Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 B 7
Keisarinn
í Vín
BÆKUR
L j ó ð
VIÐ STÖLDRUM HÉR
AÐEINS UM STUND
eftir Harald S. Magnússon,
eigin útgáfa 2000 - 75 bls.
MÉR hefur stundum virst
meginmunurinn á nútímaljóði og
hefðbundnu ljóði vera ákveðið
stjórnlyndi þeirra sem yrkja
hefðbundið. Ljóð þeirra horfa
gjarnan í eina átt. Lesandi á lítið
val. Honum auðnast aðeins að
deila viðhorfum og skoðunum
hins hefðbundna skálds. Nútíma-
ljóðið er aftur líkara hugmynd
sem skilin er eftir á víðavangi og
hver og einn getur aðlagað það
sinni sýn og samsamað sínum
kenndum.
Haraldur S. Magnússon er lítið
gefinn fyrir slíka óreiðu eins og
glögglega sést á nýrri ljóðabók
hans, Við stöldrum hér aðeins um
stund. Ljóð hans eru í föstum
skorðum. Hann miðlar skoðunum
sínum, notar stundum stuðla, rím
og höfuðstafi enda þótt hann grípi
einnig til frjálsara forms. Yfir
ljóðunum er festa og þau bera
með sér skýran og ákveðinn boð-
skap og stundum umkvartanir:
Væri menntamálaráðherrann
keisarinn í Vín.
Þeir, sem skáldastyrkinnveita,
ráðgjafinn Salieri.
Pétur hafnaði Kristi þrisvar,
en þeir mér einum oftar.
Listamannalaunin fá aðeinsþeir
sem yi'kja ástaróð
til Salieris og keisarans
íVín.
Ef ég skil vísun Haraldar rétt
líkir hann sér við Mozart sem
löngum átti erfitt uppdráttar
þrátt fyrii- snilld. Ekki vil ég
kveða upp neinn dóm um þann
Haraldur S.
Magnússon.
samanburð. Hitt er Ijóst að mér
þykir kveðskapur Haraldar einna
bestur þegar hann grípur til hefð-
bundins ljóðforms, t.d. ferskeytl-
unnar. Það fellur best að innihaldi
kvæða hans enda er hann hagyrð-
ingur. Það er aftur á móti spurn-
ing hvers vegna hann kvenkennir
ljóðsjálfið í eftirfarandi vísukorn-
um. Mér dettur í hug að þar komi
til kröfur formsins.
Tendrast sól í sálu mér,
sút í burtu strýkur.
Ætíð mun ég þakklát þér,
þar til yfir lýkur.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
Meginefni og boðskapur bókar-
innar er raunar fólginn í loka-
kvæðinu en í seinustu línum þess
segir: „Tíminn líður ógnahratt /
meðan þú bíður dauðans." Hér
takast því á ólíkar kenndir, allt
frá bh'tu sólar og lífsgleði til
myrkurs dauða og biturleika.
Sannast sagna er ég mishrifinn
af kvæðum Haraldar. Með nokkr-
um góðum kvæðum slæðist allt of
margt sem mér finnst ekki segja
mér margt eða jafnvel ekki eiga
erindi í bók.
Skafti Þ. Halldórsson
Heimsfræg-
ar hetjur
BÆKUR
Barnabók
Bósi kemur til bjargar
Viddifer á kreik
Bósi kemur til bjargar er eftir
Victoriu Saxon. Viddi fer á kreik er
eftir Justine Korman Fontes.
Vaka-Helgafell gefur bækurnar út
með leyfi Disney-fyrirtækisins árið
2000. Leikbækur úr pappa, polyest-
er og plasti, framleiddar Kína.
KAPPANA Vidda og Bósa ljósár
þarf vart að kynna hér á landi. Disn-
ey-fyrirtækið hefur í öllu sínu veldi
séð til þess að nánast er hægt að
segja að tvímenningarnir séu orðnir
heimilisvinir íslenskra barna á aldr-
inum 3 til 12 ára og alveg sérstaklega
drengja. Ekki aðeins hafa teikni-
myndirnar tvær, Leikfangasaga 1 og
2, slegið í gegn hér á landi. Hvers
kyns leikföngum með tilvísun í
teiknimyndirnar hefur bókstaflega
rignt yfir leikfangaverslanirnar eins
og reyndar reglan er orðin í tengsl-
um við frumsýningu nýrra Disney-
barnamynda um heim allan. Nýjasta
afurðin eru tvær leikbækur kenndar
við sinn hvorn vinanna með tilvísun í
seinni teiknimyndina, Leikfanga-
sögu 2. Hetjurnar Viddi og Bósi eru í
sjálfu sér saklausar fyrirmyndir og
Bósi kemur til bjargar ágætlega
heilsteypt saga. Leikfangagrís rúllar
niður stigann og er allsendis ófær
um að komast aftur upp. Bósi er
fljótur að hugsa og kemur vini sín-
um, eins og titillinn gefur til kynna,
öiugglega til bjargar. Hins vegar
virðist hann vera dálítið viðkvæmur
fyrir viðurkenningarfaðmlagi Dísu í
lokin. Viddi fer á kreik er ekki jafn-
heildstæð og alveg sérstaklega fyrir
þá fáu sem ekki hafa séð myndina.
