Alþýðublaðið - 31.12.1949, Síða 6
I
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 31. des. 1949.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s,
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
L
s
s
s
s
s
s
s
S'
$
s
s
s
$
s
s
s
s
s<
$
s
s
s
s
s
s
s
s
s.
GLEÐILEGT NYÁR!
Þökk fyrir viðskiptm á liðna árinu.
GLEÐILEGT N ÝÁR !
Þökk fyrir viðskiptin á liðna áriinu.
Verzlunin Fálkinn,
Láugavegi 24.
GLEÐILEGT NÝÁR !
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
- / '&*'
tasmiia
S
G.LEÐ1LEGT NtÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
m
Silli & Yaldi
Innilegustu óskir um farsælt nýtt ár
færum við öi'lum.
Viðtækjaverzlun ríkisins.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þö'kk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Hvannbergsbræður.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s'
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
^ r*y#j
s
s
s
s
s
s
s
s
rí
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
L
GLEÐÍLEGT NÝÁR !
Þöfck fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunin Vík.
Vehzlunin Fram.
Gleðilegt nýár!
Þökk fyrir viðskipt'in á Jiðna árinu.
Belgjagerðin, Reykjavík.
Gleðilegí nýár!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Gunnlaugur Stefánsson,
Hafnarfirði.
Sljórnmálaviðhorfin um áramófin
blaðakosti kommúnista um
heim allan og starfsaðferðum
þeirra.
Fjögur höfuðboð-
orð kommúnista.
Nýlega hefur einn af höfuð-
foringjum franskra kommún-
ista, Jacques Duclos, skömmu
eftir að hann kom af fundi í
Kominform, skýrt opinberlega
frá, að það væru fjögur höfuð-
baráttuatriði, sem kommúnist-
ar ættu að nota í áróðri sínum
alls staðar, og þá einnig á fs-
landi sem annars staðar Þessi
höfuðatriði eru:
1) Allar athafnir, sem ríkis-
stjórnir lýðræðislandanna
framkvæma, eiga að gagn-
rýnast heiftarlega, og þar
að auki á að síendurtaka, að
þessar stjórnir séu ekki
frjálsar gerða sinna.
2) Það ber að sanna, að allar
þessar ríkisstjórnir, undan-
tekningarlaust, séu í þjón-
ustu Bandaríkjanna og að
þau undirbúi stríð gegn
Rússlandi.
3) Samtímis sé án afláts pré-
dikaður hinn mikli friðar-
vilji Rússlands.
4) Ekki má láta hjá líða að
benda á styrk Rússlands,
svo að fjöldinn freistist ekki
til Bandaríkjanna í þeirri
trú, að þau séu styrkari.
Það ber sérstaklega að
reyna eftir megni að fá að-
stoð menntamanna og lista-
manna. Ef samtök einhvers
lands eru nægilega sterk,
þá ber að taka til yfirveg-
unar beina valdbeitingu.
Það þarf ekki lengi að lesa
Þjóðviljann né kynnast áróðri
íslenzkra kommúnista til þess
að sannfærast um það, áð þeir
fylgja trúlega þessum fjórum
höfuðatriðum.
íslenzkum kommúnistum er
þó meiri vandi bundinn en
víða annars staðar. Þeim renn-
ur blóðið til skyldunnar að
fylgja fyrirmælunum. Og þeir
þurfa einnig á því að halda til
þess að njóta áfram hinnar
mildu fjárhagslegu aðstoðar, er
þeir augsýnilega fá frá erlend-
um kommúnistum. En þeir
þurfa einnig á því að halda að
kasta ryki í augu íslenzks al-
mennings, sem ekki vill hafa
neitt með erlenda yfirstjórn
eða valdboð að gera. Það er
vandi að dansa á þessari línu.
En íslenzkum kommúnistum
hefur tekizt það nokkuð til
skamms tíma.
En augu manna opnast nú
óðum, og því meir, sem leng-
ur líður. Afhjúpaðir munu
þeir standa og til þeirra
einna sækja þrótt og fylgi,
sem í blindri trú og ofstæki
telja ofbeldi rétta starfsað-
ferð og einræði markið, sem
keppa á að.
Samtök hinna vest-
rænu þjóöa.
Gagnvart og gagnstætt þessu
niðamyrkri hins austræna of-
beldis stendur vestrænt lýð-
ræði, umbótahugur og frelsi.
Samtök hinna vestrænu þjóða
vaxa og styrkjast. Leiðir þeirra
til varnar, eflingar og umbóta
eru þegar varðaðar af nokkrum
áföngum. Þar má til nefna
Marshallsamtökin, Atlantshafs-
sáttmálann og nú síðast Ev-
rópuráðið. Samtímis dvína á-
hrif kommúnismans í hinum
vestræna heimi.
Bretland og Norðurlöndin
eru meðal öndvegisríkjanna í
Vestur-Evrópu. Þar eru lýð-
réttindin styrkust, menningin
mest og framfarirnar öflugast-
ar.
Ekki sízt má nefna Norður-
löndin sem lýsandi dæmi. Það
er dásamlegt hvernig Finnland
hefur eftir ógnir styrjaldar og
með einræðisríkið mikla við
hlið sér styrkt og eflt lýðræði
sitt og aukið allar framfarir.
Skilningi og dómbæri finnskr-
nr alþýððu hvað kommúnism-
ann snertir er vel lýst með orð-
um þingmannsins Kalle Kau-
hanen, sem yfirgaf kommún-
ista og lýsti flokki þeirra þann-
ig, að þar ríkti þröngsýni, and-
legt myrkur og óréttlæti.
