Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 7
MORGÚNBLAÐIÐ BÆKUR MÍÐVIKUDAGUR 20. DESEMBÉk 200Ö E 7 Djöflar í mannsmynd Bræðurnir frá Jukola BÆKUR Þjdd skáldsaga DJÖFLARNIR Eftir Fjodor Dostojevskí. Ingibjörg Haraldsdóttir íslenskaði. Mál og menning, Reykjavik 2000. 669 bls. LÍFSHLAUP Fjodors Dostoj- evskís hefur löngum þótt tengjast skáldverkunum nánum böndum; þátttaka hans í pólitískum baráttu- málum, lífsbjörgin á síðustu stundu frammi fyrir aftökusveit, útlegðin í Síberíu, spilafíknin - allt eru þetta þættir sem á einn eða annan hátt rötuðu inn í sögurnar. Djöflarnir, sem komin er út í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur, er þar eng- in undantekning. Verkið byggist að hluta á sönnu sakamáli sem fang- aði hugarflug höfundar, ekki síst vegna þess að mágur hans þekkti persónulega til fórnarlambsins, en árið 1969 var nemandi nokkur myrtur af hópi stjórnleysingja undir stjórn tuttugu og tveggja ára gamals útsendara Rússlandsdeild- ar Alþjóðlegu byltingarsamtak- anna, sem stofnuð voru af Mikaíl Bakúnin. Pannig fjallar sagan sem hér er til umfjöllunar um hitamál í þjóðfélaginu á þeim tíma sem hún er skrifuð, þ.e. uppgang bylting- arsinna og hörmulegar afleiðingar pólitískra myrkraverka. Þá hafa sumir viljað lesa verkið sem fram- tíðarspá um þá martraðarkenndu atburði sem umbyltu rússnesku samfélagi á tuttugustu öldinni. En höfundur sótti efniviðinn ekki aðeins í sitt nánasta umhverfi heldur leitaði hann fanga í bók- menntasögunni. Eftirminnilegasta persóna bókarinnar, hinn leyndar- dómsfulli Stavrogín sem er eins og sólin í miðju söguheimsins, á sér bókmenntalegan forvera í ímynd hinnar byronsku hetju rómantíska tímabilsins. Hann er myndarlegri og gáfaðri en aðrir menn, allt að því upphafinn. Hann vefur konum um fingur sér en er þjakaður af heimshryggð og eyðileggjandi guð- leysi. Hann er £ sjálfskipaðri útlegð úr mannlegu samfélagi því að í for- tíð hans liggur ófyrirgefanleg synd. í rauninni er hann eins og klipptur út úr söguljóðum lávarð- arins, enda er beina samlíkingu að finna á einum stað í bókinni. Stavr- ogín birtist þó ekki fyrr en nokkuð er liðið á söguna, hverfur á nýjan leik og snýr ekki aftur fyrr en miklu siðar og heldur sig þá að nokkru leyti í bakgrunninum. Þó er sem hann sé aldrei alveg fjarver- andi, hann vakir yfir frásögninni sem áhrifavaldur og er hann dáður og hataður af öðrum persónum bókarinnar af slikum krafti að les- andi kemst ekki hjá því að ætla honum mikilvægari og æðri sess en hinum. Samanburður við Orson Welles i hlutverki hins siðlausa Harry Lime í kvikmyndinni Touch of Evil er ekki fjarri lagi því að þótt Stavrogín sé aðeins fyrirferð- armikil aukapersóna hvað eiginlegt pláss í bókinni varðar er persónu- gerð hans það sem eftir fyrstu við- kynningu situr eftir í minningunni. í fyrstu drögum bókarinnar ætlaði Dostojevskí að skapa í Stavrogín hinn „syndum spillta mann“, hinn fullkomna guðleysingja sem eftir miklar hremmingar endurheimtir trúna og rís upp. En í Djöflunum er engin upprisa möguleg, eins og Ingibjörg nefnir