Tíminn - 07.12.1965, Side 2
ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 1965
TÍMINN
Ævísaga Haralds BöSvarssonar
eftir Guðmund G. Hagalín
GE-Reykjavík, laugardag.
Síðara bindi ævisögu Haralds
Böðvarssonar eftir Guðmund G.
Hagalín er nú komin í bóka-
verzlanir. Heitir bókin í farar-
broddi og er gefin út hjá Skugg-
sjá.
í fyrra bindi sögunnar var skil-
ið við hinn unga athafnamann,
Harald Böðvarsson, þegar hann
26 ára að aldri hafði eignazt
hluta í þremur nýjum v'élbátum,
leigt sér land í Sandgerði og haf-
ið þar stórfelldar framkvæmdir,
svo að hann hafði þegar á næsta
vetri aðstöðu til útgerðar á tug-
um vélbáta og til viðskipta við
áhafnir þeirra.
í síðara bindi þessarar ævisögu
er haldið áfram sögu þessa merka
athafna- og afreksmanns allt til
þessa dags. Það hefst þann dag,
sem þau Ingunn Sveinsdóttir
eru gefin saman í Akraneskírkju,
segir frá dvöl þeirra í Reykjavík,
hini ævintýralegu för þeirra til
Breyskar ástir eft-
ir Öskar Aðalstein
Út er komin hjá Almenna bóka
félaginu ný íslenzk skáldsaga
Breyskar ástir eftir Óskar Aðal-
stein, saga vestan úr fjörðum. Er
þetta októberbók Almenna bóka-
félagsins og jafnframt fyrsta bók-
in, sem AB gefur út eftir Óskar
Aðalstein.
Breyskar ástir er skáldsaga, sem
fjallar um vandamál úr nútíman
um. Söguhetjan er Jónatans bóndi
í Ytridal, sem hefur yfirgefíð möl
ina og setzt að í dalnum og vill
erja jörðina. Hann er vilja og fjör
maður, sem ann gróðri jarðar og
tímgun dýra og mannlífs og verst
af þráa og þrótti gegn straumi
tímans, sem ber böm hans burt
úr dalnum í hið sívaxandi líf og
fjör í þorpinu í næsta firði.
Breyskar ástir er 213 bls.
Höfundur bókarinnar Óskar Að
alsteinn er fæddur á ísafirði árið
1919. Hann var um skeið aðstoðar
bókavörður við Bókasafn ísafjarð
ar, og sfðar vitavörður við Horn
bjargsvita um þriggja ára skeið.
Vitavörður við Galtarvita hefur
hann verið frá 1951. Fyrsta skáld-
saga hans, Ljósið í kotinu, kom
út á ísafirði árið 1939, en auk
skáldsagna hefur hann skrifað
barna. og unglingabækur.
Sonur vitavarðarins
H.S.-Akureyri.
Forráðamenn bókaútgáfu Æ S..
K. í Hólastifti kvöddu nýlega
fréttamenn á sinn fund og skýrðu
þeim frá útgáfu nýrrar unglinga-
bókar. Bókin ber titilinn „Sonur
vitavarðarins" og er eftir séra
Jón Kr. ísfeld. Séra Bolli Gústafs-
son í Hrísey gerði teikningar þær,
sem prýða bókina. Bókin kostar i
bókabúðum kr. 168. Bókaút-
gáfa Æ.S.K. í Hólastifti er ekki
öflugt fyrirtæki, hafði aðeins
handbærar 10.000 kr. að gjöf frá
Menningarsjóði K.E.A., en hefur
þó ráðizt í að gefa út þessa
vönduðu unglingabók. Formaður
bókaútgáfunefndar er séra Jón
Bjarmann í Laufási, en fram-
kvæmdastjóri hennar er Gunn-
laugur P. Kristinsson, fulltrúi.
Jón Kr. ísfeld hefur greinilega
samið bók sína í samræmi við
markmið Bókaútgáfunnar, en það
er að efla siðgæði og sanna
menningu. Bókin er full af góð-
um og kristilegum fordæmum,
unglingum til eftirbreytni og lær-
dóms og stíll hennar er þægi-
legur. Eins og nafnið bendir til
fjallar bókin um ungan pilt, Svein
að nafni, sem er þrettán ára
gamall í upphafi sögunnar.
