Tíminn - 15.12.1965, Page 9

Tíminn - 15.12.1965, Page 9
MIBVIKTJDAGUR 15. desember 1965 TÍMIWW 9 BÓKMENNTIR Haglega gerðar sæfarasögur Sveinn Sæmundsson: f brimgarðinum Setberg gaf út. Að sjalfsögðu þarf engan að undra, þótt frásagnir af sæförum, sjóslysum og hetjudáðum á sæ fylli margar bækur hjá þjóð eins og íslendinum, enda verður sú raunin. Þessi árin koma nokkr- ar slíkar bækur út árlega. Ber það til, að hugur manna er mjög við þetta bundinn á landi hér, og því eiga bækur þessar visan stóran lesendahóp, og einnig hitt, að af nógu virðist að taka. Ærið misjafnar hljóta slíkar bækur þó að verða, þegar svona er í pott búið. Bók sú, sem hér um ræðir, er þó áreiðanlega í flokki hinna beztu bóka um þessi efni. Höfund- ur hennar kann vel að segja frá og nýtur í því efni æfingar sinn ar sem blaðamaður. Hann var sjálf ur sjómaður allianga hríð og virð ist nokkuð vandlátur við könn- un heimilda. Eftir lestur þessar ar bókar finnst mér vafamál, að ég hafi lesið í einni bók eins margar frásagnarþætti, sem birta mér eins trúlega og lifandi lýs ingu. Um suma þessa atburði hafði ég lesið hrafl áður, en þama verður allt miklu skýrara en fyrr. Sveinn kann þá list góðs blaða- manns að leiða atburðina fram á sviði. Hann bý- í haginn fyrir kjama frásagnarinnar með því að lýsa fyrst greinilega ákveðnum til téknum aðdraganda, umhverfi, fólki. Vegna þess er lesandinn jafnan reiðubúinn að fylgjast með af skifaingi og innlifun hraðri og strikibeinnj frásögn meginvið- Sveinn Sæmundsson burðanna. Þá sögu þarf ekki að tefja með skýringum, innskotum eða hliðarlýsingum, af þvi að les- ananum hefur verið leiðbeint réttilega að sviðinu áður. Þessi bygging stórbrotinnar frásagnar er mjög mikilvæg en mörgum sögumanni bregzt sú bogalist. Sveinn kann þama vel til verka. Ég skal annars ekki fjölyrða um þessa þætti. Þar er sagt frá þrekvirki sjómanna í mannskaða- veðri fyrir Norðurlandi fyrir alda mót. björgunarafrekum við Reykjavíkurhöfn, björgun skips- hafnar Gunnvarar við Kögrið 1948 og björgum áhafnarinnar af Bah- ia Blanca út af Vestfjörðum, en sú björgun varð upphaf meiri sögu í stórveldastriði, og síðustu ferð Ceres. Þar er einnig sagt frá því, er íslenzkur togari bjarg- aði 163 mönnum af brezku kaun- fari í stríðinu, mannraunum í þýzk um kafbát og skakkaföllum ís- lenzkra skipa í stríðinu 02 ýmsu öðru. Að síðustu gerir höfund- ur nokkra grein fyrir samningu þáttanna, heimildum sínum og að dráttarföngum. Hefur hann þar víðast stuðzt við blaðafrásagnir og sjómannarit, en aukið við með samtölum við menn, er sjálfir stóðu á vettvangi atburða og enn lifa. Virðist lofsverð vandvirkni og ábyrgðarkennd ríkja í verki höf- undar. Þess kennir víða í frasögninni að höfundur kann góð skil á sjó- mennsku. Fyrir bragðið verða sum ar sviðslýsingar rnjög lifandi, og hann skilur aðstæður og viðbi’ögð sjómanna vel. Þetta er mikill kost ur. Þegar á allt er litið hefur Sveinn Sæmundsson samið óvenju lega skemmtilega sjómannabók, sem heldur afreksmerki sjómanna stéttarinnar við björrgunarstörf hátt á loft. Hann hefur unnið að henni með vandvirkni, sem telja má til fyrirmyndar, og sniðið frá sögnum sínum stakk af hagleik, sem of fáir frásagnarmenn hafa á valdi sínu. AK. Syrpa íslenzks