í formála sínum. Hinir innri djöflar verða ekki svo auðveldlega kveðnir niður. Hér segir frá lífinu í syfjulegum smábæ fjarri amstri og uppþotum höfuðborgarinnar, og hvernig jafn- vægið raskast við komu áður- nefnds Stavrogíns, sonar ríkustu og valdamestu konu héraðsins, Varvöru Petrovnu, og þeirra bylt- ingarstrauma sem fylgja í kjölfarið í formi vinar Stavrogins og sonar sambýlismanns Varvöru, Stepans Verkhovenskí. Líkt og í bók Bulg- akovs um Meistarann og Margar- ítu reynist hægara sagt en gert að koma jafnvæginu á aftur eftir inn- komu hinna myrku afla, persónur gangast þeim á vald og taka umbreytingum. Til- gangurinn er handa- hófskennd eyðilegging og niðurrif og stefnan er ófrávíkjanleg. Bak- grunnurinn er málað- ur skýrum litum, félagslegur veruleiki sögunnar er áþreifan- legur en það eru und- irheimar mannssálar- innar sem skipta höfund mestu máli, hvernig maðurinn glatast þegar stigið er út fyrir siðferðilegar reglur og muninum milli góðs og ills hafnað. Þetta kjarnast í kaflanum sem lýsir leyndri synd Stavrogíns, og þótti svo ofbjóða velsæmiskennd lesenda að hann var fjarlægður og birtist aldrei sem hluti af verkinu meðan Dostojevskí lifði. Reyndar er samband Varvöru og Stephans meginviðfangsefni fyrsta hluta bókarinnar, sögumaður leyfir lesandanum að hreiðra um sig í frásögninni meðan tengslum þeirra er lýst á grátbroslegan hátt og inn- sýn gefin í bæjarlífið. Sjónarhornið er þröngt í þessum hluta en eftir að lesandinn er innvígður tekur við margslungin og flókin frásögn þar sem hann þarf að halda utan um viðamikið persónugallerí þar sem tengsl og vensl eru oft dulin, og langar útskýringar leggjast stund- um eins og þoka yfir atburðarásina frekar en að varpa á hana ljósi. Þetta er engan veginn galli á verkinu, heldur er um að ræða dálitla kröfu sem höfundur gerir til athyglisgáfu lesandans, sérstak- lega framan af, en honum er líka umbunað ríkulega því máttur sög- unnar fer stigvaxandi eftir því sem línur eru dregnar og hugmyndaleg átök skýrast. Stepan þessi Verkhovenskí er stórmerkileg persóna, og kímni- gáfa höfundar nýtur sín afskaplega vel í myndinni sem dregin er upp af honum, eins og meinfyndin lýs- ing sögumanns á ofmetnum afrek- um hans á fræðisviðinu er gott dæmi um: „En honum tókst ekki að flytja nema örfáa fyrirlestra - um araba, að ég held - og verja snjalla ritgerð um þjóðfélagslegt og versl- unarlegt mikilvægi þýska bæjarins Hanau sem virtist fara vaxandi á tímabilinu 1413-1428, og jafnframt um sérsfakar og óljósar ástæður þess að ekkert varð úr þessu mik- ilvægi.“ Reyndar ber frásögnum sögumanns ekki alltaf saman við sjónarhorn annarra, og því ber að taka því sem hann segir með varúð. En kaldhæðnin sem þarna er aug- ljós blandast þó hlýju þegar sögu- maður greinir frá Stepan, sem að auki hefur þá bjargföstu trú að yf- irvöld í höfuðborginni telji heimili hans gróðrarstíu fríhyggju og stjórnleysis í héraðinu, og að ýmsir háttsettir aðilar lifi í stöðugum ótta við hann. Því sé fylgst með hverju fótspori hans og ekki sé þess langt að bíða að hann