Alþýðublaðið - 03.04.1959, Qupperneq 4
■ "1
ÚtBefandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi rifetjórnar: Sigvaldi Hjataars-
con. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglysmgastjon Petur Pe.urs
son. Eítstjórnarsimar: 14901 og 14902. Auglysrngasmu: 14908. A{gref=lu-
sími: 14900. ASsetur: Alþýöuhúsið. Prentsnuðja Alþyoubl. Hverfisg. 8 10-
HANNIBAL YALDIMARSSON lét svo um
mælt við ýmsa jafnaðarmenn í síðustu kosmngum,
t ®ð hann ætlaði að einangra kommúnistana í Sósía-
listaflokknum og hyggðist stofna Alþýðubandaiag
ið í því skyni. En iitið hefur borið á þessari baráttu
hans við íslenzku Moskvukommúnistana í verki.
Hins vegar er hann orðinn tíður gestur hjá herr-
linum 1 Kreml og er nú istaddur þar austur frá. Ein-
hverjum kann að detta í hug, að þetta sé skýringin
’ é því, að Hannibal kom áldrei í verk að mótmæla
athæfi Rússa í Ungverjalandi í ræðu eða riti heima
á íslandi. Kannski teiur hann fylgismönnum sínum
trú um, að heimsóknirnar til Moskvu komi að mun
meira gagni, þar geti hann leiðbeint Krústjov og
feiögum hans og kennt þeim vestrænt lýðræði?
Hins vegar er árangurinn af þessu kennarastarfi
Hannibals Váldimarssonar ósköp lítill. Rússar
•virðast farasínu fram án þess að spyrja hann ráða.
Kínv.ersku kommún'istarnir leyfa sér sömuleið
is að leg'gja til grimmilegrar atlögu í Tíbet án þess
að 'Hannibal sé spurður eins eða neins. Og auðvit-
að heyrist ekkert frá honum af því tilefni, enda
siaumast við að búast. Maðurinn situr í fagnaði
austur í Moskvu og vegsamar gestrisni og friðar-
vilja Rússa á dönsku. Slík og þvílík er barátta hans
gegn heimskommúnismanum.
En afrekin á heimavígstöðvunum? Er Hannibal
ekki á góðri leið með að einangra kommúnistana
í Sósía'listaflokknum og tryggja vestrænu lýðræði
fylgi og áhrif í Alþýðubandalaginu? Sömu dagana
og hann etur og drekkur með Rússum eru Moskvu-
kommúnistarnir að undirbúa pó’litíska útlegð hans
é komandi sumri. Fyrir þeim vakir að svipta Hanni
bál framboði og þingmennsku,' en Brynjólfur
Bjarnason á að erfa ríki hans í Reykjavík, Þannig
skal ósigurinn verða sem tilfinnanlegastur þeim
„ manni, er sagðist ætla að einangra komrnúnistana
í Sósíalistaflokknum með því að samfylkja þeim í
' AlþýðubEindalaginu.
Getur ekki hugsazt, að Brynjó'lfur hafi samráð
4 við Rússa og að þannig standi á því, að haft er af
: fyrir Hannibal í Moskvu, meðan verið er að
ganga frá útiegðardómnum í aðalbækistöðvum
. Sósíalistaflokksins í Reykjavík? Sennilega talár
Hannibal ekki dönsku, þegar hann kemur heim
t • að bíða ósigurinn fyrix Brynjólfi Bjarnasyni,
Viljjð þér fá Alþýðublað-
ið að staðaldri? Klippið þá
þennan áskriftarseðil út
og sendið okkur.
Ég óska eftir að gerast áskrifandi
að Alþýðublaðinu.
Gjörið svo vel að byrja
strax að senda mér það.
Nafn ....................
Heimilisfang ..................
DE GAULLE rauf í síðustu
viku þá þögn, sem ríkt hefur
í Frakklandi af opinberri
hálfu varðandi Þýzkalands-
deiluna og' Berlínarvandamál-
ið. Á blaðamannafundi dag-
inn fyrir skírdag lýsti hann
afstöðu frönsku stjórnarinn-
■ar til ýmissa alþjóðlegra
deilumála. Hann sagði þá
meðal annars, að ef þýzkir
kommúnistar eða Rússar
reyndu að hindra eðlilegar
samgöngur Bandamanna til
Vestur-Berlínar mundi skap-
ast gífurlegt hættuástand.
