Alþýðublaðið - 01.04.1959, Side 6

Alþýðublaðið - 01.04.1959, Side 6
UNG ekkja í London varð nýlega að skila aftur gjöfum að verðmæti meira en milljón krónur, sem ný- Iátinn eiginmaður hennar hafði gefið henni á undan- förnum fjórum árum. iFyrir rétti var ekkja þessi, Cesira Eichholz, dæmd til að skila aftur pelsum, skart gripum og öðrum munum að verðmæti 500 þúsund kr. Sömuleiðis brúðkaupsgjöf eiginmannsins, sem var villa með innbúi. Er hún metin á 780.000 krónur. Maður frúarinnar, lög- fræðingurinn Robert Eich- holz, lézt fyrir rúmlega ári ! síðan. Þegar eignir hans voru gerðar upp, kom í ljós, að hann hafði freklega mis- notað fé, sem hon-um hafði verið trúað fyrir af við- skiptavinum sínum. Er laus- lega áætlað, að síðan 1955 hafi lögfræðingurinn látið viðskiptavini sína borga ' allt að lö milljónir króna — og' megninu af fé þessu hef- ' ui’ hann ausið í gjafir handa konu sinni. Það kom fram- í réttinum, að lögfræðingurinn giftist Cesire, sem er ítölsk að upp runa, árið 1955, — og var alla tíð síðan svo óheyrilega ástfanginn af henni, að hann bókstaflega drekkti henni í gjöfum og óhóflegum mun- aði, — fyrir peninga ann- arra! Lögfræðingurinn hafði verið giftur áður, en verið mjög óhamingjusamur í hjónabandinu. Cesira var eldabuska á heimili hans og varð hann smátt og smátt ástfanginn af henni, — með áðurgreindum afleiðingum. Og nú er vesalings Cesira farin heim til Ítalíu, slypp og snauð — eftir stutt gam- an. >✓ * ÁRIÐ 1957 skildu Lundúnabúar 456 000 hluti eftir í strætisvögnum og járnbrautarlestum. Meðal annars: * 82 000 pör af hönzkum, * 31 000 einstaka hanzka, 15 000 gleraugu, * 23 700 bækur, * 13 000 lykla. Sömuleiðis: einn gervifót, einar hækjur, hlustunar- pípu, eitt sverð og frosk- mannabúning með öllu til- heyrandi! *VILJASTYRKUR er það, sem ailir hafa, — þang- að til þeir reyna að hætta að reykja! Andrés Ond 25 ára ÁÐIJR hefur verið skýrt frá 'því, að ekkert erlent blað selst jafnmikið hér á landi og Andrés Önd. Það væri því ekki úr vegi, að geta þess, að sú æruverð- uga persóna átti 25 ára af- mæli 13. marz. s. 1. Og það er ekki svo lítill aldur á einni önd, og tilefni til af- mælisgreinar ærlegt, þar sem hún hefur alla sína ævi verið mjög áberandi í pressunni. Það er sagt, að kvöld nokkurt hafi Walt Disney setið með sveittan skalla í vinnustofu sinni, gjörsam- lega hugmyndasnauður. Þá flaug glugginn skyndilega upp á gátt, önd flaug inn um hann og stillti sér á borð ið fyrir framan Disney og sagði: „Viltu slást góði?“ — Sögu þessa segir Disney sjálfur. Nokkrum dögum síðar Ias dýraeftirherman, Clar- ence Nash, upphátt fyrir Ðisney söguna „Litla lamb- ið hennar Maríu“ með rödd sem var alveg eins og í önd. Disney varð himinlifandi yfir lestrinum og réði eftir- hermuna þegar í þjónustu sína. Og það var Nash, sem lagði til rödd Andrésar Önd •— er hann kom í fyrsta sinn fram í kvikmyndinni „Litla, blóka hænan“. Vinsældir Andrésar Önd hafa verið geysileg frá upp- hafi og nægir í því sam- bandi að minnast á nokkurn hluta af vörum þeim, sem bera nafn hans: blýantar, barnabækur, litabækur, reiðhjól, spil, vasaklútar, kex, leikföng, ís, sælgæti, hljómplötur, sápa, leðurvör ur, póstkort, serviettur, — barnaundirföt og fleira og fleira. Við sendum Andrési Önd beztu kveðjur, þótt seint sé. ☆ ÞEGAR frúrnar í Ame- ríku gefast upp við að siða börnin sín, fá þær sér bíltúr — til þess að hafa eitt hvað í höndunum, sem þær geta stjórnað! ABR Y MÖRG vikublöð bæði hérlendis og erlendis, hafa fastan þátt, sem lesendur geta skrifað, ef þeir þarfn- ast ráðlegginga í einkamál- um sínum. „Abby“, fullu nafni Abigail van Buren, nefnist amerísk kona, sem sér um þætti af þessu tagi fyrir mörg vikublöð vestra. Hún fær þúsundir bréfa vikulega frá fólki á öllum aldri, — og reynir eftir beztu getu að gefa góð ráð með aðstoð sex einkaritara. Eftirfarandi bréf eru tekin upp úr bók, sem nýlega var gefin út í Bandaríkjunum, og nefnist „Kæra Abby!