Alþýðublaðið - 01.04.1959, Side 12
ÞAU ÓVÆNTU og gleðilegu tíðindi gerðust síðastliðinn laug-
ardag, að olía kom upp úr borholunni, þar sem verið er að bora
eftir heitu vatni í sunnanverðri Öskjuhlíð. Svo mikill var þrýst-
in-gurinn, þegar borinn lenti á olíuæðinni, að borvélarturninn,
sem gerður er úr tveggja tommu, ryðfríuni stálpípum gjöreyði-
lagðist. Varð að loka borholunni með blýhettum, þar isem venju-
legar hettur dugðu ekki.
IK^WD
40. árg. — Miðvikudagur 1. anríl 1959 — 72, tbl.
í gærdag seitlaði ölian upp á
yfirborðið þar sem verkfræð-
ingar yoru önnúm kafnir við
að kanna gæði hennar — í klöf-
háum stígvélúm. Leifar borvél-
arturnsins höfðu þá verið flutt-
ar út á öskúhauga. Um.leið
hafði hárri bárujárnsgirðingu
■verið slegið upp í kringum, bor-
holuna og lögregluvörður sett-
ur við hliðið.
Engum er Meypt inn nema
verkfræðingum ríkisstjórnar-
innar og fáeinum kunnáttu-
mönnum öðrum. I gær, þegar
borgarstjóri kom til þess að
líta á verksununerki, var
fylgdarliði hans, borgarstjóra-
bílstjóra og borgarstjórarít-
ara, meinað um aðgang.
Mikil leynd er yfir fram-
kvæmdum, enda mikið í húfi.
Ef olíubiunnurinn reynlst
eins stór og líkur benda til,
getur það gjörbreytt efnahag
íslendinga á fáeinum mánuð-
um.
Eáðstafanir munu hafa verið
gerðar til þess í gærdag að fá
hingað bandaríska olíusérfræð-
inga, og eru þeir væntanlegir
fyrir helgi.
í varnarliðinu á Keflavíkur-
io ao briof-
FEE'ÐASKRIFSTOFA Páls
Arasomar efndi til ferðar í Ör-
®efím rnn páskana. Lagt var a£
«tað á skírdagsmorgun og kona-
ið heilu og höldnu aftur til
Jleykjavíkur í fyrrakvöM. Þátt-
takemdur í ferðinni vora alls
1:21, en auk þeirra sjö bílstjór-
ar og IPáll Arason sjálfur. Þarna
var fólk frá 10 löndum, Bamda-
rífcjumum, Kanada, Noregi,
©ammörku, Finnlandi, Póllandi,
frýzkallandi, Sviss, Austurríki.
og' fslandi. Farið var á. sjö'bíl-
Og bílstjórar voru 'þeir
Bjarni Guðmundsson, Leifur
HiaraMsson, Guðjón Sigur-
geírsson, Úlfar Jacobsen, Gísli
Kárason, Guðjón Jónsson og
Valdnmar Asmundsson. Þetta
er í þriðja sinni, sem ferða-
efcrifstofa Páls hefur efnt til
elíkrar Öræfaferðar um pásk-
ana. f Mtteðfyrra voru þátttak-
extdur 44, í fyrra 62 og nú 121
eíms og að framan getur.
Gist var að Kirkjubæjar-
5SANGHERMT var I Al-
þiýðublaðinu á skírdag, að
Cæreyskir sjómenn væru á
togaranum Geir. Hafði Al»
ÍnýðuMaðið þetta eftir ís-
tenzkum sjómanni, Hims
vegar munu færeyskir sjó-
menn á ýmsum öðrum
, togunim.
klaustri og Hofi £ Öræfum, en
lengst austur var komið að
Kvískerjum. Veður var þung-
búið þar eystra, nema á páska-
dag var sólskin og hiti eins og
um sumar væri.
Guðmundur Jónasson hafði
ráðgert ferð austur, en hætti
við, er fréttist um rigningam-
ar, þar eð vöxtur í ánum getur
hæglega háft það í för með sér,
að ógerningur er að komast
yfir þær á bílum. Það reyndist
þó ekki eins erfitt og ætla
mátti, en Sandgígjakvísl var
nokkuð örðug yfirferðar og tók
það uppundir fjóra tíma að
koma bílunum yfir hana. Staf-
aði það þó fremur af því, hvað
botninn er gljúpur og sendinn,
heldur en af vexti í ánni.
flugvelli er einn olíuverkfræð-
ingur, ungur hermaður að nafni
Tex McGimbal. Varnarliðið hef
ur nú fengið hann llánaðan hing
að, og í gærkvöldi var hann tek
inn til starfa.
Hann tjáði fréttamanni frá
Alþýðublaðinu að fyrsta verk-
efnið væri að taka sýnishorn af
jarðlögum undir Öskjúhlíð og
bera þau saman við sýnishorn
af jarðlögum á olíusvæðum
Bandaríkjanna. Þau verða fiutt
hingað flugleiðis í tunnum.
Teikningin, sem fylgir frétt-
inni, er gerð eftir fyrirsögn Mc
Gimbals. Fjarlægðin frá bor-
holutoppi til borholubotns er
601 metri.
