Alþýðublaðið - 23.04.1959, Page 1
eykf&Yíkurmófið í knaff-
spyrnu hefsf í dag kl. 41/2
Þá leika K.R. og Þróttur.
Háliðahöld í
Kópavogi
EFINT verður til hátíðalialda
í Kópavegi í dag, sumardaginn
fyrsta. Hefjast þau með skrúð-
göngu frá barnaskólanum bl.
12.30. Staðnæmzt verður við
félagSheimilið. Inniskemmtanir
verða fyrir börn í félagsheiín-
ilinu kl. 2.30,4.30 og 6.30. Merki
verða seld á götunum. Allur á-
góði rennur í dagheimili.
FYRSTI leikur Reykjavíkur-*
móts meistaraflokks í knatt-
spyrnu fer fram á Melavellin-
urn í dag kl. 4,30. Þá leika KR
og Þróttur. Dómari verður Ein
ar Hjartarson, línuverðir Árni
Njálsson og Valur Benedikts-
son. Annar leikur mótsins verð
ur á sunnudaginn milli Vals og
Víkings.
Flest félaganna hafa æft veí
undanfarnar vikur og leikið
nokkra æfingaleiki í meistara-
flokki. Valsmenn hafa þar náð
béztum árangri, sigrað KR-
inga með 2:0 og Fram með 1:0.
KR hefur sigrað Víking 5:1 og
Fram sigrað Þrótt 10:0.
Tveir kunnir knattspyrnu-
menn hafa skipt um félag síðan
í ' fyrra. Halldór Halldórsson,
úfrVal. hefur þjálfað Þrótt að
undanförnu og mun keppa og
þjálfa með því félag' í sumar.
-Þá hefur Albert Guðmunds-
Son tilkynnt, að hann muni:
képpa með Val í sumar. Þó mun
hánn ekki hafa rétt'indi til að
leika með sínu gamla félagi
fyrr en eftir 20. maí.
Víðavangshlaup
‘Víðavangshlaup ÍR fer fram
í dag og hefst ikl. 14 í Hljóm-
skálagarðinum.
Brennivínsupp-
boð bannað
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
upplýsti í alþingi í gær að
gefnu tilefni, að áfengisupp-
boðið, sem frant átti að fara á
sumarfagnaði stúdenta í Lídó
í gærkvöldi, bryti í bága við
áfengislöggjöfina og hefði ver-
ið ákveðið í heimildarleysi.
Gat ráðherrann þess, að ráðu-
neytið hefði gert rástafanir til
að koma í veg fyrir uppboðið
af þessum ástæðum.
Tilefni þessara upplýsinga
var fyrirspurn frá Pétri Otte-
sen. Vitnaði hattn í frétt um
sumarfagnað stúdenta j Morg-
unblaðinu, en þar var þess get-
ið að .bjóða ætti upp nokkrar
flöskur af áfengi, sem ýmsir
þjóðkunnir menn hafi áritað
eða myndskreytt, þar á meðal
Jóhannes Sv. Kjarval, Sigurð-
ur Nordal, Tómas Guðmunds-
son og Jón Pálmason. Spurði
Pétur Ottesen, hvort dómsmála
ráðherra hefði gefið gaum að
frétt þessari.
Friðjón Skarphéðinsson dóms
málaráðherra svaraði fyrir-
spurninni eins og að framan
greinir.
40. árg. — Fimmtudagur 23. apríl 1959 — 90. tbl,
MYNDIRNAR eru teknar
í gærdag, þegar sjöttu
bekkingar kvöddu
Menntaskólann og fóru í
upplestrarfrí. Á neðri
myndinni stjórnar hinn
nýi inspector scolae, Sig-
urður St. Helgason, söngn
um. Þá hafði fráfarandi
inspector slegið hann til
riddara á Sal með veldis-
sprotanum, sém hann
heldur á.
MINNIHLUTI stjórn
arskrárnefndar alþingis,
Framsóknarmennirnir
Gísli Guðmundsson og
Páll Þorsteinsson, hefur
skilað áliti og leggja til, að
k j ördæmaf rumvarpinu
verði vísað frá með rök-
studdri dagskrá. Varatil-
laga þeirra er sú, að þing
menn í Reykjavík verði
12, Akureyri verði tví-
menniskjördæmi og Kjós-
arsýsla, Keflavík, Kópa-
vogur og Akranes bætist
við sem einmenningskjör-
dæmi. S^mkvæmt því
yrðu þingmenn 60 eins og
ráð er fyrir gert í kjör-
dæmafrumvarpinu.
UMBÆÐA Á FÖSTUDAG
Önnur umræða um kjördæma
málið átti að fara fram í neðri
deild ií gær, en var frestað
vegna veikinda Gísla Guð-
mundssonar, sem er framsögu-
maður minnihluta stjórnar-
skrámefndar. Bjarni Benedikts
son, framsögumaður meirihlut-
ans, taldi réttmætt að fresta
umræðunni, en spurðist fyrir
um, ihvort henni rnyndi ekki
við komið á föstudag. Forseti,
Einar Olgeirsson, svaraði því
til, að kjördæmamálið yrði sett
á dagsikrá á föstudag til annarr-
ar umræðu.
DAGSKRÁRTILLAGAN
Tillaga Gísla Guðmundsson-
ar Og Páls Þorsteinssonar irn
að afgreiða kjördæmamálið
með rökstuddri dagskrá er svo
hljóðandi: „í trausti þess, að
stjórnarskrárnefndin, sem skip
uð var samkvæmt þingsáiyktun
24. maá 1947, taki stjórnarskrár
málið í heild til endursboðunar
á árinui 1959 með það fyrir aug-
um, að tillögur hennar verði
lagðar fyrir alþingi eigi síðar
en í ársbyrjun 1960, og athugi
sérstaklega tillögur þær, sem
fram hafa komið um, að málið
verði afgreitt á sérstöku stjóra
lagaþingi (þjóðfundi), tebur
deildin fyrir næsta mál á dag
skrá.“
Fékk 10800
fiska í róðri
HAFÞÓR RE 95 kom til Rvflc
ur í fyrradag með 10 800 fiska
úr einurn róðri. Voru þetta 68
tonn. Var þetta því mijög góður
afli. Skipstjóri á Hafþór er Þor-
valdur Árnason. f
(WWWMMMWMWmMWWWWWWWWWWMMWMiWWWWWWWMMMWmWIMIWWW
AWWmtWMWtiWWWWWWIWMWWWWWWWmWWmWWWWWWWWWWWWWWWWWWVD
DR. KRISIINN
KOMINN HEIM
DR. KRISTINN GuS-
mundsson, ambassador ís-
lands í London, kom í gær
flugleiðis frá Bretlandi
með Gullfaxa. Eins cg
skýrt hefur verið frá hér
í blaðinu, ákvað utanrík-
isráðherra fyrir helgina að
kveðja ambassadorina
heim til viðræðna. — Ljm.:
Sveinn Sæmundsson.
uiiiiiiiiHiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimmiiimmniiiiiiiiiiiiui
iiiiuiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiumuiiiii