Tíminn - 07.12.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 07.12.1965, Qupperneq 5
MUÐJUDAGUR 7- desember 1965 ______ — Wmhm — Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framtvæmdastjóri: Kristján Benedörtsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSl G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastj.: Steingrimnr Gíslason. Ritstj.sla-ifstofnr i Bddu- húsinu. símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands — f lausasölU kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.t Alúmmmálið Samkvæmt tilkynningu, sem ríkisstjórnin lét birta fyrir helgina, hefur náðst samkomulag í aðalatriðum mfllj hennar og fultrúa svissneska alúmmhringsins um byggingu alúmínverksmiðju í Straumsvík. í tilkynning- unni segir, að aðeins sé eftir að ganga frá minni háttar atriðum, og sé stefnt að því, að samningurinn verði lagð- ur fyrir Alþingi til formlegrar samþykktar eftir áramót. Þau málalok hafa hér orðið er búast mátti við af skrif- um stjómarblaðanna, einkum þó Mbl. undanfarin miss- iri. Þau skrif hafa bent til þess, að ríkisstjómin gengi að næstum hverju því tilboði, sem kæmi frá svissneska alúmínhringnum. Meðan samningsatriðin hafa ekki verið birt, er að sjálfsögðu ekki hægt að ræða um þau né fella endanlegan dóm um, hvernig til hefur tekizt. Hins vegar er ekki úr vegi í tilefni af þessu að rifja það upp, er Eysteinn Jóns- son sagði í maímánuði síðastl., þegar mál þetta var til umræðu á Alþingi. Lokaorð Eysteins Jónssnar voru þá þessi: „Stóriðjuáætlanirnar og höfuðþættina í efnahags-, at- vinnu- og fjárfestingarmálum tel ég þurfa að endurskoða frá rótum. Tel ég þau höfuðsjónarmið, sem taka þurfi tillit til, koma fram í ályktun aðalfundar Framsóknar- flokksins, sem samþykkt var 1 síðasta mánuði og vil ljúka máli mínu með því að lesa hana með leyfi hæst- virts forseta.“ Sú ályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokks- ins sem Eysteinn Jónsson vitnaði hér til, hljóðaði á þessa leið: „í tilefni af þeim samningaumleitunum, sem nú standa yfir um alúmínvinnslu hér á landi, lýsir miðstjórnin því yfir, að slík stórmál má ekfci afgreiða, nema sem hð í heildaráætlun og ekki tiltök að hefja þær fram- kvæmdir við þá verðbólguþróun og vinnuaflsskort, sem íslenzkir atvinnuvegir búa nú við. Eins og ®akir standa, er því ný stefna í efnahags- og atvinnumálum landsins forsenda þess, að unnt sé að ráðast í stóriðju. Hið erienda fyrirtæki njóti engra hlunninda umfram íslenzka at- vinnuvegi og lúti í einu og öllu íslenzkum lögum og raf- orkusala til þess standi a.m.k. undir stofnkostnaði virkj- unar að sínu leyti- Ennfremur hafi íslenzk stjórnarvöld á hverjum tíma íhlutun um skipun stjómar verksmiðj- unnar og meirihluti stjórnenda sé íslenzkir rfkisborgarar. Miðstjórnin minnir sénstaklega á, að staðsetning alúmín- verksmiðju á mesta þéttbýlissvæði landsins mundi, eins og nú háttar, auka mjög ójafnvægi í byggð landsins Að óbreyttum þeim aðstæðum felur mið'stjórn framkvæmda- stjórn flokksins og þingflokki að beita áhrifum sínum þannig, að verksmiðjan verði staðsett annars staðar“. í samræmi við þessa ályktun miðstjórnar hefur Fram- sóknarflokkurinn unnið að þessu máli og á sama hátt mun hann að sjálfsögðu marka endanlega afstöðu sína til málsins. Verðugur málsvari Dómsmálaráðherra og' forsætisráðherra fengu aðeins bakstuðning eins íhaldsþingmanns í umræðunum um Hafnarfjarðarhneyksli sitt- Það var Matthías Á. Mathie- sen. Var það verðugur hjálparkokkur því að Matthías vildi umfram allt fá embættið sjálfur, þó að hann hafi aldrei gegnt slíku starfi, enda fékk hann engan stuðning sinna manna heima til þess framboðs. Var því við hæfi, ' að hann gæfi Jóhanni, einn íhaldsþingmanna, siðferðis | vottorð á Alþingi. 