Tíminn - 12.12.1965, Side 3

Tíminn - 12.12.1965, Side 3
SUNXUDAGUR 12. desember 1965 TB8V8SNN 3 í SPEGLITÍMANS Jacqueline Kennedy lætur lítið á sér bera eftir lát manns síns. Þegar hún kemur í leik- hús, sezt hún ekki í sæti sitt fyrr en ljósin hafa veríð deyfð og hún lætur ekki sjá sig nema með velbekktum og mikilsvirt- um mönnum. Hún er mjög var kár og til baka en þó ekki um of og yfirleitt er hún ekkí sér lega glaðvær á svipin, þegar ljósmyndarar taka af henni myndir. Myndin, sem hér fylg ir var tekin, þegar hún fór að sjá söngleik á Broadway nú fyr ir skemmstu og var hún hin hýrasta, þegar hún kom í fylgd með höfundi sjónleiksins. ☆ sælu trú, að hann hafi mísst af síðustu Oscars verðlaununum vegna allra auglýsinganna sem voru í kringum myndina Beck ett, sem hann lék í. John Lennon einn af bitlun um frá Liverpool fékk mikið hrós fyrir bók sína. In his own write, sem fram að þessu hefur selzt í 200.000 eintökum og hefur verið talin frábært meist arastykki. Nú hefur Sunday Mirror hins vegar ljóstrað því upp, að bókin sé nú ekki alveg hans verk, því heill kafli í bókinni er stolinn. Kaflinn heitir hjá tannlækninum og er hinn sami og í bók manns nokkurs, er Clifton heitir, að öðru leyti en því að á einstaka stað hef ur John Lennon slegið vitlaust á ritvélina þegar hann var að skrifa upp franskar setningar, sem þar voru. John viðurkennir þetta alít fúslega og segir að þetta hafi hann bara gert upp á grín. Þessar upplýsingar verða án efa mjSg ánægjulegar fyrir hina ungu frönsku skáldkonu Christiane de Rochefort, sem var falið það að þýða bókina yfir á frönsku. Umræddur kafli olli henni nefnilega svo mikl um erfiðleikum, að hún varð að fá ekki færri en sex málsérfræð inga til þess að hjálpa sér og þess vegna tók það hana eitt ár að þýða bókina ☆ Miss World hín 21 árs gamla Lesley Langley á við mikla erfiðleika að etja Þessa dag- ana, þar sem komið hefur í ljós að hún hafði brotið reglur, sem settar höfðu verið í sambandi við þátttöku í keppninni um titilinn Miss World og nú er titill hennar í veði. Forráðamenn keppninnar höfðu nefnilega krafizt þess, að þátttakendur skrifuðu undir það að þær hefðu ekki neinn umboðsmann, áður en þær fengju leyfi til þess að taka þátt í keppninni. Lesley skrif- The Rolling Stones voru ný- lega í New York og fengu ☆ aði einnig undir, en hafði samt sem áður umboðsmann. — Eg las ekki það sem ég skrifaði undir, segir Lesley og áhyggju. svipur færist yfir andlitið á henni, og án efa endar þetta allt saman á réttan hátt og foráðamenn keppninnar svipta hana ekki titlinum. miklar og góðar undirtektir eins og við var að búast. Að venju voru þúsundir aðdáenda þeírra mættir á tónleikana og sjálfsagt hafa nokkrár stúlk ur fallíð í yfirlið af hrifningu af söng þeirra, hafi þær heyrt nokkuð til þeirra fyrir öskri og óhljóðum. Hér á myndinni sjást nokkrir lögreglumenn varna því, að óðir unglingar komist i námunda við þessí skurðgoð sin. L ☆ ítalska leikkonan Sylvia Kosc ína var nýlega að leika í kvik mynd í Istanbul og kona nokk ur, sem dáðist mjög af henni gaf henni gullnælu sem Sylvia var 'mjög hrifin af. En sú hrifning stóð ekki mjög lengi, því eínn vinur hennar, sem skildi tyrknesku þýddi fyrir hana smátexta, sem var á næl unni og kom þá i ljós að þetta var eins konar leyfi til þess að stunda elztu atvinnugrein kvenna í víssum bæjarhlutum í Istanbul. ☆ Um þessar mundir skemmtir persnesk magadansmær að nafní Sonya á veit.ingastað ein- um í London við góðan orð- stír. Nú fyrir skemmstu fór hún til Lloyds tryggingafélags ins og tryggði á sér naflann ásamt umhverfi hans í þriggja sentimetra radia gegn alls kon ar skaða. ☆ Richard Burton lék nýlega í kvikmyndinni: Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum. Þegar hann hafði lokið við að leika í myndínni fór hann þess á leit við kvikmyndafélagið, a'ð Það setti ekki nafn hans með stór- um stöfum í auglýsingar fyrir myndinni, því hann hefur þá ☆ ☆ ☆ Ursula Andress er sögð ein fegursta kona heims um þessar mundir. Hún hefur stór kristai blá augu, og sítt gullið hár og sérstaklega fagurt og velskapað andlit. Auk þess er vöxturinn sagður fullkominn. En hún er ekki einungis fegursta kona heims hún er einnig hættuleg asta kona heims og sjálf hefur hún sagt að hún gæti fengið hvaða karlmenn hvenær sem hún vildi. Og allir karl- menn, sem leikið hafa á móti henni, hafa orðið ástfangnír af henni. Nú sem stendur er það hinn vinsæli franski leikari Jean Paul Belmondo. sem hún hefur náð tangarhaldi á, og það svo, að hann hefur nú yfir- gefið heimili sitt eiginkonu og Þar að auki Ursulu, í þrjá mán- uði til þess að hugsa málíð og taka ákvörðun um framtíðina.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.