Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 8
8 E MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
< MÖRGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Ahugasamir
Akureyringar
BÆKUR
Ljósmynd ir
AKUREYRI - BÆRINN
OKKAR
Ljósmyndir félaga í Áhuga-
ljósmyndaklúbbi Akureyrar. Lit-
greining og myndvinnsla: Norðan
tveir. Filmur og prentun: Oddi ehf.
Útgefandi: Á.L.K.A., 2000.96 bls.
FÉLAGAR í Áhugaljósmyndara-
klúbbi Akureyrar (A.L.K.A.) hafa
ráðist í þá virðingarverðu fram-
kvæmd, að gefa út á bók myndir sem
þeir tóku í heimabænum á einu ári.
Bókin ber vitni um lifandi starf og
metnað félaganna, sem segja í for-
mála að tilefnið sé hátíðarár stóralda-
móta, afmælisár kristnitöku og
landafunda. Þá telja þeir markvert
að það eru heimamenn sem smella af
þessum myndum, en ekki gestir eins
og títt er þegar atvinnumenn setja
saman slíkar bækur.
Höfundar ljósmyndanna eni þrett-
án og eiga misstóran þátt í sköpunar-
verkinu. Á meðan tveir eiga einungis
sína myndina hvor þá á einn, Björg-
vin Steindórsson, tæplega sextíu
myndir, Þórhallur Jónsson yfir fjöru-
tíu og Berglind H. Helgadóttir rúm-
lega þrjátíu.
f Akureyri - Bærinn okkar eru
margar myndir, næstum 250 talsins;
of margar til að stakar sterkar ljós-
myndir fái verulega að njóta sín. Far-
in er sú leið að sýna margt og mikið,
myndraðir tala í stað stakra mynda:
fimm myndir úr Kjarnaskógi, fimm
frá menningarnótt, fjórar frá Sund-
lauginni, fjórar frá Miðnæturgolf-
mótinu og þannig mætti áfram telja.
Við kynnumst mörgum ólíkum hlið-
um á Akureyri, náttúru, árstíðum,
íbúunum í starfi og leik.
Allar myndirnar eru í lit, nema
hvað sjö svarthvítum portrettum af
ungum athafnamörinum eftir Björn
Gíslason er raðað saman í opnu. Þær
eru með áhrifamestu myndum bók-
arinnar og sakna ég þess að sjá ekki
meira svarthvítt. En Akureyri er nú
einusinni litríkur bær og nýtur sín
vel á síðunum. Margir myndramm-
amir eru snjallir og hreinir, og ekki
fer á milli mála hvað ljósmyndarinn
er að fara. Aðrir bera áhugamennsk-
unni vitni og minni þjálfun í að greina
aðalatriði frá því sem ekki á heima
innan rammans. Það verður nefni-
lega seint ítrekað nógu vel að í ljós-
mynd á ekkert að vera annað en það
sem á að sýna; ef aukaatriðin yfir-
Ljósmynd Berglindar H. Helgadóttur af dimmiterandi stúdentsefnum í MA.
keyra aðalatriði þá virkar myndin
einfaldlega ekki. Sígild eru orð Rob-
erts Capa sem sagði að ef myndin
væri ekki nógu góð þá væri ljós-
myndarinn ekki nógu nálægt, og þótt
Capa hafi sérhæft sig í hernaðarljós-
myndum, þá má alltaf heimfæra
þessi orð upp á dægurijósmyndir. En
þótt sumar myndanna í þessari Ak-
ureyrarbók séu ómarkvissar, þá fer
sá sem flettir henni í áhugaverða ferð
um bæinn; kynnist íbúðarhverfum.
landslagi og fólki og getur ekki annað
en dáðst að framtaki ljósmyndar-
anna.
Ekkert er verið að spara í frágangi
bókarinnar, prentun er til fyrir-
myndar og bandið vandað. Hinsveg-
ar er hönnuninni víða ábótavant.
Kápan er ekki nógu sterk en á henni
eru nokkrar litlar myndir. Þar hefði
átt að taka af skarið og hreinlega
mismuna klúbbfélögum með að velja
góða staka mynd sem seldi. Og eins
hefðu félagar mátt fá ákveðinn
myndstjóra til að fækka myndum og
stækka á síðum. Þá hefði afurðin orð-
ið enn áhrifameiri - og allar ágætu
myndirnar notið sín enn betur.
Einar Falur Ingólfsson
Sorgarferli fyrstu kynslóð-
ar borgarsamfélagsins
BÆKUR Ragnheiðar Jónsdóttur
nutu mikilla vinsælda og voru lengi
í efstu sætum útlánslista bókasafna
á Islandi, eins og Dagný Kristjáns-
dóttir bendir á I formála sínum að
þessari nýju útgáfu Sölku.
