Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• ÚT er komin skáldsagan
Fdfræðin eftir tékknesk-
franska skáldsagnahöfundinn
Milnn Kund-
era, í þýðingu
Friðriks
Rafnssonar.
í fréttatil-
kynningu seg-
ir: „Þetta er
glæný bók frá
hendi þessa
vinsælahöf-
undar. ísland
er annað landið
þar sem hún kemur út, en hún
var fyrst gefín út sl. vor í
Barcelona á Spáni. Næstu lönd
eru svo Þýskaland og Japan í
febrúar á næsta ári.
Fáfræðin fjallar um þau Jósef
og írenu sem hittast af tilviljun
á flugvelli á leið til heimalands
síns eftir að hafa búið erlendis í
tuttugu ár. Þeim hafði litist vel
hvort á annað þegar þau voru
ung, en geta þau nú tekið upp
þráðinn að nýju? Það er síður en
svo sjálfgefið, vegna þess að eft-
ir tuttugu ár „eiga þau ekki
sömu“. Og „hvers er minni okk-
ar í rauninni megnugt, greyið?
Það ræður aðeins við örlítið ve-
sælt brot af lífinu og enginn veit
nákvæmlega hvers vegna þetta
atriði er valið en ekki hitt“.
I Fáfræðinni segir Milan
Kundera sögu fólks sem snýr
heim eftir langa Qarvist, líkt og
Ódysseifur forðum. Inn í hana
spinnur hann síðan hugleiðing-
ar um ástina, kynlífið, Evrópu-
. söguna, tímann, minnið og
fleira.
Milan Kundera fæddist í
Brno í Bæheimi (Tékklandi) ár-
ið 1929, en hefur verið búsettur í
París undanfama tvo áratugi.
Þetta er áttunda bók Kundera
sem kemur út á íslensku, en
þær hafa notið fádæma vin-
sælda meðal lesenda hérlendis.
Sjá nánar á íslenski heimasíðu
höfundarins: http://www.mm.is/
Kundera/“
Útgefandi er Mál ogmenn-
ing. Bókin erl53 bls., unnin í
Prentsmiðjunni Odda h.f. Káp-
una gerði Robert Guillemette.
Verð: 1.990 krónur.
Milan
Kundera
BÆKUR
Skáldsaga
LJÓSIÐ í VATNINU
Eftir Birgi Sigurðsson. Útgefandi
Forlagið 2000. Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf. 279 bls.
AÐALSÖGUHETJA nýrrar
skáldsögu Birgis Sigurðssonar er
ungur maður sem í upphafí sögunn-
ai' þarf að takast á við krabbamein.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann
ekki átt auðvelda fortíð, missti foður
sinn barnungur og ólst síðan upp við
félagslega einangrun hjá geðsjúkri
móður sinni, sem einnig er látin.
Hann er þar að auki búinn að sigla
hjónabandi sínu í strand vegna
ístöðuleysis og missa í kjölfarið frá
sér eiginkonu sína og ungan son.
Strax á fyrstu síðunum dynur á hon-
um enn eitt áfallið, móðursystir hans
og eiginmaður farast í bílslysi en þau
höfðu gengið honum í foreldra stað
þegar hann var bam að aldri og
dvaldi hjá þeim í sveitinni.
Þessi ráðvillti ungi maður, Amar
að nafni, snýr aftur í sveitina til að
vera viðstaddur jarðarför þessa góða
fólks sem hefur arfleitt hann að
ágætri bújörð. Hann er ákveðinn í að
hverfa til baka til borgarinnar að at-
höfninni lokinni og selja jörðina, en
örlögin haga því þannig að hann tek-
ur til við störf hjónanna á bænum
þar sem þau hurfu frá þeim, af ein-
urð og krafti. Það þrúgandi slen og
stefnuleysi sem einkenndi líf hans í
borginni, ekki síst í kjölfar veikind-
, anna, er vikið frá honum.
Birgir fjallar þama enn á ný um
Svava Jakobsdóttir-
og verk hennar
Félag íslenskra fræða gengst fyrir málþingi
um Svövu Jakobsdóttur og verk hennar
í Þjóðarbókhlöðunni nk. laugardag,
11. nóvember, kl.13.
Ifréttatilkynn-
ingu segir: „Nú
á haustdögum
varð Svava Jak-
obsdóttir sjötug. Hún
hefur nú um langt
skeið verið eitt
fremsta sagna- og
leikritaskáld Islend-
inga og enn fremur
skrifað á eftirminni-
legan hátt um íslensk
fræði. Félagi íslenskra
fræða þótti ástæða að
heiðra hana á þessum
tímamótum fyrir
ómetanlegt framlag til
íslenskrar tungu og
menningar. Þótti það mest í anda
Svövu sjálfrar að efna til málþings
þar sem sérfræðingar á sviði bók-
mennta ræddu verk hennar frá
ýmsum sjónarhornum.
