Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965 DAGURINN T.ÍMJNN Ragnheiður með Maju í gönguferð eftir reiðtima. Hryssan er West. faler, blandað með Voilblut. . á reiðsýningum. A sumrin, þegar veður ieyfir, fer kennsl an fram á sandvelli eða á tún flötum við skólann. Skólinn á 16 hesta af öll- um stærðum. Sá stærsti er 170 sm. en sá minnsti 140 cm. Aðrir hestar sem hér eru eru allir í einkaeign, hefur þeim verið komið hingað í tamn- ingu og geta eigendur sjálfir komið og riðið út. Nemendur koma stundum sjálfir hingað með hesta. Tamningu þessara hesta annast kennarar og þeir nemendur sem eru hér við reið kennaranám, einnig skóla- stjóri, sem leiðbeinir nemend- um er þeir vinna að tamn- ingu hesíanna. Það kostar oft mikla þolin- mæði að þrautsegju að temja þessa stóru hesta. Þeir eru ekki alltaf tilbúnir að láta að vilja tamningamannsins. Áætl að er að það taki 6 mánuði til eitt ár að temja hest. Ef hest- urinn er góður og þykir efni- legur er haldig áfram að kenna honum. Að þremur árum liðn- um er ætlazt til að hann sé fulltaminn til erfiðustu gráðu í „Dressur.“ Það sMptir ekki mestu máli, að hesturinn sé stór, það fer að vísu eftir stærð knapans, meira er um vert að hestur- inn sé fallega byggður, hafi góðan gang og sé lundgóður. Litlir hestar geta til dæmis ver ttð góðir hindrunahlaupshest- ar ekM síður en stórir en miða verður við getu þeirra. Þeim eru eimnig kenndar sömu æfing ar og listir og stórum hestum. Dagurinn hér á skólanum hefst M. sex að morgni. Þá gengur Andreas, upprennandi reiðkennari, um ganga skólans og bankar á svefnherbergis- dyrnar. Að hálfri klukkustund liðinni eru kennarar og nem- endur allir mættir úti í hest- húsi og vinna þar saman við að gefa og brynna hestunum, hreinsa frá þeim blautan og óhreinan hálm og setja nýjan í staðinn. Síðan eru allir hest ar burstaðir vel og rækilega, hófar hreinsaðir og borin á þá hóffita, fax, ef eitthvað er, kembt. Hver nemandi hefur einn til tvo hesta að hirða um. Með þessu móti læra nemendumir að umgangast og þekkja hest- ana. Einnig vita þeir þá hvem- ig þeir eiga að hirða um hesta ef þeir síðar verða hesta eigendur. Klukkan átta er morgunverð ur og er þá margur orðinn matarþurfi. Eftir morgunverð laga nemendur til á herbergj- um sínum. Klukkan níu hefst reiðkennsla. Nemendum er sMpt í hópa og eru átta í hverjum hóp. Hverjum nem- anda er ætluð ein klukkustund á dag. Þeim sem lengra eru komnir finnst það of lítið og fá þá að vera með aðra klukku stund. Oft er það þó svo að nemandinn lærir meira á einni klukkustund en á tveim til fjór um, sérstaklega ef um byrj- endur er að ræða. Þegar tím- inn er stuttur einbeitir nem- andinn sér betur og tekur eft- ir ábendingum kennarans. Þeg ar nemendur eru ekM í reið- tímum fá þeir tilsögn í ýmsu varðandi hirðingu, fóðrun og meðhöndlun hesta. Einnig er þeim kennt að hirða reiðtygi. Hnakkar og beizli eru hreins- uð vikulega. Milli kl. 11 og 12 er hest- unum gefnir hafrar og þeim brynnt. Hálmurinn lagður und ir þeim, gangarnir sópaðir o.s. frv. Kennarar og nemendur, sem ekki eru í reiðtímum, hjálpast að við þetta. Klukk- an tólf er hádegisverður og síðan hlé til kl. 2. Klukkan 2 fær hið svokall- aða heimafólk, fastir nemend- ur, sína reiðkennslustund. Það er sv0 með reiðmennsku ems og annað að menn geta alltaf Framhald a bls 11 Húsakynni reiðskólans í Rínardölum eru mjög björt og visMeg. Nemendur skólans í útreiðatúr. Þættinum hefur borizt bréf frá Ragnheiði Sigurgrímsdóttir, þar sem hún segir frá dvöl sinni á reiðskóla í Þýzkalandi, en þar lærir hún m. a. reiðmennsku, tamningu, fóðrun og hirðingu hesta. Áður starfaði Ragnheiður sem flugfreyja lijá Loftleiðum á árunum 1957—1964, eða í 7 ár samfleytt, og var ein af yfirflugfreyjumfélagsins. Þegar tími gafst til frá flugfreyjustörfunum fór hún á hestbak og á nú 2 reiðhesta og 1 trippi. Það má telja til tíðinda að stúlka í Því starfi taM sig upp og helgi sig liestamennskunni af lífi og sál. — Ragnheiður er ættuð frá Holti í Áraessýslu. Hún er væntanleg heim um áramót, og hefur í huga að kenna reiðmennsku á vegurn hestamannafélagsins FÁKS i Reykjavík. O.