Morgunblaðið - 20.12.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 E 3
BÆKUR
Sérstakur og und-
arlegur maður
VERÐLAUNASKÁLDSAGAN AM
00, eftir Hjört Marteinsson, segir
frá Jóni Ólafssyni frá Grunnavík,
Árna Magnússyni prófessor í Kaup-
mannahöfn og eiginkonu hans,
Mettu, haustið og veturinn 1728.
Jón er stúdent við háskólann í
Kaupmannahöfn en starfar einnig
sem ritari hjá Árna. Þótt sagan
gerist á stuttum tíma, spannar hún
bæði fortíð og framtfð persónanna
og er sjónarhornið tengt Jóni.
Þegar Hjörtur er spurður hvers
vegna hann hafi skrifað bókina út
frá sjónarhorni og sögu Jóns, segir
hann:
„Það stafar fyrst og fremst af
áhuga á lífshlaupi hans og stöðu. I
sögunni er Jón hinn ötuli og sí-
starfandi skrifari Árna Magnús-
sonar. Hugmyndin að því að skrifa
þessa sögu á rætur að rekja til árs-
ins 1996 þegar ég hélt myndlist-
arsýninguna Fjöregg fiska þar sem
ég kallaðist á við hugmyndir sem
fram kom í einu af óútgefnum rit-
um Jóns Ólafssonar, Fiskafræði Is-
lands.
Fyrir tveimur árum kviknaði
með mér hugmynd að leiða þá sam-
an Jón Ólafsson, Árna sjálfan og
konu hans Mettu þetta örlagaár
1728 þegar bruninn mikli f Kaup-
mannahöfn verður.“
Hvers vegna fékkstu áhuga á
Jóni?
„Fyrst og fremst vegna þess
hversu sérstakur og undarlegur
maður hann var. Ég hef alltaf
heillast af mönnum sem hafa skorið
sig úr vegna þess að þeir fóru aðra
leið í lifinu; horfðu á veröldina öðr-
um augum en aðrir meðbræður
þeirra. Jón var einmitt þannig
maður sem var haldinn þessari
óslökkvandi þrá að skyggna og
skýra heiminn sem hýsti hann. En
hér er ég að tala um Jón eins og
hann var í li'finu. í skáldsögunni
koma þessir þættir aðeins fyrir en
verða aldrei þungamiðjan heldur
Ieit Jóns að herra sinum sem hverf-
ur á braut og bók sem ef til vill
mætti kalla táknræna kjölfestu
þjóðernis hans og okkar sem nú
drögum lífsandann."
Hvað er sérstakt við Jón?
„Það sem er sérstakt við Jón er
hin mikla elja og einurð sem ein-
kenna allt starf mannsins. í lífinu
sjálfu virðist hann hafa séð fyrir
sér einhverja sýn á lofti, eitthvert
eyland í þokunni sem tengist
fræðasviði hans. Jón var ætíð að
leita sér viðfangsefna á akri forn-
fræðanna og sleppti vart penna úr
hendi og tókst þrátt fyrir bág kjör
eins og flestir rithöfundar okkar
daga búa við að semja mikinn
fjölda rita um hin ólíklegustu mál-
efni, oftast tengd fornfræðum og
málfræði og jafnvel náttúruvís-
indum. Segja má að hann hafi leynt
og ljóst unnið að því alla ævina að
reyna að skerpa og skýra sýn sam-
tímamanna á heiminn og eðli hlut-
anna í kring; sýn sem stundum
verður örlítið þokuslungin, jafnvel
full af furðu og undrum. Þrátt fyrir
þessa miklu elju liggja flest af rit-
um hans óhreyfð á söfnum og safna
ryki. Það er ekki fyrr en á seinustu
árum að gefin hafa verið út á bók
nokkur verka hans.
