Alþýðublaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1959, Blaðsíða 3
sefningu afmælisfundar NATO. Síðusfu sýnlngar á „Rakaranum" ÞAÐ eru aðeins eftir fáar sýningar á óperunni „Rak- arinn í Sevilla“, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt í allan vetur við ágæta aðsókn. — Um 16.000 leikhúsgestír hafa séð þessa vinsælu óperu. Næsta sýning verður n. k. laugardag. Myndin er af Guðmundi Jónssyni og Kristni Hallssyni í hlutverkum sínum. Arababandalagið æst út af almennu herútboði í ísrael, sem var misskilningur Washington, 2. iapríl. (NTB-Reuter). VESTURVELDIN munu á- vallt halda dyrunum opnum fyrir hreinskilnum og lieiðar- legum samningaviðræðum við Sovétríkin, sagði Eisenhower, Bandaríkjaforseti, er hann i Biskupskjör Framhald af 1. síðu. inu í Arnaxhvoli. Kjörstjórn skipuðu: Gústav A. Jónasson, ráðuneytisstjóri, séra Sveinn Víkingur, biskupsritari, og séra Jón Þorvai'ðarson. Kosninga- rétt við biskupskjör áttu 115, sem fyrr segir, allir þjónandi prestar á landinu, kennarar við guðfræðideild Háskóla íslands og ífráfarandi biskup. Skrifa átti þrjú nöfn á atkvæðaseðil og hlaut efsta nafn heilt atkvæði, annað nafnið 2/3 atkvæðis og þriðja nafnið Va atkvæðis. PRÓFESSOR í 10 ÁR. Séra Sigurbjörn Einarsson fæddists að Efri-Steinsmýri í Meðallandi 30. júní 1911 og er því 47 éra að aldri. Hann er sonur hjónanna Einars Sigur- finnssonar, bónda á Efri-Steins- mýri og síðar á Iðu í Biskups- tungum, og Gíslrúnar Sigur- bergsdóttur. Séra Sigurbjörn lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykj avík vorið 1931, guð- fræðiprófi frlá Stokkhólmshá- skóla árið 1937 og guðfræði- prófi frá Háskóla íslands ári síðar. Sumarið 1938 var hann vígður að Breiðabólstað á Skóg- arströnd, en veitt Hallgríms- prestakall í Reykjavík á ofan- verðu ári 1941. iSéra Sigurbjörn var settur kennari við guðfræðideild- há- skólans 1943 og skipaður próf- essor við deildina haustið 1949. Hann hefur sarnið fjölda rit- gerða og greina, aðallega um trúarleg efni, enda mjög vel rit fær og menntaður kennimaður. Kvæntur-er séra Sigurbjörn Einarsson Magneu Þor.kelsdótt- ur og eiga þau sjö mannvænleg börn. Framhald af 1. síðu. Kommúnistar hafa haldið því fram, að Dalai Lama hafi verið rænt af and-kommúnist- ískum uppreisnarmönnum 17. marz, er hann neitaði að styðja uppreisn þeirra, og hafa kín- versk yfirvöld jafnvel gefið út bréf, er eiga að hafa farið milli þeirra og lamans, til að styðja þessa staðhæfingu. — Nú getur hann sag't frá sinni hlið máls- ins. — í för með honum voru móðir hans, systur hans og meðlimir ráðuneytis hans. INDVERJAR VARKÁRIR. Seint í kvöld voru Indverjar dag setti afmælisfund NATO í Washington. Engin þau ráð, er gefa nokkra von urn jákvæða niðurstöðu af viðræðum við Sov étríkin, munu fara fram hjá oss og við munumi halda áfram að koma fram með ákveðnar, raunhæfar tiilögur um afvopn- un, réttláta lausn á Þýzkalands- málunum, öryggismál Evrópu og samvinnu um nýtingu him- ingeimsins, sagði hann. Þó að við verðum alltaf