Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 10
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1965
TÍMINN
Kaupmenn - Kaupfélög
Höfum fyrirliggjandi í fjölbreyttu úrvali:
Barnafatnað m.a.:
Nærfatnað,
gamasíbuxur,
drengjaföt,
telpnapeysur,
telpnablússur,
telpnapils,
bamagalla.
Kvenfatnað m.a.:
Náttföt,
sloppa,
kjóla,
peysur,
sokka.
Snyrtivörur:
Heildsölubirgðir:
BERGNES SF.
BÁRUGÖTU 15, — SÍMI 21270.
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
Nessóknar í Reykjavík verður haldinn föstudaginn
26. nóvember n.k. kl. 8.30 síðdegis i Félagsheim-
ili Neskirkju.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
20.11. 1965
Sóknarnefnd Nessóknar.
Trésmiðir
Vantar nokkra trésmiði. Úti- og innivinna.
Uppmæling. Góð útkoma.
Upplýsingar í síma 23353 og 31350. ,
EINAR ÁGÚSTSSON.
Mótatimbur
Til sölu, 1x6 og 1‘/2x4. Aðeins notað einu sinni.
Upplýsingar í síma 17300.
Tilraunastöðin á Keldum.
JarSarför bróður okkar.
Halldórs Magnússonar
Bólstaðarhlíð 25,
fer fram fré Fossvogskirkiu, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 10.30.
Athöfnlnnl I klrkjunni vcrður útvarpað.
Ásgeir Magnússon og systkin.
Elskuleg móSir okkar,
Hildur Björnsdóttir .
andaðist að sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 19.
' nóvember.
JarSarförin auglýst síðar. ____
Hólmfríður Jósefsdóttir,
Margrét Jósefsdóttir,
Haukur Jósefsson,
KAUPFÉLAG
VOPNFIRÐINGA
Til sölu
3ja — 4ra herb. íbúðir á
mjög góðum stað í bæn
um, útb. 350 þús.
4ra herb. íbúð i austurbæn-
um.
Verzlunarhúsnæði í Reykja
vík Fiskverkunarstöð á
Suðurnesium og góður 40
lesta vélbátur.
Hef kaupanda
að 3ja—4ra herb. íbúð í
gamla bænum.
4ra herb íbúð I nýlegu
húsi og titJu einbýlishúsi
á góðum stað i bænum :
ÁKI JAKOBSSON,
lögfræðiskritstofa,
Austurstræti 12,
sími 15939 og á kvöldin
18398.
Jólafötin
Matrósföt 2—7 ára.
Matróskjólar, 3—7 ára.
Matróskragar flautur og
snúrur.
Drengjajakkaföt, 6—13
ára, margir litir, tery-
lene.
Drengjabuxur 3—13 ára.
Hvítar drengjaskyrtur
Æðardúnssængur.
Vöggusængur
Dúnhelt léreft bezta teg- j
und.
Gæsadúnn — Hálfdúnn.
Koddar — Sængurfatnaður ,
PATONS-ullargarnið ný- j
1 komið. mikið litaúrval,
í 5 grófleíkar
ÍPóstsendum.
Vesturgötu 2 sfmi 13570
AUKIÐ KAUP
Framhaid af bls. 13
Hækkerup sagði. að Danmörk
ætti við vaxandi erfiðleika að
stríða í sambandi við sölu vara
sinna til Evrópuríkja. Sagði hann
að sala á dönskum landbúnaðar-
vörum til EBE-ríkjanna hefði
minnkað um 10% síðustu tvö
árin.
Hildur Björnsdóttir
látin
MB-Reykjavík, laugardag.
Frú Hildur Björnsdóttir, ekkja
Jósefs F. Björnssonar, fyrsta skóla
stjóra bændaskólans á Hólum, lézt
í gærkvöldi hér í Reykjavík. Mann
sinn missti hún árið 1946. Frú
Hildur átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin. Þrjú börn þeirra
hjóna eru á lífi.
