Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Saga Rannveigar
BÆKUR
Fndurminningar
MYNDIR ÚR HUGSKOTI
Eftir Rannveigfu I. E. Löve. Utg.:
Fósturmold, Reykjavík, 2000,
344 bls.
RANNVEIG Löve, kunnur og
mikilsmetinn sérkennari, er fædd
á Bíldudal 29. júní 1920 og er því á
áttugasta og fyrsta árinu nú þegar
endurminningar hennar koma út.
Að henni standa sterkar, vestfirsk-
ar og mýrdælskar kjarnaættir.
Eins árs gömul fluttist hún með
foreldrum sínum til Reykjavíkur
þar sem faðir hennar stundaði
verslunarstörf. Síðan tók við bú-
skapur og sjómennska á Vatns-
leysuströnd og loks búskapur í
Réttarholti í Reykjavík. Rannveig
var elst 15 systra og gekk þessi
fríði systrahópur undir nafninu
Réttarholtssystur. Tvítug að aldri
giftist hún Guðmundi Löve.
Fljótlega eignuðust þau dóttur.
En ekki leið á löngu er erfiðleikar
hófust að marki. Guðmundur
veiktist af berklum og nokkru síð-
ar Rannveig einnig. Þá tók við
margra ára hælisvist þar sem tví-
sýnt var um líf. En er heilsa náðist
loks á ný braust Rannveig í að
ljúka kennaranámi og síðar sér-
kennaranámi. Kenndi hún til fjölda
ára við Melaskólann í Reykjavík
við góðan orðstir. Heilsa Guð-
mundar hékk oft á veikum þræði
og þurfti hann á hælisvist að
halda. Hann varð samt einn af for-
vígismönnum SÍBS og síðar fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalag ís-
lands. Þar lagði hann fram
gífurlega mikla vinnu, meiri en
heilsa hans leyfði og lést hann 59
ára gamall árið 1978.
Þetta er umgerð endurminning-
anna í hnotskurn. En í sem stystu
máli sagt er þetta einstaklega
áhugaverð frásögn. Eins og í flest-
um ævisögum taka bernsku- og
unglingsárin mikið rúm. Þar er
líka frá mörgu að segja: Reykja-
víkurárum fyrri,
Vatnsleysustrandarár-
um og Reykjavíkurár-
um síðari.
Mikið var unnið á
þessu stóra heimili
þar sem dóttir bættist
í bú á svo til hverju
ári; barátta við afla
sér menntunar, leikir
og lífsfjör.
Frásögnin er fjör-
leg, skemmtileg og
bjart er yfir henni.
Hápunktur ævisög-
unnar er svo að mínu
viti veikindaárin,
hetjuleg barátta við
vágestinn mikla,
„hvíta dauðann". Þar
segir frá lífinu á Vífilsstöðum og
hinni hrottalegu lækningaaðgerð
er Rannveig gekkst undir rifja-
högg á Akureyri. Hafði sú aðgerð
nær kostað hana lífið. Hefði vafa-
laust svo orðið ef pensilínið hefði
ekki bjargað henni, einum fyrsta
sjúklingi á fslandi.
Er öll sú frásögn einstök og
mun seint líða úr minni lesandans.
Þá er ekki síður áhugavert að lesa
um fyrstu starfsár SIBS, byggingu
Reykjalundar og dvöl þeirra hjóna
þar á fyrstu árum starfseminnar.
Endurheimt heilsunnar áttu þau
þeirri dvöl að þakka eins og svo
margir aðrir.
Dugnaður og þrá Rannveigar að
afla sér menntunar var mikill. Þar
þurfti vissulega að yfirstíga marg-
ar hindranir, bæði fjárhagslegar
og heilsufarslegar. í þeirri baráttu
og ekki síður að fá starf við hæfi
var hún ákveðin og fylgin sér.
Flýgur manni í hug að þar hafi
hún auk góðrar kynfylgju notið
þess að vera elst hinna mörgu
systra. Vön að taka ákvarðanir,
veita forystu og taka á sig ábyrgð.
Allir þessir eiginleikar skína í
gegnum frásögnina enda þótt höf-
undurinn sé fjarri
því að miklast af
sjálfum sér.
Lífsreynsla Rann-
veigar Löve hefur
verið mikil og erfið.