fróðleiks Heimdragi, íslenzkt fróðleiks- sfan. Ritstjóri Kristmundur Bjama son Iðunnarútgáfan. F.ngin þurrð er í brunni ís- lenzkra sagna og fróðleiks. Þar spretta sífellt fram nýjar lindir, þjóðsögur fæðast hvem dag og menn skrá þjóðlegan fróðleik sér til afþreyingar á vélaöld. Ef til vill er það eitt merkilegasta fyrir- bæri tuttugustu aldar á fslandi, að hamfarir hraða, véla, fjölmiðlun artækja og fjölbýlishátta skuli ekki kæfa þennan þjóðargróður. í fyrra setti Iðunnarútgáfan á stokka nýtt safnakerald íslenzks fróðleiks af gömlum g nýjum toga, bókaflokk, sem nefnist Heimdragi undir ritstjóm Krist- mundar Bjamasonar. Þetta er syrpa, og til hennar sópað hvaðan- æva. Margt var athygli vert í fyrra bindinu og betur á bók geymt en í glatkistu. Af efni fyrsta bindis munu þó hafa orðið einna minnis- stæðust dagbókarbrot Nínu dótt- ur Gríms amtmanns Jónssonar, ná frænku Gríms Thomsens Sú kona hefur verið allmerkileg, og vafalítið fyrsta íslenzka konan, er starfaði að blaðamennsku. Þótt hún starfaði við dönsk blöð, væri ekki úr vegi, að íslenzkir blaða menn gæfu sögu hennar og ævi- starfi nokkurn gaum. Dagbók Nínu gaf furðulega nákvæma sýn í horfinn heim, sem menn hafa offt verið að geta sér til um af slitrótt um gögnum. í því bindi Heimdraga, sem nú er komið út, em birt endurminn- ingabrot eftir Nínu, rituð nokkru síðar en dagbókin. Þau eru allfor- Kristmundur Bjarnason vitnileg, en þó leynir sér ekki, að sáld tímans og ástarinnar á for- eldrum hefur fleiru niður hríslað en æskilegt er. Endurminningarn ar eru skemmtilega skrifaðar. og bregða upp ýmsum myndum af fólki og háttum. Fyrsti þáttur bókarinnar er ail ýtarleg frásögn af fyrsta íslenzka kvenlækninum, Hrefnu Finnboga dóttur, sem fluttist af íslandi 8 ára að aldri, nam læknisfræði og stundaði læknisstörf í Chicago, Ne braska og víðar í turheimi. Þetta er skemmtilegur þátt ur, saman tekinn af Krist- mundi Bjamasyni. og frásagnir af skiptum læknis og sjúklinga lífga hann mjög. Næst ko. ' ýmsar sagnir Sigurð ar Péturssonar, vitavarbar, skráð- ar af séra Helga Konráðssyni og eru þar greind ýmis kynleg at- vik. Þá segir Jónas Jónasson frá Hofdölum nokkuð af Jóhanni bera förumanni. Jónas á þarna annan þátt af Sölva Helgasyni. Báðir eru þessir þættir læsilegir og bæta nokkrum hagalögðum við þann upptýning, sem áður hefur verið birtur um þessa frægðar- menn. Böðvar Magnússon á Laug arvatni á þarna stútungsþátt af Hallgrími Halldórssyni, sem kall- aður var Kúa-Grímur, en um hann hefur einnig sitthvað verið skráð áður. Kristmundur Bjarnason seg ir frá sjóslysum á Skagafirði 1858 og tínir til allmargt bréfa úr safni Gríms amtmanns Jónssonar. og virðist mér nýtingin á þeim óþarf lega mikil. Gils Guðmundsson rit- ar læsilegan þátt af „Skákkappan- um frá Rauðamel." Magnús Magn ússyni Smith sem aflað sér skákfrægðar í New York Björn Daníelsson ritai t'rásögn af dulrænum atburði er yrir hann bar í ferðamannaverzlun- inni Norðurbraut sumarið 1939. Loks er samtíningur al gömlum minnisblöðoni eftii Friðfinn Jó- hannsson á Egilsí og vandleg nafnaskrá eftir Bjarna Vilhjálms- son rekur bókarlest Þættirnir i þessu Heimdraga- bindi eru harla misjdinir. sumir ýtarlegir og vel gerðir, þai sem ákveðnu jfni eru