Ef til vill á þessi þögn sem hefur
umlukið nafn hans sér skýringar í
því hversu illa Jón varð úti síðustu
áratugina sem hann lifði. Þá átti
hann við þunglyndi og liklega geð-
veiki að stríða sem varð til þess að
maðurinn varð fræðilega úti í sam-
tíma sinum. En þau ár eru ekki efni
skáldsögunnar heldur þetta ör-
Iagaár bókabrunans mikla í Kaup-
mannahöfn þegar Árni Magnússon
missir handrit sín og
skjöl í eldinn. Sá miss-
ir varð mér tilcfni til
að velta fyrir mér
manngerð Árna
Magnússonar og
áhrifum þessa mikla
missis á þennan mesta
bókasafnara Islands-
sögunnar. Þar er kom-
inn hinn sagn-
fræðilegi rammi
sögunnar. En sagn-
fræðin sem sumir hafa
talið sig merkja í sög-
unni er meira og
minna tilbúningur.
Það sama á við um
mörg þeirra rita og
kenningar sem vitnað er til í sög-
unni. Þetta eru fyrirbrigði sem eru
fabúlasjón til að gera söguna sjálfa
trúverðugri og kannski um leið of-
urlítið skemmtilegri aflestrar."
Eru þetta þá ekki heimildir sem
þú ert að vitna f?
„Ramminn utan um söguna er
réttur. Árni Magnússon var til og
Metta kona hans. Jón Ólafsson var
ritari Árna. Og Kaupmannahöfn
brann. Það er í raun öll sagnfræðin
í sögunni. Verkið er grundvall-
aratriðum fullkominn skáld-
skapur."
Hvernig myndir þú lýsa þi'num
Jóni Ólafssyni?
„Hann er fyrst og fremst maður
sem er leitandi. Hann er saklaus á
vissan hátt en þarf að lifa við gamla
sekt sem fylgir honum eftir. Hann
er einnig óreyndur sökum síns
unga aldurs en samt er hann eng-
inn einfeldningur.
Hann er saklaus hvað
varðar umhciminn
eins og gjarnt er um
menn sem lifa og
starfa í lokuðum heimi
fræða og sögu. En leit
hans að Árna í sög-
unni er leiðarhnoða
hans sem opnar fyrir
honum nýja sýn á
heiminn og manninn
sem hann hefur alltaf
staðið í skugganum
af.“
Jón á kannski ekki
mikla mögulcika á að
kynnast lífinu til að
byrja með þar sem
hann stendur í skugganum af Árna.
„Jón er á vissan hátt ofurseldur
aðstæðum sínum sem skrifari
Árna. Hann ber takmarkalausa
virðingu fyrir þessum velgjörð-
armanni sínum og verndara sem þó
er ekki allur þar sem hann er séð-
ur. Myndin af Árna tengist enn
fremur öðru og mcira sem býr að
baki; þáttum eins og kúgun og
valdi eins manns yfir öðrum sem og
ágirndinni og ástríðunni sem mót-
ar okkur öll í lífinu sem og fræði-
mannslegum hroka en þessi atriði
sem ég minntist á eru liklega of
margþætt til að ég sjái mér fært að
tala mikið um þau í svo stuttu við-
tali.
Hitt er samt mikilvægt að Ies-
endur AM 00 minnist þess að sér-
hver sá sem er ofurseldur einum
málstað eða manni getur oft lent í
ógöngum jafnvel þótt hann hafi
trygglyndið, sannleiksþrána og
fróðleiksfýsnina að leiðarljósi."
ar sem Jón Ólafsson frá
Grunnavík virti fyrir sér
stjörnurnar í gegnum
sjónauka löngu seinna
varð honum hugsað til fornfræðings
sem forðum undi sér best í fámenni.
Sá var löngum í leit að nýjum átt-
högum; klöpp eða steini á berangri
til að standa á eða bók til að skríða
undir.
Innstu myrkur kynni einhver að
hugsa.
Innstu myrkur og maður á ferð.
Árni Magnússon gekk eftir
Aðmíralsgötu fram hjá embættisbú-
stað Peders Örsleff kapeláns við
Hólmsins kirkju í Stórastræti og
heim á leið.
Heim!