verði annaðhvort ráðinn af dögum eða sendur til Síb- eríu. Ekkert er fjarri sanni, en hann nýtur mikillar virðingar i bænum sem „prófessorinn" og vegna stöðu sinnar sem pólitískur „útlagi“. í þessu felst nokkur ádeila því í verkinu stendur Stepan fyrir kynslóð frjálslyndra gáfu- manna sem á fimmta og sjötta ára- tugnum sáðu fræjum mannhyggj- unnar sem að mati Dostojevskís var háskaleg því þótt guði væri kannski ekki alveg hafnað undir- skipaði hún æðri máttarvöld vís- indum og mannlegri skynsemi, og taldi sig í rauninni vel geta komist af án trúarbragða. Þegar höfundur hóf vinnu sína við bókina hafði mann- hyggjan þróast í níhil- isma og stjómleysi en einn megintilgangur Dostojevskís með Djöflunum var að sýna fram á glæfra- lega eiginleika slíkrar hugmyndafræði. En persónurnar eru fleiri sem standa lesendum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Shatov, fyrrum byltingar- sinni, er sá eini sem sér í gegnum uppeld- isbróður sinn Stavr- ogín en er engu að síður heltekinn af honum. Kiríllov sem er reiðubúinn að fremja sjálfsmorð fyrir málstað- inn. Skáldið Karmazínov, baneitruð skrumskæling á Túrgenjev. Um- dæmisstjórafrúin Júlía Mikhaíl- ovna sem vegna einfeldni sinnar verður leiksoppur illra afla og síð- ast en ekki síst, Pjotr Stepanovítsj, sálarlausi róttæklingurinn sem spinnur svikavef sinn bak við tjöld- in og lætur ekki staðar numið fyrr en hann hefur steypt öllu í kring- um sig í glötun. Bókin fjallar um fólk sem verður hugsjónum, eigin veikleikum og drambi að bráð og það er einkaharmleikur hverrar persónu fyrir sig sem innan rýmis skáldsögunnar myndar margradda frásagnarheild sem gleymist seint. En það er einmitt hin sérstæða frá- sagnaraðferð Dostojevskís sem kennd hefur verið við margröddun sem, ásamt pólitísku hliðinni, gerir verkið afar áhugavert fyrir nútíma- lesendur. Hinum alvitra höfundi er hafnað, persónurnar eru hvorki einfaldar málpípur né eru þær gerðar tortryggilegar til að styrkja afstöðu söguhöfundar, í vissum skilningi hafa þær eigin sjálfstæða vitund og frásögnin er því ekki undirskipuð einni ráðandi rödd. Al- mannarómur, rödd sögumanns, frásagnir persónanna og játning Stavrogíns, svo aðeins fá dæmi séu nefnd, mynda orðræðukerfi sem takast á í lifandi texta og sagan verður aðeins umföðmuð ef gætt er að samspili þeirra. En persónurnar verða þá heldur aldrei þekkjanleg- ar á sama hátt og ef þær lúta í einu og öllu valdi söguhöfundar og út- skýringarmáttur hans er óumdeil- anlegur. Sú staðreynd að lykilkafl- ann, þann sem komst næst því að skýra gjörðir Stavrogíns, vantaði lengi vel í bókina er táknræn fyrir þennan djúpstæða og heillandi óþekkjanleika. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur getið sér orð fyrir þýðingar sínar á verkum Dostojevskís og með til- komu þessarar nýjustu hefur hún þýtt öll helstu stórverk höfundar- ins, og hlýtur það að teljast afrek. Þá er útgáfan öll hin myndarleg- asta, Djöflarnir eru hluti af heims- bókmenntaröð Máls og menningar og ásamt formála þýðanda prýðir hana afar áhugaverður bókmennta- sögulegur eftirmáli eftir Árna Bergmann. Hér er því ekki ein- ungis um magnaða skáldsögu að ræða, eina af perlum rússneskra bókmennta, heldur eru Djöflarnir sýnidæmi um hvernig skal standa að útgáfu sígildra verka í íslenskri þýðingu. Hér er á ferðinni að mínu mati eigulegasta skáldsaga ársins, bæði hvað varðar bókmenntalegt gildi og frágang. Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Þýdd skáldsaga SJÖ BRÆÐUR Eftir Aleksis Kivi. Aðalsteinn Dav- íðsson þýddi úr frummáli. Myndir eftir Akseli Gallen-Kallela. Prent- vinnsla: AiT Falun, Svíþjóð. 310 síð- ur - Mál og menning 2000. „í STÍL og framsetninu Kivis í Sjö bræðrum eru þrír meginþættir: Raunsæi, gamansemi og Ijóðræna," skrifar þýðandinn Aðalsteinn Dav- íðsson í formála. Eins og þýðandinn skrifar var skáldsagan tímamótaverk í finnsk- um bókmenntum og sögu finnskrar tungu. Sænska hafði verið op- inbert mál og nánast ekkert hafði verið skrifað á finnsku sam- tímans. Skáldsagan var rökkuð niður í fyrstu og það var ekki fyrr en löngu seinna, að höf- undinum látnum, að farið var að telja hana til þjóðardýrgripa. Verstur var prófess- or Ahlqvist, málfræðingur og skáld, sem „býsnaðist yfir þeirri mynd sem höfundur hefði dregið af villi- mennsku og ofstopa, sennilega hefði aldrei komið út i heiminum bók með jafnmörgum fúkyrðum, formæling- um, guðlasti og hrottaskap“. Kivi náði ekki háum aldri bg rit- ferill hans þvi ekki langur, tíu eða ellefu ár, hann skrifaði einnig leikrit og orti Ijóð. Hann var uppi á hörðum tímum í finnsku samfélagi, hungurs- neyð varð 1867 og skáldið lést heilsulaust og drykkjusjúkt 1872. Vonbrigði með viðtökur Sjö bræðra átti þátt í hvernig fór. Um raunsæið segir þýðandinn að frásögnin sé lík því sem tíðkast í ís- lendingasögum að því leyti að við kynnumst bræðrunum aðeins af framkomu þeirra og því sem þeir segja og gera. Þegar ég sá eitt sinn leikgerð verksins í Helsinki minntu bræðum- ir mig á Bakkabræður og það var ólíklegt hve margt mátti skilja þrátt fyrir enga finnskukunnáttu. Samtöl þeirra bræðra, þeirra Juh- ani, Tuomas, Aapu, Simeoni, Timo, Lauri og Eero, eru oft sett upp i skáldsögunni eins og um leikrit sé að ræða. Bræðrunum er einkar lagið að lenda upp á kant við umhverfið. Til • ÚT ER komin bókin Áfram for- eldrar - Sameiginleg forsjá og vel- ferð barna eftir skilnað foreldra eftir félagsráðgjafana Nönnu K. Sigurðardóttur og Sigrúnu Júlí- usdóttur. Áfram foreldrar fjallar um líf fjölskyldna eftir skilnað. Komið er inn á foreldrasamstarf, hagsmuni barna og gildi fjölskyldutengsla eftir skilnað og brugðið ljósi á þró- un kyn- og foreldrahlutverka. Byggt er á víðtækum fræðiheim- ildum og gerð grein fyrir nið- urstöðum nýrrar íslenskrar rann- sóknar á þessu sviði. Niður- stöðurnar sýna almennt jákvæða reynslu af sameiginlegri forsjá. Jafnframt koma fram vonbrigði foreldra og gagnrýni vegna skorts á upplýsingum og ráðgjöf um þetta efni. Samanburður við niðurstöður eldri rannsóknar á fráskildum for- eldrum sem ekki fóru sameiginlega með forsjá sýnir að viðhorf kynjanna til foreldrasamstarfs hafa