gerð töluverð skil, aðrir brot ein og efm sumra svo smálegt, að varla má telja bók arfært. En í heild er þetta góður fróðleikur og skemmtilegur, vel vandað til alls búnaðax og vafa laust trúlega með heimildir farið. Útgáfan er og sérlega vönduð. ef miðað er við önnur syrpurit af svipuðum toga, og ber nafnaskrá- in til dæmis vitni um það Ef Framhald á 14. srðu. Minningaskáldsaga eftir Selmu Lagerlöf Selma Lagerlöv: Anna Svard Setberg gaf út. Fáir höfundar eru gæddir meira áhrifavaldi til þess að hjálpa alþýðu maxma til skilnings á góðum bókmenntum en Selma Lagerlöf, og þeir munu ' margir, sem hún hefur leitt við hönd sér í góðan áfanga á þeirri braut. Hún stóð djúpum rótum í hinni frjóu mold sænskra dala, þar sem lífið og þjóðsagan voru eitt. Við þann heimanmund bætti hún kynnum af íslendingasögum og hinum beztu norrænu og engilsaxnesku sagnameisturum. Mál hennar var milt, sterkt og þungstreymt eins og vötn sænskra dala. Hún sam einaði betur en allir aðrir ein- falda, tæra og alþýðlega frásagnar list og djúpstæða, heimafengna mannþekkingu. Frásagnarstíll hennar hefur ætíð yfir sér blæ Ijúfsárrar minningar, og lesandan- um verður sem hann sitji við hlýj- an arineld. Bækur Selmu Lagerlöf hafa ver ið þýddar á margar tungur, einn ig nokkrar þeirra á íslenzku, en það er varla vanzalaust, hve óskipu lega hefur verið að því unnið íslendingar hefðu þurft að eiga helztu verk þessarar frægustu og ef til vill ágætustu skáldkonu Norð urlanda í samfelldri útgáfu g nokkurn veginn samræmdum þýð ingum. Svo er því miður ekki. Þó hafa allar sögur Selmu notið mik- illar vinsælda hér á landi. Sögu þá, sem hér birtist í ís- lenzkri þýðingu. ritaði Selma á efrri árum sínum. Hún er fram hald sagnanna ..Charlotte Löven- skjöld“ og „Lövensköldska ring- en.“ Þessar sögur sverja sig að vissu leyti í ætt við fyrstu og beztu sögur Selmu að því leyti, að þar leitar hún heim til lands bernsku sinnar á ný, en þær líkj ast svipum eða endurómi. Málfeg- urðin og stílsnilldin hafa sama yf irbragð og áður, en móða er fall- in á ljómann. Minningablærinn á þessum skáldsögum er sterkari en á öðrum verkefnum Selmu og ráð Selma Lagerlöf ríkari en góðu hófi gegnir. Jafnvel kaflaheitin eir, í sögunni af Önnu Svard vitna um þetta — Ferðin til Karlsstaðar — Brúð kaup — Sýnin í kirkjunni — Sunudagshatturinn — Skápurinn — Spilamennskan — Slysið. Sund urleitnar myndir vefast sam- an, liðnir atburðir, sem þó eru þræddir á kynlega sterkan sögu þráð. Sagan tekur lesandann þó sterkum tökum þrátt fyrir allt og leiðir hann beint að hjörtum sögu fólksins Sú leiðsögn bregst Selmu aldrei. Arnheiður Sigurðardóttir hef ur þýtt þessa sögu af mikilli smekkvísi op nærfærni. Það er mjög auðvelt að misbjóða stílblæ og sögulist Selmu. í þýðingunni er beitt virðingarverðri varúð, og málfar Arnheiðar er mjúkt og fallegt. Hinum mörgu aðdáendum Selmu hér á landi hlýtur að þykja það mikill fengur, að við bætist ein sagna hennar, góðri, íslenzkri þýðingu, jafnvel þótt til séu eftir hana betri sögur óþýddar enn A. K ÓDÝRT - ÓDÝRT NYLONSKYRTUR KARLMANNA Hvítar kr, 195.00 Mislitar kr. 248.00 DRENGJASKYRTUR Hvítar kr. 136.00 KARLMANNANÁTTFÖT kr. 170.00 HERRADEILD Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.