Alþýðublaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.04.1959, Blaðsíða 5
Segir Ásgeir Bjarnþórsson málari sextugur — Liggur á hjarta, drottinn minn, það er ekki nema tví- tugum drengjum, sem liggur eitthvað á hjarta, og ég' er að verða sextugur. Og það er einmitt í dag, Ásgeir Bjarnþórsson, listmál- ari, á sextugsafmæli, og fj tíu ár síðan honum lá nokkuð á hjarta. — Þegar ég var strákur ég yfir rollum og leiddist roll- urnar, en þó var þetta yndis- legur tími. í yfirsetunum kynnt ist maður náttúrunni, safnáði plöntum og grjóti og las nátt- úrufræði. — Ég er fæddur á á Mýrum og var þar til tiu ára aldurs en fluttist þá til Revkja víkur en var í sveit fyrir vestan á sumrum. Aldrei teiknaði ég þó í hjásetunum, þótt ég hafi verið byrjaður á því fyrir þann tíma. Það fyrsta, sem ég man, er að ég var byrjaður að teikna áður en ég lærði að skrifa. inn pappír var til á heimilinu, en kerling var hjá pabba, hélt mikið upp á mig, gaf hún mér spjald og griffil og nú gat ég teiknað að vild, en hverja teikningu v arð að þurrka út áð- ur en byrjað var á næstu. Fyrstu litina eignaðist ég fimm eða sex ára. Niels Dungal gaf mér þá, þetta voru krítarlitir. Og vatnslitakassa keypti ég þegar ég var kominn til Rvík- ur hjá Marten Hansen fyrir 65 aura, var það töluverður pen- ingur þá. Á svipuðum tíma keypti ég líka veiðihjól, kost- aði það líka 65 aúra. Var alltaf veiðandi í þá daga. Um daginn sá ég sams konar veiðihjól í verzlun hér og kostaði það 73 krónur. Þarna sérðu að þetta voru miklir peningar. Dungal gaf mér líka fyrstu fluguna, og nú snertí ég aldrei annað en flugu. Ég veiddi nú þegar ég gat og sleppti engu tækifæri. Mínir beztu vinir hafa alltaf verið málarakassinn, stöngin og byssan. Éa skýt alltaf jóla- rjúpurnar sjálfur. — Fyrstu kennarar mínir í teiknun voru Sigríður Biörns- dóttir og Laufey Vilhjálms- dóttir. Kenndu þær í barna-1 skólanum. Á ég þeim mikið að | þakka. Það var kennsla, ekki; fikt. Svoleiðis teiknikennsia þekkist ekki í skólum nú. Þær kenndu mér að siá liti afstætt svo og liós og skugga, var bú- inn að iæra þetta innan við fermingu hjá þeim. Þegar ég var 16 ára kom Ríkharður Jóns son heim og fór ég að læra hjá honum, var hann býsna fínn kennari. Það var hann. Áður en ég fór utan var ég einn vet- ur hjá Ásgrími. Með allri virð- ingu fyrir honum sem málara var hann ekki mikill kennari. Öðru máli gegndi með Þórar- inn Þorláksson. Þær mvndir, sem ég gerði hjá Ásgrími fór ég með til hans og lét hann krítisera. Munurinn á beim var sá, að Ásgrímur vissi að eitt- hvað var að myndunum, en Þórarinn vissi hvað það var. í þann tíð hafði Þórarinn rit- fanga- og bókaverzlun og hjá honum keypti ég liti og allt sem með þurfti til að mála. Sem málari var Þórarinn aldrei metinn að verðleikum. Ásgeir Bjarnþórsson á vinnustofu sinni. —- Alveg blöskrar mér þessi Ásgrímssýning, sem opnuð var nú um helgina. Af öllum þess- um aragrúa mynda eru ekki nema nokkrar, sem hafa mikið gildi fyrir safnið, sérstaklega eru það sögulegar myndir. Ég fór að telja og niðurstaðan var sú, að ekki eru nema 20 mynd- anna sem