Tíminn - 07.12.1965, Síða 7

Tíminn - 07.12.1965, Síða 7
ÞRTOJUDAGUR 7. desember 1965 TÍIVIINN 7 áttumikið land er hér, sem auö- velt er að rækta, bæði mýrarflák- ar og holt. — Gekk ekki heyskapurinn vel hjá ykkur í sumar? — Jú, hann gekk mjög vel hér í hreppnum á síðastliðnu sumri, enda veðrátta hagstæð og rækt- un orðin mikil. Víðast er þó fálið- að við heyskapinn, en vélakostur er yfirleitt mjög góður. — Eru samgöngur ekki góðar hjá ykkur? — Ég verð að segja að vegamál in hafi verið ^kkur Áshrepping- um crfið a undanförnum árum. Það er bæði vegna þess að all- miklar vegalengdir eru af þjóð- vegi heim á einstök býli, og svo þess, hve langsótt er í góðan of- aníburð og öll vegagerð hér dýr. Vonir standa til að á þessu hausti verði öll býli hreppsins, sem í byggð eru, komin í gott vegasam- band. Og úr því við ræðum um vegamálin get ég ekki stillt mig um að minnast á beygjuna á þjóð veginum hjá Brekkum. Það virð- ist ákaflega erfitt að fá hana lag færða, þótt þar verði stórtjón á hverju einasta ári. Til dæmis í sumar hafa farið sex bílar þar út af og 'tveir þeirra eru gerónýtir. Til skamms tíma hefur beygja þessi verið ómerkt, en þótt úr því hafi nú verið baett virðist það ekld duga til, það eina sem dugar er einfaldlega að lagfæra þessa óheillabeygju. Fréttamaður blaðsins kom fyrir nokkru að Þjórsártúni og hitti að máli bónd- ann þar, Olver Karlsson oddvita. Ölver er Norðlendingur að ætt og uppiuna, fæddur á Tyrfingsstöð- um í Akrahreppi*í Skagafirði, en ólzt upp í Eyjafirðinum. 1943 fluttist hann frá Vöglvun í Glæsi- bæjarhreppi að Þjórsártúni í Rangárvallasýslu, nýkvæntur Krist björgu Hrólfsdóttur frá Ábæ í Akrahreppi, og þar hafa þau bú ið æ síðan við sívaxandi vinsæld- ir og traust sinna aýju nágranna. Er pau fluroist a75 p^orsarruni, var byltingin í íslenzkum landbúnaði að hefjast, og túnið þar gaf af sér hálft annað kýrfóður. Nú fást af því 40. Ölver hefur valizt til fjölmargra trúnaðarstarfa, hann er í stjórn Kaupfélags 1 Rangæinga, skólanefnd Lauga- landsskóla, oddviti sveitar sinnar og fleira mætti telja. — Hve margir búendur eru nú í Ásahreppi, Ölver? — Þar eru nú 35 bændur. Hjá okkur hefur verið að gerast sama sagan og í svo mörgum öðrum sveitum landsins, að bændum hef ur farið heldur fækkandi, og á síðustu tveimur og hálfu ári hef- ur íbúum hreppsins fækkað um 20 manns og nú eru þeir 154. Ásahrepp má hiklaust telja með beztu sveitum hér sunnanlands, meðal annars vegna þess, hve víð- — Hafið þið ekki allir raf- magn? — Nei, það er rafmagn á öllum bæjum hreppsins, nema Króki, Heiði, Herríðarhóli og Þjórsártúni, en líkur eru til, að þeir, sem út- undan hafa orðið fái rafmagn inn an tveggja ára. — Hvernig eruð þið settir með skólamálin? — Stofnuð hefur verið ungl ingadeild við barnaskólan að Laugalandi í Holtum. Deildin mun taka til starfa 25. okt. og líkur eru til að þar sitji 16 nemendur í vetur á skólabekk. Að skólanum standa Ása- Holta- og Landhrepp- ar, sem sameinaðir voru í eitt skólahérað 1957. Var þá hafin bygging skólahúss að Laugalandi. Barnaskólinn þar tók til starfa haustið 1959. í skólanum eru heimavistir fyrir 44 nemend- ur. Endanlegum frágangi var ekki lokið fyrr en á s.l. ári, og nam þá heildarkostnaður 8,4 millj. kr. Hafinn er undirbúningur að bygg ingu skólastjórabústaðar. Sótt hefur verið um leyfi til byggingu heimavistar fyrir 28 nemendur, sem er brýn nauðsyn vegna til- komu unglingadeildarinnar. Skólastjóri er Sæmundur Guð- mundsson og hann hefur verið það frá upphafi skólans. Auk hans starfa við skólann 3 fastir kenn- arar og svo tveir stundakennarar, í söng og íþróttum. — Það er mikið rætt um afrétt Ölver Karlsson armál nú til dags, ekki hvað sízt um afréttarmál Sunnlendinga. Hvernig eruð þið settir? — Ása- og Djúpárhreppur eiga Holtamannaafrétt og Þóristungur, þangað var rekið tæplega 2000 fjár á s.l. vori úr Ásahrepp. Smöl un afréttarins í haust