Tíminn - 15.12.1965, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 1965
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarlnsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndritB
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingasíml 19523 Aðrar skrifstofur.
sími 18300. Ásíkriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
iausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f
_____________________________________I____
Verkefnið framundan
í vegamálunum
Við 2. umræSu fjárlaganna flutti Heigi Bergs athyglis-
verða ræðu um vegamálin. Hann benti á, að þótt ýmsir
teldu framlögin til samgöngumála noKkuð há. væru þau
þó lægri hér en víða annars staðar. Samkvæmt fjárlög-
um 1965 verja íslendingar til samgöngumála um 1660
kr. á hvern íbúa- Hjá Norðmönnum nema framlög til
samgöngumála á sama tíma 1924 kr.
Helgi Bergs sýndi fram á, að gera þyrfti stórfellt á-
tak í vegamálum næstu 20 árin vegna hinnar stórfelldu
fjölgunar samgöngutækja. Á pessum tíma þyrfti að
leggja á annað þús. km. svokallaðra hraðbrauta. en
nýi Keflavíkurvegurinn er fyrsta hraðbrautin hér á
landi. Hraðbrautir eru miðaðar við öað. að umferðin
verði yfir 100 bílar á dag að sumarlagi fafnframt þvi
að au'ka hraðbrautirnar, þarf svo vitanlega að auka vega-
kerfið í hinum strjálbýlli héruðum og halda því vel við
Þetta hlýtur að krefjast stóraukinna framlaga til vega-
mála á næstu árum
Um þetta sagði Helgi Bergs m.a’:
„Samkvæmt rannsókn, sem FÍB hefur látið gera voru
tekjur af umferðinni á seinasta 5 ára bili. 1960—1964.
að báðum árunum meðtöldum, 2046 millj kr. Á sama
tíma er varið til vegamála 751 millj. kr. Eftir í ríkissjóði
varð af þessum tekjum 1295 millj. kr Þó sjónarmið um
það, að ríkissjóður ætti að fá einhverja hóflega og skap-
lega tolla af þessu, þá hefur hann þó alltaf tekið svona
1000 millj. meira en nokkur réttlæting er fvrir á þessu
5 ára bili- Tvö hundruð millj á ári færu þá í vegakerfið
til viðbótar. Ef við fengjum það. þá værum við komnir
nálægt því, sem við þurftum að leggja í vegakerfið á
þessum næstu árum. Áður eii vegaáætlunin kemur aftur
til meðferðar á næsta ári, verður að finna leiðir tii þess.
að vegasjóður fái nýja tekjustofna. Við verðum að áer?
ráð fyrir því að geta haldið áfram af mvndarskap að
ljúka við verkefni, sem hófst fyrir 30 árum að bvggja
upp sæmilega akfæra vegi um land allt. Því til viðbótar
verðum við að gera ráð fyrir. að á næstu árum bvggium
við 40—50 kílómetra af hraðbrautum á ári. Við verðum
að gera það að verulegu leyti að minnsta kosti. fyrir sam-
tíma tekjur. Þetta er viðfangsefnið cem við stöndum
frammi fyrir. Að öðrum kosti verða oau verkefni. sem
hér liggja fyrir, ekki unnin.“
Einsdæmuntim fjölgar
Stjómarblöðin beita nú ýmiss Konar blekkingum tiJ að
draga athygli frá því, að framlög til skólabvgginga eru
áætluð mun lægri í fjárlögunum fyrir 1966 en þau eru
áætluð í fjárlögunum 1965 Þó >ærður byggingarkostn
aður til jafnaðar stórum hærri 1966 en 1965 Óhætt er
að fullyrða, að ísland verður eina Evrópuríkið þar sem
minna fé verður veitt til skólabygging? á ármu 1966 en
á árinu 1965. Þeim er þannig alltaf að fiölga einsdæmum
ríkisstjómarinnar
Framlög til skólabygginga fara alls staðar hækkandi.
því að framfarir eru hvergi meiri os nauðsynlegri en
á þessu sviði Hér stefnir þetta í öfug? átt eins og fiár
lögin fyrir árin 1965 og 1966 vitna bezt um.
TÍMINN
Áð missa taumhald-
ið á sjálfum sér
Ingimar Erlendur Sigurðsson:
BORGARIrÍF
Helgafell gaf út.
Fyrsta skáldsaga Ingimars
Erlends Sigurðssonar er engin
smásmíði —hálft fjórða hundr-
að síðna — nafnið þaðan af síð-
ur kotungslegt — Borgarlíf.