hafa safnlegt gildi. Þetta eru sífelldar endurtekn- ingar. Ásgrímur stendur hæst um 1920 en fer að dala upp úr 1930, Sumt af því sem hann hefur málað á síðustu árum er hreinasta gums. Og svo á að fara að byggja yfir þetta í heild. Þetta er sama helvítis snobbið hjá okkur eins og að fara að stofna prófessorsem- bæíti í listasögu við Háskól- ann. Það sér hver maður að þetta er ekki hægt, þar sem hér er ekki til neitt históriskt safn. Það er ekki hægt að kenna þetta eins og í gagn- fræðaskóla, utanbókar. Árið 19.20 fer svo Ásgeir út- an til frekara náms. Fyrst til Kaupmannahafnar, dvaldi þar einn vetur og annan í Múnchen. Síðan í ýmsum borgum í Mið- og Suður-Evrópu til ársins 1927 er hann settist að í Kaup- mannahöfn, var þar til ársins 1931 en kom þá heim og hefur verið hér síðan. — Fyrst þegar ég kom til út- landa stóð ég eins og glópur gagnvart allri þeirri myndlist sem þar var að sjá. Þetta var alltof mikið til að gleypa í ein- um hvelli, en smátt og smátt áttaði ég mig. Árið 1952 kom ég aftur til Múnchen. Var þá gaman að sjá þessar myndir aftur. Maður lít- ur þær allt öðrum augum sem fullorðinn maður. 1926 vann ég við að skreyta kirltju í Luxemburg. Var þá í læri hjá Notka, bebedictusar- mundi, sem eingöngu skreytti kirkjur. Þetta var ákaflega interissant tímabil. Þá stúder- aði ég kirkjulega list og ka- þólsk fræði og komst alveg í botn í því, sem; listin er sprott- in frá. Komst í þetta gegnum Nonna. og Maulenberg. — Fyrst sýndi ég í Kaup- mannahöfn árið 1930 og var sýningunni bara vel tekið. — Man ekkert hve mar sýningar ég hef •. haldið heima. 1947 :sendi ég sýnii til London, flæktist hún sí um 10 bórgir í Englandi. eitthvað hef ég sýnt síðan, þátt í Olympíusýningunni í London 1948, stappaði nærri að ég fengi verðlaun þar. Tók aftur þátt í slíkri sýningu í Finnlandi og er ákveðinn í að taka þátt í Olympíusýningunni í Róm næst. — Myndlistin hérna heima? Blessaður vertu, eins og annað í þjóðlífinu hér. Lággengi á krónunni, en þó miklu meira í listgreinunum. Það sem þetta menningarlega lággengi stafar af er mestmegnis í skipulag- inu, ofskipulagning. Lítilsigld dindilmenni, eins konar klif- urplöntur í þjóðfélaginu nota aðstöðu sína til að klífa upp í ábyrgðarstöður. Fúinn í fjár- hagslífinu er fyrst og fremst fúanum í menningarmálunum að kenna. — Nei! Mér géðjast ekki að svokallaðri abstraktlist. —• Ná- kvæmlega það sama gildir um hana og l.jóðin. Það er miklu léttara að hnoða einhverju sarnan rímlaust, en með rími. ta er bara sprottið af leti, nenna ekki að hugsa, hafa kannski ekki hæfileika til þess. Það er því kannski eðli- legt að menn máli abstrakt, þetta er svo létt, allir geta þetta. Þessir menn eru ekki fvrstu atómskáldin. Hannes stutti var líka atómskáld. Hann sagði að menn væru ekki skáld nema þeir skildu sig ekki sjálfir. Forresten var Æri-Tobbi líka atómskáld. Hann var á undan Hapnesi stutta, en þeir rímuðu — Viltu heyra eina eftir Hannes stutta: „Hún var gerð og hringagerður, brosi verður. Borin Jóni blíð á Fróni. Blossmey, hnossmey . hossar fossi." Svona orti hann og hafði það fram