Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ■ GUÐNI Bergsson og félagar í Bolton komust í 3. sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar með sigri á Barnsley, 2:0. Guðni lék allan leik- inn. mHEIÐAR Helguson sat á vara- mannabekk Watford allan tímann þegar lið hans tapaði, 2:0, fyrir Tranmere. Watford missti þar með toppsætið í hendur Fulham, sem vann Wimbledon, 3:0. ■ RÍKHARÐUR Daöason, Bjarni Guðjónsson, Brynjar Björn Gunn- arsson og Stefán Þ. Þórðarson voru allir í byrjunarliði Stoke sem tapaði, 0:1, fyrir Oldham í 2. deild. Stefán fór af velli korteri fyrir leikslok. Birkir Kristinsson var varamark- vörður liðsins. Hann náði sér fljótt af meiðslum, sem hann hlaut í leik með varaliði Stoke í sl. viku - meiddist á ökkla og gekk með hækj- ur á eftir._ ■ GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, var harðorður í garð sinna manna eftir leikinn og - sagði að sér hefði aldrei liðið jafn illa eftir leik frá því hann tók við stjórn liðsins. Stoke datt niður í níunda sætið og fjarlægist topplið deildarinnar. ■ ÓLAFUR Gottskálksson og ívar Ingimarsson léku með Brentford sem tapaði heima, 0:3, fyrir Rother- ham í 2. deild. ■ JÓHANN B. Guðmundsson fór beint í byrjunarlið Cambridge, sem tapaði, 2:1, fyrir Wigan í 2. deild. Jóhann var lánaður til Cambridge frá Watford í síðustu viku. Hann fór - af velli 20 mínútum fyrir leikslok. ■ BJARNÓLFUR Lárusson missti af sínum öðrum leik í röð með Scunthorpe vegna meiðsla en lið hans tapaði, 2:1, fyrir Exeter í 3. deild. UJOHN Lukic, sem verður fer- tugur í desember, hljóp enn í skarð- ið hjá Arsenal og varði mark liðsins gegn Derby. David Seaman tognaði á ökkla á æfingu á föstudag og Alex Manninger hefur verið frá vegna meiðsla. ■ ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, ætlar að bíða og sjá hvernig Manninger reiðir af á næstu dögum en hann hóf æfíngar á ný í gær. Ef hann er ekki tilbúinn fljótlega ætlar Wenger að svipast um eftir nýjum markverði. ■ DAVE Beasant, sem verður 42 ára síðar í vetur, ver enn mark Nottingham Forest. Hann lék sinn 700. deildarleik á sunnudaginn þeg- ar Forest vann Gillingham, 3:1, á útivelli í 1. deild. ■ DERBY fékk í gær til liðs við sig skoska landsliðsmanninn Brian O’Neil sem hefur leikið með Wolfs- burg í Þýskalandi undanfarin fjög- ur ár. I staðinn fór þýski varnar- maðurinn Stefan Schnoor frá Derby til Wolfsburg. ■ MICHAEL Owen, Paul Scholes, Wes Brown og Alan Smith hafa all- ir dregið sig út úr enska landsliðs- - hópnum fyrir vináttuleikinn gegn ítölum á morgun vegna meiðsla. Líklegast er að Robbie Fowler verði í fremstu víglínu ásamt félaga sínum frá Liverpool, Emile Heskey. ■ DARREN Anderton kemur mjög líklega inn í byrjunarlið Englands en hann og Gareth Southgate eru elstu leikmennirnir í hópnum, 28 og 30 ára. ■ DAVID Batty er bjartsýnn á að geta byrjað að leika með Leeds í febrúar en útlit var fyrir að hann yrði ekkert með á tímabilinu eftir _ að hafa gengist undir uppskurð á ,hásin. ■ HENRIK Larsson skoraði tvíveg- is fyrir Celtic sem vann St. Johnsto- ne, 4:1, í skosku úrvalsdeildinni. Larsson hefur nú gert 20 mörk á tímabilinu og Celtic er komið með fimm stiga forskot á Hibernian sem gerði jafntefli við Kilmarnock, 1:1. Michael Mols tryggði Rangers sig- * ur á Aberdeen á útivelli, 2:1. Teddy Sheringham er í miklu stuði AP Gustavo Poyet hleypur f rá markinu með knöttinn í fanginu eftir að hann jafnaði fyrir Chelsea. Fyr- irliðinn Dennis Wise fagnar honum. MANCHESTER United situr nú eitt á toppi ensku úrvalsdeildar- innar eftir 2:1 sigurá Middles- brough um helgina. Erkifjendur þeirra í Arsenal töpuðu óvænt stigum er liðið gerði 0:0 jafntefli gegn Derby og því skilja tvö stig liðin að á toppnum. Emile Hesk- ey var enn einu sinni í eldlínunni hjá Liverpool er hann skoraði tvö mörk gegn Coventry í 4:1 sigri og tryggði þar með þeim rauðklæddu þriðja sætið að nýju. Chelsea náði mikilvægu jafntefli gegn Leeds en bæði lið eru við miðja deild. Aston Villa heldur áfram að koma á óvart og skoraði lan Taylor bæði mörk liðsins í 2:0 sigri gegn Totten- ham. Middlesbrough