Fyrirlesarar á þinginu verða
fimm. Hver þeirra flytur stutt er-
indi en siðan munu þeir í samein-
ingu takast á við athugasemdir og
spurningar úr sal.
Ástráður Eysteinsson flytur er-
indi sem nefnist „I tómarúmi: Stað-
ur og steinn í textum Svövu Jakobs-
dóttur". Þar skyggnist hann eftir
framsetningu sjálfsvitundar í text-
um Svövu og reynir að greina
hvernig ákveðnar merkingarslóðir
verða til í samspili sjálfs-mynda,
frásagnarforms, staðbundinna ein-
kenna og margskonar ferðalaga. I
því sambandi veltir hann einnig fyr-
ir sér þróun náttúrusýnar, um-
hverfis og vistrænna einkenna í
sögum Svövu, með sérstöku tilliti til
sögustaða hennar og þeirrar til-
finningar sem textinn vekur fyrir
staðvissu og staðleysi.
Erindi Birnu
Bjarnadóttur nefnist
„Takmarkanir
kvennapólitíkur and-
spænis möguleikum
skáldskaparins: Um
raunveruleika innri
reynslu í sögum Svövu
Jakobsdóttur." Birna
ræðir takmarkanir
þeirrar bókmennta-
túlkunar sem gerir
skáldskap að vett-
vangi kvennapólitíkur
og hvernig sögur
Svövu bijótast undan
því fargi. Sá raunveru-
leiki innri reynslu sem
Svava gerir að viðfangsefni sínu
varðar þætti eins og ást, trú, mann-
úð, réttlæti, frelsi og íslenskan
veruleika. Þessi raunveruleiki er
ekki múlbundinn félagslegu raun-
sæi heldur byggist hann á marg-
brotinni skynjun og hugsun um
möguleika fólks i lífinu.
Eigi þessir möguleikar sér rými,
eins og spurt verður um í lok erind-
isins, kann það að vera skyldara
fagurfræði dýra en kenningum um
pólitískt, kynbundið átakasvæði.
Dagný Kristjánsdóttir flytur er-
indið „Texti af texta af texta af
texta ...“ Hún mun fjalla um áhrif
Svövu Jakobsdóttur á fslenska bók-
menntasögu síðari tima. Bók-
menntalegir áhrifavaldar geta haft
svo sterk áhrif á veiklundaða fylg-
ismenn að þeir verði hugfangnir og
hermi eftir áhrifavöldunum af
fremsta megni bæði í lífi sínu og
list. Þetta er fremur sjaldgæft. Al-
gengara er að áhrif sterkra rithöf-
unda komi fram í því að vitnað sé í
verk þeirra eða jafnvel skrifað um
Svava Jakobsdóttir.
þau f hinum nýju bókmenntum.
Stundum er um bein áhrif að ræða,
stundum þögul og ómeðvituð áhrif,
stundum verður óttinn við áhrif
hins mikla höfundai* sterkastur.
Textatengsl af þessu tagi má sjá
bylgjast frá textum Svövu Jakobs-
dóttur til annarra höfunda og texta
og reynt verður að rýna í mynstrin
sem þar má sjá.
I erindi sem kallast „Lokaæfing
leigjandans" mun Pétur Már Ólafs-
son ræða um skáldsöguna
Leigjandann (1969) og leikritið
Lokaæfingu (1983) eftir Svövu Jak-
obsdóttur. Eru verkin einföld
ádeila á veru bandariska hersins á
Islandi og þátttöku landsins í varn-
arbandalögum? Eða má lesa þau
sem gagnrýni á nútimasamfélagið,
þá ofsóknarkennd sem ríkir í vest-
rænni menningu og óttann sem þar
ríkir við hið óþekkta og framandi?
Pétur Már mun leita svara við slík-
um og þvflíkum spurningum á mál-
þinginu og ræða hvernig eðlileg
mynstur sálsýkinnar breytast í sál-
sjúk viðmið; hvernig ótryggum
mörkum sálarlífsins er varpað á
umhverfið og verða þannig ekki að-
eins að neðanjarðarbyrgjum og
landamærum heldur líka járntjöld-
um og varnarbandalögum.
Soffía Auður Birgisdóttir mun
fjalla um bókmenntafræðinginn
Svövu Jakobsdóttur. Svava er ekki
aðeins fjölhæfur og virtur höfundur
skáldverka - smásagna, skáldsagna
og leikrita - heldur hefur hún jafn-
framt skrifað fræðilegar greinar
um bókmenntir, byggðar á vand-
legum texta- og samanburðar-
rannsóknum á bókmenntum og
goðsögum, heiðnum og kristnum.
