Tíminn - 21.11.1965, Page 11

Tíminn - 21.11.1965, Page 11
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965 TÍJVIINN MENN OG MÁLEFNI Fra. ílialo af 1 siðu sjónarmiS oft ráðið í embættis veitingum en hæfni umsækj enda og rétt mat á verðleikum þeirra. Þjóðmálaskoðanir og tengdir við forráðamenn hafa ekki ósjaldan skipt meira máli. Þessi misbrestur er sízt til þess fallinn að hvetja starfs- mann til að rækja starf sitt af kostgæfni, því hvaða tryggingu hefur hann fyrir því, að það yrði nokkurs metið ef hann skyldi siðar sækja um betra starf? Þetta er alvarleg meinsemd, sem hefir fengið að grafa um sig í næði fyrir skort á „and- legu kölduflogi“ þegar nauð- syn bar til.“ Hér er rétt að orði kveðið. Þess vegna er líka langt frá því, að þessu máli sé að ljúka. Hafnarfjarðarhneykslið á að- eins að vera upphaf að þeirri stóru læknisaðgerð, sem hér þarf að gera, og valdhafamir því aðeins munu gera, að „kölduflogin“ knýi þá til þess. REIÐSKÓLI Framhald af 6. síðu verið að læra. Kennarar skól- ans taka með þökkum tilsögn skólastjórans. Aðrir nemendur sitja gjarna á áhorfendabekkjum reiðsalar ins og fylgjast með kennsl- unni og má margt af því læra. Klukkan þrjú hefjast hinar svokölluðu sætisæfingar. Það er nokkuð sem okkur heima er lítt kunnugt, en talið er nauðsynlegt hverjum byrjanda í reiðmennsku. Sem dæmi um hve mikilvægar þessar æfingar eru taldar, má benda á, _að í spánska Reiðskólanum í Vínar- borg fær hver nemandi tveggja til þriggja klukkustunda kennslu í sætisæfingu daglega fyrstu tvö til þrjú námsárin. Sætisæfingunum er þannig háttað, að nemandinn situr á hesti, sem látinn er fara fetið, brokka eða stökkva í hring. f miðjum hringnum stendur kennarinn og heldur í taum- inn, sem er um 8 metra langur. Sjálfur hefur nemandinn eng- an taum og situr í ístaðslaus- um hnakk. Síðan leiðbeinir kennarinn nemandanum hvem ig hann á að sitja hestinn á réttan hátt. Nemandinn lærir að halda jafnvægi á hestinum án þess að hafa ístöð eða beizl istaumi til að styðjast við. Hann á að sitja rólega og af- slappaður í hnakknum. Ef hann situr stífur og sérstak- lega ef hamn herpir læris- og rassvöðva, hoppar hann til og frá í hnakknum og missir jafn vægið. Nemendur gera einnig ýmsar æfingar eftir leiðsögn kennarans. Hver nemandi fær 10—15 mín. tilsögn í sætisæfingum daglega. Tveir til þrír hestar eru nötaðir við þetta, eftir fjölda nemenda. Milli klukkan fjögur og fimTn eru haldnir fyrirlestrar. Rætt er um byggingu hestsins, nemendum kennt að þekkja öll bein I líkama hans, hvern- ig vöðvar liggja og hvaða vöðva hann notar mest, hvaða vöðvar þurfa að vera vel þjálf- aðir. Kennt er hvernig sjá má aldur hesta, rætt um öll hin mismunandi hestakyn og eigin leika þeirra hvers um sig. Rætt er um tamningu hesta, kennd- ar eru allar þær reglur sem notaðar eru í „Dressur" reið- mennsku, útskýrðar hinar ein stöku æfingar sem hestum er ætlað að gera. Talað er um hindrunarhlaup, hvernig hindr unarhlaupsvöllur á að vera, o. s.frv. Þá er rætt um helztu sjúkdóma sem hestar fá og kennt að þekkja einkenni þeirra. Klukkan fimm til sex er af ur unnið í hesthúsinu. Því er lokið um klukkan sex og þá er kvöldmatur^ og er dagsverk- inu þá lokið. Á kvöldin kemur fólk úr nærliggjandi bæjum í reiðtíma. Annast kennararnir þá kennslu til skiptis. Leikfimisæfinggr á hestbaki fyrir böm eru tvisvar í viku, þá kennslu annast stúlka sem er hér við nám. Þeir tímar eru vinsælir meðal barna hér í ná- grenninu og eru vel sóttir. Félagslíf í skólanum er mis- jafnt, fer eftir því hve nem- endahóparnir eru samtaka um að gera sér eitthvað til dægra styttingar. Sjónvarp og útvarp í setustofu skólans. Einnig á skólinn all gott bókasafn. Á sunnudögum, ef gott er veður, fara nemendur oft í fót- bolta og handbolta í húsagarð inum eða spila borðtennis. Sumir sitja sveittir við að bursta reiðstígvélin sín fyrir næsta reiðtíma. Mikil áherzla er lögð á að nemepdur séu snyrtilega og smekklega klædd ir í reiðtímum. Stúlka frá Bandaríkjunum, sem kennir við skólann, sezt oft með gítarinn sinn, spilar og syngur og safnast þá fólk í kring um hana og tekur lagið með henni. Allt er komið í ró og ljós slökkt um kl. 10 á kvöldin. Ragnheiður Sigurgrímsdóttir MISKUNNSEMI Framhald af bls. 1 lætur sem Tíminn hafi enn ekki birt þetta (sjá mynd), sjálfsagt í trausti þess að það sé „helmingi