Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Amar stal senunni á Filbert-stræti ARNAR Gunnlaugsson stal senunni hjá Leicester City um helgina er hann tryggði liðinu eitt stig í ensku úrvalsdeildinni með því að skora eina mark liðsins gegn Newcastle United á Filbert Street. Arnar kom inn á sem varamaður á 55. mínútu og sjö mínútum síðar fékk Leicester aukaspyrnu rétt utan teigs. HSI fékk tvær milljónir Handknattleikssamband Is- lands hefur hlotið 2 tnillj- óna króna styrk úr Afreks- mannasjóði Iþrótta- og Óiympiusambands fslands, ÍSI. Hefur þetta verið stað- fest af framkvæmdastjórn ÍSÍ, en styrkurinn er vegna verkefna karlalandsliðsins í vor og í haust á þessu ári. Að sögn Einars Þorvarð- arsonar, framkvæmda- stjóra HSI, þá hefur sam- bandið þegar sótt um styrk vegna næsta árs en þá tek- ur A-landslið karla þátt í heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer í lok janúar og í byijun febr- úar. „Styrkur Afreksmanna- sjóðs nú var vegna þátttöku okkar í undankeppni HM síðasta vor og til þess að standa að hluta til undir æf- ingabúðum landsliðsins hér heima í tíu daga í septem- ber síðastliðinn. Æfínga- búðirnar voru hluti af und- irbúningi landsliðsins fyrir HM,“ sagði Einar. Atvinnu- menn meðá íslands- mótinu Golfsamband íslands hélt árs- þing sitt um helgina í Reykjavík og ein af athyglisverð- ustu breytingum þingsins á lögum Golfsambands íslands var sú breyting að íslenskum atvinnu- mönnum í golfi verður framvegis leyft að taka þátt í íslandsmóti og að keppa um titilinn „Islands- meistari í golfi“. Á þinginu var rætt um rétt- mæti þess að leyfa atvinnumönn- um að taka þátt í Islandsmóti, sem og öðrum mótum. Til máls tóku Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri GSÍ, og nafni hans Arnarsson, golfkennari hjá Keili í Hafnarfirði, og sögðust fylgjandi tillögunni. Hörður Arnarsson sagði í sinni tölu að breytingatil- lagan hefði fengið góðan hljóm- grunn meðal fremstu áhuga- manna íslands. Hörður Arn- arsson sagði að íslenskir kylf- ingar óskuðu eftir samkeppni frá atvinnumönnum á borð við Birgi Leif Hafþórsson í keppninni um íslandsmeistaratitilinn og að sú samkeppni myndi hjálpa fremstu áhugakylfingum landsins. Hörður Þorsteinsson bætti því við að hér eftir gætu íslenskir kylf- ingar gerst atvinnumenn og þann- ig aflað sér fjár til þátttöku í úr- tökumótum að mótaröðum erlendis án þess að eiga á hættu að brjóta reglur um áhugamennskuréttindi. A þinginu var einnig samþykkt að breyta deildaskipan Sveita- keppni GSI, þannig að fleiri sveitir léku í hverri deild svo árið 2001 verða átta sveitir í efstu deild. Þingið samþykkti einnig að Golfþing færi framvegis fram ann- að hvert ár, en formannafundur yrði þess á milli. Breytingin tekur ekki gildi fyrr en að loknu þingi GSÍ á næsta ári en að því loknu verður golfþing með tveggja ára millibili. Arnar tók aukaspyrnuna og skaut föstu bogaskoti efst í markhornið fjær. Markið kom Leicester yfir í IrisBjörk leiknum en Gary Eysteinsdóttir Speed jafnaði fyrir skrifarfrá Newcastle um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Arnar vakti einnig athygli fyrir skemmtileg tilþrif og Loksins vann ég á móti,“ sagði Halldór Jóhannsson þolfimi- Okappi með bros á vör en hann varð Norðurlandameistari karla í þolfími á laugardaginn. Mótið fór fram í Vesterás í Svíþjóð og hafði Halldór nokkra yfirburði í karlaflokki. Jó- hanna Rósa Ágústsdóttir hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki og komu því báðir íslensku keppendurnir með verðlaun í farteskinu frá mótinu sem jafnframt var opna sænska meist- aramótið. „Ég æfði vel fyrir mótið og er að uppskera