Viddi er staddur í framandlegum að-
stæðum og áttar sig greinilega ekki
á því hver hann er fyrr en hann kem-
ur auga á sjálfan sig í sjónvarpinu!
Báðar bera bækurnar þess greini-
legan vott að vera fjölprent. Textan-
um er þröngui’ stakkur skorinn og
myndskreytingarnar hafa ekki verið
aðlagaðar íslenskri útgáfu eins og
sést best á því að báðir eru kapparn-
ir rækilega merktir „Andy, ekki
Adda,“ á iljunum. Bósi ljósár er með
barmmerkið „Lightyear" vinstra
megin á geimfarabúningnum. Ann-
ars er myndskreytingin afar lífleg og
óneitanlega skemmtileg tilbreyting
að geta leikið með bækurnai' eins og
hægt er að gera með því að nýta
svokallaða franska rennilása á út-
limunum út úr bókinni og láta vinina
sitja upprétta. Ekki má heldur
gleyma því að bækur upp úr teikni-
myndum hljóta að hvetja myndelsk-
andi ungmenni til aukins lestrar.
Anna G. Ólafsdóttir
Nýjar bækur
• ÚT er komin sakamálasagan IMyr-
fn - saga wn flölskylduharmleik eft-
ir ArnaJd Indriðason. I fréttatilkynn-
ingu segir: „Roskinn maður finnst
myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýri.
í skrifborði hans er falin gömul
ljósmynd af grafreit fjögurra ára
stúlkubams. Myndin leiðir lög-
regluna inn í liðna tíð sem geymir
skelfijegan glæp og fjölskylduhaim-
leik. A sama tíma hverfur ung kona
úr eigin bmðkaupsveislu og farið er
að rannsaka að nýju hvarf ógæfu-
manns sem ekkert hefur spurst til í
aldarfjórðung.
Rannsóknarlögi-eglumennimir
Erlendur og Sigurður Óli, sem les-
endur kannast við úr fyrri bókum
Arnaldar, standa frammi fyrir
óvenjulega flóknu og erfiðu verkefni
sem teygir anga sína inn í myrka for-
tíð en tengist um leið hitamálum
samtímans. Mýiin er fjórða saka-
málasaga Arnaldar. Hinar fyn-i era
Synh' duftsins, Dauðarósir og Napó-
leonsskjölin.“
Bókin erprentuðhjá Odda hf., 280
bls. RagnarHelgi Ólafsson hannaði
bókarkápu. Leiðbeinandi verð er
3.980 krónur.
Islandssaga í hnotskurn
BÆKUR
Sagnfræði
ÍSLANDSSAGA I
STUTTU MALI
eftir Gunnar Karlsson. Mál og
menning, Reykjavík 2000, 72 bls.
UM HVAÐ er saga íslendinga?
Þetta er spurningin sem höfundar
yfirlitsrita um sögu þjóðarinnar
spyrja sig þegar þeh- velja efnisat-
riði í slíka bók. Ekki síst verður
þetta áleitin spurning þegar höfundi
er gert að gera grein fyrir 1100 ára
sögu í stuttu máli. í litlu hefti
Gunnars Karlssonai', prófessors við
Háskóla íslands, er gefið yfirlit yfir
sögu íslands frá landnámi til sam-
tímans á 72 síðum í litlu broti. Bók-
inni er skipt upp í 32 kafla þar sem
íslandssögunni er fylgt krónólóg-
ískt. Hver kafli er ein opna og tekur
til tiltekins þema. Þannig er kafli
um landnám, annar um pláguna og
þriðji um upphaf þjóðernishyggju
o.s.frv.