Alþýðuhreyfingin er sterk,
heilbrigð og vaxandi á öllum
Norðurlöndum. Skyldleiki
hennar innbyrðis er óvefengj-
anlegur. Talandi tákn þess var
hinn merki viðburður, þegar
samvinnunefnd norrænu al-
þýðuhreyfingarinnar hélt fund
sinn í Reykjavík í sumar. Þar
komu saman margir fremstu
forustumenn þessara samtaka
og réðu ráðum sínum. Höfuð-
sjónarmið allra voru hin sömu,
starfsaðferðirnar eins, mark-
miðið eitt og hið sama.
Alþýðufloklcurinn og al-
þýðuhreyfingin íslenzka yf-
irleitt gerir sér ljósa sam-
stöðuna með bræðraflokkum
sínum. Hlutverk hans á ís-
landi verður og það, eins og
hinna jafnaðarmannaflokk-
anna á Norðurlöndum, að
gera alþýðuna frjálsa,
sterka og öfluga til þess að
inna af höndum sitt sögu-
Iega hlutverk.
Síjórntnálaflokkarnir og framtíðin
EITT ÞÝÐIN G ARMEST A
atriðið í íslenzkum stjórnmál-
j um er, að sem flestir geri sér
ljóst hið sanna og rétta eðli
! kommúnista. Það er sá flokk-
urinn, sem raunverulega hefur
valdið mestum truflunum og ó-
áran í landsmálunum. Til
{skamms tíma hafa verið all-
margir menn í lýðræðisflokk-
| unum, og það jafnvel meðal
forustumannanna, sem talið
hafa sér stundarhag í því að
semja við þá, nota aðstoð
þeirra og jafnvel veita þeim
mikilsverð réttindi. Alls staðar
hefur þetta hefnt sín grimmi-
lega. Kommúnistar vita alltaf
hvað þeir gera og fylgja óhik-
að reglunni að tilgangurinn
helgi meðalið. Viðsemjendur
þeirra hafa oft ekki vitað, hvað
þeir voru að gera, eða þá látið
stjórnast af skammsýni og ó-
hæfilega tækifaérissinnaðri
stjórnmálastefnu. Af þessu
hafa kommúnistar orðið of öfl-
ugir hér á landi, jafnvel svo
vakið hefur undrun og ótta
meðal lýðræðisþjóðanna og
kastað rýrð á íslenzka stjórn-
arhætti. Þetta má ekki svo til
ganga, ef skapa á heilbrigt ís-
lenzkt stjórnmálalíf. Og allar
líkur benda nú til þess, að hér
séu að hefjast þáttaskipti. Al-
þýðuflokkurinn markar þar,
eins og lýðræðisjafnaðarmenn
allra annarra landa, skýra af-
stöðu sína. Innan hinna lýð-
ræðisflokkanna virðist þessi
skilningur skýrast og styrkjast.
Einangrun kommúnista er
eitt af mestu nauðsynjum
íslenzkra stjórnmála.
Alþýðuflokkurinn gerir sér
það fyllilega ljóst, að enginn
er annars bróðir í leik í sam-
skiptum milli lýðræðisflokk-
anna. Hann veit það vel, að
innan Sjálfstæðisflokksins er
að finna öflugasta auðmagnið,
með öllum þess einkennum, og
einnig gamla og rótgróna í-
haldssemi. En þar er einnig að
finna marga frjálslynda og
víðsýna menntamenn og launa-
menn og smáframleiðendur. í
Framsóknarflokknum ber mik-
ið á sérhyggju bænda og oft
skilningsskorti á högum og
háttum verkalýðsins við sjáv-
arsíðuna. En þar eru einnig
saman komnir víðsýnir og öt-
ulir samvinnumenn, sem hafa,
undir merkjum samvinnuhug-
sjónarinnar og almenns frjáls-
ræðis,.orkað miklu til gagns í
íslenzku þjóðlífi.
Alþýðuilokkurinn vill vissu-
lega vinna með frjálslyndúm
bændum og sönnum samvinnu-
mönnum í Framsóknarflokkn-
um. Á sama hátt getur hann
átt samleið með víðsýnum og
frjálslyndum mennta- og
launamönnum og smáframleið-
endum í Sjálfstæðisflokknum.
En sterk öfl í báðum þessum
flokkum hafa torveldað þessa
samvinnu og oft gert hana erf-
iða og endasleppa, hvað sem
síðar kann að verða.
Á einu ríður áreiðaiílega
mest til þess að holl þróun,
framfarir, félagslegt öryggi
og menning megi aukast —
það er að efldur sé Alþýðu-
flokkurinn, flokkur raun-
liyggju, frjáísræðis og Jýð-
réttinda. Undir því er að
verulegu leyti komin fram-
tíð íslands og fullveldi.
Islendingar eiga fagurt land,
sem þeir unna. Það býr yfir
ærnum auð, ef hann er rétti-
lega nýttur. Alþýðan þarf að
láta til sín taka í vaxandi
mæli. Hún á undir merki lýð-
ræðis og mannréttinda að
sækja fram, öryggja kjör sín,
félagsleg réttindi og menn-
ingu. Þá verður hægt, þrátt fyr-
ir ýmsa stundar örðugleika og
óvissu, að heilsa komandi tím-
um með bjartsýni og trú á sig-
ur hins góða málstaðar. í því
trausti bjóðum við hvert öðru
gott og gleðileét
komandi ár!
Stefán Jóh. Stefánsson.
Kðupum
r
flöskur og glös.
Efnagerðin Valur.
SÆKJUM HEIM.
Hverfisgötu 61.
Sími 6205.
Kaupum fuskur
Baldursgötu 30.