Sveinn bjargar með snarræði sínu
og hugrekki' fólki úr sjávar-
háska. Einn mannanna launar
Sveini lífgjöf sína og dóttur
sinnar Sólrúnar með því að gera
honum kleift að ganga mennta-
brautina. Sólrún og Sveinn verða
hinir mestu mátar. Höfundur slær
mikið á strengi sorgar og sakn-
aðar í bók sinni, en hann lætur
söguhetjurnar bregðast vel og
skynsamlega við mótgangi lífsins,
og er þvi líklegt, að börn geti
dregið góðan lærdóm af lestri
bókarinnar. Þessa bók ættu sem
flestir unglingar að lesa.
Noregs í desember 1915 og stofn-
un fyrirtækisins Haraldur Böðv-
arsson og Co, sem nú er, eftir
allar hinar miklu breytingar og
byltingar ,í þjóðlífi og atvinnu-
háttum íslendinga í hálfa öld, eitt
hið traustasta og umfangsmesta
útgerðar-, iðnaðar- og verzlunar-
fyrirtæki hér á landi, í aldar-
fjórðung undir stjórn Haralds
Böðvarssonar eins og síðan jafn
lengi undir stjórn þeirra beggja,
Haralds og einkasonar hans,
Sturlaugs H. Böðvarssonar. Sögu
ritari gerir sér far um, hvað í
uppruna, uppeldi og fari sögu-
mannsins leiðir af sér sívaxandi
velfarnað hans, og ennfremur,
hvaða áhrif breyttar aðstæður í
þjóðfélaginu og umheiminum hafi
á athafnir hins þjóðkunna skör-
ungs, og einnig hvaða gildi fram-
isýni hans og elja, seigla og hag-
sýni, verksvit og metnaður hefur
haft fyrir næsta umhverfi hans og
fyrir þjóðarheildina.
í bókinni er fjölda ljósmynda
úr lífi Haralds Böðvarssonar, hún
er 382 blaðsíður að stærð og prent
uð í Alþýðurpentssmiðjunni.
Jólasöfflun Mæðra-
styrksnefndar hafin
FB-Reykjavík, laugardag. ína, sem setja traust sitt á
Jólasöfnun Mæðrastyrks- jólaglaðning nefndarinnar.
nefndar er nú hafin, en nefnd Treystír nefndin borgarbúum
in kappkostar nú eins og und- að stuðla að Því, að þessi heim
anfarin ár að liðsinna bágstödd ili verði ekki fyrir vonbrigð
um mæðíum og börnum þeirra um.
fyrir jólin. Blaðið hafði tal af Tekið verður á móti gjöfum
Jónínu Guðmundsdóttur hjá á skrifstofu mæðrastyrksnefnd
Mæðrastyrksnefnd, og sagði arinnar að Njálsgötu 3 alla
hún, að í fyrra hefði nefndin vírka daga frá klukkan 10.30
styrkt um 800, heimili, með til klukkan 6 síðdegis. Nauð
peningagjöfum, mat og fata- synlegt er, að þeir sem leggja
gjöfum. . | vilja eitthvað af mörkum geri
það sem fyrst. Jónína tók fram
Jónína sagði ennfremur, að að lokum, að nauðsynlegt væri
nefndin muni nú enn einu sínni fyrir þá, sem vonuðust til þess
eita til Reykvíkinga í þeirri að fá einhvern styrk frá nefnd
■'on, að hún mæti sömu gjaf- inni, að sækja um hann sem
mildinni og sama skílningnum fyrst, því aðeins verður úthlut
;em fyrr. — Þau eru ekki orð- að eftir nýjum umsóknum.
n svo fá heimilin, sagði Jón- nefndar
Davíð og krumml
Mannslíkaminn, önnur
alfræöisafnsbók AB
Sem kunnugt er hóf Almenna
bókafélagið fyrir skömmu útgáfu
á bókaflokki um bækur og vísindi,
Alfræðasafn AB. Nefndist fyrsta
bókin FRUMAN og var í þýðingu
Píreygðar stjörnur
eftir Eggert
Laxdal
GE-Reykjavík, laugardag.
ísafold hefur nú gefið út ljóða-
bókina Píreygðar stjörnur eftir
Eggert E. Laxdal listmálara. í
bókinni eru 38 órímuð ljóð og er
hún skreytt teikningum eftir höf-
undinn sjálfan. Bókin er 75 blað
síður að stærð.
LYÐIR 0G LANDSHAGIR
PILTAR,
EFÞlD EIGID UNNUSTUNA .
ÞÁ Á tO HRINCrANA /
’ð/r /Js/nt//7á's&onJx
Lýðir og landshagir, fyrra
bindi, eftir dr. Þorkel heitinn
Jóhannesson, háskólarektor, er
komið út hjá Almenna bókafélag
inu og er desemberbók félagsins.