“ * * „Kæra Abby! Ég er fimm tán ára gömul, og í fyrsta sinn hefur mér verið boðið formloga á dansleik. Við mamma fórum í bæinn tií þess að kaupa ballkjól á mig og keyptum einn, sem er mjög fleginn og með eng- um böndum yfir axlirnar. Þegar við komum heim, sýndum við pabba hann, en hann brást reiður við og sagði, að ég væri of ung íil þess að vera í svona kjól. Hvað finnst þér? — Nancy“. SVAR: Mátaðu kjólinn. Ef hann tollir á þér, þá ertu nógu görnul til þess að vera í honum. * „Kæra Abby! Manninum mínum hefur alltaf verið mjög annt um móður sína, en hins vegar hefur hún aldrei sinnt mér hið minnsta. Einu sinni spurði ég manninn minn, hvorri hann mundi fyrst bjarga, mér eða móður sinni, ef við værum báðar að drukkna. Hann svaraði: lrMóður minni. Henni á ég meira að þakka“. — Ég. er svo hræði- lega sár yfir þessu, kæra Abby. Hvað á ég að gera? — Arlene“. SVAR: Læra að synda. * „Kæra Abby! Ég og kon- an mín höfum verið gift í 28 ár. í seinni tíð hefur hún sofið illa á nóttinni, og þá fer hún fram úr og byrjar að spila á fiðlu. Ég þarf að vakna eldsnemma á morgn- ana, en fæ aldrei nægilegan svefn vegna þess arna. Finnst þér ekki hún ætti að vera örlítið tillitssamari við mig? — RoIand“. SVAR: Fáðu handa henni svefntöflur hið bráðasta! „Kæra Abby! Ég veit, að strákar geta aldrei verið annað en strákar, en „strák- urinn“ minn er 60 ára gam- all, og samt er hann enn að elta stelpur. Hvað á ég að gera? — Clara“. SVAR: Hafðu engar á- hyggjur. Hundurinn minn hefur verið að elta bíla ár- um saman, *en ef hann næði einhverjum þeirra, — þá vissi hann ekki, hvað hann ætti að gera við hann! * „Kæra Abby! í síðastá stríði dvaldist maðurinn minn á flugvelli nálægt London. Síðan hefur hann á hverri nóttu hrópað upp úr svefninum: „Pamela“. Hver heldurðu að þessi „Pamela“ geti verið? — Ein afbrýðisöm“. SVAR: Áreiðanlega ekki liðsforinginn hans! * „Kæra Abby! Ég á við vandamál að stríða, sem aldrei hefur verið rætt um í þættinum þínum. Maður- inn minn talar upp úr svefn inum, og er hræðiiega orð- ljótur. Hann skammar mig eins og faund og stundum segir hann sitt af hverju, sem mér er ómögulegt að þola. Þegar ég minnist á þetta við hann, segist hann ekki bera. ábyrgð á því, sem hann segi upp ur svefninum. Hvað á ég að gera? — Ein undrandi“. SVAR: Flestir eiga nógu erfitt með að bera ábyrgð á því, sem þeir segja, með- an þeir eru vakandi. En mætti ég spyrja að einu: Hefur þú nokkiun tíma skammað hann, — vakandi á ég við? * „Kæra Abby! Maðurinn minn var í ferðalagi með starfsfólki sínu, og þegar hann kom heim, var hann með varalit í flibbanum sín- um. Ég græt í hvert skipti, sem mér verður hugsað til þess. Hvað á ég að gera? — Éin áhyggjufull11. SVAR: Senda skyrtuna hans í þvottahús! ☆ EF kvenmaður er sam- mála þér, — þá get- urðu verið viss um, að hann hefur ekki hlustað á þig. V OFT hefur verið um það rætt, hvað hefði mest áhrif á uppeldi barnsins, — heimilið, skólinn eða gat- an. Nokkrir bandarískir upp eldisfræðingar hafa komizt að eftirfarandi niðurstöð- um: Foreldrar .. 0,55 Félagar .... 0,35 Æskulýðsleið- togar .........0,14 Kennarar .. 0,06 Sunnudaga- skólakennar- ar.......... 0,002 MYNDIRNAR h ofan eru ekki fi fyrir stríð, eir sumir kynnu að — heldur tekna: 1959 í einni st tízkuverzlun lands. ÚtstiRíng unarinnar er ekl því, sem gerist Vesturlöndum, tízkan mundi vís þykja upp á i fiska, — eða finnst kvenfólki Það var 13. mai 13 er happatala sem hann segir að sér allt lífið. K 13. MARZ síðastliðinn Nínu og Friðrik hélt leikarinn, söngvarinn, sinn 13. dag má eigandi stærsta leikbrúðu- þau komu fyrst fr safns í einkaeign í Dan- ingahúsi hans IV: mörku og umboðsmaður 13. dag mánaðar hins fræga Calypsó-pars, hitti konu sína þ£ Ninu og Friðriks, — Fritz svo mætti lengi Ruzicka, — hátíðlegt 30 hálsinn ber Ruzi ára starfsafmæli sitt. Hann plötu, sem talan 1 tróð fyrst upp í vín í gam- in á. Og að lokuir tróð fyrst upp í Vín í gam- fer í leikhús situx ens Haand“. af í 13. sæti á lí 13-13-13 FRANZ LEYNDARDÖMUB MONT EVEREsr/ ÁSTANDIÐ var þannig, að flugmenn, sem fengu skip un úm að fljúga yfir- óvina- svæði höfðu ú byrjun stríðs- ins lítið samband við flota- stöð sína, en tæknin tók svo skjótum framförum á fáum árum, að síðar í styrjöldinni var sprengjuárásum a. m. k. þeim, sem meiriháttar voru, var stjórnað frá flugstöðinni sjauri. Þetta hafð með sér fyrir G starfaði á Turnt stöðinni, að hún tekið hlustunarl höfðinu frá því a lögðu áf stað og j 0 1. apríl 1959 — Alþýðublaðið 91

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.