Varðandi sameiningu Þýzka-
lands kvað hann hana vera
„hina eðlilegu þróun mála“
og ekki kæmi til mála að
Frakkar mundu nokkurn tíma
viðurkenna ríkisstjórn Aust-
ur-Þýzkalands.
Aftur á móti sagð.i de
Gaúlle að eðlilegt væri að
báðir hlutar Þýzkalands
tækju upp nánari samvinnu
á ýmsum sviðum en hingað
til, og nefndi í því sambandi
samstarf á sviði samgangna,
póstmála og kennslumála.
Um stöðu Þýzkalands í Evr-
ópu sagði forsetinn, að Frakk-
ar hefðu að fullu grafsett ó-
vilja sinn til Þjóðverja og Iitu
svo á, að Þýzkaland væri
æskilegur aðili að samstarfi
V es t ur-E vrópuríkj a.
De Gaulle setti þó eitt skil-
yrði fyrir vináttu sinni við
Þýzkaland, sem sagt að Þjóð-
verjar yrðu að viðurkenna
austurlandamæri sín eins og
þau nú eru. Þetta þýðir að
Fralckar fallast á Oder-
Neisse landamærin að Pól-
landi, sem Rússar ákváðu eft-
ir stríðið. De Gaulle er fyrsti
þjóðhöfðingi Vesturveldanna,
sem viðurkennir þau form
lega. Það er skoðun manna í
París, að samkomulag hafi
náðst með de Gaulle og Ade-
nauer um það að Þjóðverjar
viðurkenni Oder-Neisse lín-
una gegn því að Frakkar við-
urkenni ekki stjórn Austur-
Þýzkalands.
De Gaulle sagði, að franska
stjórnin væri fylgjandi skipu
lagðri afvopnun en hann
kvaðst efast um að heppilegt
væri að hafa vopnlaust svæði
De Gaulle
í Mið-Evrópu. I fyrsta lagi
vildu Frakkar ekki fallast á
að Þýzkaland yrði hlutlaust
og í öðru lagi yrði afvopnun
að leiða til meira öryggis fyr-
ir Frakka en ekki aukinnar
hættu. Skilyrðin fyrir því að
Frakkar féllust á afvopnun í
Evrópu væru þau, að Rússar
drægu heri sína jafn langt í
átt til Úralfjalla og Vestur-
veldin færu með heri sína á
Atlantshafi.
Það er skoðun þeirra
manna, sem á blaðamanna-
fundirium voru, að de Gaulle
áli+i Berlínardeiluna búna til
af Rússum og hún væri ekki
hættuleg nema meðan Rúss-
ar vildu að svo væri. Aðal-
hættuna og mesta vandarnál-
ið, sem þjóðir heims ættu við
að stríða kvað de Gaulle vera
þá fátækt og bann skort, sem
tveir briðju hluiar íhúa heims
ins ættu við að stríða., í stað
bess að reyna að vinna sigur
hver yfir annarri og útbreiða
hugmyndakerfi sín, ættu þjóð
ir heims að vinna að því að
auka framleiðslu sína og
stvrkja þær þjóðir, sem
skammt eru á veg komnar í
flestum efnum.
„S'tærsta vandamálið”,
sagði de Gaulle, „er maður-
inn sjálfur. Við verðum að
bjarga mannkyninu“. Hann
kvaðst í bessu sambandi
rrmndu leggja fram á fundi
æðstu manna áætlun um að-
stoð við vanbrónð lönd.
De Gaulle hafði ekkert nýtt
að segia um Alsírvandamálið.
Hann minnti á tilboð sitt til
foringja unpreisnarmanna að
koma til fundar við sig og
ræða vonnahlé. End.a ' þótt
forsetinn hafi ekki sagt neitt
nýtt um Alsírmálið á fundi
þessum hafa ummæli hans bó
vakið mikla reiði meðal
Frakka í Alsír. sem telia að
hann hafi svikið uppreisnina
frá 13. maí.
