Alþýðublaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. Laugardagur 31. des. 1949. 297. tbl. Stefán Jóh. Stefánsson: ENN EITT ÁR er á enda gengið. Það hefur, eins og allt- af áður, verið ár gleði og sorg- i ar, fagurra fyrirheita, djarf- ' legra framkvæmda, mistaka og i brostinna vona. Þannig ber hvert ár í skauU sínu, jafnt , fyrir einstaklinga, heimili, samtakaheildir og þjóðir, ým- ist sigra eða ósigra, ánægju eða áhyggjur, eða hvort tveggja. Lögmál lífsins er oft kalt og kvíðvænlegt, en alltaf órjúfandi. Þó að heimsstyrjöld sé lokið fyrir 4—5 árum, er samt, því miður, ekki unnt að horfa til baka á ár friðar og öryggis, sátta og samkomulags á milli þjóðanna. Kínverska innan- landsstyrjöldin er raunveru- lega hefur geisað í mörg ár, virðist næstum til lykta leidd í árslok með sigri kommúnista herjanna, hvað svo sem við tekur í þessum austræna heimi og mikla mannhafi hins forna menningarríkis. Uppreisn kommúnista og skæruhernað- ur í Grikklandi er nú að mestu leyíi brotin á bak aftur. Ann- arri fornri menningarþjóð hef- ur þar blætt um langt skeið. Átökin milli austurs og vest- Urs eru enn viðsjál, og fáir Vita, hvað býr undir yglibrún- Unum, né til hvers átökin að lokum leiða. Alþjóðamálin og EINS OG drepið hefur verið á í fáum orðum hér að fram- an, hefur liðna árið ekki fært þjóðunum fullvissu um öryggi varanlegs friðar né fullar sættir á milli stórþjóðanna. Kalda stríðinu. hefur ekki linnt; það lægir öðru hvoru en blossar upp á ný. Ágengni harðar deilur og hótanir eru daglegt brauð. Reynslan af síðustu heims- styrjöld er smáþjóðunum rík í huga. Hið yfirlýsta hlutleysi Norðurlanda og einlægur frið- arvilji þeirra dugði þeim hvergi nærri til þess- að losna við beinar hörmungar stríðs- ins né framandi hersveitir í löndum sínum. Það var því sízt að undra, þótt hlutleysis- Btefnan yrði tekin til nýrrar yfirvegunar og endurskoðun- ar. Og stórþjóðir lýðræðis- landanna, er áður höfðu fram- kvæmt afvopnun að verulegu leyti, eins og t. d. England, og horfið meira frá hernaðarlegri samvinnu, tóku nú eipnig að í- huga ráð sitt, reynslunni ríkari af ágengni, ofstopa og ofríki einræðisríkjanna. Hinn gagn- merki jafnaðarmannaforingi og verkalýðsleiðtogi, Ernest Bevin, varpaði fram hugmynd- inni um varanlegt og náið samstarf Vestur-Evrópuríkj- anna, bæði á fjárhagssviði og til hernaðarlegra varna. Og Eins og oftast áður hafa duttlungar og harðýðgi ís- lerizkrar veðráttu og óráðnar göngur nytjafiska valdið þjóð vorri allþungum búsifjum. Ó- venjulega hart og kait vor hef- ur bakað íslenzkri bændastétt ýmis þungbær var.dkvæði. Fimmta ríldarleysissumarið í röð hefur orðið síldveiðimorin- um og verkafólki í norðlenzlc- um bæjum og þorpum, og báta útveginum yfirlei.t, mjög þungt í skauti, og auk þess dregið mjög úr öflun erlends gjaldeyris. En aukinn við- námsþróttur, fjölbrevttara at- vinnulíf, fullkomnari tækni og vaxandi félagslegt öryggi bætir nú verulega úr skák, þegar slík óhöpp ber að hönd- um. Þó er það vissulega svo, að fátækir sjómenn og verka- fólk í verstöðvum fær ekki undir