STOFNFUNDUR
Framhald af bls. 24.
einstæða valdníðsla dómsmálaráð-
herra er hann vék Birni Svein-
björnssyni úr embætti. Mikill ein
hugur var á fundinum og áhugi
um að vinna að vexti og við-
gangi Framsóknarflokksins á fé-
lagssvæðinu.
KRISTNIBOÐSVIKA
Framhald af bls. 24.
egi, Jóhannes Ólafsson kristni-
boðslæknir og Norman B. Inchill
stúdent frá Gahna.
Samband íslenzkra kristniboðs-
félaga hefur starfað í Konsó um
11 ára skeið, og hefur þar verið
reistur skóli með sex bekkja-
deildum, sjúkraskýli, heimavist og
fleira nauðsynlegt. Munu nemend
ur í skólanum vera milli 1200 og
1500. Katrín Guðlaugsdóttir og
Gísli Arnkelsson hafa veitt stöð-
inni forstöðu, en Ingunn Gísla-
dóttir hjúkrunarkona annast starf
ið í sjúkraskýlinu.
P. A. Bredvei kristniboði starf-
aði í Kína, en þegar landið lok-
aðist fór hann til Eþíópíu. Hann
hefur ritað margar bækur og nýt-
ur álits fyrir frásagnarlist og gleði
sína. Jóhannes Ólafsson kristni-
boðslæknir dvelst hér í hvíldar-
leyfi, og mun taka þátt í nokkr-
um samkomum vikunnar. Þá
er að nefna þriðja aðalræðumann
vikunnar Inchill stúdent frá
Ghana. Hann stundar nú nám við
enskan háskóla, og mun á mið-
vikudagskvöldið segja frá kristni-
lífi og kristniboði í heimalandi
sínu Gahna.
MÓT
Framn at síðu 24.
Rendboe fulltrúi Varðturnsfélags-
ins flytur kl. 15 í Félagsheimili
Rafveitunnar við Elliðaár, en þar
er mótið haldið.
Við setningu mótsins á fimmt-
dag flutti Lauritz Rendboe fumi-
arstjóri ræðu, sem nefndist Orð-
guðs heldur trú þinni lifandi. Um
kvöldið var dagskrá, sem nefnd-
ist Uppfræðsla í orði guðs á hin-
um Guðveldislega skóla. Ilinn Guð
veldislegi skóli, er skóli, sem Vott
ar Jehova hafa um allan heim i
söfnuðum sinum. Þar fá safnað-
armenn þjálfun í ræðuhöldum og
upplestri til þess að þóír geti orð-
ið betur hæfir til að taka þátt
í hinni kristnu þjónustu, og eru
þátttakendur i þessum skóla nú
um ein milljón.
Lokaerindi mótsins, sem Laur-
itz Rendboe flytur nefnist Stjórn
heimsins á herðum friðarhöfðingj-
ans. Þess má geta að fyrstu tvo
daga mótsins sóttu það um 100
manns, en búizt er við enn sið-
asta daginn.
VOPNASMYGL
rramnak a< ols 19
aðila í heiminum. Forstjóri
þessarar stofnunar er ungur
Ameríkani, sem heitir Samuel
Cummings. Skömmu eftir stríð
var hann á ferð i Evrópu og
rakst þá á miklar birgðir af
skotvopnum og vopnum, sem
enginn vissi hver átti. Hann
gerðist þá vopnasölumaður, og
keypti vopn í Evrópu fyrir skít
og ekki neitt, og seldi fyrir
stórfé út. um allan heim. Nú
er hann öflugasti vopnasaii
heimsins, að ríkisstjórnum stór
veldanna undanskildum.