Er útgáfutími bókarinnar valinn
með tilliti til þess, að 6. desember
hefði dr. Þorkell orðið sjötugur.
í þessari bók, sem er fyrra
bindí, er fjallað um ýmis efni
frá ýmsum tímum, en einkum þó
þau svið, er dr. Þorkeli voru
hugstæðust, ýmsa þætti úr hag-
sögu og um atvinnuhætti á íslandi
fyrr á tímum. Til dæmis um
efni bókarinnar má néfna ’ rit-
gerðir úr verzlunarsögu íslands
og önnur um landbúnað á íslandi
á árunum 1874—1946. Þá er þar
einnig að finna ritgerð um al-
þýðumenntun og skólamál á ís-
landi á 18. öld og önnur um það,
er prentlistin kom fyrst tii íslands.
Ennfremur má geta rítgerða um
Skaftárelda og annarrar um
Pláguna miklu 1402 til 1404, sem
venjulega gengur undir nafninu
Svarti dauði. Fleiri Þættir skulu
ekki taldir hér, en öllum er þeim
það sameiginlegt, að um efnið er
fjallað af alúð og skarpskyggni I
trausts sagnfræðings og rithöfund
ar.
Lárus H. Blöndal, bókavörður,
hefur búið bókina, sem er 340 bls-
til prentunar.
dr. Sturlu Friðrikssonar, erfða
fræðings. Önnur bókin í safninu
er nú komín út og er það MANNS
LÍKAMINN eftir Alan E. Nourse
í þýðingu læknanna Páls V. G.
Kolka og Guðjóns Jóhannessonar.
í þessari bók getur lesandinn
kannað hinar margbreytilegu furð
ur mannslíkamans, sem birtist m.
á. í hinu aðdáanlega samræmi
milli einstakra vefja, gerð þeirra
og starfi. Bókin segir frá einstök
um líffærum, líffærakerfum, beina
grindinni, skilningarvitunum, efna
samsetningunni og hvernig allt
þetta vinnur saman. Lesandinn
kynnist Því hversvegna hann verð
ur veikur, en öðlast heílbrigði á
ný, og hann fær svar við því, af
hverju við erum ung en verðum
gömul, ásamt fjölda annarra hlið
stæðra svara. Lesandinn fær einn
ig að skyggnast inn í heim læknis
ins og kynnist hlutverki hans og
þýðingu fyrir samfélagið. Heitir
einn af myndaköflum bókarinnar,
Læknir verður til, og segir frá því,
á hverju læknanemi verður að sigr
ast áður en takmarkinu er náð.
Framhald á bls 11
KONAN SEM KUNNI AO ÞEGJA
5. BÚK JAKOBS JÚNASSONAR
eftir Jakob Jónasson er komin út
Konan, sem kunni að þegja,
eftir Jakob Jónsson er komin út
hjá ísafold. Fyrri hluti sögunnar
er látinn gerast í litlu sjávarþorpi
einhvers staðar á Austurlandi. Fyr
ir tilkomu síldarinnar og tækninn-
ar vex þetta litla fiskimannaþorp
á nokkrum árum, frá smæð sinni
í allmyndarlegan kaupstað. Síldar
stöðvarnar gefa fólkinu góðar tekj
ur og nýja síldarverksmiðjan mal
ar því gull.
Við sögu koma margar skemmti-
legar persónur, allt frá frú Björk
niður til Grímsa, sem fólkið akk-
aði allragagn. í þessu uppgangs
þorpi óx hann Þröstur litli Þór
úr grasi
Síðari hluti sögunnar gerist í
Reykjavík, þar sem Þröstur les
undir stúdentspróf, klæðalítill,
auralaus og svikinn af þeím, sem
hann hafði treyst, en skyndilega
og óvænt rofar til. Þar stígur frá
sögn höfundar hæst, er hann
leysir þá dulmögnuðu spennu,
sem fylgt hefur Þresti Þór frá
upphafi sögunnar. — Þetta er hug
ljúf og spennandi saga, segir á
bókarkápunni.
Þetta er fimmta bók Jakobs
Jónassonar, sem komið hefur út.
Árið 1945 sendi hann frá sér Börn
framtíðarinnar, 1952 kom út bók
in Ógróin spor (Bragi bersögli),
1959, Myndin, sem hvarf og árið
1963 kom út bókin Myllusteínninn
Bókin Konan, sem kunni að
þegja er 127 bls.
Jakob Jónasson