því risið til langframa, er slíkt aflaleysi og óáran ber að höndum. Þó að liðna árið hafi velkt mörgum alþýðumanni undir ugga, verður sú tilfinning æ ríkari og sú skoðun rökstudd- ari, að vort fagra og tignar- lega land og auðæfi hafsins umhverfis það geti skapað þjóð inni fullkomin skilyrði til þess að lifa þar, þótt stundum verði í- harðri þaráttu, öruggu lífi menningarþ j óðar. afstaða Islands síðar kom til skjalanna hug- myndin um varnarbandalag Atlantshafsríkjanna. Rödd hins volduga Rússlands þrumaði gegn öllum þessum samtökum og bergmálaði frá öllum fimmtu herdeildum þeirra í lýðræðisríkjunum. AtJantshafssátt- málinn og 30. marz. Hinar friðsömu smáþjóðir Vestur-Evrópu og þó einkum N or ðurlandaþ j óðir nar, vor u íhugular og aðgætnar um af- stöðu sína. Reynslan hafði kennt þeim margt. Henni varð ekki gleymt Hefðbundið hlut- leysi hafði ekki hjálpað. Þær vildu engir aðilar gerast að árásum. En þær mátu mikils frelsi sitt og framtíð. Þær fundu einnig, að þær áttu heima í hópi friðsamra lýð- ræðisþjóða, er þó vildu öllu fórna til þess að verja með samtökum lönd sín gegn árás- um einræðisaflanna. Finnland gat ekkert í þessu efni aðhafzt. Það var bundið i báða skó af nálægð óvægins sigurvegara. Svíar höfðu stað- ið utan við stríð í 135 ár og algerlega losnað við bein átök í landi sínu í síðustu styrjöld. Öðru máli gegndi með Dan- mörku, ísland og Noreg. Öll Stefán Jóh. Stefánsson. þessi lönd höfðu dregizt inn í stríðið. Samhugur yfirgnæf- ( andi hluta þjóðanna, er þessi iond byggja, var með lýðræð- , isþjóðum Vesturveldanna. Þau | óttuðust öll, vegna legu sinn- ar, að mikil hætta væri á ferð-1 um, ef nýtt heimsstríð brytist út. Eftir ítarlega yfirvegun tóku öll þessi friðsömu ríki mikilvægt skref um þátttöku í varnarsamtökum Atlantshafs- ríkjanna. Sá viðburður í íslenzkum utanríkismálum, er án efa sá merkasti, er skeði á hinu liðna ári. Ákvörðun þessa máls verð- ur einnig minnisstæð öllum þeim, er um fjölluðu. Að sjálf- sögðu hófu kommúnistar á Is- landi, eins og alls staðar ann- arssstaðar, harða og óvægna cókn, og án efa að ráði Rússa, gegn inngöngu í bandalagið. ‘Hugir nokkurra manna, sem annars eiga ekki samleið með kommúnistum, trufluðust veru lega, og þeir tóku sér samstöðu með uppsteit og ögrandi liði kommúnista í þessu máli. Hinn 30. marz 1949 verður ógleymanlegur dagur í stjórn- málum og þingsögu íslands. Yfirgnæfandi meiri hluti al- þingismanna og lýðræðisflokk- anna þriggja höfðu, eftir ýtar- lega athugun og að yfirlögðu ráði, ákveðið að samþykkja að ísland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Kommúnist- ar stefndu saman liði sínu og létu ófriðlega. Múgur og marg- menni friðsamra borgara, en einnig ofstopamanna, upp- æstra af kommúnistum, safn- aðist utan við alþingishúsið. Hinir ófyrirleitnustu og æst- ustu hófu grjótkast að þing- 'núsinu. Ætlunin var augsýni- lega að hindra með ofbeldi störf alþingis, og að skeyta því engu, þó úr yrði meiðsli og mannskaði. Og innan sala al- þingis hljómuðu æstar raddir kommúnista, er með óþinglegu orðbragði og hótunum