Kornungum höfundi sem ekki
þykir taka því að ýta minna
farí á flot, hlýtur að hafa verið
þungt fyrir brjósti og þörf á
tjáningu. Saga, sem svona er til
stofnað, hlýtur að vera forvitni
leg. Maður lítur fyrst á kynning
una aftan á kápu:
„Skáldsaga Ingimars Erlends
Sigurðssonar. Borgarlíf, er misk
unnarlaus ádeilusaga, sem fjall-
ar um nútímann í Reykjavík og
annars staðar. þar sem lík lífs-
barátta er báð Hún lýsir spill
ingu. tómleíka os hugsióníadauða
þeim. er svo mjög einkennir stór
borgarlíf nútímamanna fólki
sem gróðurleysi og andleysi hef
ur gert að nautnalegum van-
getumönnum. bar sem hjartað
er gevmt í ísskáp til að verja
það skemmdum sálin veðsett í
banka til kauna á innanstokkc
nnum í ævigröfina" o. s. fn'
Ilér er ekki lágf til höggs
reitt. og þegar maðnr hefur litið
á kápuforsíðuna. með austur-
hluta Austurstrætis og Morgun
blaðsböllina gnæfandi fvrir énda
upp í söguheitið. þarf engan að
nnd’-a bótt lesturinn sé hafinn
með sæmilegri gát Hraði sögunn
ar er mikill eins og fljóts í vor
leysingjum. og hún er gruggug
með sama hætti Milli langra
strengja og hárra flúða eru þó
lygnur og hyljir. þar sem höf
undurinn tekur sér hvíldir milli
spretta teitar að lífssneki kafar
í eigið hugdjúp eftir nýjum
haldreipum. eins og hann sé
að sækja í sig veðrið og leita
iafnvægis kemur svo úr kafi- tek
ur nýjan sögusnrett og blæs mik
inn
Logi — höfundm siálfur
ræðst á dagblað Síðan skerst
líf sögunnar. kvika borearlífs
ins. í brennipunkti Blaðsins
Blaðamaðurinn ungi vill reiða
sverð réttlætis og siðbótar gegn
spillingu samfélagsins. en er orð
stýfður og stendur andspænis
vegg þeirra manna sem annað
hvort beita sér fyrir öfugstreym
inu eða hafa gefizt upp fyrir
bví að leitað sér afdreps á létt
fleygum sk.v.ium lífslyginnar við
andlegt föndur Þetta er i raun
og veru ekki ..miskunnarlaus
ádeilusaga“. Þegar alls er gáð
heldur saga vonlausrar upp-
reisnar í spegli sárrar. persónu
'egrar reynslu
Ekki þarf lengi að lesa i þess
ari sögu «] þess að ljóst verði
að höfundurinn gerir eigin starfs
vang og umhverfi að sögusviði
sínu og sækir þangað allar belztu
sögupersónur sínar í hóp sam-
búðarfólks Hann gerir þetta
meira að segja af mjög hlutlægri
nákvæmni svo að þar getur hver
þekkt sig Við þessu væri í sjálfu
sér ekki ástæða til að amast. Slík
ur söguvangur. sögufólk 02 sögu
atburðir tekið beint úr raun
skynjun höfundar getur oft orð
ið mjög traustur grunnur og
aukið sögunni sannfæringarÞrótt
En þegar slíkt er gert. reynir
Ingimar Erlendur Sigurðsson
mjög á skapgerðarstyrk iafn-
vægi. hlutlægni og réttsýn við
horf höfundar, ef persónuleg
hengsl hans við þettá sviö og
sögufólk eiga ekki að tæta sund-
ur boðskap sögunnar og túlkuh
hans. Höfundurinn má ekki vera
í of sterkum tilfinningatengslum
við þetta svið, ekld á valdi
eftirverkana sárrar lífsreýnslu,
vonbrigða eða hrifníngar. Flest
um höfundum er því ofviða að
nota eigið raunsvið sem skáld-
sögugrind fyrr en nokkur tími
ér liðinn frá.
Þetta er einmitt það, sem verð
ur Ingimar að verstu fótakefli
í þessari sögu að mínuni dómi.
Hann er of persónulega háður
sögusviðinu og sögufólkiuu Það
er engu líkara en hann sé að
hefna sín á því eða lítillækka
það Með helztu persónum ríkir
sterk samúð eða andúð Hann
seilist iafnvel til atburðalýsinga
sem eru alveg lausar út tengsl
um við söguna og virðist láta
bar ráða eigin tilfinningaþörf
eða löngun til persónulegs upp-
gjörs Þetta setur söguna víða
alveg úr reipum. ,
Annar megingalli þessarar
sögu er sjálfsmetnaðurinn i mót-
un aðalpersónunnar. Loga Hann
hefur jafnan betur i gáfulegum
orðaleikjum. ber höfuð og herð-
ar yfir lágkúrurnar umhverfis.