byrjaði af mikl- um krafti gegn Manchester United á Old Trafford á laugardag. mggmm Christian Karembu IrisBjörk skoraði fyrsta mark Eysteinsdóttir leiksins. Boro fékk skrifarfrá gullið tækifæri til að auka forystuna í byrjun síðari hálfleiks er Andy Campbell skaut framhjá úr úrvals- færi. Þegar um hálftími var til leiks- loka lifnaði yfir meisturum United. Roy Keane gaf á Nicky Butt sem skoraði auðveldlega og nokkrum mínútum síðar skoraði Teddy Sher- ingham úrslitamarkið. Eftir leikinn tók Alex Ferguson föðurlega utan um fyrrum leikmann sinn, Bryan Robson, knattspyrnu- stjóra Boro. „Við spjölluðum saman eftir leikinn og hann hvatti mig áfram og sagði mér að gefast ekki upp,“ sagði Robson en farið er að hitna nokkuð undir stöðu hans hjá Boro þar sem liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð, aðeins unnið einn af síðustu 12 og er enn án sigurs á heimavelli. United virðist alltaf gera nákvæmlega það sem þarf í leikjum sem þessum og var það vel við hæfi að Teddy Sheringham sem hefur verið í feiknaformi að undanförnu skoraði úrslitamarkið. Nýttu ekki einföld færi Leikmenn Arsenal koma til með að naga sig lengi í handarbökin yfir töpuðum stigum gegn Derby. Stjörnuframherjar liðsins geta skor- að mörg stórkostleg mörk en enginn þeirra virðist geta klárað einföld marktækifæri. „Framherjar mínir eru hrifnir af glæsilegum mörkum. Við söknum sárt leikmanns sem get- ur bara komið sér inn í teiginn og klárað einföldu færin,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. „Eg hélt að sá leikmaður væri Wilt- ord, en svo var ekki í dag. Reyndar er ekki hægt að kenna einum manni um, heldur var það öllu liðinu að kenna að við næðum ekki að skora. Við sköpuðum fá tækifæri og það vantaði takt í leik okkar,“ bætti Wenger við eftir leikinn. Jafnteflið var afar mikilvægt fyrir Derby sem lyfti sér af botni deildarinnar. Ailir leikmenn liðsins börðust eins og ljón og var vömin þeirra sterkasti hlekk- ur með Danny Higginbotham og Seth Johnson báða í banastuði. Heskey skorar og skorar Sjálfstraust Emile Heskey fer vaxandi með hverjum leik sem hann spilar. Hann er farinn að klára hvert marktækifærið á fætur öðru með þvílíkri yfirvegun að hann hefur loks náð að skapa sér nafn sem einn af helstu markaskorurum deildarinnar. Hann hefur nú skorað níu mörk í síð- ustu sjö leikjum á meðan félagi hans, Michael Owen, á í mesta basli með að finna marknetið. Owen fékk átta gullin marktækifæri gegn lélegu liði Coventry og hefði 4:1 sigur liðsins getað orðið helmingi stærri ef Owen hefði klárað eitthvað af sínum fær- um. Honum var að lokum skipt útaf og á án efa eftir að finna fjölina að nýju. Gary McAUister skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og fyrsta mark leiksins gegn gömlu félögunum í Coventry. David Thompson skoraði einnig gegn gömlu félögunum - stór- glæsilegt mark fyrir Coventry og minnkaði muninn í 2:1. Markið kom á tímabili þegar útlit var fyrir að Liv- erpool missti áhuga og einbeitingu í leiknum en vakti leikmenn af værum blundi. Heskey gekk endanlega frá Coventry með mörkunum tveimur í lokin og útfrá þessum leik að dæma verður erfitt fyrir Coventry að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Þessi sigur í dag var hrikalega mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Gerrard Houllier eftir leikinn. „Ef við ætlum að berj- ast um Evrópusæti þá verðum við hreinlega að vinna heimaleikina,“ bætti hannvið. Markahrókar mættust Markahrókarnir Mark Viduka og Jimmy Floyd Hasselbaink mættust á Brúnni í leik Chelsea og Leeds sem endaði með 1:1 jafntefli. Þrátt fyrir að bæði lið hefðu framúrskarandi markaskorara í sínum röðum leit leikurinn heldur út fyrir að vera bar- átta tveggja varna. Atta spjöld fóru á loft og 45 aukaspyrnur voru dæmdar í leiknum sem var margoft nálægt því að fara úr böndunum. Viduka hélt nafni sínu á lofti með því að skora fyrsta mark leiksins og margir töldu Chelsea heppið að ná að jafna 12 mínútum fyrir leikslok. Varnar- menn Leeds voru staðráðnir í að halda fyrrum félaga sínum, Hass- elbaink, í skefjum og tókst það mest- allan