Interarmco getur útvegað
hvaða vopn. sem er allt frá
byssukúlum upp í þotur og
kafbáta. Interarmco er álitið
vera mjög heiðarlegt fyrirtæki
á þessu sviði, en það er meira
en hægt er að segja um önn-
ur slík fyrirtæki. Cummings er
undir ströngu eftirliti Banda-
ríkjanna, sem vilja fylgjast
með öllum hans viðskiptum og
viðskiptavinum.
Þrátt fyrir hve mikið Banda-
ríkin framleiða af vopnum, þá
eru þau ekki miðstöð vopna-
sölunnar í heiminum, heldur
er það Evrópa, sem alltaf hef-
ur haft það hlutverk. News-
week skýrði frá því í septem-
ber 1961, að flestir samningar
um vopnasölu eða vopnasend-
ingar séu gerðar í Brussel eða
Zurich. Beztu viðskiptavinir
vopnasalanna eru uppreisnar-
menn í Afríku og Asíu. Meðan
Alsírbúar áttu í frelsisbarátt-
unni við Frakka, voru þeir
beztu viðskiptavinir vopnasal-
anna. Frakkar sprengdu á loft
upp a. m. k. þrjú skip, sem
voru á leið frá Þýzkalandi eða
Belgíu, með vopn til Alsír-
manna, og tóku fleiri skip sem
voru á leið frá Júgóslavíu. Auk
þess, sem þeir myrtu fleiri
vopnasala, sem voru að reyna
að selja Alsírmönnum vopn.
Oft les maður í blöðunum
um „vopnasmygl" út um heim,
en oftast er hér um að ræða
vopnasendingar frá leyniþjón-
ustum stórveldanna, sem eru
að senda vopnin til „vinsam-
legra“ uppreisnarhópa víðs-
vegar um heiminn. Eitt bezta
dæmið um slíkt „vopnasmygl"
átti sér stað í febr. sl., þegar
bandarísk flutningaflugvél frá
flugfélaginu U.S.Airways og
New York var stöðvuð á
Möltu full af vopnum. Vélin
flaug fyrst frá London til Hol-
lands, þar sem hún tók 100
fallhlífar, þaðan fór hún til
Praag í Póllandi, og lestaði
vopnum fyrir um 250 þús. doll
ara. Megnið af farminum voru
rifflar og vélbyssur.
Flugstjórinn gaf upp flug-
áætlun til Líbíu, sem er mið-
stöð allra „óleyfilegra" vopna
flutninga, en varð að lenda á
Möltu. þar sem áhöfnin vai
fangelsuð og vélin tekin ai
tollinum.
Allt sem viðkom þessari flue
vél var mjög undarlegt of
flókið. Eitt skiptið sem hút.
lenti á flugvelli var hún skráf
bandarísk síðan kanadísk. oe
eitt sinn skráð flugmerkjun
Ghana. Áhöfnir, var fjórti
Bandaríkjamenn einn Sviss
lendingur einn Bretj og Kana
damaður.
Fyrst álitu menn vélina veraá
leið til Alsír með vopn til and
stæðinga Ben Bella. Aðrir
héldu að hún væri á leið til
Ghana, og að Nkrumah myndi
senda farminn áfram til upp-
reisnarmanna í Kongó.
í sambandi við þessa flug-
vél. tóku hollenzk yfirvöld
eina aðra flugvél í sína vörzlu
og handtóku tvo Bandaríkja
menn. Margar þjóðir lýstu þvi
yfir að þeir vissu ekkert um
þessa flugvél. eða hvert hún
væri að fara, þ. á. m. Banda
ríkin. Skömmu seinna var
Bandaríkjamönnum sleppt úr
haldi á Möltu. án frekari at-
hugasemda.
Enginn veit enn hvert þessi
flugvél var að fara, með svó
marglita áhöfn. og vopnafarm.
sem kom bæði frá Vestur- og
Austur-Evrópur. Það má ef-
laust deila um það hvort hér
var um smygluð vopn að ræða.
eða hvort að teyniþjónustur
eins eða fleiri landa stæði s
bak við þenna flutning. '
-ihm tók saman.