Minningarorð
ÓLAHffi GUÐMUNDSSON
fyrrv. bæiarfniltrúi á Siglufirði
ÓLAFUR H. Guðmundsson
fyrrv. bæjarfulltr. á Siglufirði
lézt á sjúkrahúsi Siglufjarð-
ar 21. f. m. og verður jarð-
settur í dag. Ólafur Helgi,
eins og hann hét fullu nafni,
var fæddur að Neðra-Haga-
nesi í Fljótum 28. sept. 1906.
Foreldrar hans voru Guð-
mundur Jónsson skipstjóri
og Guðrún Magnúsdóttir
koria hans. Síðar fluttist hann
með foreldrum sínum að
S'yðsta-Mói í Fljótum og
dvaldist þar til 17 ára aldurs.
Fór hann þá til Hríseyjar og
var vélstjóri á mótorskipi er
Jón heitinn Sigurðsson, út-
gerðarmaður og vélstjóri, átti.
■ Til Siglufjarðar fluttist ÓI-
afui' heitinn árið 1924. Stund
aði hann fyrst einkum bif-
reiðaakstur, en árið 1929 gerð
ist hann starfsmaður hjá Olíu
verzlun íslands, útibúinu
Siglufirði og starfaði hjá því
fyrirtæki til dauðadags.
Ólafur gerðist snemma á-
hugasamur uni stjórnmál og
var frá upphafi ötull og heill
fylgjandi Alþýðuflokksins og
gegndi hann mörgum trúnað-
arstörfum á Siglufirði enda
einn af áhrifamestu og starf-
sömustu flokksmönnum.
Hann átti sæti í bæjarstjórn
í átta ár sem aðalfulltrúi og
mætti oft utan þessa tímabils
sem varabæjarfulltrúi. Hann
átti sæti í fjölmörgum nefnd-
um taæjarstjórnar. í stjórn
Sparisjóðs Siglufjarðar var
hann til fleirj ára. Formaður
byggingarfélags verkamanna
var hann frá 1937 til dauða-
dags. Á þessu tímabili voru
byggðir hinir myndarlegu
verkamannabústaðir við
Hvanneyrarbraut, sem í eru
30 íbúðir. Hann var varamað-
ur í stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins. Þá var hann í rit-
nefnd blaðs Alþýðuflokksins
á Siglufirði, Neista, og var á-
byrgðarmaður bess blaðs í
fullan aldarfjórðung.
Hinn 21. des. 1930 kvænt-
ist hann eftirlifandi konu
sinni Jóhönnu Þórðardóttur,
sem bjó manni sínum aðlað-
andi og glæsilegt heimili.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið en ólu upp Sigurlínu
Gísladóttur, og auk þess áttu
fleiri börn hjá þeim athvarf
um lengri eða skemmri tíma.
■íAf upptalningu þeirri, sem
að framan getur um störf
Ólafs sést, að hann hefur ær-
inn starfa af hendi leyst, en
það eitt segir ekki nema lít-
inn hluta um sjálfan mann-
inn. Ég. sem þessar línur rita,
átti þy{ iáni að fagna að kynn-
ast Ólafi og öðlast vináttu
hans í margra ára ánægju-
legu samstarfi. Ólafur var vel
greindur, tillögugóður og
Ólafur Guðmundsson
starfsmaður mikill. Hann var
gleðimaður hinn mesti og
aldrei með örvilnan þó á móti
blési, heldur sífellt bjartsýnn
og ótrauður að telja kjark í
aðra. Þá hafði hann í ríkum
mæli bá skemmtilegu gáfu að
sjá hið spaugilega í hlutun-
um, og kunni manna bezt að
segja frá ef svo bar undir. í
aðalstarfi sínu vann hann sér
einróma hylli fyrir trú-
mennsku og lipurð, enda var
maðurinn bannig gerður, að
hann vildi hvers manns vand-
ræði leysa. Og oftast eða jafn
vel alltaf. fann hann einhver
úrræði til lausnar vandan-
úm. Þessir aílir eiginleikar
Ólafs gerðu það að verkum,
að með honum var ánægju-
legt að starfa, skemmtilegt
Framhald á 10. síðu.
3. apríl 1959
Alþj'ðublaðið