helltu olíu á eldinn. En að sjálfsögðu fóru alþingismenn sínu fram, þrátt fyrir hótanir innan þings og utan. Málinu lauk á þá lund, sem vitað var, í fullu samræmi við skoðun og vilja mikils meirihluta þings og • -r þjóðar. ísland gerðist aðili að Atlantshafssáttmálanum. Eftir stóðu, sem minnismerki komm únista, allar rúður þinghússins brotnar og veggir þess ataðir auri. Alþingismenn héldu heim undir ógnunum, hótunum og grjótkasti æstra verkfæra kommúnista. Þingræði og lýðræði sigr- aði. En bað hafði sézt fram- an í ófreskju ofbeldisins. Nýjar rúður voru settar í al- þingishúsið og veggir þess hreinsaðir af aurkastinu. Öld- urnar hnigu og æsingarnar dvínuðu. Eftir urðu aðeins á- mátleg hróp æstra kommún- ista. Atlantshafssáttmálinn er genginn í gildi. Friðsamar þjóðir liafa bundizt samtök- um sér til varnar, ef á þær er ráðist. Friðsamasta þjóð- heimsins er aðili að þéssum merkilegu samtökum. Þau virðast þegar hafa borið nokkurn árangur. Kalda stríðinu hefur slotað nokk- uð um skeið. Það er á vit- und árásarþjóða, að til eru samstillt samtök friðsamra þjóða íil varnar gegn ágangi «g yfirdrottnun ofbeldis- ríkja. ísland á vissulega heima í samtökum friðsamra lýðræðis- þjóða. Hættunum er ekki af- stýrt. En vonir gætu staðið til þess, að meira öryggi skapist. íslenzkir jafnaðarmenn munu vinna að því, að sínu litla leyti, eins og skoðanabræður þeirra um heim allan, að styðja að friði og öryggi. Þess vegna studdu þeir að inngöngu ís- lands í Atlantshafsbandalagið. Og það er merkilegasti við- burður hins liðna árs, bæði í íslenzkum utanríkismálum og á alþjóðavettvangi yfirleitt. Áfök í íslenzkum stjórnmálum LIÐNA ÁRIÐ hefur verið róstusamt í innlendum mál- um. Fyrrverandi ríkisstjórn ’nafði eftir megni freistað þess að halda allri framleiðslu í fullu horfi, \ hindra atvinnu- leysi og vinna eftir því sem aðstæður leyfðu gegn vaxandi verðbólgu. En þar var oft örð- ugt um -vik. Stjórn þriggja, ósamstæðra flokka þurfti að semja sín á milli og feta sig á- íram frá einum áfanga til ann- ars. Meðal sianna ríkti of lít- ill skilningur á hættum og á- standi. Fáir vildu nokkru fórna. Léttkeyptur stundar- hagnaður stríðsáranna hafði ofið ógegnsæja glýju á augu margra manna. Þeir, sem höfðu forréttindi, vildu vernda þau. Yfir flestu var kvartað og fáu tekið vel. Alþýðuflokkurinn lagði kapp á það, að reyna til þrautar þær leiðir, er góða raun höfðu gefið í nágranna löndunum, þar sem jafnað- armenn réðu mestu — leið stöðvunar á verðlagi og kaupi. Flokknum var það ljóst, að ef sú leið tækist ekki, væri fárra góðra kosta völ. Gengislækkun eða nið- ’urfærsla, sem aðallega hefði orðið á kaupi, en minna á verðlagi, yrði sízt happa- sælla fyrir afkomu alþýð- unnar. Alþingi lauk í maí s. 1. með því að enn var reynt að feta Etöðvunarleiðina og forðast gengislækkun og niðurfærslu kaups, án þess þó að ráða verulega við verðlag innlendra landbúnaðarafurða og jafnvel enn þá síður við verðlag að- fluttra nauðsynja. Það tók meir og meir að (Frh. á 4. síðu.),

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.