Tíminn - 21.11.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 21. nóvembev 1965
19
ar vopnabirgðir voru til í Ev
rópu og að þessi vopn myndu
komast eftir krókaleiðum
braskaranna í hendur Afríku-
og Asíubúa og koma af stað
uppreisnum meðal innfæddra.
Árið 192'5 var haldin ráð-
stefna í Genf þar sem rætt
var um að aðeins ríkisstjóm-
ir hefðu leyfi til að selja og
flytja vopn á milli landa. Þessi
tillaga náði aldrei fram að
ganga þar sem svo fáar þjóð-
ir fengust til að samþykkja
hana. Fleiri ráðstefnur og
fundir hafa verið haldnir u:n
þessi mál á alþjóðavettvangi
en enginn áþreifanlegur ár-
angur hefur náðst.
Eina bannið á vopnasölu í
heiminum í dag sem nokkuð
mark er á takandi er bannið
á slíkri sölu til Suður-Afríku.
Þessi framkvæmd kom eftir'
að allsherjarþing Sþ og örygg-
isráðið samþykktu bannið 1962
og 1963. Bandaríkjamenn og
Bretar hættu sölu á öllum
vopnum til S-Afríku sem nota
mætti til að tryggja apartheid-
lögin en þeir selja enn vopn
sem þeir segja að séu aðeins
notanleg í varnarmálum þjóð-
a^innar. Bretar tóku í sama
streng þar til Wilson tók við
stjórninni þá bannaði hann
alla frekari sölu á vopnum til
S-Afríku. De Gaulle lét aftur
á móti tilkynna það að Frakk-
Auk þess hafa þeir selt
vopn fyrir 8 billjónir dollara.
og mest af því til V-Evrópu.
Á sama tíma hafa Rússar og
aðrar Austur-Evrópuþjóðir selt
vopn til landa, sem ekki eru
undir stjórn kommúnista, fyr-
ir 3.4 billjónir dollara. Megnið
af þessum vopnum hefur farið
til Indónesíu og Egyptalands,
og mikið magn hefur farið til
Alsírs, íraks og Sýrlands. Auk
þess er sv0 álitið, að Sovét-
menn selji vopn sín á einum
þriðja iægra verði, en vopn
kosta almennt á heimsmarkað-
inum, svo að ofnanefnd tala
er allt of lág. Vopnin sem þeir
hafa selt til Arabalandanna,
eru sögð vera af fullkomnustu
gerð, og gefi ekkert eftir vopn
um þeim sem herirnir í Ung-
verjalandi og Póllandi nota í
dag.
Leo Heiman, sem er kunnur
fréttaritari í Miðausturlöndun-
um, segir að Rússar hafi vilj-
andi aukið vopnakapphlaupið
þar, með því að selja Aröbun-
um þessi fullkomnu vopn.
Þetta gera þeir til þess að
ísraelsmenn heimti betri vopn
frá Vesturlöndum. Heiman,
sem skrifaði þessa grein sína
í tímaritið „East Europe," bæt-
ir við að Rússar selji Egypt-
um einnig þessi fullkomnu
vopn til þess að geta á betri
hátt stjórnað her þeirra, þ.e.a.
ísraelsmenn nota eingöngu vopn frá Vesturlöndunum, og sínar eigin véibyssut, sem þeir kalla
Uzzi. Egyptar fá svo til öll sín vopn frá Sovétríkjunum og A-Evrópu, og eru þau öll af fullkomnustu
g*rS.
í Suður.Ameríku nota byltingahópar allskonar vopn, sem koma
frá Bandaríkjunum, Rússum, og vopnabröskurum, eftir króka-
leiðum. Hér má sjá uppreisnarmenn með bandariska hjálma og
þrjár mlsmunandi rifflategundir.
ar myndu selja vopn áfram til
Suður-Afríku.
Það er álitið að á s.l. ári
hafi vopnaframleiðslan í heim
inum numið á milli 130 og
140 billjónum dollara, segir í
grein í Unesco Courier (nóv-
5 1964). Áttatíu og fimm pró-
sent af þessu magni er fram-
leitt af sjö þjóðum, sem eru
Kanada, Rauða Kína, Frakk-
land, Sovétríkin, Bandaríkin,
Bretland og V-Þýzkaland. Þeg
ar þessar þjóðir útbúa heri
sína með hinum nýju og full-
komnu morðvopnum, þá selja
þau oft hin eldri vopn til
smærri þjóða.
Sem dæmi um þá aðstoð,
sem stórveldi veita hinum
smærri þjóðum heimsins, má
líta á hve mikið Bandaríkin
hafa eytt á tímabilinu 1950 til
1965 í vopnaaðstoð við banda-
menn sina. Þeir hafa látið af
hendi flugvélar fyrir 6.6 billjón
ir dollara, skip fyrir 1,9 billjón
ir dollara, farartæki og vopn
fyrir 7,1 billjón dollara, skot-
færi fyrir 4,2 billjónir dollara,
eldflaugar fyrir 1,4 billjón doll
ara, og 4,7 billjónum hefur
verið eytt í annan útbúnað.
s. á óbeinan hátt. Hann segir,
að Rússar geti ekki sagt Nass-
er hvernig hann eigi að stjórna
her sínum, aftur á móti eigi
þeir auðvelt með að segja hon-
um „hvað hann geti ekki gert.“
Samkeppnin er mikil á milli
þeirra þjóða, sem framleiða
megnið af þessum vopnum.
Þessar þjððir hafa sérstaka
fulltrúa, sem ferðast á milli
höfuðborga heimsins og sýDa
viðkomandi ráðamönnum hve
góð vopn þeir hafi upp á að
bjóða.
