Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
BIOBLAÐIÐ
FQSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 C 5
Vangaveltur um hryllingsframhaidsmyndir og ábyrgð viðtakenda
Ég mun alltaf vit
þú gerðir á liðnu sl
Fyrir margt löngu
fann Ágústínus
kirkjufaöir sig knúinn
til aö beina spjótum
sínum aö því sem
fram fór á leiksviðinu
um hans daga. Þaö
fór einkum fyrir
brjóstiö á honum aö
gestum skyldi ekki
þykja neitt athuga-
vert viö aö sitja kyrrir
í sætum sínum á
meöan persónur á
sviðinu hlutu hin
hryllilegustu örlög,
skrifar Ragna Garð-
arsdóttir.
Scream 2: Framhald sem bætir við frummyndina.
I Still Know What You Did Last Summer: Framhald sem bætir við fáránleikann.
Iþví sambandi þótti honum
forkastanleg krafa manna um
að leikritin yrðu að vera þess
megn að vekja meðaumkun
þeirra. Sú krafa felur nefnilega í sér
að persónurnar gangi í gegnum
óumræðanlega mikla erfiðleika og
komi skelfingu sinni og vonleysi til
skila með sannfærandi hætti.
Ágústínus telur slíka viðtakendur
ásælast tilfinningarnar í sjálfu sér,
eða einskonar útrás („kaþarsis") fyr-
ir þær. Uví trúverðugri sem eftirlík-
ingin af skelfilegum óförum manna
er, þeim mun sáttari sitja gestir í
sætum sínum. Menn ættu þvert á
móti að varpa öndinni léttar reyndist
eftirlíkingin léleg og sýnt væri að
engrar meðaumkvunar sé þörf.
Löngu síðar, á hinni blygðunar-
lausu 20. öld, glíma áhugamenn og
fræðimenn á sviði hryllingskvik-
mynda við þennan gamalgróna
vanda sem aldrei fyrr. Hvernig í
ósköpunum ber að réttlæta það að
menn sitji sem fastast í sætum sín-
um á meðan miskunnarlaus morð-
ingi kvelur fórnarlömb sín og drep-
ur? Af hverju grípa áhorfendur ekki
inn í atburðarásina og heimta í það
minnsta að slökkt verði á sýningar-
vélum? Ágústínus áfellist fyrst og
síðast viðtakendur, þá sem spyrja
eftir sífellt svívirðilegri atburðarás.
Hvað hryllingsaðdáendur varðar,
hefur ekki farið á milli mála að þeir
fari fram á sífellt fleiri lík og meiri
skelfingu.
Einn af þeim sem tekið hafa sér
fyrir hendur að réttlæta sýningu
hryllingsmynda er James B. Twi-
tchell.
Hann, líkt og svo margir aðrir,
hneigist til þess að taka upp hansk-
ann fyrir þá sem flykkjast á hryll-
ingsmyndasýningar og gera sífellt
harðneskjulegi-i kröfur um örlög
fórnarlambanna. Twitchell bregður
á það ráð að gefa hiyllingsmyndum
uppeldislegt gildi.
Hann álítur efnistökin, sem byggi
á menningarbundinni skilgreiningu
á hryllingi hverju sinni, koma til
skila áminningu um hvar siðferðis-
línumar liggja. Menn sæki semsagt
hryllingsmyndir, meðvitað sem
ómeðvitað, í siðferðilegum tilgangi.
Burt séð frá deilum um siðsemi
hryllingsmjmda, er Ijóst að hlutur
viðtakanda skiptir sköpum við fram-
leiðslu þeirra.
Menn hafa vart farið varhluta af
uppganginum í hryllingsmyndagerð,
og þá ekki síst framhaldsmyndagerð
þess efnis. Ein mynd rekur aðra og
verða átökin sífellt blóðugri, fleiri
farast og augljóst að morðinginn er
kominn til að vera. Von eftirlifenda
undir lok sérhverrar myndar, um að
nú linni ofsóknunum loks, er vitan-
lega borin von. Svo mikið vitum við
sem eigum von á framhaldi. Eru við-
takendur um þessar mundir e.t.v.
slegnir siðblindu líkt og Ásgústínus
myndi vafalítið telja, eða er eitthvað
annað uppi á teningnum? Sé litið til
framhaldsmyndarinnar I Know
What You Did Last Summer annars
vegar og Scream hins vegar, er ljóst
að í þeim tilvikum er engan veginn
hið sama uppi á teningnum. Fram-
setningin á fyrrnefndri framhalds-
mynd byggir á hefðbundnum við-
miðum um sífellt meiri skelfingu, og
gengst meira að segja svo blint upp í
því að framhaldið varð fullkomlega
fáránleg og hlaut miklar óvinsældir
fyrir vikið. Menn fýsir greinilega
ekki að horfa upp á slíka fyrirsjáan-
lega stigmögnun.