gekk mjög vel, en talið er að vanti um 11 kindur, 57 kindur fóru af afrétt- inum á s.l. sumri og út yfir Þjórsá, komu þær fyrir í Skeiðarétt og Dælarétt, því fé var lógað. Að tilhlutun Áshreppinga voru settir upp vegvísar á afréttinum á s.l. sumri, var það talið nauð- synlegt vegna þeirra mörgu manna, sem leggja leið sína um þennan víðáttu mikla afrétt. En það furðulega hefur skeð, að ein- hverjir af þeim ferðamönnum, sem átti að greiða fyrir á þennan hátt, sneru vegvísunum, svo þeir bentu til annara leiða en réttar voru, og lenti eitthvað af ferða- fólki í villu og erfiðleikum fyrir þessa sök. Á Holtamannaafréfcti eru mikl ar gróðurlausar auðnir sem mun þó vera tiltölulega auðvelt að græða upp. Það er talið að þegar flest fé hafi komið af afréttin- um þá muni það hafa verið 12—14 þúsund, þar af ca. 15 hundruð af Þóristungum. Mörk Holtamannaafréttar voru talin vera árið 1858, frá Tungnaá að sunnan og til Fjórðungskvísl- ar að norðan og vestur í Þjórsá og allt austur í fjallgarð svo langt sem vötn renna til' og frá héraða á milli. Þegar hin svokölluðu veiði- vatnamál voru til lykta leidd um 1951 var tekin smá ræma af þess- um afrétti austan Þóristindar norður í Svartakamb og lagt til Landmannaafréttar ásarnt smá sneið af Þórisvatni. Fjallmenn Ása- og Djúpár hrepps hafa bó smalað þetta land eftir sem áður. Þórisvatn í óbyggðum er svo til allt á afrétt Ása- og Djúpár hreppa Þar er engin veiði, vakn aður er nú meðal bænda áhugi á fiskirækt 1 vatninu. Þar hefur ekki ennþá verið gerð nein líf- fræðileg rannsókn, án slíkrar at- hugunar er þýðingarlaust að hefja fiskirækt. — Nú er rætt talsvert um það að reyna að fækka sveitarfélögum með því að sameina þau, sem fyr ir eru, eftir því sem landfræðileg- ar aðstæður leyfa og hagkvæmt er talið. Hvað segir þú um þetta atriði með þína sveit? — Góð samstaða hefur verið innan hreppana um skólann að Laugalandi og skilningur á nauð syn þess að gera Laugaland að menningarmiðstöð viðkomandi sveita. Ása-, Holta- og Landhreppar hafa einnig staðið saman í rækt- unarmálum. Ræktunarsamband var stofnað fyrir um 20 árum. Það á nú þrjár jarðýtur, eina ný lega, og svo tvær jarðvinnslu- dráttarvélar. Svæðið milli Þjórsár og Yfcri- Rangár er í landfræðilegu tilliti eina samstæða og því eru hér engin eðlileg hreppamörk frá nátt úrunnar hendi. Bættar samgöng- ur, fækkun íbúa, samvinna í skóla málum og við ræktun hefur leitt til þess, að margir telja nauð- synlegt að sameina Ása-, Holta- og Landhrepp i eitt hreppsfélag. Augljóst er að slíkt myndi leiða til hagkvæmni í félagsmálum. Læknirinn og sjúkdómsgreiningin Nokkrar athugasemdir við skrif Páls V. G. Kolka, læknis Undanfarna daga, hafa farið fram miklar umræður og blaða- skrif um veitingu í embætti bæj- arfógeta í Hafnarfirði og sýslu- manns i Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Þó þetta mál sé að sjálf- sögðu viðkvæmast í Hafnarfirði og á Suðurnesjum, hefur það eðli- lega og óhjákvæmilega líka orsak- að umræður annars staðar þar sem um er að ræða gjörðir æðsta vald- hafa dómsmála í landinu. Ég ætla mér ekki, að ræða þær gjörðir, það eru nógir aðrir til þess, en ég get ekki látið hjá líða, að víkja lítillega að þeim trakteringum, sem ég og skoðana- bræður mínir á þessu máli, fá- um í skrifum P.V.G.K. læknis. Sunnudaginn 14. nóv. birtist í „Vettvangi’’ Morgunblaðsins grein eftir P.V.G.K. sem, með tilliti til þess, að höfundur er læknir, verð- ur að teljast með eindæmum, ekki síður en það sem hún fjallar um. í upphafi greinarinnar, siglir lækn irinn skýin á latneskum sjúkdóms- heitum með forn-grízku ívafi, en kemur síðan til jarðar með álykt- un um „ . . . að þessir sjúkdóm- ar virðist fara í vöxt, vegna þess að margir þola ekki þann gaura- gang, sem fylgir lífi í fjölmenni," og enn heldur læknirinn áfrani, „Líkami og sál þeirra manna, sem þannig er ástatt fyrir virðist vera í sífelldu uppnámi, svo að þeir Kr«rðas± með ósköpum við þeim ytri áhrifum sem ekki fá á heil- brigða menn.