Þessi árátta að láta Loga ætíð
gersigra í orðaskaki og skilming
um er afar þreytandi Því ber
þó ekki að neita að höfundur er
slyngur i orðaleikjum líkingum
og lýsingum Þessi gáfnaleikur
með orðin hæfir til dæmís vel
persónu manns eins og Stefnis,
sem látinn er leita sér þar full-
nægingar og afsökunar, en þessi
tvíleikur orðanna setur mark sitt
á flest samtöl bókarinnar hversu
sem persónur eru gerðar
Logi er í raun og veru „ljós
heimsins" í nýrri mynd. Hann
er krossfarinn gegn spillingunni
en má sín ekki gegn óvígum her
ósómans og forheimskunarinnar.
Hann bregður brandi sínum í
orði, en þau spjót eru höggvin
af skafti. áður en þau ná síð-
um Blaðsins. Það vantar ekki, að
ósómanum er lýst nógu sterkum
orðum_ og hann setur sjálfan
sig í stellingar til bess að skrifa
gegn honum harðskeyttar grein-
ar, segir síðan að greinamar séu
vanaðar eða þeim stungið undir
stól. Hins vegar birtist það
aldrei í sögunni, svo að heitið
geti, hver hinn leiftrandi sverð
voru, sem hann reiddi til höggs.
Það er vígamóðurinn einn, sem
birtist. Og sá vígamóður virðist
hlaupa yfir og gleyma merg máls
ins, ádeilunni. í ásókn við að
þjarma að persónum sögunnar.
Það er auðvitað mikilvægt að
hýða afbrotamanninn fast, en
mikilvægara og raunar eina boð-
legt erindi „ádeilusögu". að upp-
ræta afbrotin. Ingimar Erlendur
gleymir því miður hugsjón sinni
ærið oft í híta orrustunnar við
menn og ákafa við að ná sér
niðri á mönnum. Þennan ljóð á
skáldsögu sem ætlað er mikið
og þarft boðunarhlutverk. er
örðugt að fyrirgefa Fyrir þess-
ar sakir er Borgarlíf mjög mis
heppnað verk Ádeilan og atrenn
an gegn „spillingunni. tómlejkan
um. hugsjónadauðanum. andleysi,
nautnalegri vangetu. hjörtum f
ísskáp. sálum í banka, hryllings
verlcum. slysum, mannlegu vol-
æði, andlegum fallíttum og for-
heimskun“ svo að talið sé upp
lítið brot af þeim ósköpum, sem
sögunni er stefnt gegn, rennur
að verulegu leyti út um greipar
höfundar „Dauðaleitin að lífs
sannindum“. sem boðuð er, verð
ur aðeins sjálfsfróun. Þegar
bókinni er lokað ber hæst
í huga lesandans reiðan ungan
mann. sem horfir um öxl og
skrifar hefnd sina.
Þó skyldi enginn ætla, að sag-
an Borgarlíf sætti engum tíð-
indum í bókmenntalífi íslend-
inga. Það er ekkí á hverjum degi,
sem jafnmálsnjall höfundur kveð
ur sér hljóðs né skrifar sögu
í jafnmiklum baráttuhita. Hon
um liggur meira en nóg á hjarta
og skrifar af þörf, knúinn spor-
um, um Það blandast engum hug-
ur. Sumir kaflar þessarar bókar,
svo sem lýsingin á kanageiminu,
eru íðílsnjallir og fer saman
sterk skynjun, hraði, litauðgi og
frásagnaþróttur. Þar koma megin
tónar þessarar spillingarkviðu
saman f hróp.
Víða bregður höfundur fyrir
sig snjöllum líkingum og skáld-
legum tilþrifum i beitlngu máls
og stils. Þeir munu ekki margir
ungir menn á landi hér sem
skrifa iafnvel, eiga eins mikla
dirfsku og þrótt. En sjálfsagann
skortir Ef Ingimar hefði hann
einnig f valdi sinu væri hann
þegar mikill rithöfundur. f þess
ari sögu hefur hann lýst lifi því,
sem hann skynjar f borg sinni
sterkum litum án vægðar og
umbúða. Það er grundvöllur og
forsenda ádeilunnar, hinnar
markvissu, rökvisu og jákvæðu
ádeilu. sem hlýtur Þó að biða
næstu bókar hans, þegar draga
tekur úr sársauka hans sjálfs
eftir fyrsta návíjð við rangsnú-
inn heim. Þá hefst fyrst miskunn
arlaus dauðaleit hans að sann-
leikanum, og þá mun mikils af
hinni ungu hamhleypu að vænta.
, AK