laun þess erfiðis núna,“ sagði Halldór sem keppir ásamt Jó- hönnu á heimsbikarmóti í Rúmeníu eftir hálfan mánuð. Halldór hlaut 18,15 í einkunn fyrir æfingar sínar en Svíinn sem hafnaði í öðru sæti fékk 17,15. Sænskur kepp- andi varð einnig í þriðja sæti. „Mín skoðun er sú að Jóhanna hafi átt að vera í fyrsta eða öðru sæti en var valinn maður leiksins hjá enska blaðinu News of the World þar sem segir að hann hafi gert meira á þeim 35 mínútum sem hann lék en hinir leikmennirnir gerðu á 90 mínútum. Að auki valdi blaðið Arn- ar í lið dagsins í úrvalsdeildinni. „Þetta var frábært skot. Það má alltaf treysta á að Arnar geri eitt- hvað óvænt til að breyta leikjum,“ því miður varð það ekki raunin. Upp- hafið á æfingum hennar tókst ekki sem skyldi og það hefur væntanlega komið henni til frádráttar," sagði Halldór um frammistöðu Jóhönnu Rósu. Hún fékk 15,90 í einkun, var 0,6 á eftir sigurvegaranum sem kom frá Svíþjóð. „Jóhanna bætti sig þeg- ar á leið og lauk keppni á mjög góðan hátt.Það var því miður ekki nóg.“ Jóhanna og Halldór taka þátt í heimsbikarmóti í Rúmeníu eftir hálf- an mánuð og einnig stefna þau á þátttöku á öðru heimsbikarmóti í Búlgaríu í mars. Halldór hefur þegar tekið þátt í einu heimsbikarmóti í þessari mótaröð og varð í sjötta sæti. Þegar mótaröðinni lýkm- með mót- inu í Búlgaríu keppa átta þeir bestu í úrslitakeppni næsta sumar. „Ég verð að spýta í lofana til þess að vera með í baráttunni," sagði Halldór og var bjartsýnn og laus við meiðsli sem plöguðu hann hluta ársins. sagði Peter Taylor, knattspyrnu- stjóri Leicester, eftir leikinn. Markið sem Arnar skoraði á móti Derby í lok október var valið mark mánaðarins hjá Leicester. Fyrir leikinn gegn Newcastle á laugar- dag fékk hann afhent úr í verðlaun. Arnar sagði í viðtali við heimasíðu félagsins að slík mörk væru engin heppni. „Ég æfði aukalega á föstudag með Tim Flowers markverði og þá skaut ég þremur skotum efst í markhornið. Síðan þegar við feng- um aukaspyrnuna á laugardag bað ég Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna og sem betur fer fór boltinn í netið,“ sagði Arnar. „Við þurftum á einhverju sérstöku að halda og ég hafði trú á að ég gæti þetta,“ sagði Arnar um markið glæsilega gegn Newcastle. Ai'nar vonast til að fá fleiri tækifæri með liðinu á næstunni og landslið ís- lands er honum einnig ofarlega í huga. „Ég held að mörkin sem ég hef skorað að undanförnu hjálpi mér að komast í íslenska landsliðið að nýju þar sem enska úrvalsdeildin er sú erfiðasta í heiminum," bætti Arnar við. HRAÐMÓT Keppnistímabil íslenskra knatt- spymumanna hefur hingað til verið það stysta í Evrópu. Þeir hefja æfingar í nóvember og undir- búa sig í hálft ár Jyrir íslandsmót sem síðan fer fram á fjórum mán- uðum og er á köflum háli'gert hrað- mót. Það hefst um miðjan maí og lýkur um miðjan september. Á þessum fjórum mánuðum leika 10 lið 18 umferðir, auk þess sem bikarkeppni og Evrópuleikjum er púslað inn á milli. Lið sem nær góðum ár- angri leikur 24-25 leiki á þessu stutta tímabili og spilar að meðal- tali á 5 daga fresti. T0 samanburðar er hefðbundið keppnistímabil í Evrópu níu mán- uðir, að loknum eins mánaðar und- irbúningstíma. í Noregi og Sví- þjóð, þeim löndum sem raunhæfast er að bera sig saman við, er keppnistímabilið sjö mánuðir eftir þriggja mánaða undirbúning. Finnar, sem að hluta búa við meira vetrarríki en við, hafa lengt sitt tímabil í áföngum og eru komnir í 33 umferðir, tólf lið og þrefalda umferð. Þeh' hika ekki við að leika innanhúss eins og með þarf. Fær- eyingar hafa um árabil verið með lengra tímabil en við Islendingar, hátt í sex mánuði, og framfai*ir