Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 1
i ERLENDAR FRÉTTIR Per Hækkerup * USA: „Aukiö kaup danskra vara“ NTB-New York, laugardag. Danskl utanríklsráðherrann, Per Hækkerup, hefur skorað á banda ríska kaupsýslumenn að auka inn flutning sinn frá Danmörku, sem selur vörur fyrir um 4.5 miljón ir krónur minna tii Bandaríkjanna en innflutningurinn þaðan til Dan mörku er. Hækkerup er í Banda- ríkjunum til þess að reyna að auka sölu danskra vara í Banda- ríkjunum. Hækkerup sagði, að Bandarík in hefðu á síðustu árum verið um of upptekin af Efnahagsbandalag- inu, en ekki haft nægilega mikil samskipti við Fríverzlunarbanda- lagið. Hann sagði, áð sér virtist svo sem nú ætti sér stað breyting á þessu sviði i Bandaríkjunum, og virtist nú, sem EFTA fengi aukna þýðingu í augum yfírvaldanna og kaupsýslumannanna. Framhald á bls- 22. KOMMAR I USA DÆMDIR Verkfallsalda gengur yfir Chile: 7 leiðtogar koparnámu- verkamanna í fangelsi NTB—Santiago, laugardag. Um 12.000 námuverkamenn í kolanámum Chile fóru í gær kvöldi í 24 stunda verkfall til stuðnings 10.000 kopar- námuverkamönnum, sem far- ið hafa í verkfal* til þes« að mótmæla áætlunum um end urskipulagningu koparnámu- iðnaðarins. Hafa yfirvöldin sent út yfirlýsingu, þar sem því er hótað. að aðgerðir verði hafnar gegn þeim, sem lýsa yfir samúðarverkföllum. Uin bessar munHir nanaa verk föll eins og bylgja yfir Chile. | Auk námuverkamannanna. sem hafa um það bi) einn þriðji af öllum kennurum landsins sen eru 34.000 taisins farið i verk fall tii þess að revna að fá s»up- hækkun. og am 6000 prófesirrai og aðrir háskólastarfsmenn lanc inu hafa farið í 24 stunda verk tall til stuðnings launakröfum sin ! um I Miðstöð allra koparnáma í Chiie er borgin Rancagu? tyrir sunnan Santiago Þar befur lögregla landsins hafi? aðgerðir gegn teið togum Kopamámuverkamanna og sett sjc beirra 1 fangelsi \eita verkamennirnir að taka aftur upp vinnu sina fyrr en leiðtogum þeirra hefur öllum verið sleppt úr haldi Kopai namjverkamennimii hala verið verkfalli í ein® mánuð. NTB-Washington, laugardag. Bandarískur dómstóll fann í gærkvöldi Kommúnistaflokk Banda ríkjanna sekan unr*að hafa ekki látið skrá sig sem fulltrúa Sovét ríkjanna Það var kviðdómur i héraðsdómi einum. sem kvað upp þennan úrskurð eftir að hafa rætt tnálið í tvo og hálfan tima. Var flokkurinn dæmdur til að greiða sekt sem samsvarar um 10 milljónum íslenzkra króna. Réttar höldin hafa staðið 1 þrjár vikur Framkvæmdastjóri Kommúnista flokksins. Gus Hail. var við staddur. er dómurinn var kveðinn upp. og sagði hann að flókkurinn myndi áfrýja dómnum Eins og kunnugi ei kvað hæsD réttur Bandaríkjanan upp Þann dóm á dögunum að meðlimir i Kommúnistafiokknum þyrftu ekki að láta skrá síg sem sendi- menn Sovétrikjanna. Ætluðu að myrða for- seta Chad NTB-Fort Lamy, Iaugardag. Francois Tombalbaye, forseti Iýðveldisins Chad í Afríku, stað- festi í dag. að þrír ráðherrar og tveir embættismenn hafi verið handteknir í gær, grunaðir nm að hafa ætlað að myrða forsetann og steypa stjórn landsins. Hinir