Þórubækurnar fjalla um þjóð-
félagslegt umrót þeirra tíma er ís-
lenskt samfélag var að ganga inn í
nútímann. Það þróast úr bænda-
samfélagi er stóð á gömlum merg í
borgarsamfélag, þar sem öll viðmið
og viðhorf raskast, meðal annars í
kjölfar stríðsins og þeirra erlendu
áhrifa er því fylgdu. Bækurnar
segja baráttu- og þroskasögu Þóru,
en Ragnheiður skrifar út frá kven-
legu sjónarhorni á tímum þar sem
konur stóðu á mörkum tveggja
heima. Þóra á þá ósk heitasta að
verða sjálfstæð nút ímamanneskja
og brjótast undan hefðbundnum
kvenímyndum þess bænda-
samfélags sem hún fæðist inn í.
I spjalli við Dagnýju Kristjáns-
dóttur, sem skrifaði doktorsritgerð
sína um þessar bækur Ragnheiðar,
kemur fram að bilið á milli þess
sem konur gerðu sér vonir um og
þess sem þeim stóð til boða var oft
breitt. Dagný segir að í seinni verk-
um Ragnheiðar, Þórubókunum og
Villieldi, sé „eins og þunglyndislegt
sog niður í tómið. Þessi þáttur
verkanna höfðar til okkar (dag á
sama hátt og hann höfðaði til
kvenna af hennar eigin kynslóð. í
þessu felst neikvæð uppreisn, ein-
hverskonar geggjun, samhliða
gleðinni. Það er ekki bara eymd og
ósigur sem fylgir því að segja sig
úr lögum við samfélagið og tímann
eins og þeir sem eru þunglyndir
gera. Það getur líka falist í því
einskonar gleði að kúpla sig frá
öllu eins og Þóra gerir - og sömu-
leiðis Bryndís í Villieldi."
Finnst þér þá eins og þessi þung-
lyndislegi undirtónn stafi hreinlega
af hugpnyndafræðilegum von-
brigðum, að lífið á þessum um-
brotatímum hafi ekki staðið undir
þeim væntingum sem konur báru í
brjósti um breytingar?
„ Já, í rauninni. En þetta er þó
Bókaforlagið Salka hefur á þessu hausti út-
gáfu klassískra bókmennta effcir konur og
er hin fyrsta í þessum flokki bókin „Þóra -
baráttusaga“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur
rithöfund, en þar eru tvö bindi af fjórum um
Þóru frá Hvammi á einni bók. Fríða Björk
Ingvarsdóttir ræddi við Dagnýju Kristjáns-
dóttur um Ragnheiði og bækur hennar.
mjög flókið mál þegar
farið er að skoða það
fræðilega. Þegar ég
var að skrifa bókina
mína um Ragnheiði
skoðaði ég verk henn-
ar frá sjónarhóli hinn-
ar klassísku sálgrein-
ingar Freuds og
reyndi síðan að tengja
þetta við samfélagið,
tengja einstakling og
samfélag. Samkvæmt
kenningum Freuds er
ljóst að þunglyndi er
alltaf viðbrögð við
missi. Sá missir getur
varðað einstaklinginn
einan, en einnig sam-
félagið allt. Því spyr maður hver
þessi missir hafi verið í tilfelli
Ragnheiðar. Og ekki bara hennar
tilfelli því margar konur af hennar
kynslóð voru að bregðast við á
sama tíma. Ekki voru þær að
syrgja gamla bændasamfélagið
sem flestar þeirra voru mjög ósátt-
ar við. Þær voru að syrgja mæður
sínar, sagnahcfð mæðra sinna og
það sögulega samhengi sem rofnar
við borgarmyndunina og þau grófu
umskipti sem verða í íslensku sam-
félagi. Þær fagna borginni en er
um leið gert ómögulegt að lifa inn-
an þeirra borgaralegu samfélags-
myndar sem þar er ríkjandi. Verk-
ið vekur því margræðar
tilfinningar með lesandanum, mað-
ur getur reiðst þessum
konum en þekkir um
leið drætti úr þeim í
sjálfum sér,“ segir
Dagný.
Nú Ijallar Ragnheið-
ur af hispursleysi um
ákaflega náin sam-
skipti þröngs hóps
fólks íþessu verki.
Systur eiga sömu elsk-
huga, karlarnir girn-
ast sömu konurnar og
öll eiga þau þessa sam-
eiginlegu fortíð í sveit-
inni. Var ekki gert
neitt veður út af þess-
ari samfélagsmynd á
sínum tíma?
„Nei, alls ekki,“ segir Dagný og
hlær. „Því það má líta á þessi tengsl
í ákveðnu samhengi. Ekki má
gleyma því að ekkert getur stöðvað
þetta fólk í því að flytja á mölina.
Borgin er nýr valkostur sem þrátt
fyrir alla sína vankanta er svo mik-
ið betri en sveitin. Fólkið flytur því
í bæinn og dreifist í allar áttir. En
hvað gerist svo? Það er ekki fyrr
komið þangað en það fer að drag-
ast saman aftur. Þetta gerist í Qöl-
skyldum, eins og íjölskyldu Þóru,
og einnig í stærri stíl með heilar
sveitir. Eggert Þór Berharðsson,
sagnfræðingur, hefur t.d. sýnt
fram á það á skemmtilegan máta
hvernig átthagafélögin urðu að
mjög sterkum félagslegum ein-
Dagný
Kristjánsdóttir.
ingum. Fólk ríghélt í átthagana,
sveitungana og þessa litlu einingu
innan borgarinnar. Þannig gat það
þjappað sér saman, haldið sfnum
félagstengslum og ornað sér við
minningarnar. Þessi umskipti eru
rótin að sorgarferli fyrstu kynslóð-
arinnar í bænum, sem Ragnheiður
er að skrifa um.“
Þeir eru miklar andstæður karl-
mennirnir tveir sem Þóra leggur
lag sitt við. Geir er framandlegur
en Ámi er líkari henni, auk þess
sem þau hafa svipuð áhugasvið. En
þó Þóra hafi meira til að bera en
Árni er það samt hann sem fram-
kvæmir það sem þau dreymir bæði
um.
