Alþýðublaðið - 16.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1959, Blaðsíða 3
Dullesar hörm- vesturlön ♦ / Ovíst falið, hver verður eftirmaður hans, en Christiar líklegastur. AUGUSTA, Georgia, 15. apr- íl. Eisenhower forseti tilkynnti í dag, að John Foster Dulles ut- anríkisráðherra hefði tekið þá ákvörðun að segja af sér. Eis- enhower var hrærður er hann sagði við blaðamenn hér, þar sem hann er í leyfi, að hann hefði átt símaviðtal við Dulles í Walter Reedsjúkrahúsinu og hefði hann tilkynnt sér, að hann „hefði endanlega ákveðið að leggja fram lausnarbeiðni sína“. Er Dulles undir iæknis- hendi vegna krahbamieins. Forsetinn. kvað formlegt bréf Dullesar mundu berast sér eft- ir einn eða tvo daga og mundi hann þá svara því. Hann kvaðst mundu útnefna eftirmann Dull esar eftir nokkra daga. Eisenhower lagði áherzlu á, að Dulles mundi halda áfram að starfa sem ráðgjafi stjórnarinn- ar í utanríkismálum. Einn blaðamaðúr lét þau orð faila, að ahnennt væri áltið, að Chras tian A. Herter, er gegnir störf- um utanríkisráðherra, muni skipaður í embættið. Því svar- aði forsetinn svo: ,,Það eru margir rmenn irman stjórnarinn ar, sem hafa sérstaka hæfileika á Þessu sviði.“ Herter talinn Ohristian A. Herter, sem talinn er líklegastur eftir- maður Dullesar. Aðspurður hvort Herter mundi sitja fundi utanríkisráð- herra 29. apríl og 11. maí svar- aði Eisenhower, að hver sem yrði utanríkisráðherra mundi Herter fara til beggja fundanna „næstum af nauðsyn“, vegna þess hve vel hann væri málum þeim kunnugur, er þar yrðu rædd. AÐAUFUNDUR Áburðar- verksmiðju ríkisins h.f. var haldinn í Gufunesi sl. þriðju- dag. Fundurinn var vel sóttur og mættu fulltrúar fyrir um 99% af lilutafé verksmiðjunn- ar. Gylfi Þ. Gíslason, iðnaðar- málaráðherra, sem fer með málefni verksmiðjunnar, mætti á fundinum fyrir liönd ríkis- stjórnarinnar. Fundarstjóri var kjörinn Vil- hjálmur Þór, en fundarritari Jón ívarsson. Formaður verk- smiðjustjórnar, Vilhjálmur Þór, flutti skýrslu stjórnarinn- ar um rekstur og afkomu fyrir- tækisins fyrir árið 1958. MINNI FRAMLEIÐSLA. Framleiðsla Kjarnaáburðar á árinu nam 17 646 smálestum og var það 2 325 smálestum minna en næsta ár á undan. Ljóst var þegar á árunum 1955—’56, að til verulegrar framleiðsluskerð Leiðrélling í umsögn um söng Karlakórs Reykjavíkur í blaðinu á þriðju dag féll af vangá niður nafn söngstjórans, Sigurðar Þórðar- sonar, og er hann hér með beð- inn afsökunar á þeim mistök- um, einkum þar eð hann á slíkt sízt skilið, svo lengi sem hann hefur stjórnað kórnum af skör- ungsskap. G.G. ingar mundi koma á árunum 1958 og 1959 vegna raforku- skorts, þar sem verksmiðjan fær enga afgangsorku nema fullnægt hafi verið áður orku- þörf hinna almennu orkunot- enda, eftir því sem orkufram- leiðsla Sogsins frekast leyfir. Fékk verksmiðjan því 11,7% minni orku á árinu en 1957. Von er þó, að afkastageta batni á árinu 1960, eftir að nýja Sogsvirkjunin hefur verið tek- in í notkun. Rekstursútkoma Varð sú, að kr. 81 277,00 skorti á, að full- um, lögskipuðum