yfir atómfólkið, að hann gerði kröfur til ríms. Manni getur orðið bumbult af að hlusta á listamenn og þessa listfræðinga, tja! það er stórt orð Hákot. í raun og veru er listasaga ekki nema einn þáttur af því, sem hver listamaður þarf að vita, en það er óþolandi að listfræðingar séu að gefa málurum- einhverja línu um hvernig þeir eigi að 'tnriimiiitiiiimiimitmmmiimimmmimmirimguio Grðf Pétm postula rs i Róm l ILKYNNT var í Vati- § | kaninu í þessum mánúði, að | | nýjar sannanir hefðu nú | | fengizt fyrir því að Eéíur ?. | postuli væri grafinn undir | | kirkju þeirri, sem ber nafn •" I hans, Péturskirkjunni. Hafa | fundizt áletranir í hvelfing- : i um undir kirkjunni, 'sem: | taldar eru gerðar af kristn- |j I um pílagrímum á fyrstu öld- 1 unum eftír dauða Krists. q | Eru áletranir þessar tákn,^ 1 semi núna- fyrst hecfur reynzt A | unnt að þýða, og eru 'þæra | elztu frá því um 150 eftir a" 1 Krist. Þessar áletranir eru ij | yfir altari frá 17. öld og seg- 3 1 ir arfsögnin, að það altari sé 5 1 reist yfir-gröf Péturs. Vati-k | kanið gefur, út um þessar i | mundir þriggja binda verk | um nýjustu rannsóknir á.í | þessum fornleifum. | Blaðafulltrúi Vatikansins Ú | lét svo um mælt í dag, að 1 áletranirnar, sem fúndizt! I hafa væru settar saman af; = táknum, og nöfn manna ekki ! | skrifuð, heldur rissuð upp í | = myndletri. Tákn Krists og! | Péturs postula eru jafnan | saman tengd. | í þessu myndletri er á ein- j I um, s.tað minnzt á hina 'ná-'j | lægu gröf Péturs og þar sem j | elztu áletranirnar eru frá I því um miðja aðra öld eftir j | Krist verður að álíta að l | helgiathafnir hafi farið i I fram við gröf Péturs fráj | elztu tíð kristninnar. | Samkvæmt arfsögn ka- | þólskra var Pétur krossfest- \ | ur í Róm kringum árið 67 | ! eftir Krist. Hann var fyrsti | | biskup Rómar og páfi. itimtiiiJiimiiiiiiiuititiiiiiiiiiintuiiiiiuiuMintitimtn' i mála. Það eru sárafáir ungii? málarar hér, sem ekki leggja stund á abstrakt. Þetta er fiÉ$ en ekki kennsla í listaskólun- urn hér. Ungir menn hér fá enga kennslu fyrr en til út-» landa kemur. En þeir fara flestir til Parísar, en hún es Framhald á 10. síðu. Maskinur í stað kennard Fordstofnunin Bandaríkjunum hefur i ið rúmlega 200.000 dol um í því skyni að gei verði; tilrauiiir ■ með sem kejnur í stað kenn Er ú verið að fullgera vei, sem kennir rökfræði, stærð fræði, frönsku, þýzltu og sálarfræði. Hugmyndin er að búa til vél, sem kennir undirstöðuatriði og gefst þá kennurum betri tími til þess að fást við hin flókn- ari atriði kennslunnar. Hamiltonháskólinn hef- ur þegar tekið í notkun slíkar lcennsluvélar. Eru þær þannig gerðar að verk efnin eru sett fram í formi spurninga og svara. Bæði svörin og spurningarnar eru skrifaðar á smáfilmu. Spurningarnar koma fram á skérmi, nemandinn skrif ar svarið á ræmu, sem rennur inn í vélina. SíSan getur hann séð svarið, en ekki fyrr. Það er ekki hægt að svindla. Vél þessi hefur þann kost að nemendur ráSa sjálfir hversu hratt þeir fara vfir verkefnið. •f<Æ! Alþýðublaðið — 1. apríl 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.