhlutverki og framleidd af Sigurjrini Sighvatssyni eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Leikstjóri þessarar myndar, Kathr- yn Bigelow, er nánast eina konan í leikstjórastétt í Holly- wood sem sérhæfir sig í ofbeldis-, hasar- og spennumyndum en nýjasta mynd hennar, einnig framleidd af Sigurjóni, er sýnd á yfirstandandi kvikmyndahátíð London eins og fram kemur í pistli Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Bíóblaðinu í dag. Árni Þórarinsson hefur fylgst með myndum og ferli þessarar óvenjulegu konu. Nýtt í bíó The Kid •Disney-teiknimyndin The Kidmeö Bruce Willis verður frumsýnd í Sam- bíóunum, Álfa- bakka, Kringlubíói og Regnboganum í dag. Leikstjóri er Jon Turtletaub og segir myndin frá miðaldra manni sem hittirfyrirsjálf- an sig þegar hann var átta ára og fær að vita að líf hans hefur ekki þróast eins ogdrengurinn ætlaói sér. fi Meiri særingar • Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri endursýna í dag hryllingsmyndina margfrægu Særing- armanninneöa The Exorcist í leik- stjórn William Friedkins. Hann hefur endurskoöað fyrri útgáfu og bætt við nokkrum mínútum en sem kunnugt er fjallar myndin um 12 ára gamla stúlku sem veröur andsetin af djöfl- inum. Með aöalhlutverkin fara Ellen Burstyn, Max Von Sydow, Jason Miller og Unda Blalr. Væntanlegt Sögu- sagnir 2 • Stjömubíó frumsýnir ungl- ingahrollvekjuna og framhaldsmynd- ina Urban Legends 2: Final Cuteöa Sögusagnir215. desember. Hún gerist í kvikmyndaskóla þar sem morðingi gengur laus. Leikstjóri er John Ottman og er þetta hans fyrsta mynd en hann hefur áöurfengist við kvikmyndatónlist. Hann klippir jafn- framt myndina og semur við hana tónlistina. Jennifer Morrison og MattDavisfara með aðaihlutverkin. Tilnefnd og ótilnefnd KOMIÐ er að öðrum þætti Eddu- verðlauna íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem hrint var af stokkunum á síðasta ári. Til- nefningamar í aðalflokkunum eru komnar fram í dagsljósið. Sigurveg- aramir verða síðan kunngjörðir eft- ir kosningarnar sem fara fram 13- 17. nóvember. Ef vel er að staðið eiga verðlaun að vera af því góða, hvetja menn til dáða, virkja hæfileikafólk til hins ýtrasta. Það er engin spuming, Eddu-verðlaunin eiga fullan rétt á sér, þó það sé hinsvegar stór spum- ing hvort við eigum, minnugir fæðar okkar, að halda þeim úti árlega. Meðan svo er háttað má segja að hver einasti sótraftur sé á sjó dreg- inn til að fylla kvótann, og á ég þá við leiknar bíómyndir í fullri lengd. Að vísu vill svo til að árið 2000 er um fimm slíkar að velja og næsta ár stefnir í svipaðan fjölda. En í verra árferði gæfi minna úrval vegtyllunni hversdagslegri blæ og gagn- rýnisröddum byr undir báða vængi. Það var ekki í alla staði æskilegt, en sökpm fámennisins algjört undirstöðuatriði, að steypa saman sjónvarpi og kvikmyndum, svo verðlaunin ættu sér tilverurétt. En velta má því fyrir sér hvort afhenda ætti þau annað eða þriðja hvert ár; slíkt íyrirkomulag gæti aukið gildi þeirra og vigt til muna. Á móti koma þau rök að samhengi gæti rofnað. Tilnefningamar núna era niðurstaða sjö manna nefndar, valinni úr hópi óháðra einstakl- inga af stjóm akademíunnar; reyndar er í hópnum einn kvik- myndagerðarmaður. Og nú er komið að þeim þætti, sem er ekki alltaf fullkomlega trú- verðugur: Kosning akad- emíumeðlimanna um sigur- vegarana úr hópi tilnefndra. Löngum hafa verið uppi efa- semdaraddir um þessi vinnu- brögð, ekki síst í Bandaríkjunum - þrátt fyrir fjölmennið. Margt rætt og ritað um óguðlegar kosningasmalanir, EDDUVERÐLAUNIN Eftir Sæbiörn Valdimarsson kvikmyndagagnrýnanda mútur, óheyiilegar auglýsingaher- ferðir, o.s.frv. Sjálfsagt verður eitt- hvað tekist á um atkvæðin hérlend- is, það fer vonandi ekki mjög hátt. Þá má ekki gleyma því að almenn- ingur í landinu hefur talsvert að segja, heilt 30% vægi á móti 70% vægi akademíunnar, og getur tekið þátt í kosningum á Netinu, mbl.is. Eins er það bót í máli að íslenska akademían er tiltölulega fjölmenn, telur rösklega 530 meðlimi, eða nán- ast alla sem starfa við sjónvarps- og/ eða kvikmyndagerð. Síðastliðið Eddu-ár, hlýtur, sem íyrr segir, að teljast ósköp gott, miðað við allt og alla. Við eigum nokkra af- bragðs kvikmyndagerðar- menn í flestum flokkum og uppskárum tvær til þrjár umtalsverðar gæða- myndir sem alls staðar sóma sér vel, Engla al- heimsins, 101 