Þessi hlið höfundarverks Svövu
hefur verið Iítt könnuð og mun Sof-
fía velta því fyrir sér hvernig bók-
menntafræðingur Svava sé og
hvaða þýðingu þessi hlið höfundar-
verks hennar hafi fyrir skáldskap-
inn. I fræðitextum Svövu má greina
hennar eigin fagurfræði og einnig
hefur hún sett fram nýstárlegar
kenningar um til að mynda fagur-
fræði Jónasar Hallgrímssonar."
efnivið sem honum hef-
ur verið hugleikinn í
gegnum tíðina. Hann
teflir fram kunnugleg-
um andstæðum borgar
og sveitar, ístöðuleysis
og atorku, sjúkleika og
heilbrigðis. Söguhetja
hans, Amar, kemst í
tengsl við uppruna sinn
í sveitinni, bernsku
sína og fjölskyldusögu
og ekki síst landið
sjálft. Hann kynnist
ungri konu, Lilju, sem
einnig hefur flúið í
sveitina til að komast
út úr vítahring drykkju
og tilgangsleysis borgarlífsins, sem
endaði með ósköpum. Samdráttur
þeirra og tilraun til að fóta sig á nýj-
an leik knýr söguna áfram.
Inn í þennan söguþráð fléttar
Birgir ýmsa þræði er varpa ljósi á
þróun samtímans í íslensku samfé-
lagi. Hann fjallar um niðurskurð í
landbúnaði, flóttann úr sveitunum og
þá valkosti sem landsbyggðin stend-
ur frammi fyrir. Virðing gagnvart
náttúrunni og þekking á viðkvæmu
lífríki er hvarvetna í fyrirrúmi.
Virkjunarframkvæmdir á hálendi ís-
lands verða að veigamiklu viðfangs-
efni höfundar, en hann reynir að
sýna fram á fánýti þess að fórna
óbætanlegum náttúru-
verðmætum fyrir
skyndigróða í tengslum
við álframleiðslu. Höf-
undi liggur mikið á
hjarta og skilaboð hans
varðandi hið viðkvæma
vistkerfi okkar hér á
landi eru skýr. Tengsl-
unum við landið og
náttúru þess má ekki
fórna, heldur ber að
skila til komandi kyn-
slóða svo þær fái tæki-
færi til að leita uppruna
síns og fóta sig í sátt við
umhverfíð líkt og sögu-
hetja bókarinnar, Arn-
ar. í sveitinni finnur Arnar mátt sinn
og megin og má sín betur í barátt-
unni við banvænan sjúkdóm.
Helsti annmarki þessarar skáld-
sögu er að hún er helst til fyrirsjáan-
leg og efnistökin þess eðlis að fátt
kemur á óvart. Andstæður eru of
skýrar og augljósar, skilin á milli
innra lífs sögupersóna og ytri veru-
leika þannig að auðvelt er að segja
fyrir um persónuleika þeirra og ör-
lög. Persónusköpun er þó stundum
vönduð og verða þau Rannveig,
gamla konan sem Arnar „erfir“ með
búinu, og Haddi, vangefinn bróðir
Lilju, öðrum fremur minnisstæð.
Raunsæislegur stíll bókarinnar er
iðulega lipur og fleytir lesandanum
áfram þrátt fyrir þá annmarka er
fylgja fyrirsjáanlegri framvindu sög-
unnar. Þegar Arnar kemur sjúkur
heim af sjúkrahúsinu eftir erfiðan
uppskurð í upphafi bókar, notar
Birgir kaffibolla til að lýsa aðstæð-
um hans: „Og bollinn hans var miklu
gulari en áður. Hann var með fín-
gerðum sprungum sem hann hafði
aldrei séð fyrr. Þær ófust hver inn í
aðra og lágu um allan bollan eins og
net.“ (Bls. 15.) Myndmálið kallast á
við upphafsorð bókarinnar þar sem
Arnar er að vakna á gjörgæsludeild-
inni: „Hann var fastur í seigfljótandi
neti og lengst úti í myrkum geimn-
um. Hann reyndi að losa sig en
möskvar myrkursins lögðust þéttar
að honum. Skyndilega greindi hann
ofurskært ljós í fjarska." (Bls. 7.)
Það tekur Arnar nokkurn tíma að
finna Ijósið og losna úr möskvum
myrkursins. Hann finnur það í því
sem er: „Dýpra en samlíf við náttúr-
una. Stærra: Verund alls sem er og
hvergi nálægari og áleitnari en þar
sem mennsk hönd hefur engu rask-
að.“ (BIs. 176.) Efniviður „Ljóssins í
vatninu" er að mörgu leyti áhuga-
verður. Samt sem áður hefur höf-
undi ekki tekist að færa hann í þann
búning að hann höfði nægilega
sterkt til lesandans. Ef til vill er boð-
skapurinn of skýr og eindreginn til
að sögusviðið og persónurnar öðlist
trúverðugleika. Verkið skortir því
fyllingu og tilfinningu fyrir þeim
margslungna veruleika sem gerir til-
vist mannskepnunnar nægilega
óræða og spennandi til að hægt sé að
afhjúpa gamlan sannleika á ferskan
máta.
