Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 1
FILA dúnúlpa. St. S-L. Nike Oxford fóöruð úlpa St. S-XL. Bíldshöföa • 110 Reykjiivík 510 8020 • www.intersport.ls Það uetrarí Helly Hansen dúnúlpa. St. S-XL. 2000 m ÞRIÐJUDAGUR14. NOVEMBER BLAÐ ADIDAS 3-Stripe dúnúlpa. St. 6-9. Northbrook Flora dúnúlpa. St. S-L. VINTERSPORT VINTERSPORT VINTERSPORT -iiA 90, Keilis- menn gáfu eftir SVEIT Golfklúbbsins Keil- is hafnaði í 5.-6. sæti á Evrópumóti félagsliða f golfi á Parco di Medici- vellinum f Róm, sem lauk á laugardag. Allir þrír Keilismennirnir léku síð- asta hringinn á 73 högg- um, tveimur yfir pari, og luku leik fjórum höggum á eftir Shandon Park- golfkiúbbnum frá íriandi, sem sigraði. írarnir luku leik á 579 höggum, Frakkar og Hol- lendingar urðu í öðru til þriðja sæti á 581, tveimur höggum á undan Keilis- mönnum og þýskri sveit. Sveit Keilis skipuðu Björgvin Sigurbergsson, Ólafur Már Sigurðsson og Ólafur Þór Ágústsson. Liðsstjóri var Jóhann Sig- urbergsson. Morgunblaðið/Kristinn Landsliðsmarkverðirnir Birkir Kristinsson og Árni Gautur Arason teygja hér hendurnar í átt til himins ásamt Guðmundi Hreiðarssyni markvarðaþjálfara á æfingu landsliðsins í knattspyrnu á Legia-leikvanginum í Varsjá í gærkvöldi. Fýrsti leikurínn gegn Pólveijum í 21 ár ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hefur ekki mætt Pólverjum í 21 ár, eða síðan árið 1979. Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, fannst tími til kominn að þjóðirnar léku landsleik eftir þetta langan tíma og þar sem hann og Michal Listkiewicz, formaður pólska sambands- ins, eru í sömu nefnd innan knattspyrnusambands Evrópu og góðir kunningjar þess utan ræddu þeir þessa hugmynd og því er íslenska landsliðið komið til Póllands. Við ræddum þetta fyrst í vor og þá kom strax upp þessi dags- etning enda hvorugt landsliðið upp- tekið. Síðan nokkr- um mánuðum síðar var ákveðið að liðin mættust að nýju í ágúst á næsta ári, en þá eru bæði liðin líka á lausu,“ sagði Eggert á fjölmennum blaða- mannafundi í Varsjá í gær. Pólskir blaðamenn spurðu mikið um hvern- ig þessir leikir hefðu komið upp og einnig um íslenska liðið. Atli Eð- valdsson, landsliðsþjálfari, sagði Skúli Unnar Sveinsson skrífarfrá Póllandi leikinn kærkominn fyrir Islendinga enda væri ekki hægt að leika knatt- spyrnu á íslandi nema fjóra til fimm mánuði á ári og því væri svona leikur tilvalið tækifæri til að hittast og reyna að bæta sig. Einn frægasti knattspyrnumað- ur Pólverja á síðari árum, Zbign- iew Boniek, var á blaðamannafund- inum og vísaði Atli til hans þegar hann sagði að pólsk knattspyrna væri í mikilli framför og að landslið Póllands hefði undanfarin ár staðið sig vel. Boniek er annar tveggja varaforseta pólska knattspyrnu- sambandsins. Hann býr á Ítalíu en er alltaf nokkra daga í mánuði í Póllandi og er knattspyrnuforystan í landinu mjög ánægð með störf hans þrátt fyrir að hann búi víðs- fjarri. Islenska liðið æfði í gærkvöld á Legia-leikvellinum þar sem lands- leikurinn verður á miðvikudaginn, en hann er í eigu hersins. Völlurinn sjálfur er ágætur en öll aðstaða í kringum hann, svo sem búnings- herbergi og annað, er komin til ára sinna. Til stendur að gera endur- bætur á vellinum en vandamálið er að enginn veit hver á landið og því má ekki hrófla við neinu. Fjárfest- ar vilja kaupa landið og byggja þar en íþróttaforystan vill aftur á móti halda áfram að byggja upp íþrótta- aðstöðu á svæðinu, sem er þónokk- ur fyrir, því að þar er einnig meðal annars íshokkíhöll. ARNAR GUNNLAUGSSON STAL SENUNNI / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.