OreiHfært
um landið
VEGIR eru óvenju víða fær-
ir þessa dagana miðað við árs-
tíma, að því er Sigurður Jó-
hannssön, vegamálastjóri, tjáði
blaðinu í gær. Fært er norður
um allt land, en vegir eru samt
allvíða aurblautir sökum hol-
klaka.
iSem stendur er fært allt norð
ur og autsur til Raufarhafnar og
vesturleið er fær í Reytkhóla-
sveit. Sunnanlands er fært aust
ur í Öræfi, a. m- k. bílum með
drif á öllum hjólum. Þá er víða
fært um Austurland.
Annars er klaki að fara úr
jörð og gætir aurbleytu því viða
sem fyrr segir. Eina umferðar-
takmörkunin á aðalþjóðvegum
landsins er í Laugadal, þar sem
umferð er bönnuð þyngri bílum
en átta tonn. Hins vegar er
víðá takmörkuð umferð á hlið-
arvegum.
Þingfundir hefjasi
ALÞINGI kemur aftur sam-
an til funda í dag að afloknu
páskaleyfi alþingismanna. Fund
ur í Sameinuðu alþingi er boð-
aður í dag kl. 1,30 e.h. Meðal
dagskrármála er tillaga kom-
múnista um uppsögn varnar-
samnings íslands við Banda-
ríkin.
EINS OG skýrt hefur verið
frá áður, þá kom varðskipið
„Þór“ að brezka togaranum
„Carella“ frá Fleetwood, þar
sem hann var að ólöglegum
veiðum 8,5 sjómílur fyrir inn-
an fiskveiðitakmörkin á Sel-
vogsgrunni, þ.e.a.s. 6,5 sjóml.
fyrir innan gömlu 4 sjóml.
mörkin, hinn 25. þ.m.
Ætlaði „Þór“ að reyna að
stöðva togarann og færa hann
til hafnar, en brezka herskipið
„Palliser“, sem þar var nær-
statt, kom í veg fyrir það. Varð
af þessu nokkuð þóf, sem lauk
ineð því að togaranum var fyrst
skipað að fiska áfram eins og
ekkert hefði í skorizt, en nokkru
síðar dró hann skyndilega inn
vörpu sína og hélt áleiðis til
Englands í fylgd með herskip-
inu, svo og varðskipinu „Þór“»
Samtímis, sem þetta skeði,
tilkynnti brezka herskipið að
veiðisvæðinu á Selvogsgrunni
yrði lokað þar til öðruvísi yrði
ákveðið.
MÓTMÆLI.
Málið var sent utanríkis-
málaráðuneytinu til fyrir-
greiðslu og mótmælti það strax
þessum aðförum. En þegar það
drógst á langinn að svar bærist
við mótmælunum, var eftirför-
inni hætt um miðnætti næsta
dag. Skipin voru þá stödd uffi
220 sjóml. SSA frá Vestmanna-
eyjum. Hélt varðskipið þá á-
leiðis til íslands aftur ásamt
herskipinu „Palliser“, er eltl
það áfram í um 6 klukkustund-
ir.
UPPSKURBUR.
Laugardaginn fyri-r páska kl.
19.30 var hinu ólöglega veiði-
Fi'amhald á 2. síðu.
KORTIÐ sýnir „verndarsvæð-
in“ þrjú og að auki staðinn þar
sem togarinn var stöðvaður og
flóttaleið lians.
CARECLA STAÐINH
AÐ Vf l©u»n
3H MIUÍ FBA
úftVNNUNV
ÍVJAK
„ ...............
TÍL ENGL4NOS-+
ÞÓR PAU.ISER CARELLA
Ognaði Iðgreglunni með
Sfai byssunni frá
föðurnum.
Á AÐFARANÓTT annars í
páskum var lögreglunni í
Keflavík tilkynnt að maður
væri að skjóta úr byssu út í
loftið þar í bænum,
Lögreglan fór þegar til þess
LAUNAÐI GÖMLU KONUNNI MJÓLKÍNA
MEÐ ÞVÍ AÐ STELA ALEIGU HENNAR
UNGUR maður kom í heim-
sókn til gamallar konu í Reykja
vík á sl. laugardag. Ræddi hann
við gömlu konuna og bað hana
síðan að gefa sér mjólk að
drekka. Gamla konan varð við
beiðni hans, en þurfti að fara
út úr herberginu til þess að ná
í mjólkina.
A meðan gamla konan var í
burtu, seildist maðurinn í hand
tösku hennar og stal þaðan al-
eigu gömlu konunnar, sem var
5.500 krónur.
Þegar gesturinn hafði þegið
góðgerðirnar kvaddi hann og
fór. Nokkru síðar þurfti konan
að grípa til peninganna til
páskainnkaupa, en þá voru þeir
horfnir.
Enginn hafði komið inn í
herbergið annar en fyrrgreind-
ur gestur. Var því hafin leit að
manninum. Fannst hann ekki
fyrr en sólarhring síðar. Var
hann þá búinn að eyða öllum
peningunum.
að taka manninn, en hann var
ekki á því að láta taka sig. Var
maðurinn í miklum taugaæs-
ingi og þurfti lögreglan að elt-
ast við hann um stund. En þeg-
ar handtaka átti manninn, ógn-
aði hann lögreglunni með hagla
byssunni, sem hann var með.
Það tókst samt að sefa hann og
var haglabyssan tekin af hon-
um um síðir.
.Ekki hefur borið á þvi áður
að þessi maður gengi um skjót-
andi úr byssu. Mun hann hafa
stolið haglabyssunni frá föður
sínum og farið að heiman í
reiði. Var hann undir áhrifum
áfengis.
Maðurinn var nýlega dæmd-
ur í Hafnarfirði fyrir nauðgun
og þjófnað.