þeirra undanfarin ár þekkja allir. Til þessa hefur lítið verið við þessu að gera. íslensk veðrátta hefur einfaldlega ekki leyft meira, þó eflaust megi lengja þann tíma sem leikið er á grasvöllunum með betri og markvissari umhirðu. Fyrst hægt er að leika á grasi í Tromsö í Norður-Noregi í apríl og í Þrándheimi í nóvember og desem- ber hlýtur að mega lengja notkun- artíma íslensku grasvallanna um einhverjar vikur. Síðasta vetur opnuðust nýjar víddir og áður óþekkt sóknarfæri gáfust þegar Reykjaneshöllin var tekin í notkun suður með sjó. Þar er hægt að leika allt árið í logni og 16 stiga hita, hvemig sem viðrar utandyra, og þar fór til dæmis stærstur hluti deildabikarkeppn- innar fram seinni part síðasta vetr- ar. Ljóst er að á næstu misserum munu fleiri knattspymuhallir rísa í landinu, og þar með er kominn grundvöllur fyrir endurskipulagn- ingu - já hreinni uppstokkun á Is- landsmótinu í knattspyrnu. Það sjónannið hefur lengi verið í-íkjandi að íslandsmótið skuli ein- vörðungu leika á grasi. Að sjálf- sögðu er rétt að stefna að því að sem stærstur hluti þess fari fram við þau skilyrði. En vilji menn sjá frekari framþróun og framfarii' í knattspymunni hér á landi þýðir ekki að einblína á grasið. Með til- komu íleiri knattspymuhúsa þai-f að huga að mun lengra íslandsmóti og fjölgun leikja og liða. Það þarf að setja upp alvöru keppnistímabil á íslandi og stytta þetta einstaka átta mánaða vetrarfrí um helming eða svo. Þessi mál eru til umræðu hjá Knattspymusambandi íslands um þessar mundir og verða vonandi rædd af alvöru á ársþingi sam- bandsins í febrúar. Timi ákvarðana og stefnumótunar er mnninn upp. Það á skilyrðislaust að færa fyrstu umferðir Islandsmótsins inn í knattspymuhúsin um leið og næstu hús em risin af grunni, og einnig þær síðustu þegar veðrátta leyfir ekki annað. Islandsmótið á að hefjast í mars og ljúka i október. Liðum í efstu deild karla á að fjölga úi' 10 í 14 þannig að leiknai' séu 26 umferðir, eins og í Noregi og Sví- þjóð, og um leið er rétt að fjölga í 12 lið bæði í 1. og 2. deild og hefja keppni þar í síðasta lagi í aprílbyij- un. I efstu deild kvenna væri rök- réttast að bæta við úrslitakeppni efstu og neðstu liða með tvöfaldri umferð að loknum hefðbundnum 14 umferðum. íslensk félagslið verða aldrei að fullu samkeppnishæf á erlendum vettvangi ef þau era án alvöra keppni meirihluta áreins, og sama er að segja um leikmennina sjálfa. Þó hin svokölluðu vormót, deilda- bikarinn og Reykjavíkurmótið, séu góðra gjalda verð og nauðsynleg á undii'búningstímabilinu koma þau engan veginn í staðþess að leikið sé af alvöra um stig á Islandsmóti. Þau eiga að breytast alfarið í vetrarmót og fara fram í janúar og febrúar. Fyiir þrjátíu áram hófst fram- faraskeið í íslenskri knattspymu þegar Albert Guðmundsson, þá- verandi foi-maður KSÍ, kom á vetr- aræfingum landsliðsins og mótum á snævi þöktum völlum í janúar og febrúar. Þá opnuðust augu manna fyrir því að hægt væri að leika knattspymu á Islandi á öðram tím- um en yílr hásumarið. Á þessum áram og þeim næstu á eftir stigu Islendingai' stór skref í rétt átt og náðu betri árangri í alþjóðlegri keppni en áður. Næsti stóri áfangi var bygging fyrstu gervigrasvall- anna á níunda áratugnum og nú er tími knattspymuhúsanna ranninn upp. Nú þurfa þeir sem stjórna málefnum íþróttarinnar í landinu að bera gæfu til að nýta þau rétt. Víðir Sigurðsson Það þarf að setja upp alvöru keppnistímabil á íslandi Jóhanna Rósa Ágústsdóttir og Halldór Jóhannsson með af- raksturinn af Norðurlandamótinu í Svíþjóð um helgina. Halldór Norður- landameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.