Það má segja að Bandaríkja
mejm séu fremstir í vopna-
framleiðslu á Vesturlöndum,
og jafnvel í heiminum, ef
menn athuga hve mikið magn
þeir framleiða, og hve miklum
peningum þeir eyða í tilraun-
ir og nýjungar á þessu sviði.
Kostnaðurinn í sambandi
við framleiðslu á nýjum og
fullkomnum vopnum er ótrú-
lega hár nú á tímum, og sum-
ar þjóðir eiga oft erfitt með
að standa straum af slíkum
útgjöldum. Eins og menn
muna, tilkynnti brezka
stjórnin í febrúar s.l. að hún
ætlaði að hætta við framleiðslu
á tveim orrustuþotum, þrátt
fyrir þá staðreynd að þeir væru
búnir að ausa milljónum króna
í þær. f staðinn gerðu þeir
samning við Bandaríkjamenn
um samvinnu á þessu sviði, og
hafa nú gert kaupsamning á
herflugvélum fyrir 650 milljón
ir dollara. Ástralíumenn gerðu
svipaðan samning og ætla að
kaupa þotur fyrir 350 millj-
ónir dollara.
Margur Bretinn er á móti
þessum kaupum frá Banda-
ríkjamönnum, og segja að þeir
síðarnefndu ættu að kaupa eitt
hvað af vopnum frá Bretlandi
í staðinn fyrir þessi miklu flug
vélakaup. Þeir eru líka orðnir
þreyttir á hinni hörðu sam-
keppni Bandaríkjamanna í
vopniaverzluninni. Nýlega
kvörtuðu brezk blöð yfir því
að Bretar hefðu tapað sölu-
möguleikum S skriðdrékum til
Ítalíu, fyrir samtals 120 millj-
ónir dollara, vegna þess að
Bandaríkjamenn buðu betri
kjör.
Um þessar mundir keppa
Frakkar, Bretar og Bandaríkja
menn um sölu á 12 til 24 þot-
um til Saudi-Arabíu, en það
verða viðskipti upp á 100 millj.
dollara.
Frakkar keppa nú að því að
auka sinn hluta í vopnasöl-
unni, og bjóða nú upp á ýms-
ar gerðir af skriðdrekum, þyrl-
um, þotum, kafbátum og öðr-
um vopnum. Á árunum 1Í50—
60 seldu þeir vopn til annarra
landa fyrir 85,8 milljónir doll-
ara að meðaltali. Árið 1963
var þessi upphæð komin í 406,5
milljónir, en á fyrstu níu mán-
uðum ársins 1964 seldu þeir
vopn fyrir 412,7 milljónir.
Ýmsir blaðamenn hafa bent
á það að þessi harða sam-
keppni í vopnasölu NATO-ríkj
anna, sé ein af mörgum ástæð
um fyrir versnandi samvinnu
innan NATO. L. L. Doty, skrif-
ar í tímaritið „Aviation Week
and Space 'Fechnology," í marz
s. 1. að „sahikeppnin á milli
Bandaríkjanna og Frakklands
um að selja sem mest af v°Pn'
um til NATO-ríkjanna hafi
aðeins breikkað bilið milli þess
ara aðila innan NATO.“
Annað rífci, sem keppir að
því að aúka vopnasölu sína,
er Svíþjóð. Svíar eru fyrst og
fremst beztu viðskiptavinir
sinna eigin vopnaverksmiðja,
sem dæmi um það má benda
á að ríkisstjómin tók nýlega
hina sænsku þotu SAAB AJ-37
fram yfir bandarísku þotuna
Phantom F-4, og hefur nú
pantaþ 800 þotur fyrir sam-
tals 2 billjónir dollara.
Enda þótt ísrael fái
mest af sínum vopnum frá
Vesturlöndum framleiða
þeir einnig vopn til útflutn-
ings. Þeir framleiða nú ein-
hverja beztu vélbyssu, sem er
á markaðnum, og heitir Uzzi.
Sagt er að þeir reki nú 15
verksmiðjur, sem framleiða
þessa byssutegund til útflutn-
ings.
Aðeins nokkur lönd í heim-
inum gefur upp árlega, hve
miklum peningum þau eyði í
vopnakaup eða framleiðslu,
ein^ löndin sem hafa þetta fjrr
ir reglu eru Vesturlöndin, auk
þess sem þau gefa einnig upp
hve mikið þau flytja út og
hvert. Oft kemur þó fyrir að
ríkisstjórnir feli vopnasölur
sínar, undir allt öðrum liðum,
svo sem „kemískum efnum“.
Sú vopnasala, sem fer fram
á vegum vopnasala, sem ekki
eru í neinum tengslum við rik-
isstjórnir, er vandlega falin
undir fölskum nöfnum og vöru
heitum. Stærsti einkaaðilinn i
vopnasölu í heiminum í dag er
fyrirtækið International Arma-
ment Corp, eða sem oft er
kallað Interarmco Ltd. Þetta
fyrirtæki. hefur vöruskemmur,
skrifstofur og sölumenn um
allan heim. Stærsta vöruskemm
an er rétt fyrir utan Wash-
ington, og hefur hún oft verið
kölluð „stærsta vopnageymsla
heimsins, sem er í einkaeign.“
Interarmco hefur um 85 pró-
sent af allri vopnasölu einka-
Framhaid á bls. 22.
Uppreisnarmenn í Alsir voru til skamms tíma beztu kaupendur á vopnamarkaSi Evrópu, nú fá þeir
vopnin frítt frá Rússum.