Reykja- vík og íslenska drauminn; Myrkrahöfðinginn og Fíaskó urðu að láta í minni pokann. Það velkjast því sjálfsagt margir í vafa og eiga þá raunhæfa mögu- leika á að velja. Sama gildir um leikstjórana, þar býðst einnig val á milli verðugra keppinauta, Friðriks Þórs Friðrikssonar, Baltasars Kormáks og Oskars Jónas- sonar. Þó teldi maður eðli- legt að sjá nafn Róberts Doug- las með tilnefningum Friðriks og Baltasars fyrir bestu leik- stjóm, jafn mikið lof sem hann hefur hlotið fyrir Islenska drauminn, hans fyrstu mynd. Þetta er ekki skrifað til að varpa rýrð á húmorísk og fagmannleg vinnubrögð Óskars Jónassonar við stjóm Úr öskunni í eldinn, það var ekkert að þeim. Hinsvegar var þetta sjónvarpsmynd í tveimur þátt- Róbert Douglas: Átti skilið tilnefningu sem besti leikstjórinn. Róbert Arnfinnsson: Átti skilið tilnefningu fyrir aukahlutverk. Erpur Eyvindarson: Atti skilið tilnefningu fyrir íslenska kjötsúpu. um, sem fór vel af stað en efnið rann smám saman niður á sex fetin. Valið milli Ingvars E. Sigurðsson- ar í Englum alheimsins og Hilmis Snæs Guðnasonar í 101 Reykjavík, í flokki bestu karlleikaranna í aðal- hlutverki, verður einkar spennandi. Maður minnist einnig ágætra til- þrifa Hilmis í Myrkrahöfðingjanum. Þórhallur Sverrisson, fjallbrattur í Islenska draumnum, er stóra spurn- ingin, „svarta hrossið" einsog eng- ilsaxar kalla þá óútreiknanlegu í keppni. I aðalhlutverki kvenna gust- ar af Björk í Dancers in the Dark, og Victoria Abril fer á kostum í 101, og hleypir nauðsynlegri óvissu í þenn- an ágæta flokk. Hvemig sem á því stendur þá era Bjöm Jörandur og Baltasar Korm- ákur, báðir tilnefndir fyrir frammi- stöðu sína í aukahlutverkum í Engl- unum, en Hilmir Snær víðsíjarri góðu gamni. Það gerir reyndar valið þriðjungi auðveldara og stafar sjálf- sagt óbeint af fámenninu, látið nægja að Hilmir er tilnefndur til verðlauna í flokki aðalleikara. En hvað um Róbert Amfinnsson? Hann og Kristbjörg Kjeld vora ljósu punktamir í Fíaskó, þar sem Bjöm Jörandur átti einnig góða spretti. Kristbjörg er aðsópsmikil í sínum flokki en Róbert féll ekki í náðina, illu heilli. Jón Gnarr býr til ljóslif- andi persónu úr besta vini söguhetj- unnar í Islenska draumnum en það er ólíkt meiri dýpt og tilfinning í túlkun eins okkar reyndasta og hæfileikaríkasta leikara í Fíaskó. Flokkurinn Sjónvarpsþáttur árs- ins geldur sérstaklega fyrir fá- keppnina. Silfur Egils er ágætur út- varpsþáttur sem nýtist illa á skjánum, hrár og líflaus utan hið tal- aða mál. ísland í bítið á sína góðu daga, enda stjómendumir eðlis- hressir og lausir við stofnanafnyk. Það er hinsvegar meira en að segja það að halda dampi árið út og inn, stjómendur í misjöfnu dagsformi og mættu vera fleiri. Það verður virki- lega forvitnilegt að sjá úrslitin hér. Hvað sem þeim viðvíkur er með ólíkindum að valnefndin skyldi snið- ganga merkilegustu uppgötvun Skjás eins. Erpur Eyvindarson og hans bragðmikla og hressandi ís- lenska kjötsúpa er einhver skemmtilegasta uppákoma í ís- lensku sjónvarpi í háa herrans tíð. Erpur er sprellifandi, bjó til ógleym- anlegan og nýstárlegan karakter úr Johnny National, framlegur í allri heilu grautargerðinni. í flokknum Leikið sjónvarpsverk ársins, er valið á Úr öskunni í eldinn, Fóstbræður og Ormstunga - ástar- saga yfir höfuð viðunandi. I flokkn- um Heimildarmynd ársins er af nógu að taka og erfitt að gera svo öllum líki. Allar þrjái' tilnefningarn- ar era úrvalsverk; Staðarákvörðun óþekkt, um Geysisslysið á Vatna- jökli; Síðasti valsinn, um þorska- stríðin við Breta - á 12, 50 og 200 mílna línunni. Erró - norður, suður, austur, vestur, fjallaði um lista- manninn. Þingvallavatn - á mörkum austurs og vesturs, eftir Valdimar Leifsson, og þættir Jóns Hermanns- sonar um afkomendur íslensku vest- urfaranna, í vesturvíking, hefðu þó vissulega sómt sér vel í þessum flokki. Vísast bítast menn bak við tjöldin í ár um hvaða mynd fær hugsanlega farseðilinn á Óskarshátíð í Holly- wood, líkt og um hina „Þijá fagmenn ársins“ og „Sjónvarpsmann ársins“; það verður aldeilis forvitnileg kosn- ing. Að lokum er komið að heiðurs- verðlaununum. Maður getur tæpast vænst þess að þau lendi í jafn ákjós- anlegum höndum og í fyrra. Fáir vora jafn vel að þeim komnir á fyrstu Edduhátíðinni og brautryðj- andinn Indriði G. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.