Höfundurinn er helsti serfræð-
ingur íslendinga í almennri íslands-
sögu og hefur skrifað fjölda náms-
bóka sem taka til ólíkra tímabila
íslandssögunnar. í þessari bók hef-
ur rými til að gera grein fyrir Is-
landssögunni í heild sinni verið
mjög naumt skammtað. Mörgu hef-
ur. því. verið sleppt .som.ætti. heima í
stærra riti. Smæð þess
hefur neytt höfundinn
til að velja úr það sem
honum þykir mark-
verðast, mikilvægast
eða eiga hvað mest er-
indi við samfélag nú-
tímans. Því má ætla að
í því birtist íslands-
sagan í hnotskurn.
Þrátt fyrir knappt
formið gefur höfudur
sér á stöku stað tóm til
að velta upp álitamál-
um sem spretta af mis-
munandi veraldarsýn
sagnaritara. Slíkt gef-
ur til kynna að for-
sendur sagnaritunarinnar era ná-
lægar í frásögninni af fortíðinni og
sýnir gagnvirkt samband textans og
veraleika fortíðarinnar. Oftar en
ekki er þó höfundur í hlutverki
sögumannsins sem formsins vegna
má ekki efast um skýrt samband
sitt við veruleikann sem hann lýsir.
Til þess að frásögnin verði lifandi
verður ekki hjá því komist að
bregða fyrir sig gildishlöðnu orða-
lagi í lýsingum á fyrirbrigðum for-
tíðar. Dæmi um slíkt er kaflaheitið
Myrkar aldir. Frá söguspekilegu
sjónarhorni nútíma sagnfræði virk-
ar slíkt auðkenni á sögu 17. og 18.
aldar nokkuð glæfralega eða gamal-
dags. „Myrkai' aldir“ kallast á við
ritun Evrópusögunnar á nýöld sem
vísaði til miðalda sem myrkra, sem
einhverskonar ófull-
komins mhlispils milli
gullaldar fortíðarinnar
og nútímans. I ís-
lensku samhengi ber
auðkennið með sér
markhyggju sem ann-
ars vegar upphefur
þjóðveldið og hins veg-
ar nútímann sem hina
nýju gullöld. Reyndar
bendir höfundur á
þennan orðræðulega
farangur nafngiftar-
innar en gerir lítt til að
ögra skilningi lesand-
ans. _ Söguvitund
margi'a íslendinga er
vissulega mótuð af viðhorfum sem
þessum en spurning er hvort
sagnfræðirit eigi beinlínis að ýta
undir fordóma sem þessa um svið
fortíðarinnar. Kannski verður ekki
hjá því komist ef frágögnin á að
vera krassandi.
Að flestu leyti er val þeirra efnis-
atriða sem tekin eru til umfjöllunar
í takt við það sem hefðbundið er í
yfirlitsriti af þessum toga enda höf-
undurinn margreyndur á þessu
sviði - hefur kannski með yfirlitsrit-
um sínum lagt manna mest í að
svara spurningunni um hvað ís-
landssagan fjalli.
Hvað 20. öldina snertir eru tíma-
mót heimastjórnar, fullveldis, lýð-
veldis og þorskastríðs fastir liðir
sem og þróun stjórnmálaílokka.
Þessi mynd gefur til kynna að
stjórnmál og stjórnlagaleg staða Is-
lands sé kjarninn í sögunni. Þjóðfé-
lagslegar breytingar tengdar þétt-
býlismyndun og hernáminu eru
þarna og lítillega er komið inn á at-
vinnusögu með umfjöllun um sjáv-
arútveg á fyrstu áratugum aldar-
innar og upphaf verkalýðshreyf-
ingar. Það sem er frábraðið í
efnisvali frá mörgum yfirlitsritum
er að kvennasögu er gert tiltölulega
hátt undir höfði.
Höfundur hefur verið í fremstu
víglínu þeirra sagnfræðinga sem
hafa viljað gera sögu kvenna að
hluta almennrar sögu. Tveir kaflar
era helgaðir konum sérstaklega, sá
fyrri um aukin samfélagsleg rétt-
indi í byrjun aldar og hinn um vax-
andi hlutdeild á vmnumarkaði.
„[Ajukin þátttaka kvenna,“ segir
höfundur í niðurlagsorðum, „er ...
líklega það sem hefur breytt svip ís-
lensks samfélags mest síðustu þrjá
áratugina." (bls. 67). Aukinn sýni-
leiki kvenna í opinbera lífi er þann-
ig tilefni sérstakrar umfjöllunar um
konur. Það má hins vegar velta því
fyiir sér hvort nálgun sem tekur
mið í breyttum svip samfélagsins að
þessu leyti ætti ekki einnig að
draga fram mótandi áhrif kynferðis
á aðra efnisþætti sögunnar, aðra en
þá sem snerta beint breytta samfé-
lagslega stöðu kvenna.