afskriftum yrði náð, en afskriftir námu 9,1 millj. kr. Ekki var unnt að leggja tilskilda upphæð í vara- sjóð. 90 ÞÚS. SMÁL. KJARNA. Frá því að verksmiðjan tók til starfa og til ársloka 1958 hefur hún framleitt 89 408 smálestir af Kjarna. Verðmæti seldrar framleiðslu til síðustu áramóta nam kr. 151,8 millj. Gjaldeyrislega hefur þjóðinni sparazt og áunnizt tvöföld sú upphæð, sem til verksmiðjunn ar þurfti í upphafi í erlendum irialdeyri, en það voru 75 rnillj. kr. FRAMLEIÐSLA BLANDADS ÁBURÐAR. Þá minntist formaður á at- Framhald á 4. síðu. Ný deild 6FÖ. NÝLEGA var stofnuð ný deild í Bindindisfélagi öku- manna, fyrir Eyrarbakka, Sel- foss og Þingvallasveit. Formað ur var kjörinn Bragi Ólafsson, héraðslæknir, Eyrarbakka, en meðstjórnendur Sigurður Krist jánsson, kaupmaður, og séra Jóhann Hannesson, Þingvöll- um. — Með stofnun þessarar deildar eru deildir B.F.Ö. orðn ar 13 talsins. Nær 4 milljénir hafa safnazf. FJÁRSÖFNUN vegna Júlí- og Hermóðsslysanna er nú að mestu lokið. Hafa safnazt um 4 milljónir kr. Mun áður en langt um líður verða birt heild- aryfirlit yfir söfnunina, eða svo fljótt sem auðið verður, en und- irbúningur að úthlutan söfnun- arfjárins, sem hófst fyrir síð- ustu mánaðamót, mlun síðan taka nokkurn tíma. Uísvör í Kefla- vík hækka FJÁRHAGSÁÆTLUN Kefla- víkur fyrir árið 1959 var sam- þykkt í bæjarstjórn Keflavík- ur fyrir skömmu. Niðurstöðu- tölur eru 12,5 millj. kr. Út- svör eru áætluð 11,7 millj. kr. Voru þau 9,9 millj. kr. sl. ár. Hefur upphæð útsvaranna því liækkað um 1,8 millj. kr. eða 18%. —-H.G. DBjEGIÐ var í gær í B-flokki happdrættisláns ríkissjóðs. — Hæstu vinningarnir komu upp á Þessi númer: 75 þús. kr. á miða nr. 143956, 40 þús. á 47307, 15 þús. á 84850 og 10 þús. kr. vinningar á 2723, 25243 og 98172. LONDON, 15. apríl. (NTB— REUTER.) Fréttin um, að John Foster Dulles hefði sagt af sér embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom mönnum ekki á óvart í höfuðborgum vest Ályblun bæjar- sfjérnar Akureyrar um kjördæma- málið. Á FUNDI bæjarstjórnar Ak- ureyrar £ fyrradag bar Bragi Sigurjónsson fram áskorun, sem hér fer á eftir: „Vegna framkomins frum- varps á alþingi um kjördæma- breytingu, þar sem fyrirhug- uðu Norðurlandskjördæmi eystra er aðeins ætlaðir 6 kjör dæmakosnir þingmenn, þó að þvi beri óumdeilanlega 7, bor- ið saman við önnur kjördæmi utan Reykjavíkur og Reykja- ness, þegar atkvæðamagn er lagt til grundvallar, þá skorar bæjarstjórn Akureyrar á hið háa alþingi, að leiðrétta þetta misrétti áður en það samþykk- ir frumvarpið endanlega.“ Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um, það er 9 atkvæðum, en tveir fulltrúar kommúnista sátu hjá. Opinber Háskóla- fyrirlestur. Á MORGUN, föstudag, kl. 10 f.h. heldur norskur prófessor, Karl Fredrik Wislöff, háskóla- fyrirlestur á vegum Kristilegs stúdentafélags £ 5. kennslu- stofu Háskólans. Nefnist fyrir- lesturinn Kirkens enhet i Kristus budskap. Fyrirlestur- inn verður fluttur á norsku. Öllum er heimill aðgangur. urveldanna, en var þó hörmuð jafnframt því sem látin