Hvergi er þó að sjá
að sú lífsreynsla hafi
bugað hana eða fyllt
hana beiskju. Þvert
á móti. Þróttur og
lífsgleði eru í fyrir-
rúmi. Enda þótt hún
hafi á stundum
mætt mótstöðu og
skilningsskorti get-
ur hún samt, er hún
horfir til baka yfir
liðna ævi, talað hlý-
lega um alla.
Stundum er á orði haft að ís-
lenskar konur hafi fyrr á tíð verið
hinir miklu sagnameistarar þjóð-
arinnar. Börnin og unglingarnir
sátu við fótskör þessara kvenna og
hlýddu á er þær jusu úr ótæmandi
sagna- og ljóðabrunni og fleyttu
frásagnarlistinni milli kynslóða.
Mér fannst við lestur þessarar
bókar Rannveig Löve vera ein
þessara merku kvenna. Hún kann
svo sannarlega að segja sögu svo
að á verði hlýtt. Þar fyrir utan er
það ávallt mannbætandi og kallar
á virðingu lesandans að fá innsýn í
mikla lífsreynslu og örlög sem við-
komandi hefur vaxið af, þroskast
og orðið mikilhæfur einstaklingur.
Þessi eftirminnilega og góða bók
er prýðileg að öllum ytri frágangi.
Þó hefði ég kannski kosið að efn-
inu hefði verið skipt í kafla með
fyrirsögnum. Margar fjölskyldu-
myndir er hér að finna.
Sigurjón Björnsson
Rannveig
Löve
Brotgjörn og
óbrotgjörn skáld
BÆKUR
Greinasafn
UNDIR LESLAMPA
Eftir Gyrði Ehasson. Mynd á bls. 2:
Einar Falur Ingólfsson. Prentun
Gutenberg. 138 síður - Bjartur
2000.
GREINARNAR í Undir les-
lampa hafa birst hingað og þangað,
sumar sem eftirmálar. Þær eru því
flestar nýlegar, en það kemur ekki
að sök. Allar eru þær prýðilega rit-
aðar og birta ný sjónarhorn. Til
dæmis greinin ítarlega um Jóhann
Magnús Bjarnason Vestur-íslend-
ing.
Meðal annarra íslenskra höfunda
sem Gyrðir gerir skil eru Skúli
Nýjar bækur
• ÚT er komin myndabókin Tóta á
ferð og flugi eftir Jóhönnu Á. Stein-
grúnsdóttur. Jean Posocco skreytti
söguna litmyndum.
Tóta litla bregður á leik og upp-
lifir óvænt ævintýri úti í náttúrunni.
Mús, maðkur, hunangsfluga, kjói og
könguló eru meðal dýranna sem hún
rekst á, en þegar lontan í læknum
skýtur henni skelk í bringu er henni
nóg boðið.
Frásögnin er bæði í bundnu og
óbundnu máli.
Útgefandi er bókaútgáfan Salka.
Bókin er 32 bls., prentuð íprent-
smiðjunni Gutenberg. Leiðbeinandi
verð er 1.880 krónur.
Guðjónsson frá Ljót-
unnarstöðum og Guð-
mundur Frímann.
Þeir Stefán Jónsson,
Þórbergur Þórðarson
og Hannes Sigfússon
eru þekktari.
Erlendu höfund-
amir eru aftur á móti
úr „ýmsum jöðrum“,
að minnsta kosti
sumir þeirra: John
Cowper Powys, Forr-
est Carter og George
Mackay Brown. Það
verður þó síður en svo
lastað hér.
Greinin um John
Cowper Powys veitir
lesandanum innsýn í sérstæðan
heim þessa „vanrækta risa“ eins og
George Steiner hefur kallað hann.
Hann er kannski ekki sérlega
árennilegur með skáldsögur sem
geta orðið 1.100 þéttprentaðar síð-
ur. Hann er þó nútímalegur til jafns
við aðra höfunda að dómi Gyrðis og
meðal aðdáenda hans má nefna Eli-
as Canetti.