að forðast að skapa blekkingar, — munum við Ihalda áfram að vinna .að almennri, víðtækri en jafnframt praktískri lausn á deilumálum. vesturveldanna og Slovétríkja(nna. Skiilyxði fyrir því, að við getum 'komið á var- anlegum og réttlátum friði er þó, að Sövétrííkin láti af fyrir- ætlunum sínum um fram- kværnd he i ms-kommúnismans, sagði forsetinn. Framkvæindastjóri NATO Paul-Henri Spaak, skírskotaði til Vesturveldanna, að þau ykju mjög sameiginlegar varnir, — pólitíska sainstöðu og samvinnu um hagsmunamál aðildarríkj- anna. Luns, utanríkisráðherra Hol- lands, sem er formaður NATO- ráðsins, sagði í ræðu sinni, að hin smærri aðildiariáki NATOs óskuðu stuðnings ihinna stærri í vandamélum utan Evrópu. — Kvað hann samstöðu NATO- ríkjanna ekki eiga að takmark- ast við núverandi starfssvið, — heldur ætti það að né víðar um heim, til nýrra svæða. Fylkir Framhald af 1. síðu. ekkf síðri að þessu sinni, sagði Illugi Guðmundsson, formaður Fiskileitarnefndarinnar í við- tali við Alþýðublaðið £ gær. „Fylkir“ leitar þorsksins grynnra en karfamiðin afla- sælu eru. Hefur verið leitað áður á þessum slóðum að karfa, en ekki þorski fyrr en nú. Vit- að er, að þorsk er að finna á þessum miðum, en væntanlega fást nánari upplýsingar um hugsanlegt aflamagn eftir rann sóknarför þessi. enn mjög varkárir í umsögn- um sínum um komu Dalai Lama og kvaðst utanríkisráðuneytið ekki hafa neina opinbera stað- festingu á fréttinni. Fyrri fréttir hafa sagt, að Dalai Lama hafi særzt á ffótt- anum, en góðar heimildir í Nýju Dehli segja nú, að hann sé við prýðilega heilsu. Hann mun hafa þurft að fara upp í 4500 metra hæð á landamæra- svæðinu, en Khamba-ættflokk- urinn ræður löndum í landa- mærahéraðinu, sem Dalai Lama fró um. Fjölmenni viö útför Friðriks J. Rafnar Fregn til Alþýðublaðsins. AKUREYRI í gær. I GÆR var borinn hér til grafar Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup. Starfandi prestar allt frá Blöndu og austur.að Jökulsá voru viðstaddir jarðarförina. Yfir líkbörunum töluðu séra Pétur Sigurgeirsson, sóknar- prestur hér, og Herra biskup- inn yfir íslandi, Ásmundur Guðmundsson. Séra Kristján Róbertsson, sóknarprestur, las ritningargrein og flutti bæn. Mun þetta hafa verið fjöl- mennasta jarðarför, sem hér hefur farið fram. — B.S. Hringurinn Framhald af 12. síðu. ari deild líður börnunum miklu betur en þeim gæti liðið ef þau væru innan um fullorðna sjúk- linga á hinum almennu deild- um Landspítalans. Þar eru tæki til leiks, starfs og föndurs, og sérstök kennslukona annast kennslu í sjúkraiðju. En allt verður þetta starf stórum auðveldara og full- komnara, þegar til starfans tek ur spítali, sem frá grunni er reistur í þessu skyni eingöngu og þar sem allt verður miðað við þarfir barnanna og allt stuðlar að því að gefa þeim aft- ur bata. Eng'inn skilur þetta verkefni betur en þeir, sem sjálfir eiga sjúk eða veikluð börn. En einn ig þeir foreldrar, sem eiga því láni að fagna að eiga hraust börn og heilbrigð, hafa fúslega lagt hönd á