Alþýðublaðið - 17.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1921, Blaðsíða 1
O-eflð ím.t af A.lþýÖufiol£l£Xium. 1921 B-Iistinn. Listi Alþýðufiokksins. Það er sá munur á frambjóð- endum Alþýðufloklcsins, og á hin- um frambjóðendunum, að Alþýðu- flokksmennirnir, eru boðnir fram af föstum fiokk, en hinir bjóða sig fram sjálfir. Alþýðuflokks- frambjóðendurnir hafa ekki sagt: Við viljum á þing, heldur hafa kosnir fulltníar félaga þeirra er mynda Alþýðuflokkinn sagt: Þessa menn viljum við hafa á þing. Óg hvers vegna hafa þeir ein- mitt valið þessa menn, sem nú skipa B listann, þá Jón Baldvins- son, Ingimar Jónsson og Ágúst Jósefsson? Þeir hafa valið einœitt þessa menn af því að flokkurinn var buinn að reyna j>á; búinn að læra að þekkja þá, og kunni að meta þá fyrir það starf sem þeir eru búnir að vinna innan flokks- ins. Það er því ekkert annað en eigin verðleikar sem hafa lyft þessum mönnum upp í frambjóð endasætin, og það eru ekki þeir sem segja: komið kjósendur og lyftið okkur upp f þingið, þá skulum við gera þetta og þetta (fögur Ioforð), heldur eru það kjósendur Alþýðuflokksins, sem segja: við viljum Iyfta ykkur upp í þingið, því við þekkjum yltkur og vitum hvaða stefnu þið munið halda fram í þinginu. Víð þekkj- um ykkur gegnum starf ykkar og vitum að þið eruð gáfaðir, dug- legir og óeigingjarnir mean. Alþýðuflokksmenn og konur kjósa því öll óhikandi B-Iistann. En þið menn og konur sem standið utan við a!la flokka, hverja ætlið þið að kjósa? Finst ykkur ekki tryggara að kjósa þá menn sem stór flokkur sem hefir ákveðna og alþekta stefnuskrá fær til þess að vera í kjöri, af því hann veit af reynslunni hverju þeir fylgja, heldur en að kjósa menn sem Mánudaginn 17 janúar. bjóða sig fram sjálfir, þó þeir jafnvel fyrir kosningarnar nú lofi öllu fögru? Það er alls eigi verið að segja það hér, að allir frambjóðendurnir nema Alþýðuflokksframbjóðend- urnir ætli að svfkja alt sem þeir lofa nú, heldur er sagt: hvar er tryggingin fyrir því að þeir geri það, þar sem enginn flokkur stend- ur á bak við? Tryggingin er vit- anlega engin, og vonandi er það ekki nein móðgun gegn þessum frambjóðendum þó kjósendur séu vanttúaðir á þann brennandi áhuga á málunum, sc-m aðeins kemur fram fyrir kosningar. Hver vill t. d. gefa svo mikið sem roð fyrir það þó hr. Einar Kvaran tali nú um það að „fjöldi af með- bræðrum okkar, körlum, konum og börnum á öllum aldri verði að búa í svo svívirðilegum húsakynn- um, að mörgum mundi ekki þykjá þau samboðin skynlausum skepn- um“. Hefði hann aftur á móti verið farinn að sýna í verkinu að hann meinti eitthvað. með þessum orð- um iönj;u áður en haun varð í kjöri, og verið meðlimur flokks rneð íöslu skipulagi er barðist íyr- ir að koma þessu í lag, væri öðru máli að gegna Þið menn og konur, sem ekki hafið bundið ykkur í neinn flolck. Þið hljótið að þessu athuguðu að sjá að þið eigið að kjósa með Alþýðuflokknum, kjósa B-listann. Og þið Alþýðuflokksmcnn og konur athugið þetta: Þó keyptir atkvæðasmalar þjóti um borgina fyrir hina listana. Þó þarf það ekkert að skaða okkur, ef við öil höfum það hugfast að vera vakandi við að vinna fyrir B list- ann. Því hvað megá keyptir smalar sér gegn sannfæringu okkar ? Ef við öll, sem. myndum Al- þýðuflokkinn, hvort sem við erum ung eða gömul, hvort sem við höfum kosningarrétt eða ekki, reynum að ná í þó ekki væri 12. tölubl. nema eitt atkvæði hvert okkar, þá er sigurinn vfs. Verkalýðurinn á ísafirði sigraði um daginn á B lista. Og við skulum sigra hér i höf- uðstað landsins við komandi al- þingiskosningar á B lísta. B-listínn sigrar! Nóttina milli 1. og 2. dags af . 12. viku vetrar dreymdi mig að eg var staddur í stórum og fögr- um sal. Þótti mér hásæti mikið standa í honum miðjum. Um- hverfis hásætið var þéttskipaður hópur af konum. AHar voru þær fremur daprar ásýndum. Var eins og helg kyrð og Iotning fylti sal- inn. Alt í einu er salurinn opnað. ur og maður, lágur vexti, kemur inn. Gengur hana hægt og rólega inn að hásætinu, stanzar þar og lítur yfir kvensöfnuðiun. „Eg er reiðubúinn", mælti hann, „viljið þér gera svo vel og lyíta mér?" þá þótti mér sumar hlaupa á dyr, en nokkrar ruddust að hásætinu og gerðu sig Ifklegar að ganga undir tnanninn og lyfta honum. Þær, sem ekki komust að mann- inum til að lyfta, krosslögðu hend« urnar á brjóstum sér og sungu: Ó, hversu sæll er hópur sá, sem heldur trygð við Jón. Þar enginn Ifða maður má af mjólkur vöntun tjón, ef konur honum koma’ á þing í kærleiksríkri saraeining. Þó ýmsír hlutir eudist skamt, þá endist mjólkin samt. í þessu vaknaði eg. Þótti mér ómurinn af söngnum eins og deyja út fyrir eyrum mér á meðan eg var að losa svefninn. Eg leit á klukkuna. Hana vant- aði þá nákvæmlega 93 raínútur til að vera 6 Mig hefir því

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.