leikinn. Það var ekki fyrr en á 74. mínútu leiksins að Claudio Ran- ieri skipti Eiði Smára Guðjohnsen og Tore Andre FIo inn á að sóknarleik- ur Chelsea lifnaði örlítið við. Stuttu síðar jafnaði Gustavo Poyet leikinn og rétt fyrir leikslok kom Eiður Smári nálægt því að stela sigrinum fyrir Chelsea en Paul Robinson varði meistaralega. Ginola náði fram hefndum David Ginola náði fram hefndum á George Graham knattspymustjóra Tottenham þegar Aston Villa sigraði 2:0 á Villa Park. Ginola kennir Graham um að hafa selt sig frá Tott- enham og gat því ekki varist brosi er hann kom inn á sem varamaður er 13 mínútur lifðu leiks - Villa var yfir 2:0 og Tottenham-áhangendur fögnuðu honum ákafar en nokkru sinni fyrr. „Það er ekkert illt milli okkar Grahams persónulega séð og kannski setjumst við saman yfir drykk þegar við verðum eldri,“ sagði Ginola sem var himinlifandi með sig- urinn. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu okkar í kvöld og sigur- inn. Það sýnir bara að ég er í rétta liðinu. I fyrsta skiptið á 15 ára ferli mínum heyrði ég áhorfendur beggja liða synga nafnið mitt,“ sagði Ginola ánægður. Ian Taylor skoraði bæði mörk Villa sem situr nú nokkuð óvænt í fimmta sæti deildarinnar. Skorað í hverjum leik Ipswich er eina liðið í úrvalsdeild- inni sem hefur skorað í hverjum ein- asta leik á tímabilinu. A því varð eng- in breyting á laugardag er liðið vann Charlton 2:0. Sjötta sætið er því þeirra í bili og hefðu fáir trúað því fyrir leiktímabilið að nýliðarnir ættu eftir að skína svo skært. „Það er frá- bært andrúmsloft í hópnum og sjálfstraustið skín af hverjum leik- manni. Það er gott fyrir félagið og fyrir bæinn allan,“ sagði Richard Wright sem var valinn í enska landsliðið sem mætir Itölum á morg- Olíkt höfðust þau að á sunnudag- inn, stórveldin í spænsku knattspyrnunni. Real Madrid fór hamförum gegn eyjaskeggjunum í Las Palmas og vann stórsigur, 5:1, á meðan Barcelona mátti þola óvænt- an og niðurlægjandi ósigur á heima- velli gegn Villarreal, 1:2. Það eru hinsvegar Valencia og Deportivo La Coruna sem eru jöfn og efst á toppn- um með 20 stig eftir 10 umferðir en Real er í þriðja sætinu og Barcelona í því sjöunda. Femando Hierro skoraði tvö marka Real Madrid og fékk gullið tækifæri í lokin til að ná þrennunni en skaut þá yfir mark Kanaríeyja- liðsins úr vítaspyrnu. Þá voru leik- un. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að töluverðan tíma tæki að skora fyrsta markið. Matt Hol- land skoraði sitt fyrsta mark í úr- valsdeildinni með ágætu langskoti eftir góðan undirbúning Hermanns Hreiðarssonar. Marcus Stew'art skoraði svo annað mark liðsins undir lokin og innsiglaði sigurinn. Her- mann lék allan leikinn fyrir Ipswdch ogstóð sigvel. Fjögur mörk West Ham Paolo DiCanio skoraði síðasta mark West Ham á síðustu mínútunni gegn Manchester City í 4:1 sigri með kæruleysislegu skoti í mitt markið úr víti. Það voru þó þrjú mörk West Ham á 14 mínútum sem tryggðu þeim sigurinn í upphafi síðari hálf- leiks. Varnarmaðurinn Rio Ferdin- and var í sviðsljósinu þar sem hann vill ólmur sanna að hann sé nógu góður til að leika með landsliði Eng- lands. „Þegar Rio kom inn í liðið aðeins 17 ára gamall sagði ég að hann væri leikmaðurinn sem enska landsliðið hefur beðið eftir í þrjátíu ár,“ sagði Harry Redknapp knattspyrnustjóri West Ham. Liðið hefur að undan- förnu verið að vinna sig upp töfluna eftir afar slæma byrjun á tímabilinu. menn Las Palmas orðnir tveimur færri eftir að markverðinum Nacho Gonzalez og varnarmanninum Alv- aro hafði verið vísað af velli. Þórður Guðjónsson lék ekki með Las Palm- as vegna meiðsla. Victor var hetja Villarreal en hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Barcelona, það fyrra strax á fyrstu mínútunni. Philip Cocu skoraði mark Bareelona. Valencia lenti 0:2 undir á heima- velli gegn Rayo Vallecano en jafnaði metin með mörkum frá Gaizka Mendieta og Diego Alonso. Diego Tristan tryggði Deportivo öruggan sigur á Zaragoza með tveimur góðum mörkum í 2:0 sigri. Stórsigur Real - skellur Barcelona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.