4 TÍMINN Hver þekkir skáld til hlítar? Skáldið frá Fagraskógi. Kvöldvökuútgáf an. Vafalítið má telja, að óbornar kynslóðir á íslandi hefji Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi í þann dularljóma, að af honum spinnist lífssögur margar með kynjablæ. Skáldskapur hans á slík ítök í þjóðarsálinni, og lífs saga hans og persónugerð býr yfir nægilegri dulúð til þeirra örlaga. Ætla mætti því, að frá sögur samferðamanna hans, þeirra sem kunna á honum bezt mannleg skil, gætu stuðlað að því, að íslenzkur ævintýrahugur bæri efeki þetta óskaskáld þjóð arinnar alveg í björg og mótað mynd hans og lífssögu að geð- þófcta. Það verður því að telja lofs- verða framtakssemí Kvöldvöku- útgáfunnar að vinda bug að slíkri heimildabók, ef verða mætti til þess að festa og skýra raunmynd skáldsins í huga þjóð arinnar. Að öllum undirbúningi virðist hafa verið unnið af alúð og leitað til þeirra manna, sem gerst hafa þekfet Davíð. Árang- urinn er lííka eftir því. Ég þefekti ekki Davíð persónulega, en hafði margt af honum heyrt. Eftir lestur bókarinnar tel ég mig þekkja hann miklu betur og jafnvel skilja viðlög sumra Ijóða hans og undirhljóm ger en áður. Hins þyfeist ég ekki dyljast, að þessir skýrendur skáldsins sumir hverjir séu enn of háðir persónutörfum þess og valdi tregans til þess að leiða manninn fram eins og hanii var. En svo líða tregar sem tíðir, og því hefði ef til vill verið réttara að láta nokkur ár líða, áður en þessi vitni voru leidd um líf Davíðs. Á móti kemur hitt, að minningar fymast fljótt og — það sem verra er — breyt ast og fjarlægjast sannleifeann á ýmsa lund. En snúum okfeur þá að minn- ingarbókinni um Davíð. Efstur á blaði er Ámi Kristjánsson, tón listarstjóri, sem mun hafa verið nákunnugri Davíð en flestir aðr ir fjarskyldir. Minningar hans era mjög persónulegar að yfir- bragði en mættu rista dýpra. Þar eru setningar úr jólabréfum markverðastar og hagleg og næm lýsing á pílagrímsför Da- víðs og gröf Prödings í Uppsöl- um. Næst kemur frásögn séra Björns O. Björnssonar, Boðnar- bræður. Þar er sagt frá kynn- Ondvegisrit frá um við Davíð á Hafnarárum og þátttöku hans í skáldafélaginu Boðn. Er þessi þáttur einn hinn veigamesti í bókinni. Hann varp ar ljósi á örlagaríkt skeið í ævi Davíðs og segir frá merkilegum félagsskap. Þar greinir einnig frá mati Nordals á fyrstu Ijóð- um Davíðs, og hver uppörvun hinu unga skáldi var að því sam félagi. Það er og aðkall þessa þáttar, hve léttilega er frá sagt, gamanmál reifuð og tregaklökkv inn lítill. Brynjólfur Sveinsson, mennta skólakennari, rekur stuttlega kynni sín af viðhorfi og ást Davíðs á íslenzkri tungu, t.d. í prófdómarastarfi. Gott gildi hef- ur frásögn hans af prófarka- lestri af Sólon fslandus með Davíð. Eiður Guðmundsson seglr nokkuð frá ætt og upp- runa Davíðs og greinir frá ættar fylgjum og ættareinkennum. Einar Guðmundsson frá Hraunum ritar æviþætti Davíðs í réttu tímasamhengi. Hann var skáldinu náskyldur og nákunn- ugur. Ýmislegt verður ljósara við lestur þessa þáttar, en of- lauslega frá greint, forvitni vak in um sitthvað, en henni of sjald an svalað. Helga Valtýsdóttir ritar snotra smágrein, sem dýpkar skilning á bókagleði Davíðs. Hulda Á. Stefánsdóttir segir frá æsku- kynnum sínum við Davíð frænda sinn. Þar er brugðið upp ýms- um myndum, sem ætla mætti að væra kveikja að ýmsum Ijóðum myndum af ferðalögum og nátt- úraást Davíðs, en þar skortir þó einhverja dýpt og hreinskiptni. Kristján Jónsson ritar ágætan þátt um ýmsar stundir sínar með Davíð. Frásögn hans af því, Framhald á bls. 11 18 öld Ólafur Olavius: Ferðabók, síðara bindi