Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 1
Björn Th. Björnsson/Byltingarbörn 2 Vísnabók Guóbrands og Ijóðmæli Hallgríms 2 Friörik Erlingsson/Bróðir
Lúsífer 3 Gyröir Elíasson/Gula húsiö 3 Baldur Pálmason/ljóóaþýöingar 4 Dís veröandi manneskja 5 ísland á nýrri
öld 5 Rúnar Helgi Vignisson/Í allri sinni nekt 6 Svava Jakobsdóttir/málþing 8 Birgir Sigurósson/Ljósió T vatninu 8
MENNING
LISTIR
ÞJÓÐFRÆÐI
BÆKLR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSIN S
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2000
BLAÐ
HEIMSFRÆGÐ í FRANKFURT
Hj arta mitt
er þreytt af
hrifningu
Bókastefnunni í Frankfurt, fjölmennustu
bókastefnu í heimi, er nýlokið. Allt er með
svipuðum hætti og áður og segir Jóhann
Hjálmarsson að nokkurrar þreytu gæti en
kaupmennskan fari fram á fullu opinber-
lega og bak við tjöldin.
Hvað gerir starfsfólk í sýn-
ingabásunum á bóka-
stefnunni miklu í Frank-
furt?
Borðar og geispar með fáeinum
undantekningum.
Meðan fulltrúar bókafélaga horfa
syfjulega á gesti í þeirri von að fá að
vera í friði eru forstjórar og útgáfu-
stjórar á leynilegum fundum með
kollegum í þeirri von að geta selt
vöru sína. Oft eiga sér stað vöru-
skipti. Þú gefur minn höfund út, ég
þinn. Gerð em bráðabirgðatilboð
sem gilda skamman tíma. Einn og
einn dettur í lukkupottinn.
Ljóst er að útgáfa íslenskra og er-
lendra skáldverka í íslenskum þýð-
ingum hefur mótast mjög af bóka-
stefnum, oft persónulegum sam-
böndum í Frankfurt. Um þetta er
ekki nema gott eitt að segja. Með
þessu móti hafa aftur á móti fáir
möguleika aðrir en þeir sem koma út
hjá stærstu forlögunum. Heims-
frægðin er ekki fengin með því en
það getur styst í hana.
Á meðan menn háma í sig pylsur
og drekka freyðandi bjór er t.d.
glaðst yfir gengi íslenskra höfunda.
Islensku básarnii- stækka og 101
Reykjavík og Blíðfinnur verða hluti
af nýju landnámi íslenskra bók-
mennta erlendis. Halldór Laxness er
ekki gleymdur og nýir laxnessar eru
á uppleið.
Pólveijar
vöktu athygli
Pólverjar voru í öndvegi að þessu
sinni og vöktu verðskuldaða athygli.
Við setningu stefnunnar komu
fram pólsku Nóbelsskáldin Wislawa
Syzmborska og Czeslaw Milosz. Það
var Milosz sem orti Svo fátt:
Éghefsagtfátt.
Stuttir dagar.
Stuttir dagar.
Stuttar nætur.
Stutt ár.
Éghefsagtfátt.
Ekki auðnast það.
Hjarta mitterþreytt
afhrifningu,
örvæntingu,
ákefð,
von.
Ég hafnaði í skolti Levíatans.
Nakinn lá ég á ströndum
mannauðra eyja.
Veraldarhvalurinn hviti
dró mig með sér
niður í djúpin.
Og nú þekkiégekkimun
á réttu og röngu.
Sýningarsvæði Pólverjanna var
aðlaðandi og einkar vinsamlegt. Þar
fóru fram umræður og upplestur svo
tækifæri gafst til að setja sig eftir
föngum inn í pólsk menningarmál. Á
annað hundrað pólsk bókaforlög
sýndu í Frankfurt. Gróska er hjá
Pólverjum og athyglisvert hve þeir
eiga mörg góð ljóðskáld.
Gestum fjölgaði á stefnunni og nú
komu að minnsta kosti 300.000. Það
sem horfir til framfara í Frankfurt
eru fleiri dagskrár en áður, ekki ein-
göngu sýning, og má að því leyti
Einn og einn dettur í lukkupottinn í Frankfurt
/ Í ^iii ■ i \
segja að bókastefnan í Gautaborg sé
orðin eins konar fyrirmynd.
Ekki var skortm- á frægu fólki í
Frankfurt. Nýi Nóbelshöfundurinn,
Gao Zingjian frá Kína, birtist og
ánægjulegt var að fá í heimsókn als-
írsku skáldkonuna Assia Djebar sem
tók á móti friðarverðlaunum þýskra
bókaútgefenda og bóksala.
Jeltsín sást bregða fyrir og vitan-
lega úði og grúði af þýskum höfund-
um. Bókastefnan í Frankfurt er
kaupstefna, markaðstorg. Helst uni
ég mér á þýska sýningarsvæðinu þar
sem fullt er af litlum forlögum sem
leggja áherslu á bókmenntaverk,
gömul og ný. Því miður er ólíklegt að
þessir forleggjarar verði ríkir og geti
borgað höfundum sómasamlega.
Samt er áherslan skyndilega minni á
metsöluna en verið hefur enda hefur
fólk rekið sig á að í metsölubókunum
flestum er fátt að finna annað en
glæsilegar kápur.
Sagt er að sýnendur hafi verið
sáttir við viðskiptin. Nefna má að
gerður var samningur upp á tvær
milljónir dollara við bandarískan
höfund, Brian Greene, sem skrifar
vinsæl vísindarit af léttara tagi.
101 Reykjavík er meðal íslenskra
bóka sem útgefendur sækjast eftir,
einnig Blíðfinnnur og bækur Guð-
rúnar Helgadóttur. Fleiri íslenskir
útgefendur en áður gátu komið sér á
framfæri, meðal þeirra Bjartur og
hin nýja Salka.
Bókastefnan í Frankfurt er orðin
dálítið þreytt og þyrfti að endunýjast
með einhverjum hætti. Eitt merkið
er að útgefendur og útgáfustjórar fá
æ meira rými og þjónustu en blaða-
mönnum er ýtt út í horn. Margt er að
skoða í borginni og sýningaþreytu
má lækna með góðri gönguferð, ekki
síst á bökkum Main þar sem endur
og aðrir fuglar halda sínar sýningar,
opið og ókeypis allt árið.