breyst á undanförnum árum. dæmis gengur illa að kenna þeim að lesa. Þeir flýja til skógar að lifa þar sínu eigin lífi. Þeir hefja ræktun og byggja sér hús. Þetta er allt ævin- týralegt að mati bókmenntafræð- ingsins Kai Laitinens, en hann bend- ir á að í frelsi óbyggðanna þroskist bræðumir og gerist ábyrgir. Skáldið og heimspekingurinn J. V. Snellman benti á að Sjö bræður væri þroska- saga og seint hafa menn þreyst á því að telja Sjö bræður „táknræna lýs- ingu á sögu finnsku þjóðarinnar". Sagan fjallar þannig um frum- stæða menn og smábændur sem ganga þrátt fyir allt til móts við sið- menninguna, eins og þýðandinn drepur á í formálanum. Kímni og alvara blandast saman eins og í verkum annarra stórra höfunda og á köflum er Sjö bræður hreinn skemmilestur. Óður til náttúru og frelsis, hið ljóðræna andrúmsloft skóganna, spillir ekki fyrir. Til þess að skilja margt af hinu sér- finnska hjálpa Aftan- málsgreinar í bókarlok. Sagan verður ekki borin saman við frum- málið hér en þýðingin er kjammikil og lipur í senn eins og hún á að vera sé mark tekið á þeim sem best vita. Útróðramenn þóttu margir kjaft- forir hér áður fyrr og gátu tekið upp á ýmsu. Að því leyti gefa finnsku bræðumir þeim ekkert eftir. Þeir bræður ná þvi að læra að lesa og hætta að mestu að drekka og verða gildir og virtir bændur. Þetta kostar sífelld áflog, átök við þorps- búa og ekki sist litríkar hjónadeilur. Sá minnsti þeirra stækkar. Óánægðir finnskir gagnrýnendur á sinum tíma hefðu átt að lesa vel um hugarfar Eeros undir lokin: „Föð- urlandið var ekki lengur fyrir hon- um óljós hluti í óljósum heimi, á óþekktum stað og af óþekktu eðli. Honum var mæta ljóst hvað það land var, sá dýrmæti skiki af heiminum þar sem finnska þjóðin býr, byggir og stríðir, landið sem geymir bein feðra vorra í brjósti sér. Hann þekkti landamæri þess, höf þess, vötn þess, sem brosa leyndardóms- fullt, og furuvaxna ása þess sem liggja um það eins og limgirðingar. Öll mynd ættjarðarinnar, ástúðlegur móðursvipur hennar, var að eilífu greypt djúpt í hjarta hans.“ Er það ekki föðurlandsvinurinn Aleksis Kivi sem talar svo? Jóhann Hjálmarsson Skilnaðarmál snerta á einn eða annan hátt nær allar fjölskyldur í samfélagi okkar, fráskilda foreldra, systkin, afa og ömmur, eigin börn og stjúpbörn. Bókin er brunnur af upplýs- ingum og rannsóknaniðurstöðum sem að gagni koma fyrir sérfræð- inga sem stunda rannsóknir á sviði barnaverndar- og fjölskyldumála. Þá á bókin brýnt erindi til fagfólks í fræðslu-, meðferðar- og ráðgjaf- arstörfum. Hún er þarft kennslu- efni fyrir háskólanema í félags- ráðgjöf, lögfræði, hjúkrun og á sviði geð-, uppeldis- og kennslu- fræða. Nanna K. Sigurðardóttir hefur lokið meistaraprófi í klínískri félagsráðgjöf og starfar sjálfstætt við hjóna- og fjölskylduráðgjöf, auk kennslu og handleiðslu. Dr. Sigrún Júlíusdóttir er pró- fessor í félagsráðgjöf við Háskóla íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 180 bls. kilja. Verð 2.900 krónur. Fjodor Dostojevskí Aleksis Kivi Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.