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Samlíf við
náttúruna
Birgir Sigurðsson.
Nýjar bækur
• ÚT er komin skáldsagan Fyrir-
lestur um hamingjuna eftir Guð-
rúnu Evu Minervudóttur.
í fréttatil-
kynningu segir:
„Sagan af Har-
aldi og fjöl-
skyldu hans
hefst á eftir-
farandi hátt:
„Skólagangan
öll framundan
og engin að
baki en samt
gat hann gert
sér grein fyrir
því að hann var einn fárra sem
mættu lífinu með sama sem vottorð
upp á að vera góð manneskja."
Haraldur litli býr við gott atlæti í
eldhúsi ömmu sinnar. Lífið er fal-
legt og einfalt og eilífðar hamingja
virðist blasa við. En svo líða árin
með flækjum og undarlegum snún-
ingum, framvinda tímans kemur
stöðugt aftan að fórnarlömbum sín-
um og leiðir fjölskylduna í fyrirséð-
ar og óvæntar ógöngur.
En hvar hefst fjölskyldusagan?
Kannski er þetta ekki endilega fjöl-
skyldusaga, heldur fyrst og fremst
heiðarlegur fyrirlestur um hamingj-
una og mismunandi aðferðir fólks til
að klófesta hana eitt andartak.
Hér segir Guðifin Eva Mínervu-
dóttir magnaða og myndræna sögu
um samskipti og sundurlyndi, ást,
hatur, miskunnarleysi og við-
kvæmni - sögu sem kraumar af
glettni og frumleika og endur-
speglar næma sýn á fjölbreytileika
mannlífsins."
Útgefandi erBjartur. Bókin er
160 bls. Bókarkápu gerði Snæbjöm
Amgrímsson. Verð: 3.680 krónur.
• ÚT er komin bókin Jesús Kristur
eftir J.R. Portcr /þýðingu Ingunnar
Ásdísardóttur.
í fréttatilkynningu segir: „Jesús
frá Nasaret - fáir hafa haft slík áhrif
á andlegt líf og siðferði vestrænna
manna með boðskap sínum. En hver
var hann og hvernig má greina milli
Jesú sögunnar - mannsins sem lifði
og starfaði í Palestínu fyrir tvö þús-
und árum - og Krists trúarinnar?
í bókinni er fjallað um ýmsar
kenningar sem teljast mega trú-
verðugar og gefa flestar vísbending-
ar um hinn „raunverulega“ Jesú.
Henni er ekki ætlað að vera enn ein
ævisagan um Jesú heldur að draga
fram nokkra þá þætti sem hafa vak-
ið og örvað stöðugar tilraunir
manna til að átta sig á manninun
Jesú frá Nasaret. Raddir þein-a sem
reynt hafa að túlka vitnisburði Nýja
testamentisins eru að sönnu ólíkar,
því hann er ýmist talinn vera heims-
slitaspámaður, töfralæknir, félags-
legur umbótamaður eða pólitískur
byltingarsinni. í bókinni er fjallað
um gyðinglegar rætur Jesú og hið
palestínska samfélag sem hann lifði
og hrærðist í. Greint er frá ævi
hans, boðskap og kennitíð sam-
kvæmt frásögnum guðspjallamann-
anna fjögurra, og í því sambandi er.
einnig vísað til merkra heimilda í
sagnfræði og fornleifafræði. Loks er
fjallað um túlkunarleiðir: Hvaða
augum leit Jesú sjálfan sig sam-
kvæmt þeim heimildum sem fyrir
hendi eru og hvernig hafa menn
kosið að nálgast og skilja persónu
hans og boðskap?
Höfundurinn, J.R. Porter, er
prófessor í guðfræði við háskólann I
Exeter. Hann hefur sent frá sér
fjölmargar bækur um trúfræði og
trúarbragðasögu. Einnig ritar
Jennifer Speake listfræðingur sér-
stakan kafla um þá auðugu og marg-
breytilegu listhefð sem tengist Jesú
í sögu kristinnar myndlistar.
Bókina prýða rúmlega 180 lit-
myndir og nokkur landakort af
sögustöðum guðspjallanna á tímum
Jesú. Þá er í bókarlok ítai'leg rita-
skrá handa þeim lesendum sem vilja
fræðast um manninn sem í tvö þús-
und ár hefur gagntekið heiminn með
boðskap sínum.“
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin Jesús Kristur er 240 bls.,
prentuð í Kína. Kápuna hannaði
Anna Cynthia Leplar. Verð: 5.980
krónur.