Scream-framhaldsmyndimar hafa
aftur á móti átt fylgi að fagna og er í
því sambandi merkilegt að fram-
setningin miðar mun fremur að því
að gera eftirlifendur betur í stakk
búna til að mæta illum örlögum. Það
hefur varla farið fram hjá nokkrum
manni að sú framhaldsmynd tekur
sjálfa sig á beinið og ræðir stöðu sína
sem hryllingsframhaldsmynd. Mér
þykir athyglisvert að velta lítilega
vöngum yfir fyrrnefndu framhalds-
myndinni, þeirri fáránlegu. Af
hverju kemur hún fyrir sjónir sem
fáránleg þegar hún einasta lýtur lög-
málunum um stigmögnun hryllings í
framhaldsmyndum? Aðstandendur
umræddrar framhaldsmyndar virð-
ast hafa gengið út frá því að viðtak-
andi sé guð og siðlaus sem slíkur.
Aðalpersónan, Julie (Jennifer Love
Hewitt), verður að sætta sig við sí-
fellt skelfilegri lífsreynslu og verri
geðheilsu svo eftirspurn viðtakanda
verði hægt að svara. Snarbijálaði
morðinginn, Ben Willis (Muse Wat-
son), er í samræmi við það orðinn yf-
irnáttúrulega hamslaus í seinni
myndinni.
Hann gengur um og drepur nán-
ast alla sem á vegi hans verða, þrátt
fyrir að tilgangur hans eigi að heita
einskorðast við það að ná sér niðri á
skötuhjúunum Julie og Ray Bronson
(Freddie Prinze, JR). Ennfremur
lítur út fyrir að aukapersónurnar
séu látnar skjóta upp kollinum ein-
göngu í því skyni að farast fyrir
hendi morðingjans. Þær eru staddar
í hryllingsframhaldi sem lýtur vænt-
ingum siðblindra viðtakanda um
fleiri dráp og meira blóð.
í fyrstu myndinni glitti strax i fár-
ánleika framsetningarinnar.
Áhyggjulaus ungmenni verða fyrir
því óhappi að að keyra á mann sem
beinlínis hleypur fyrir bíl þeirra.
Sekt þeirra er allnokkur þar sem bíl-
stjórinn var ölvaður, en yfirsjónin
varla ófyrirgefanleg. Þar sem þau
eru stödd í hryllingsmynd, sem hef-
ur alla burði til að verða framhald-
mynd, er þeim síður en svo fyrirgef-
ið. Það er skemmst frá því að segja
að óður morðingi, sem veit hvað þau
gerðu af sér þetta sumar, eltir þau á
röndum og úr verður hrollvekja.
Þessi mynd er þó ekki að öllu leyti
slæm og hlaut viðunandi viðtökur.
Uppbygging framhaldsins er aftur
svo sundurlaus og órökleg að viðtak-
endum ofbauð.
Einhverra hluta vegna er sonur
Ben Willis kvaddur til sögunnar, og
liðsinnir föður sínum við að skelfa
persónurnar og myrða. Þeir feðgar
lokka Julie og vini hennar til Ba-
hamaeyja á versta mögulega tíma,
þegar eyjan er yfirgefin og stormur í
aðsigi, sem enginn virðist hafa kynnt
sér. Feðgarnir ganga berserksgang
um eyjarnar og drepa alla sem fyrir
þeim verða, að Julie undanskilinni,
sem þó átti að heita skotmarkið. Hún
ráfar aftur á móti ringluð um leiksv-
iðið, rekst á illa leikin lík hér og þar
og skelfist. Engin spenna er til stað-
ar um hver standi að baki morðun-
um, og er sonur Ben Willis, sem heit-
ir því gegnsæja nafni Will Benson,
ákaflega illa dulinn „vinur“ Julie.
Það fer ekki á milli mála að Ben Will-
is hefði getað drepið Julie og Ray
hvenær sem er, en kýs einhverra
hluta vegna að fara með þau til Ba-
hamaeyja og draga á langinn. Við-
takendur vita aftur ofurvel hverra
hluta vegna. Framhaldsmyndin út-
heimtir fleiri lík og meiri skelfingu.
Það verður ekki séð fyrir endann á
þessari erkitýpísku framsetningu á
framhaldsmynd, og nokkuð ljóst að
einhver muni ávallt vita hvað Julie
gerði þetta tiltekna sumar.. Óvin-
sældirnar eiga líklega rætur að
rekja til breyttra leikreglna af hálfu
viðtakanda.
Viðtökur við I Still Know... eru þá
kannski merki um að dagar hefð-
bundins hryllingsframhalds séu
taldir.
Eitthvað annað og meira þarf til.
Eigi framhaldsmyndin að vera erki-
týpísk verður hún að vera sér með-
vituð um það. Annað væri einfeldn-
ingslegt og óvirðing við viðtakanda.
Eg er jafnvel ekki frá því að viðtak-
endur fari fram á örlitla von handa
framhaldsmyndapersónum, sem
fælist þá í einhverskonar rökleika
sem hægt væri að henda reiður á.
Slík von fær a.m.k. byr undir báða
vængi í hinni geysivinsælu Scream
framhaldsmynd, þar sem persón-
urnar geta þroskast, styrkst og jafn-
vel ráðið gátuna.