útbreiddara" en nokkurt annað blað. Við hörm- um þann siðferðishnekk, sem blaðið hefur beðið, eins og við hörmum, að útbreiðsla þess skuli ekki duga því til að sleppa. En einni piparkerlingu verður margt að fyrirgefast, og við biðjum lesendur Morgun blaðsins að taka varlega á hin- um sífelldu yfirsjónum þess. DR. KRISTINN Framhald af bls. 1. saltsíld af íslendingum í ár? — Samið var um kaup á 100 —150 Þúsund tunnum og auk þess dálitlu af freðsfld, sem selst treglega í búðum í Rúss landi. Rússneskir sfldveiðibát ar gerðu það gott í sumar og aflinn varð meiri en á meðal- ári. — Er sovézkur iðnaður að aukast? — Já, mér er óhætt að full- yrða það, m. a. hafa fundizt geysimiklar olíulindir í V-Síb eríu, sem lítið er farið að nýta ennþá, samgöngumar við V- Síberíu eru ekki góðar, þótt vegakerfið innan Rússlands sé gott, og flutningar þaðan fari fram á vetuma, þegar frost er í jörðu. — Hverjar eru helztu fram kvæmdir ríkisins á næstunni? — Helzta markmiðið ©r að bæta landbúnað, efla iðnað og auka framleiðslu neyzluvara, einnig að reisa hús og bygging íngar víðs vegar um Sovétrik- in. — Er Moskva alltaf að stækka? — Bannað hefur verið að byggja utan hringbrautar, sem umlykur borgina, í áratug. Mikl ar endurbyggingar innan henn ar eiga sér hins vegar stað. Gömul hverfi era rifin og stór hýsi byggð í staðínn. Margar hringbrautir era í Moskvu og sýna þær hvemig borgin hef- ur verið fullbyggð innan Þeirra, áður en hún var stækk uð í það skiptið. Sú sem nú umlykur borgina er 109 km. að lengd og er mjög fullkomin, steinsteypt með 12 akreínum. — Hvað er um umferðina í Moskvu að segja? — Umferðin er gífurleg í Moskvu en samt verða sárasjald an umferðatraflanir. Það á rót sina að rekja til góðs skipulags, göturnar breiðar með mörgum akreinum og þar sem götur mætast eru byggð göng undir aðra þeirra svo að umferðin haldist óhindruð. — Stunda margir íslending- ar nám í Moskvu í vetur? — Mig minnir að þeir séu ellefu talsins. Þeir leggja §tund á ýmsar greinar, flestir eru við tungumálanám, aðrir eru að nema kvimyndagerð og listir. Tíu þeírra era styrktir í gegnum MÍR, og hrekkur styrk urinn þeim til lífsviðurværis. Fæðið er gott, en húsakynni þeirra gætu verið betri. — Er nokkuð sérstakt sem þér vilduð að lokum taka fram? | • — Samníngahorfur eru góð- ar og sambúðin milli Sovétríkj anna og íslands er ágæt núna. Nú þarf enginn að láta segja sér hvað, sem er um stjórnmálin. f bókinni KJÓSANDINN, STJÓRNMÁLIN OG VALDIÐ rita forustumenn flokkanna og vandaðir fræðimenn irni stjómmál- in frá öllum hliðiun, þannig að lesandinn fær heildanmynd af því sem mestu máli skiptir fyrir ábyrgan borgara lýðræðisríkis Þetta er ómetanleg bók öllum áhugamönnum um stjóramál. Lestur hennar auðveldar leiðina til skiinings og áhrífa, hvar í flokki, sem menn standa. Fæst hjá völdum bóksölum og beint frá útgefanda. FELAGSMALASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624 PÖNTUNARSEÐILL: Sendi hér með kr. 225,00 til greiðslu á eintaki af KJÓSANDINN, STJÓRNMÁLIN OG VALDIÐ, sem óskast póstlögð strax. Nafn Heimili THÓROLF SMITH THOROLF SMITH, höfundur þcssarar bókar, er landskunnur blaða- og útvarpsmaður. Hann hcfur óður skrifað tvaer merkar bækur í þcssum bókaflokki: Ævisögu Abraham Lincolns, órið 1959, og Ævisögu John F. Kennedys, sem kom út haustið 1964. Eins og óður, hefur staðgóð söguþekking höfundar komið honum að góðu haldi við samningu þcssarar bókar, sem byggð er á traustustu heimildum. THOROLF SMITH WINSTON CHURCHILL ÆViSAGA WINSTON CHURCHILL Líf og starf Winsfon Churchills var ævinfýri líkast. Hann hefur oft verið nefndur „maður aldarinnar". Churchill þjónaði sex þjóðhöfð- ingjum, bjargaði landi sínu, og raunar vest- rænni menningu, á örlagastundu með óbifandi festu, karlmennsku og kjarki. Hann andaðisf á tíræðisaldri í janúar 1965, dóður og syrgður. Nafn Churchills mun lifa meðan aldir renna og verður aldrei afmóð af spjöldum sögunnar. í þessari bók er ýtarlega rakin saga Churchills, uppruni, æskuór, menntun, fjölskyldulíf, — enn fremur starf hans sem blaðamanns, rit- höfundar og stjórnmólamannns um sjö óra- tuga skeið. Hér koma við sögu flest stórmenni Evrópu og Ameríku síðustu 70 órin. Ævisaga Winston Churchills er stórbrotin saga mikil- mennis. — Bókina prýða yfir 100 Ijósmyndir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.