“ Þá veifc maður það. Sá, er þetta ritar, átti um skeið heima í því læknishéraði, sem greinarhöfundur gegndi lengst, og er honum og hans skapferli nægi- lega kunnur, til að geta vart var- izt hlátri við lestur greinarinnar. Svo oft átti ég þess kost, að kynnast andlegu uppnámi og sál- arástandi hins ágæta læknis, þegar pólitískar farsóttir gengu um hér- aðið, að grein hans lýsir átakan- lega, hver viðbrögð hans hafa orð. ið, við þeim „gauragangi," sem honum hef-ur mætt við að flytja í fjölmennið í Reykjavík og er greinin öll, athyglisverður dómur um andlegt ástand höfundar síns. Næst verður höfundi fyrir, að kafa 60 ár aftur í tímann, til að rífja upp atburð, þar sem ráð- herra, með sama eftimafni og hæstvirtur dómsmálaráðh. varð fyrir aðkasti fyrir gerðir, sem hann telur að tíminn hafi leitt í ljós, að hafi átt fullan rétt á sér. Hver er tilgangurinn? Er það ætl- un höfundar. að lesendur Mbl. gleypi það sem góða og gilda fæðu, að úr því umdeildar gjörðir . . . . Hafstein ráðherra fyrir 60 árum hafi átt rétt á sér, þá muni gjörð- ir . . . Hafstein ráðherra í dag verða réttlætanlegar eftir 60 ár. Ef sá er tilgangurinn, metur hann ekki hátt andlegan þroska lesenda Morgunblaðsins. Og enn heldur hann áfram, „Það er því ef til vill ekki nema eðli- legt, að fólkið hér við sunnanverð- an Faxaflóa, virðist vera sérstak- lega næmt fyrir þeim bakteríum, sem sóðafengnir smitberar dreifa út á meðal lýðsins." Sem læknir, keyrir höfundur þama alveg um þverbak. Mótmælum fólks við vegatoll á Suðurnesjavegi og þó sér í lagi, við veitingu í embætti bæjarfógeta í Hafnarfirði og sýslu- manns Gullbr.- og Kjósarsýslu, get ur læknirinn helzt líkt við sjúk- dóm, er hann nefnir „Andleg kölduflog." Nú er lækninum manna bezt kunnugt mn, hve bakteríur era valdar að mjög mörg um sjúkdómum, og væri ekki úr vegi að skyggnast um eftir þeirri bakteríu er völd er að þessum sjúkdóm. Hana er einmitt að finna í gjörðum tveggja ráðherra, við ákvörðun vegatolls og veitingu embættis. Séum við sammála um það, er það ófögur lýsing, sem þér gerið á þeim með því að líkja þeim við „sóðalega bakteríu- dreifandi smitbera meðal lýðs- ins.“ Ef við hins vegar erum ekki sammála um bakteríuna, hlýtur það ag eiga að skiljast svo. að þér teljið alla andlega vanheila, er hafa haft í frammi „opinberlega og manna á miUi” mótmæli gegn þessum gjörðum. Ef sú er mein- ingin takið þér stærra upp í yð- ur en ég hefði átt von á, og getur maður þó búizt við ýmsu. Undir lokin minnist læknirinn á viðskipti sín við vökukonu og sjúkling norður á Blönduósi, en þar raðar hann bara ekki í hlut- verkin í samræmi við fyrri um- sagnir. Hann hefur fyrr í grein- inni talað um sjúklinga og við skulum enn um stund, halda okk- ur við, að „sumir hinna lögfróðu flogaveiku fulltrúa á bæjarfógeta- skrifstofunni í Hafnarfirði séu sjúklingar, þá kemur fram ný. mynd. Góði læknirinn á Blöndu- ósi, stöðvaði klukkuna, sem angr- aði sjúklinginn, samkvæmt því á góði ráðherrann í Reykjavík að taka aftur það, sem angrar full- trúana í Hafnarfirði og færi bezt á því, en þá vaknar ný og þýð- ingarmikil spuming: Hver leikur hlutverk vökukonunnar í þessari nýju mynd? Að lokum vil ég segja þetta við P.V.G.K. lækni. Undanfarin ár hef ég mér til ánægju hlust- að á hann í útvarpi og lesið úr verkum hans, en hann verður að gera sér ljóst, hve ritsmíð, eins og umrædd grein hlýtur að rýra hann í áliti hjá öllum sanngjörn- um hugsandi mönnum, og mun ég með tilliti til hans fyrri afreka, bæði með penna og hníf í hönd- um, líta á þessa ritsmíc hans að- eins sem misheþpnaða aðgerð unna í reiðikasti á ímynduðum andstæðingi. Þórður Snæbjömsson. LOKAÐ Skrifsfofan verður lokuð f.h. þriðjudaginn 7. þ.m- vegna jarðarfarar. TOLLSTJÓRASKRFSTOFAN, Arnarhvoli.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.