Eirðarlaus festi fornfræðingurinn
og prófessor antiqutatum ekki huga
við neitt þetta kvöld. Hárkollan á
höfði hans hafði runnið til af svita
eftir gönguna. Honum var gengið
niður Kanúkastræti úr Síkisgötu og
yfir brúna á Stórasíki. Hann gekk
nærri síkinu og horfði á mynd sína
speglast í skítugu vatninu. Þokan
gleypti mynd allra sem voru á ferli
um strætin þetta kvöld - einnig
þeirra sem vildu láta bera á sér í von
um viðskipti eða annan ábata.
Það voru portkonur - flyðrur sem
stungu höfði sínu upp úr djúpi borg-
arinnar. Ungar jafnt sem gamlar og
hrukkóttar. Haltar og skítugar.
Sjúkar eftir veru í strætinu og
vosbúðina í gegnum árin. Allir sem
gengu hér um voru jafnir í augum
þessara kvenna. Ríkir jafnt sem fá-
tækir; fantar eða misindismenn,
sakleysingjar; einfeldningar eða
varmenni sem nutu þess að mis-
þyrma þessum konum vegna ástr-
íðna, sem fengu ekki útrás í hjóna-
bandinu. Allir áttu einhvern tíma
leið um þesa götu. En Árni Magn-
ússon lét flyðrurnar ekki hefta för
sína.
IJrAMOO
Iljörtur
Marteinsson
BÆKUR
Greinasafn
RITGERÐIR OG PISTLAR
eftir Sigfús Daðason. Forlagið, 2000, 375 bls.
ÞAÐ var óblandin gleði að fá Ritgerðir og
pistla Sigfúsar Daðasonar upp í hendurnar.
Utgáfan er vönduð á allan hátt. Þorsteinn
Þorsteinsson annaðist útgáfuna og ritar allít-
arlegan inngang þar sem hann gerir grein fyr-
ir helstu æviatriðum Sigfúsar og vinnubrögð-
um sínum við verkið. Sigfús hafði sjálfur
íhugað að gefa út ritgerðirnar seint á níunda
áratugnum en ekki komist sérlega langt í und-
irbúningi útgáfunnar.
Bókin skiptist í fimm kafla. Stærsti hluti
hennar og sá veigamesti fjallar um íslenskar
bókmenntir. Ein frægasta ritgerð Sigfúsar er
án efa „Til varnar skáldskapnum frá 1952, rit-
uð af skarpskyggni og þekkingu á nútímaljóð-
agerð. Aðferð hans er áhrifarík, Sigfús skoðar
nákvæmlega rök andstæðinga nútíma-
ljóðagerðar, rekur sundur fordómafullan vef
þeirra og sýnir fram á að kenningar þeirra
standast ekki, en þær byggðust á þjóðemis-
íhaldssemi og öðrum sjónarmiðum sem höfðu
lítið með skáldskap að gera, t.d. minnimáttar-
kennd, heimóttarskap, jafnvel óvild og hatri.
Vom módernistar hættulegir íslenskri menn-
ingu? I dag em þetta hlægilegar vangaveltur.
Greinin segir margt um vinnubrögð Sigfúsar
sjálfs og er heimild um aðferðir hans og ýmsa
áhrifavalda á skáldskap hans um 1950. Eitt
stendur auðvitað eftir og er sígilt vandamál:
ljóð nútímaskálda em hvorki auðveld aflestrar
né auðskilin. Þetta verða lesendur að búa við
og glíma við merkingu sem liggur engan veg-
inn í augum uppi. Þetta torræði einkennir Ijóð
Sigfúsar Daðasonar. Þau em sjálfstæður
vemleiki og í eðli sínu mjög margræð. í stuttu
máli: módernisminn var innhverfur og oft
fjarlægur við fyrstu sýn og krafðist mikils af
lesendum sínum. Sigfús víkur víða að þessu
vandamáli í greinum sínum hvort sem þær
fjalla um íslenskar eða erlendar bókmenntir.
