Alþýðublaðið - 17.01.1921, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Hérmeð tilkynníst vinum og vandamönnum, að dóttlr og systir okkar,
Sigríður Margrét Valdimarsdóttir, andaðist að lieimili
sínu Norðurstíg 5 þ. (5. þ. m.
Kristín Kristínsdóttir, Kristinn Valdimar&son.
Afgreiðsla
bladslns er ( Alþýðuhúsinu við
tngólfastrseti og Hverfisgötu.
Sími 988.
Anglýsingum sé skiiað þaagað
eða ( Gutenberg ( síðasta lagi kl.
xo árdegis, þann dag, sem þær
eiga að koma ( blaðið.
Áskriftargjald ein kr. á
raánuði.
Auglýsingaverð kr. 1,50 cm.
eindáikuð.
Utsölumenn beðnir að gera skil
til afgreiðslunnar, að minsta kosti
ársfjórðungslega.
dreymt drauminn einmitt þegar
þorratungiið var að springa út.
Lfklega verður þorri góður.
Fjalar.
Fyrirspurn.
Er það ieyfilegt og lögum sam-
kvæmt, að skip, sem ganga til
fiskiveiða og sigla með aflann tii
útlanda, hafi enga björgunarhringa
handa skipsmönnum, nauðsynleg
Jyf vanti, ef einhver veikist á
skipsfjöl, dælur skipsins séu f óiagi,
ef leki kemur að skipinu, að björg-
unarbáturinn taki aðeins 12 menn
af so manna skipshöfn og sé auk
þess seglalaus með aðeins 4 árar
og vanti bæði vatnsflát og brauð>
(látí
Eru ekki til lög, sem fyrirskipa
að alt, sem áður er taiið, sé í
góðu ásigkomulagi á (slenzku
skipif
Eru ekki til lögskipaðir eftirlits-
menn, sem Ifta eftir þessu, og
hverjir eru þeirf
Þessari fyrirspurn bið eg Al-
þýðublaðið að svara hið íyrsta?
Sjómaður.
Svar: 1 lögum um .cftirlit með
skipum og bátum og öryggi
þeirra" frá 22. okt. 1912, er svo
fyrirmælt, að „hver sá maður eða
íélag, sem gerir út skip til mann-
flutninga, vöruflutninga eða flski-
veiða hér við land, sé það svo
stórt, að það sé lögskráningarskylt,
skal Iáta skoða skipið af þar til
kvöddum mönnum, áður það legg-
ur út ( fyrsta skifti á almanaksár-
inu, og má skipið ekki leggja út
fyr en skoðunargerð hefir fram
farið eftir lögum þessum."
í 5. gr. nefndra laga segir:
„Skip skal telja ósjófært, ef skips
skrokk, útbúnaði sktps, vél eða
vélartækjurn eða skipshöfn er svo
áfátt . . . að álíta verður . . . að
hættulegra sé að vera ( förum
með þvf, en venjulegt er við sigl-
ingar."
í 6. gr. segir, að skipstjóri skuli
annast um að skipið sé haffært,
og að það sé hæfilega útbúið,
nægilega ment og birgt að vistum,
hafi vatn og Iæknislyf, koi og
aðrar vélanauðsynjar. Honum er
og skylt að annast um að skipið
hsfi meðferðis þau bendingaáhöld,
björgunartæki 0. s. frv., sem með
þarf. Og f 7. gr. er tekið fram
um skip, sem stunda veiðar utan
landhelgi og ganga landa milli,
að þau fullnægi þeim almennu
kröfum, sem settar etu eftir al-
þjóðlegum rétti og öryggi skipa,
einnig að því leyti, sem viðkemur
öllum útbúnaði skips, björgunar-
tækjum þess 0. s. frv.
í siglingalögunum frá 1914 er
sagt i 46. gr., að lögmæt skoðun-
argerð skuli fram fara á skipi, ef
það laskast á siglingu.
Það sem Sjómaður spyr hér um,
er svo augljóst lagabrot, að óhugs
andi er annað en lögreglustjóri
mundi hefta för skips, sem þannig
væri útbúið, ef kært væri fyrir
honum.
Lögskipaðir skoðunarmenu skipa
hér í Reykjavík eru þeir: Hannes
Hafliðason og Páll Halldórsson
skólastjóri.
*
var endurtekin sl. fimtudag fyrir
fullu húsi.
Jóseþ Himfj'órð setti samkom-
una og bauð menn velkomna.
I. Sig. Jónasson stud. jur. hélt
snjalian og fróðlegan fyrirlestur
um verkalýðshreyfinguna og þjóð-
félagsmálin. Var gerður að máli
hans rómur hinn bezti.
II. Leikfitnisjlokkur undir stjórn
hr. Björns Jakobssonar, sýndi alls-
konar leikfimi og dró að sér at-
hygli allra með þeirri frábæru
snild, sem þeim er í líkama lögð.
IÍI Lúðrafélagið „Gigja“ spil-
aði nokkur lög og þótti mönnum
gaman að.
IV. Hendrik J. S.-Ottósson mælti
nokkur orð fyrir minni félagsins
og sjómannastéttarinnar,
V. „Gígjanu lék aftur nokkur
lög.
VI. Frú Guðrún Indriðadóttir,
Jens B. Waage 0. fl. léku „Litia
hermanninn* og þótti mönnum að
hin mesta skemtun. Léku þau vel
og sniðuglega.
VII. Þar næst var stiginn dans
langt fram eftir nóttu.
Skemtunin var að flestra dómi
einhver hin bezta, sem haldin
hefir verið lengin og vonum vér
að íélagið sjái sér fætt að endur-
taka hana sem fyrst.
Tveir menn utan Aiþýðuflokks
(annar A listamaður, cn hitt C*
listamaður) voru að talá saman (
anddyrinu á eftir kvöldskemtun-
inni, og heyrðist þá þetta til A-
listamannsins: „Hvernig (fjandan*
um getur staðið á því, að þessir
bolsivíkar geta drifið upp beztu
skemíun bæjarins?"
+
EavlmaniiBúv fanst á
þilfarinu á Skúla fógeta, þegar
hann lá við Battarísgarðinn, dag-
ana á milli jóla og Nýárs. —-
Réttur eigandi getur vitjað þess
á afgreiðslu Alþýðublaðsins.
Alþbl. kostar I kr. á mánufll.