Gyrðir er hrifinn af amerískum
höfundum, samanber það sem hann
ritar um Richard Brautigan, Willi-
am Saroyan og indíánann Forrest
Carter. Hann finnur til samhygðar
með þeim. Uppvöxtur Litla trés eft-
ir Carter hefur öðlast hljómgrunn
meðal frumbyggja landsins sem
eins konar þáttur í Ritningu þeirra,
en Evrópumönnum hættir til að líta
á slíkar bækur sem jaðarbókmennt-
ir af því að þær falla ekki inn í hefð-
ina, að sögn Gyrðis. Sjálfur er hann
veikur fyrir slíkum bókum og færir
rök að gildi þeirra. Kannski eru
þeir Jóhann Magnús
Bjarnason og Skúli
Guðjónsson einhverjir
slíkir jaðarmenn?
Þar mætti kannski
líka flokka George
Mackay Brown með
lýsingar sínar á litlu og
afskekktu samfélagi?
Sú var tíðin að Guð-
mundur Frímann vakti
nokkra athygli. Gyrðir
minnir á að nú sé hann
að mestu gleymdur.
Richard Brautigan
lenti í því að vera næst-
um þurrkaður út með
hjálp gagnrýnenda, en
Gyrðir er meðal þeirra
sem þýtt hafa verk hans. Þetta er
gagnrýnendum að kenna telur
Gyrðir. Brautigan var á tímabili
mjög þekktur. Þetta orðar Gyrðir
þannig að hann hafi orðið fyrir
þeirri hremmingu „að sú hreyfing
ungs fólks sem náði hámarki á ár-
unum milli ’60 og ’70 tók verkum
hans einsog himnasendingu". Það
rifjar upp alkunn sannindi að hrifn-
ing á höfundum getur reynst
hættuleg þegar til endingarinnar
kemur.
Hið undarlega mat á höfundum
getur jafnvel birst í því að höfundar
sem lifa einangrað og virðast ekki
keppa að frægð geta orðið manna
frægastir. Hér kemur George
Mackay Brown upp í hugann sem
„kaus að ferðast í huganum" og
undi glaður í Orkneyjum bemsku
sinnar til æviloka og orti og skrifaði
um þær.
Jóhann Hjálmarsson
Gyrðir
Elíasson
Olnbogarými
fyrir lesandann
BÆKUR
Skáldsaga
TURNINN
Eftir Steinar Braga. Bjartur,
Reykjavík 2000. 74 síður.
ÞAÐ hafa orðið ansi miklar hrær-
ingar í íslenskum sagnaskáldskap
undanfarin ár. Gerðar
hafa verið tilraunir með
form sem sumar hveij-
ar hafa að minnsta kosti
skilið gagnrýnendur
eftir í lausu lofti. Það er
vissulega eðli skáldsög-
unnar sem lifandi forms
að þróast en hvort þess-
ar hræringar ná eitt-
hvað undir yfirborðið
verður tíminn að leiða í
ljós.
Nýjasta bók Steinars
Braga, Tuminn, er svo-
lítið laus í rásinni og
flokkast sennilega sem
eitt af þessum tilrauna-
verkum. Höfundur kall-
ar bókina skáldsögu á
kápu og léttir þar með flokkunar-
vandanum af herðum lesandans sem
er kannski ekki svo ýkja þung byrði
nú á tímum fijálslyndis og yfirgengi-
legrar víðsýni, ístöðuleysis og al-
mennrar upplausnar á gömlum gild-
um.
Þetta er snörp skáldsaga. Hún er
stutt, 74 síður, og byggist upp á stutt-
um köflum. Umíjöllunarefnið er
hvorki meira né minna en sköpun
heimsins, tilurð mannsins, vegsemd
þeirra beggja og fall en svo aftur nýtt
upphaf, að því er virðist. Að minnsta
kosti lýsir sagan þróun sem er í ætt
við Darwin og svo bætir hún ein-
hverju við, svona eins og menn hafa
gert sem ekki hafa viljað horfast í
augu við endanleika holdsins á guð-
lausum tímum. Og þar gegnir tuminn
stóru hlutverki sem eins konar lífs-
sproti, smár eins og hár í enni manns
en samt nægilega stór til þess að
geyma allt lííið. Og einhvem veginn
þannig er líka þessi bók að reyna að
vera - stór í smæð sinni - og svei mér
ef það tekst ekki að einhverju leyti.