plóginn. Londion, 2. apríl. (Reuter). ÞRÍR bezt þvegnu drengir í Bretlandi gengu í dag undir víðtæka rannsókn vegna hættu á geislavirkni og kom í ljós, að þeii' höfðu ekki orðið fyrir neinu tjóni af henni. Drengirn ir, sem komu í morgun með næturlest frá Glasgow, voru fluttir undir sérstákri lögreglu- vernd til í-annsóknarinnar. Þeii' höfðu af slysni orðið fyrir geislun fá geislavirkum úrgangi fyrir fjórum dögum. TVeir drengjanna eru alveg lausir við geislavirkni og einn þeirra „miklu minni“ geisla- virikni en tallizt getur hættu- legt. BEIRUT, 2. apríl, (REUTER). írak, Túnis og Jórdanía sendu I engan fulltrúa til fundar Ar- ababandalagsins, er kallaður hafði verið til að ræða ágrein- ingsmálin milli Arabíska sam- bandslýðveldisins og þessara landa. Fundi pólitísku nefnd- arinnar, sem Libya sótti heldur ekki, var frestað til morguns, án þess að rædd væri tillaga frá Arabíska sambandslýðveld inu um að hafa fundinn opin- beran. Aðilar á fundinum skýrðu frá, að rætt hefði verið Drengirnir þnír, sem eru frá Glasgow, höfðu verið að leika sér á lóð klukkuverksmiðju nokkurrar, þar sem geisla virk- um úrgangi af sjálflýsandi skíf um hafði verið komið fyrir, áð- ur en honum væri sökkt ,í sjó. Lögreglan fór í hvert hús í grenndinni og aðvörun var sjón vai’pað og tókst með þessu að hafa upp á drengjunum innan sólarihrings. Voru þeir þá vand” lega „skrúþbaðir“ og kannað, hve geislavirkir þeir væru. — Síðan var farið með þá til Lond- on til frekari rannsóknar, sem að frarnan getur. Fengu þeir þar annað bað. m.a. um „herbúnað“ ísraels í gær og möguleika á að senda nefndir til íraks, Túnis og Jór- daníu til að hvetja þessi lönd til að sækja fundinn. Lönd þau, er fundinn sóttu, voru Arabíska sambandslýð- veldið, Súdan, Marokkó, Saudi- Arabía, Yemen og Líbanon. Var fundurinn haldinn sam- kvæmt tillögum Súdans. ÁRÓÐURSSTRÍÐ. Sendiherra Súdans í Bagdad kvað eitt aðalatriðið, sem ræða þvrfti, vera áróðursstríðið milli UAR og íraks, sem ágerzt hefði eftir hina misheppnuðu upp- reisnartilraun í írak. Fulltrúi Yemen kvað nauðsynlegt að gera eitthvað í sambandi við kommúnista í ríkjunum. Kom- múnisminn væri andstæður erfðavenjum Arabaríkjanna. LIÐSKALL ÍSRAELS. ísraelsmenn kölluðu varalið til vonna í gærkvöldi og var sú ráðstöfun talin mjög hættuleg af ræðumönnum á fundinum í i dag. Hins vegar var í aðalstöðv um ísraelska hersins í Tel Aviv sagt í dag, að útvarpssendingin í gærkvöldi, þar se mvaraliðið var kallað út, hafi verið „sorg- leg mistök“, er hætta væri g, að „yllu ofsahræðslu í landinu og misskilningi erlendis“. Væri um að ræða að blandazt hefðu saman kall til varaliðsmanna, er mæta ættu til venjulegra æfinga í þessum mánuði, og almenna kallið. Verður fram- kvæmd rannsókn á þessum mistökum, sagði herstjórnin í dag. ima er ósærður Þrír geislavirkir drengir flutí- ir fi! rannsóknar í London Léku sér á svæði, þar sem geisla Virkum úrgangi hafði verið fleygt. Alþýðublaðið — 3. apríl 1959 3 'V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.