handteknu eru einnig grunaðir um að hafa ætlað að myrða ráðherra og þingmenn, er styðja forsetann. Sagði forsetinn að þessír menn hefðu viljað koma á Soldánsstjóm í landinu. Hann sagði, að allar líkur væru á því, að fleiri menn yrðu handteknir í sambandi við samsæri þetta. NTB-New York, laugardag. Talið er öruggt, að Öryggis- ráð Sameinuðu Þjóðanna muni á fundi sínum síðdegis í dag krefjast þess, að Rhodesía verði sett í algjört efnahagslegt- og viðskiptalegt bann, þar á meðal bann á sölu á olíu til landsins, að því er góðar heimildir inn an Sameinuðu þjóðanna segja. Bólivía og Uruguay lögðu fram á fundi ráðsins i gærkvöldi á- Iyktunartillögu, sem ráðið mun greiða atkvæði í dag. Talið er örnggt, að 9 ríki muni a. m. k. greiða atkvæði með tillögunni, og sumir telja jafnvel, að Bret ar muni einnig gera það. A. m. k. er talið alveg öruggt, að brezki fulltrúinn muni ekki greiða atkvæði gegn tillögunnh Margir ráðsfulltrúar vildu, að atkvæði yrðu greidd um til- löguna í gærkvöldi, en svo virð ist, sem fulltrúi Sovétríkj anan hafi fyrst viljað ræða mál ið við ráðamenn í Moskvu. Brezki fulltrúinn, Lord Cara don, lagði til, að ráðið skyldi taka málíð fyrir svo fljótt sem auðið væri og telja sumir, að það sé merki þess að Bretland muni ekki greiða atkvæði gegn tillögunni, en ef til vill sitja hjá. f þessarí nýju tillögu er sagt, að Rhodesía sé ógnun við frið og öryggi' i heiminum, og er þess krafizt, að þrezka stjóm in komi á löglegri stjórn i land inu. Segir í tillögunni, að mínnihlutastjóm Ian Smiths hafi ekkert lagalegt vald. Ekki er minnzt á notkun hervalds í tillögunni, en Bretar era al- gjörlega andvígir slíku, a. m. k., enn sem komið er. En þess er krafizt, að Bretland setji fljótt og vel í gang þær aðgerðir, sem hún hefur þegar lýst yfir. að hún muni framkvæma aúk nokkurra annarra aðgerða, sem nefndar eru í tillögunni, þar á meðai bann við sölu á oliu til Rhodesiu. GATT, hinn almenni samn- ingur um toll og viðskipti, sleit i dag öllum samskiptum sínum við stjórn Ian Smith. Reglur GATT ná tíl 4/5 af allri millirfkjaverzlun í heiminum Þá hefur Alþjóðlega vinnumála stofnunin, ILO, gefið fram- kvæmdastjóra sínum fyrirmæli um, að hafa ekkert samband við stjórn Smiths- Eru þetta fyrstu opinberu aðgerðimar, sem Alþjóðastofnanir hafa lýst yfir gegn Rhodesiu síðan Smith lýsti yfir sjálfstæði landsins 11. nóvember s. 1. Rhodesía hefur verið i GATT frá þvi 1948. Rhodesía selur árlega gull fyrir um 140 milljónir dollara i London. en fjármálasérfræðing ar Þav telja. að gullframleiðsla landsins verði ekki seld í Lond on þetta árið. Þeir benda á, að Rhodesíustjóm muni hæg- lega getað selt gull sitt gegnum Suður-Afríku eða í ZUrich í Sviss- Mynd þessi var tekin í London, þar sem hópur manna gekk til Downing Street 10 til þess að krefjast ákveSinnar afstöSu brezku stjórnarinnar til hinnar ólöglegu stjómar lan Smihs í Rhodesíu. Lögreglan stöSvaSi göngumenn, áSur en þeir komust aS bústaS forsættsráSherrans, Harold Wilsons.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.