Skemmtileg er greinin Að skilgreina nútíma-
ljóð sem birtist í jólablaði Þjóðviljans 1959;
hún var upphaflega bréf til Hannesar Sigfús-
sonar skálds. Hannes var þá upptekinn af
hinu „skorinorða ljóði (og var að yrkja Vetr-
armyndir úr lífi skálda og sýndi Sigfúsi, sem
lét svo um mælt að þetta væri ekki rétta að-
ferðin). í greininni kemur fram að engin leið
er að skilgreina nútímaljóð í
eitt skipti fyrir öll vegna þess
að ef skilgreining er of víð
missir hún gildi sitt. En Sigfús
bendir á nokkur sameiginleg
einkenni svo sem samþjöppun
og innhverfu nútímaskáldskap-
ar en gefst svo upp því að list-
gagnrýni er vonlaus, að mála
(eða yrkja) er betra. Gaman-
semin nýtur sín vel í lokin,
franskur kunningi Sigfúsar
kenndi honum athyglisverða
þulu sem endar svo: „Nútíma-
skáld getur verið allt utan eitt:
það getur ekki verið nútíma-
skáld.
Það vekur strax athygh les-
andans hvað greinar Sigfúsar
um bókmenntir eru vel skrifaðar og af mikilli
skarpskyggni. Greinar hans um Halldór Lax-
ness eru framúrskarandi, t.a.m. greinin um
Brekkukotsannál 1957, sem fjallar um höf-
undarverk Halldórs vítt og breitt, auk þess að
vera frábær greining á stíl og aðferð skálds-
ins. Þessi grein á skilið meiri athygli og munu
Laxnessfræðingar framtíðarinnar geta sótt
ýmislegt í smiðju Sigfúsar. I grein um Sjö-
stafakverið (1964) sem birtist 1965 lætur Sig-
fús í ljós vonbrigði með þróun í höfundarverki
Halldórs sem var orðinn langþreyttur á
ideologiu. Sigfúsi finnst taoisminn hafa unnið
fullmikið á, á kostnað dialektíkurinnar en
samt metur Sigfús smásagnasafnið af sann-
girni og telur upp kostina ekki síður en gall-
ana.
Nokkur dómharka kemur fram í greininni
„Tilveran gerð upp“ sem var rituð sem and-
svar við samtalsbók Matthíasar Johannessen
og Tómasar Guðmundssonar Svo kvað Tómas.
Sigfúsi var sérlega uppsigað við skoðanir
Tómasar af mörgum ástæðum. Yfirleitt ein-
kennir þó greinar Sigfúsar hófsemi, góð dóm-
greind og skarpskyggni. Greinar hans um
Þórberg eru frábærar en Sigfús mat hann
mikils og gaf út fjölda verka hans. Sigfús hafði
mikinn áhuga á Þórbergi sem
„manneskju" og mat stílgáfu hans
að verðleikum. Þórbergur nýtur
viðurkenningar í dag en svo var
ekki hér á árum áður. Sigfús ritar
einnig góðar greinar um þýðingar,
en of lítið hefur verið fiallað um
þennan mikilvæga en oft vanþakk-
láta þátt bókmennta starfseminn-
ar. Sigfús þýddi töluvert úr
frönsku, bæði ljóð og sögur, svo
hann þekkti vel til vanda þýðand-
ans. Mjög gaman er að lesa grein-
ar hans frá 1976 um Kvæðaþýð-
ingar Jóns Helgasonar og Dálítið
um þýðingar 1984. Þar tekur Sig-
fús upp hina frægu skilgreiningu
Gogols „að þýðing þyrfti að líkjast
gleri sem væri svo vel gagnsætt,
að þeir sem horfðu í gegnum það yrðu þess
ekki varir. Þetta er hnyttilega að orði komist
en erfiðara að þýða svo vel að þetta takist þótt
góðir þýðendur hljóti að keppa að þessu
marki.
Sigfús hafði mikla reynslu af bókaútgáfu,
fyrst hjá Máli og menningu sem hann starfaði
hjá 1960-1977 og síðar hjá eigin fyrirtæki
Ljóðhúsum (sem gaf m.a. út verk Málfríðar
Einarsdóttur). Þrjár greinar eru birtar í rit-
gerðasafninu um útgáfumál. í þeim ræðir Sig-
fús ýmsan vanda sem steðjar að útgefendum,
að nokkru leyti stafar vandinn af fábreytni ís-
lensks menningarlífs, t.d. fannst Sigfúsi ís-
lensk bókmenntagagnrýni löngum vera í úlfa-
kreppu formalismans. Að fáir skrifi bóka-
gagnrýni af nákvæmni og þekkingu og að of
margir séu andsnúnir teoríu og heimspeki.