var í ljós mikil viðurkenning á störf um hans að alþjóðamálum sein ustu árin. Síðar sagði Macmill- an forsætisráðherra, að fregn þessi væri dapurleg og Selwyn Lloyd utanríkisráðherra sagði að afsögn Dullesar væri alvar- legt tap fyrir vestrið. Du Mur- ville, utanríkisráðherra Frakka sendi Dulles þegar í stað skeyti og óskaði lionum góðs bata. Á aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna var afsögn Dullesar hörmuð og hin pólitísku störf hans rómuð. Diplómatar í Washington hörmuðu, að Dulles skyldi neyð ast til að draga sig í hlé á tíma, er hann stæði því sem næst á hápunkti starfsferils síns. Nokkrum mínútum eftir að fregnin um afsögn Dullesar var birt, flutti Moskvu-útvarpdð fregnina án þess að ræða hana nánar. Credo Dullesar WASHINGTON, 15. apríl. — Dulles hóf virkan þátt í alþjóða málum fyrir fimmtíu árum og var m. a. einn af ráðgjöfum Wil sons forseta við friðarsamning- ana í Versailles og hefur starf- að meira og minna að þeim alla tíð síðan. Hann varð utanrikis- ráðherra árið 1953. Dulles reyndi að finna frið- samlega lausn á aiþjóðlegum vandamálum. í þók sinni „Stríð eða friður“ setur hann fram þá trú sína, að „friðsamlegur heim ur er heimur, þar sem skoðana- munur er þolaður — ekki upp- rættur með ofbeldi“. Samhengi í steinunni er afalairfötö. Kínverskir kommúnistar einangraðir í fjöHunum. Mikil átök enn. GAUHAT, 15. apríl. (NTB— I fylgdarmönnum hans, er ekki REUTER). Hópur 40 háttsettra gátu fylgzt með honum á flótta hans gegnurn suðaustur Tíbet. AFP skýrir frá því frá Tai- Tíbetbúa, sem komizt hefur | gegnum varðlínu 'kínverskra kommúnista umhverfis Lhasa, er kominn til Indlands og hafa slegizt í föruneyti Dalai Lama í Bomdila, segja góðar heimildir í kvöld. Eru í hópnum margir þingmenn, er tekið hafa virkan þátt í uppreisninni gegn yfir- völdum kínyerskra kommún- ista. Annar hópur 60 Tíbetbúa niun vera á leiðinni yfir landa mærin. Upplýst er, að Dalai Lama 'hafi beðið yfirvöldin um að veita Þegar í stað hæli þeim peh, að feínverskir þjóðernis- sinnar, sem haldi því fram, að þeir hafi beint samband við Tí- bet, haldi því fram, að herir kommúnista í fjöllunum séu næstum einangraðir. Verða þeir að fá vistir í fallhlífum úr flugvélum. Þá er því haldið fram, að tí- betanskir þjóðflökkar í Ching- ha-héraði Ihafi gert uppreisn gegn hinum kommúnistísku yf- irvöldum og hafi gereyðilagt veginn frá Tíbet til miðhéraða Kína. Konrad Adenauer. m BONN, 15. apríl, (REUTER). Adenauer, kanzlari, gerði það lýðum ljóst £ dag, að ástæðaa sem úrslitum olli um ákvörð- un hans að vera í kjöri til for- setaembættisins væri sú, „að tryggja samhengi í stefnunni í uitan- ög inna»rí|kismálum á næstu árum“. Var þetta inn- takið í stuttri yfirlýsingu, sem blaðaskrifstofa vestur-þýzku stjórnarinnar gaf út liér í dag. Segir í yfirlýsingunni, að rangar skýringar hefðu verið gefnar á því, hvað valdið hefði því, að kanzlarinn gaf kost á sér til forsetaembættisins. Alþýðublaðið — 16. apríl 1959 J rr ■ :"i:: . s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.