„Ja, bæði og,“ svarar Dagný.
„Það er nú svo skrítið að þegar
maður fer að lúslesa bókina kemur
tvennt í ljós. Þóra hrósar Árna, dá-
ir hann og tilbiður. En svo talar
hún líka á öðrum nótum um það
sem hann er að gera; uppköstin
hans em öll í brotum, skrifin eru
veikburða svo Árni hefur tekið tillit
til allra athugasemdanna sem hún
gerði, o.s.frv. Smám saman fer
maður því að fá tilfinningu fyrir
þvi að Þóra sé alltaf á bak við hann
- að þessi ljóð hans séu í raun alveg
eins eftir hana. Á sama hátt lærir
hún fyrir hann í skólanum. Um leið
og hún sleppir af honum hendinni
fer hann að gera tóma vitleysu. Að
lokum snýr Árni aftur og ætlar i'
skjólið til hennar, en þá veit hún
ekki lengur hvort hún elskar hann.
Hún sér að Árni er smástrákur en
Geiri karlmaður. Kannski vill hún
helst eiga þá báða. Að lokum velur
hún þó Geira og fer um leið að sjá
eftir því að hafa hafnað Árna,“ seg-
ir Dagný og brosir. „Umskiptin
verða svo þegar Lóa, dóttir Þóru,
fer að laðast að Árna á sama hátt
og móðir hennar. Þóra vill alls ekki
hafa það því hún þolir ekki að hann
fleki hana líka. Þegar Lóa fer að
bera sömu gömlu klisjuraar frá
Árna til móður sinnar fletjast þær
út og verða svo ómerkilegar. Hinn
andlegi samhljómur var ef til vill
enginn samhljómur. Á þessu ferli
sést vel hið sálfræðilega raunsæi
sem bækurnar búa yfir, en í því var
Ragnheiður svo sterk sem rithöf-
undur,“ segir Dagný.
Svona sæktu nú kápuna þína
og upp í bílinn með þig á
stundinni, segir Árni.
- Eiginlega ætlaði ég...
- Að gera það sem þér er sagt,
grípur Árni fram í.
Og ég geri það sem mér er sagt.
Herbergið mitt er kalt og óvist-
legt en hlýtt og notalegt í bílnum. Ég
veit að þessi ökuferð verður eins og
allar hinar. Árni talar og ég hlusta.
Hann les fyrir mig brot úr hálfgerð-
um ljóðum sem aldrei verður lokið
við eða segir mér efni úr sögu sem
hann ætlar að skrifa. Og ekki má
gleyma að minnast á hvað það sé
drepandi leiðinlegt í skólanum og
hvað hann þrái að komast út í lönd.
I kvöld er það leikrit sem hann er
búinn að hugsa út í ystu æsar. En
það þýðir ekki að skrifa leikrit á ís-
lensku og það er ekki hægt að lifa
menningarlífi í landi sem á ekkert
leikhús. Nú er hann ráðinn í því hvað
hann ætlar að gera eftir stúdents-
prófið. Hann ætlar til Englands og
lesa ensku svo rækilega að hann geti
skrifað á málinu og þar með orðið
heimsfrægur.
- Heldurðu að mamma þín sleppi
þér út í stríðið?
- Þá fer ég til Ameríku. Þar verð-
ur aldrei barist. Hvað varstu annars
að gera í kvöld? spyr Árni snögg-
lega.
Hann hlustar á mig með vanþókn-
unarsvip.
- Hefurðu á ævi þinni heyrt frá-
leitara en að vera að eyða dýrmæt-
um tíma í slíkt og þvílíkt. Þarna er
kvenfólkinu rétt lýst.
- Mig minnir að þú hafir ort kvæði
um olnbogabörn lífsins.
- Það er allt annað mál. En ég finn
einga löngun til þess aðlabba niður
að höfninni og lyfta kolapokunum á
karlana. Þeir eru reyndar löngu
hættir að bera kolin á bakinu. Og ég
þýt ekki heldur til að taka skófluna
af lasburða götusópara, eða hvað
það nú er sem hann hefur í hönd-
unum.
- Nei, auðvitað ekki. Þú ekur ró-
legur áfram í bílnum þínum og hefur
eignast þarna prýðilegt efni í kvæði
um þungar byrðar lífsins og þreytt-
an öldung sem örmagnast að lokum
við að taka steinana úr götu annarra.
Úr bókinni ÞÓRA - baráttu-
saga