Annað atriði sem ég held að flestir geti verið
sammála Sigfúsi um er að tímarit eigi að taka
áhættu og reyna nokkuð á það sem einu sinni
var kallað íslenzkt lesþol.
Það er hollt að minnast þess að nýjunga-
menn áttu ekki allt of auðvelt með að gefa út
bækur. Mál og menning hafnaði tímamóta-
verki Guðbergs Bergssonar Tómas Jónsson
metsölubók (að vísu gegn atkvæði Sigfúsar)
sem hafði þó gefið út tvær fyrstu bækur Guð-
bergs. Ekki verður hér farið nánar út í starfs-
lok Sigfúsar hjá Máli og menningu sem ollu
leiðindum, en greinin Eftirmáli og kveðjuorð
víkur að þessu. Sigfús var sakaður um að loka
tímaritið inni í fílabeinsturni. Sigfús gerir
grein fyrir stefnu tímaritsins frá stofnun þess.
Það var hugsað sem almennt tímarit í húm-
anískum anda, tímarit um bókmenntir í víðum
skilningi og um pólitík einnig í viðum skiln-
ingi. Sigfús var andsnúinn nánum afskiptum
flokksins (Alþýðubandalagsins), taldi þau ekki
holl. Hann var einnig andsnúinn svokölluðum
„popúlisma“.
Fimmti og síðasti hluti Ritgerða og pistla
ber yfirskriftina Afmælis- og minningargrein-
ar, stuttar tækifærisgreinar þar sem næmur
mannskilningur höfundar fær að njóta sín.
Pistlar þessir eru stuttorðir en gagnorðir með
eindæmum. Sigfús hefur einnig gott vald á
knöppum, meitluðum stíl sem leitast við að
rissa upp heildarmynd persónuleikans í einni
andrá og komast þannig að kjarna málsins í
sem fæstum orðum. Sigfús fer hreinlega á
kostum þegar hann lýsir fólki sem hann
þekkti vel. Snilldargóðar eru minningargrein-
ar hans um Málfríði Einarsdóttur, Sverri
Kristjánsson, Þóru Vigfúsdóttur og Sverri
Haraldsson, svo dæmi séu tekin.
Þorsteinn Þorsteinsson hefur lagt mikla al-
úð við verk sitt og á þakkir skilið. Inngangur
hans er mjög greinargóður og fróðlegur en
síst of langur, því ritgerðir Sigfúsar verð-
skulda ítarlega umfjöllun. Pólitískar greinar
hans bíða enn birtingar, sumar hafa aldrei
verið birtar eins og t.a.m. greinin sem ber yf-
irskriftina Um Tékkóslóvakíu og sósíalismann
(þar sem Sigfús taldi innrásina ekki réttlæt-
anlega) sem átti að birtast haustið 1968 í
Tímariti Máls og menningar, en „varð ekki
birt“, skrifaði Sigfús utan á handritið. Þor-
steinn telur sennilegt að Kristinn E. Andr-
ésson hafi ráðið því. Þorsteinn bendir enn-
fremur á að Sigfús hætti að skrifa um pólitík í
tímaritið og telur að honum hafi þótt sér mis-
boðið. Pólitískar greinar Sigfúsar bíða enn
birtingar þar sem Þorsteinn tók þá ákvörðun
að sleppa þeim að sinni, enda bókin orðin
nógu löng og Sigfús hafði einnig látið í ljósi þá
skoðun að útgáfa pólitískra greina þjónaði
litlum tilgangi. Vonandi verða þær þó gefnar
út síðai- í heildarútgáfu verka skáldsins. Rit-
gerðir og pistlar Sigfúsar Daðasonar er mjög
þörf bók og áhugamenn um íslenskar bók-
menntir og menningu ættu ekki að láta hana
fram hjá sér fara.
Guðbjörn Sigurmundsson
Skarpskyg'g'ni
og skáldskapur
Sigfús
Daðason