Olafur Rastrick
Gunnar Karlsson.
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Svína- »
hirðirinn eftir Þórhall Vil-
hjálmsson og Jeffrey Kottler.
I fréttatilkynningu segir:
„Þórhallur Vilhjálmsson var
bryti bandarísku skáldkonunn-
ar Danielle Steel og gæludýrs
hennar, gyltunnar Coco, í tvö
taumlaus og viðburðarík ár.
Svínahirðmnn er spaugileg og
kyndug endurminningabók
sem sviptir hulunni af tveimur
gjörólíkum menningarheimum.
Af leiftrandi íslenskri sagna-
list segir Þórhallur frá sam-
skiptum sínum við Danielle
Steel og yfirgengilegum lífs-
máta hennar. Við sögu koma
einnig eiginmenn skáldkon-
unnar, börn, vinir, starfsfólk
og frægir nágrannar eins og
söngkonan Linda Rondstadt,
raularinn Tony Bennett og
leikarinn Robin Williams, sem
æfír svipbrigði sín fyrir fram-
an söghetju bókarinnar - gylt-
una Coco.
Svínahirðirinn er staðfesting
á því að raunveruleikinn er tíð-
um ótrúlegri en skáldskapur-
inn - jafnvel lygilegri en sögur
Danielle Steel.
Þórhallur Vilhjálmsson er
fæddur árið 1963 í Reykjavík.
Rúmlega tvítugur flutti hann
til San Francisco í Kaliforníu
og lauk háskólanámi í mark-
aðsfræði. Eftir heimkomuna
hefur Þórhallur starfað sem
markaðsfræðingur, fjallaleið-
sögumaður, kennari og leiðtogi
söluj og framleiðsluáæltana
hjá ÍSAL. Hann rekur eigið
fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Jeffrey Kottler er banda-
rískur metsöluhöfundur. Hann
er sálfræðingur að mennt og
hefur ski’ifað yfir 40 bækur á
sviði sálfræði, kennslufræði og
ráðgjafar. Jeffrey er þó eink-
um þekktur fyrii’ ögrandi skrif
sín og athuganir á forboðinni
mannlegri hegðun. Síðasta bók
hans, The Last Victim, fjallar á
óvæginn hátt um hugarheim
nokkurra alræmdustu fjölda-
morðingja samtímans og hefur
verið vikum saman á metsölu-
lista New York Times.“
Útgefandi er JPV forlag.
Bókin er 224 bls., prýdd fjölda
mynda. Prentsmiðjan Oddi
prentaði. Skaparinn gerði
kápu.
Leiðbeinandi verð: 3.980
krónur.
• ÚT er komin bókin Ógnir
minninganna - Átakanlcg frá-
sögn frá Kambddíu eftir
Loung Ungí þýðingu Inga
Karls Jóhannessonar.
í fréttatilkynningu segir:
„Loung Ung var fimm ái'a göm-
ul og undi sér vel í faðmi for-
eldra og systkina þegar Rauðu
khmeramir raddust inn í höfuð-
borg Kambódíu, Phnom Penh,
og rændu völdum. Eins og
hendi væri veifað breyttist líf
hennar og áhyggjuleysi barn-
æskunnai’ vék fyrir hörmungum
og gi-immilegum veraleika. Frá-
sögn hennar hrífur og skelftr í
senn; þetta er átakanleg lýsing
á einhverjum hroðalegustu at-
burðum 20. aldar, sögð fi-á sjón-
arhóli bams sem komst lífs af
Loung segir sögu sína af
hreinskilni bai-nsms og dregur
ekkert undan. Hún hertist við
hveija raun og óslökkvandi lífs-
þorsti hennar varð yfirsterkari
ótta og söknuði. Sterkur bar-
áttuvilji Loung vai-ð til þess að
Rauðu khmerarnir þjálfuðu
hana til að bera vopn og hún
lærði að meðhöndla riffil sem
var ámóta stór og hún sjálf. Hún
var allan tímann staðráðin í að
gefast ekki upp; að lokum komst
hún undan og segir hér frá
reynslu sinni.“
Útgefandi er Vaka-
Helgafell. Bókin er 283 bls.,
prentuð hjá Odda hf. Leiðbein-
andi verð er 3.980 krónur.