Bókfellsútgáfan. Ferðabók Ólafs Olaviusar hef ur verið kjörgripur í flokfei ferða bóka um ísland frá 18. Öld. Hún var í eigu mjög fárra manna, og síðustu ár hefur hún selzt fyrir mjög hátt verð á bókaupp boðum. Þetta er á engan hátt að furða, því að hún er ein hin gagnmerfeasta lýsing á íslenzk- um landshögum, sem um getur. Ólafur Olavius var sendimaður Danakonungs, og honum var á hendur falin rannsókn á öllu því er lyti að atvinnuhögum og af komu landsmanna. Skipaði kon- ungur honum að rita dagbók nákvæma um það, sem hann heyrði eða sæi á ferðum sínum. Einkum skyldi hann huga að og hafa spurnir af eyðibýlum og at huga, hvort þar_ mætti reisa byggð aftur. Ólafur Olavius vann annars merkust afrek sín í þágu íslendinga við bókagerð. Hann lét gefa út í Kaupmanna- hönf „Söguna af Njáli Þorgeirs- syni og sonum hans“ og hann stofnaði Hrappseyjarprentsmiðju með Boga Benediktssyni. Árið 1780 kom Ferðabók Óla- viusar síðan út í Kaupmanna- höfn með löngum formála eftir Jón Eiríksson, etatsráð, þar sem gerð var allýtarleg grein fyrir þeim framfaratilraunum á fslandi, er danska stjórnin beitti sér fyrir. Ferðabók Olaviusar er merk- asta rit um fsland á átjándu öld, þegar frá er skilin ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna. Frem ur til gamans en kynja má nefna Það, að Olavíus víkur all- víða að ferðabók Eggerts og Bjama í því sfeyni að ómerkja eða rýra gildi umsagnar eða lýs- ingar og afsanna vísindalegar skýringar þeirra. Ólafur kom út í Dýrafirði vor ið 1775 og ferðaðist þaðan um Vestfirði og norður um Horn- strandir og sem leið lá austur yfir Norðurland og Austurland, allt suður í Lón það ár og tvö hin næstu. f bók sinni lýsir hann þessum héruðum glögglega, seg- ir frá búskaparháttum og að- dráttum á sjó og landi, telur upp eyðibæi og nefnir lending ar og hafnir. Lýst er fiskveiðum og veiðiaðferðum, hlunnindum og reka, hverasvæðum, jarðlög- um, fomminjum og göml- um en af lögðum vinnu- aðferðum. Margt teikninga er í bókinni, og landsuppdrættir nokkrir. Sagt er, að Ólafur fengi að ritlaunum fyrir bókina fjögur hundruð dali og tollheimtu mannsembætti feitt á Jótlandi. Sæmundur Hólm gerði margar teikningar fyrir Ólaf í bókina. Aftan við bókina eru ýmsar skýrslur um surtarbrandslög í fjöllum á Vestfjörðum og á Tjörnesi, svo og um brenni- steinsnámur í Krísuvík og Þing eyjarsýslu. Eru þessir ritaukar eftir Christian Ziener og Ole Hencfcel, er hér ferðuðust um til rannsókna árið 1775. Henckel var norskur maður, er stundað hafði nám í námaskóla að Kóngs bergi í Noregi. Rannsóknir þeirra félaga voru hinar merk- ustu og stuðluðu mjög að því að nýta betur brennistein og surtabrand og gáfu miklu betra yfirlit um þessi sérstæðu lands- gæði en áður hafði fengizt. Bókfeilsútgáfan hófst handa um íslenzka útgáfu af Ferðabók Ólafs Olaviusar fyrir nokkram árum, og kom fyrra bindi henn- ar út í fyrra, og nú hið síðara. Þýðandi verksins er Steindór Steindórsson frá Hlöðum, og mun það verk af hendi leyst af góðri kunnáttu og vand virkni. Útgáfan öll er hin vand- aðasta og fylgja allar myndir. í seinna bindinu er sagt frá Eyjafirði eða Vaðlasýslu. Þing- eyjar- eða Norðursýslu, Múla- sýslu og sveitunum við Breiða- fjörð. Loks er svo þáttur um náttúru íslands og fornleifar og bálkar þeir um brennistein og surtarbrand, sem áður getur. Ýt arlegar nafnaskrár og atriða skrár fylgja nýsamdar báðar og gefa bókinni aukið gildi og gera hana handhægari í notkun. Hin nýja og íslenzka útgáfa af Ferðabók Olavíusar er hið ágætasta framlag og sómir sér vel við hlið Ferðabókar Eggerts og Bjarna sem höfuðrit um land og þjóð á átjándu öld. AK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.