Á. stofnsettur árið 1959. Skóla- stjóri er Albert Brandl, hefur hann starfað hér s.l. þrjú ár. Áður hafði hann verið starf- andi reiðkennari við hinn þýzka reiðskóla í Warendorf, en við þann skóla hafa margir beztu reiðmenn Þýzkalanls lært. Auk skólastjórans starfa þrír aðrir reiðkennarar við skólann. Skólinn starfar allt árið. Nám skeið eru haldin mánaðarlega annars er fólki frjálst að dvelja svo lengi sem það vill. skrifuð sem tamningamenn og mega einnig stunda kennslu- störf imdir leiðsögn viður- kennds reiðkennara. Er þau hafa unnið að þessum störfum í fimm ár, geta þau teMð reið- kennarapróf, verða þó að vera orðin tuttugu og fjögurra ára. Þá fyrst eru þau fullgildir reiðkennarar. Hesthús skólans rúmar 60 hestá. Er það steinsteypt bygg ing, björt og rúmgóð. Á lofti yfir hesthúsinu er geymsla fyr ir hev, hálm og hafra. Hey og hestur með meðal brúkun, sem vegur um 600 kg, fái 5—6 kg. af heyi og höfrum daglega. Einnig tína þeir úr hálminum, sem er á gólfinu undir þeim. Hey er gefið kvölds og morgna hafrar einnig og auk þesss um miðjan daginn. Hestamir eru ýmist í stíum eða básinn. Á gólfinu undir þeim er haf ður hálmur. Áfastur við,hesthúsið er reið salurinn og er innangengt á milli. Reiðsalurinn er tuttugu sinnum sextíu metrar að stærð. í öðrum enda hans eru áhorf- endapallar, þar sem fólk getur setið og fylgzt með 'kennslu, einnig ætlað fyrir áhorfendum RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR _______________________________•• I ÞYZKALANDI í þéttbýli og stórborgum Þýzkalands hefur unga kynslóð in lítið tækifæri til að kynnast hestum, umgangast þá og læra að þekkja þá sem félaga og vini á þann hátt sem við á íslandi gerum. Hér er ekkert sem heitir „að fara í sveit" eins og við segjum heima, þeg- ar sumarleyfi í skólunum hefj ast. Reiðskólar eru margir starf- andi hér í landi og gegna mikil vægu hlutverki í þessu sam- bandi. Éinn þessara skóla er reiðskólinn í „Rheinland“ Sem stendur við þorpið Wiilfrath í nágrennj Dusseldorf. Skólinn sem er heimavistarskóli, var Bezt sótt og vinsælust eru sum amámskeiðin. í júli síðastliðn um voru hér 40 stúlkur á aldrinum 12—18 ára. Nám- skeið fyrir pilta var haldið í ágúst og var það einnig full- setið. Nemendur úr háskólum víða að úr landinu voru hér á nám- skeiði septembermánuð. Fastir nemendur eru hér sex. Eru þaö piltar og stúlkur við reiðkenn aranám. Þau eru hér við nám í þrjú ár, vinna fyrir húsnæði óg fæði og fá auk þess nokkra vasapeninga. A3 þessum þrem árum liðnum taka þau próf við reiðskólann í Warendorf (Brer eitersprúfung). Þá eru þau út- hálmur er bundið í smábagga og er þeim hent niður um göt á loftinu og síðan dreift til hestanna. Hafrar eru í stórri þró á miðju gólfiniL.Lúa er á gólfinu í einum enda þróar- innar. Úr henni er renna, sem loku er rennt fyrir, niður í hesthús. Undir rennunni er stórri Mstu á hjólum komið fyTÍr. Þegar opnað er fyrir gat íð renna haframir niður í Mst una og þegar hún er full er lokunni rennt fyrir. Þegar harf ar eru gefnir, er Mstunni eMð d milli hestanna. Það fer eftir stærð og af- köstum hestsins hve miMð hon um er gefið. Áætlað er, að reið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.