Þrátt fyrir efnið er ekki mikill
dæmisögulegur þungi í bókinni,
kannski sem betur fer. Steinar Bragi
fer frekar þá leið að fela vandlega
lyklana að túlkun sög-
unnar. Eftir lestur sæk-
ir á mann sterkur gmn-
ur um undirliggjandi
boðskap þótt hann liggi
ekki alveg í augum
uppi. Kannski að hún
sæki meira á mann fyrir
vikið. Kannski hún
verði ekki skilin frekar
en heimurinn.
Það sem fyrst og
fremst gerir þessa litlu
bók svo ágæta er yfir-
vegaður og látlaus og
stundum jafnvel bams;
lega einfaldur stfllinn. í
þessum einfaldleika og
skýrleika stílsins fellst
þungi bókarinnar.
Heyrið þetta til dæmis: „Um gljúfur
og gegnum klettahamra borgarinnar
barst þögnin líkt og sammiðja hringir
frá dropa sem fellur í vatn. Augna-
bliki síðar var jörðin öll orðin þögul.
Eina hreyfingin sjáöldur sem þönd-
ust. Svo kyrrstaða.“
Turninn er geðþekk bók. Fyrir þá
sem kunna að meta texta sem gefa
lesandanum olnbogarými er hún
ákjósanleg og einnig þá sem hafa yndi
af vel stíluðum texta. Við fyrsta lestur
kann hún að virðast svolítið óreiðu-
kennd í byggingu en við meiri yfir-
legu kemur undirliggjandi grind í
ljós. Bókin verður þó seint talin hefð-
bundin skáldsaga en Steinar Bragi
hefur svo sem ekki farið fjölfamar
slóðir hingað til.
Þröstur Helgason
Steinar
Bragi
Frá Síberíu
til Islands
BÆKUR
Æ visaga
HÆTTULEG KONA -
KJUREGEJALEX-
ANDRAARGUNOVA
Eftir Súsönnu Svavarsdóttur,
Iðunn, 2000.163 bls.
ÆVISÖGUR eru geysivinsæl-
ar hér á landi og má það að ein-
hverju leyti rekja til fámennisins
þar sem allir þekkja
alla og hlutfallslega
margar persónur em
þekktar í þjóðlífinu.
Kjuregej Alexandra
var áberandi kona
fyrir 20-30 árum og
þó að hún láti enn að
sér kveða hefur at-
hyglin dalað nokkuð,
ekki síst vegna þess
að útlendingum hefur
fjölgað mikið. Það
þótti ákaflega sér-
stakt þegar hún kom
hingað fyrst og fór
svo að skemmta með
söng og leik. Fyrir
þá íslendinga sem
muna þetta vel er
forvitnilegt að kynnast sögu
hennar en ekki síður að kynnast
því hvernig innflytjandi reynir að
aðlagast íslensku þjóðfélagi og
gaman að kynnast gerólíkum
uppruna þessa innflytjanda. Þess
Súsanna
Svavarsdúttir
vegna er þetta framtak Súsönnu
Svavarsdóttur ágæt viðbót við þá
flóm ævisagna sem koma út
núna fyrir jólin og er bókin
áhugaverð í flesta staði. Hins
vegar hefði vel mátt vanda útgáf-
una betur, það má lesa milli lín-
anna að tíminn sem gefinn var til
vinnunnar hafi verið heldur
stuttur. Til dæmis hefði mátt
skera og snurfusa lokasíðurnar
betur svo að annars spennandi
frásögn héldist til loka. Einnig
hefðu ljósmyndirnar mátt njóta
sín betur samhliða
frásögninni. Sús-
anna velur þá leið að
láta Kjuregej segja
frá í fyrstu persónu
og gæti bókin þess
vegna alveg eins
verið sjálfsævisaga.
Frásögnin verður
með þessu móti
mjög persónuleg og
stundum svo mjög
að lesanda finnst
hann jafnvel vera að
hnýsast inn í líf nú-
lifandi manneskju í
fullu fjöri. Það er
helst þegar nánu
persónulegu lífi og
samskiptum er lýst
sem svo er. Aftur á móti gæðir
þessi persónulega nánd bókina
líka lífi og það er alltaf eitthvað
spennandi við að hnýsast. Sagan
er þó langt frá því að vera
eingöngu persónuleg heldur er