Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 1

Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum Hringið í sima 12323 289. tbl. — Laugardagur 18. desember 1965 — 49. árg- Auglýsinp ’ rímanum kemur daglega fynr augu 80—100 þúsund lesenda. NTB—Houston, föstudag. — í dag voru sýndar myndir frá stefnumóti Gemini-VI og Gem ini-VII á miðvikudaginn, en geimfararnir Walter Schirra og Thomas Stafford tóku myndim ar. Vakti það geysimikla athygli þeirra 50 blaðamanna, sem fyrstir fengu að sjá mynd irnar, hversu skýrar þær voru. Jafnframt var ákvcðið, að láta Gemini-VII vcra 14 sóiarhringa á lofti, og munu þeir því lenda á morgun, laugardag, kl. 13.05 að íslenzkum tíma. Geimfararn ir Borman og I.ovell munu setia hemlaeldflaugarnar i gang kl. 12.28 en Þá verða þeir yfir Kyrrahafi. milli Canton- eyja og Hawaii Þeii munu lenda á svipuðum slóðum og Gemini-VI. 40 TÆKNIMENN LANDSSÍMANS HAFA SAGTUPP MB—Reykjavík, föstudag. Eins og sagt hcfur verið frá i Tímanum ríkir mjög mikil ó- ánægia meðal starfsmanna Lands símans eins og víðar vegna úrskurð ar Kjaradóms á dögunum. Einkum cr óánægjan megn rneðal tækni starfsmanna stofnunarinnar og í dag hafa um 40 tæknistarfsmenn I.andssimans sagt upp störfum og búizt er við að uppsögnum muni fiölga á næstunni Horfir því til hreinna vandræða hjá stofnuninni og var Starfsmannaráð Lands símans á löngum fundi í dag til að ræða, hvað gera mætti til að firra vandræðum. Á mjög fjölmennum fundi . Félagl íslenzkra símamanna. sem haldinn var í fyrradag. voru sam hljóða samþykkt mjög hrðorð mót mæli gegn úrskurði kjaradóms, og verða þau birt í niðurlagi fréttar innar Tæknimenn símans ætla ,ekki að láta sitja við orðin tóm rog hafa margir þeirra þegar sagt upp störfum. { dag munu um fjöru tíu t.æknimenn hafa sagt upp störf um sínum. eru Það línumenn og símvirkjar og búizt við að fleiri uppsagnir fylgi í kjölfar þeirar. Hverfi meirihluti tæknimanna stofnunarinnar úr starfi blasa við hrein vandræði. Hér er um að ræða störf sem óvanir menn geta alls ekki gengið inn í, heldur krefj ast þau tæknimenntunar og þjálf unar Verði hér ekki ráðin bráð bót á má búast við að má] sím ans komist í hreint óefni innan skamms tíma og myndi það valda ófyrirsjáanlegum afleiðingum bæði í öryggis- og atvinnumálum Það sem hér er að gerast er fullkomlega eðlileg þróun úr því sem komið er Starfsmenn Lands símans vilja eðlilega eins og aðr ir menn fá eins mikil laun fyrir störf sín og unnt er, og því hverfa þeir til betur launaðra starfa á hinum frjálsa launamarkaði. Ályktun hins fjölmenna fundar Félags íslenzkra símamanna 15. desember er svohljóðandi: Fundur haldinn 15. desember 1965 í Félagi ísl. símamanna lýs- Framhald á bls. 14. Myndlrnar hér að ofan voru teknar af Gemlnl-VI geimförunum Walter Schlrra og Thomas Stafford, er þeir mættu Gemlnl-VM úti í gelmn- um á mlðvikudaglnn. Á efrl myndinni sést Gemni-VII og I baksýn hluti (arðarinnar, en á neðrl myndinnl s|ást bæðl gemförin. Myndirnar voru teknar á 70 mm lltfllmu á Hasselblad-myndavél með 80 mm llnsu. Alþíngi frestað Ó. G. Reykjavík, föstudag. Fundum AlÞingis yar í dag frest að til 7. febrúar. í sameinuðu þingi óskaði forseti þingsins. Birg ir Finnsson, þingmönnum gleði- legra jóla og góðrar heimkomu og þakkaði þeim samtarfið. Eysteinn Jónsson þakkaði forseta fyrir hönd þingmanna góða fundarstjórn og óskaði honum og fjölskyldu lians deíldarmönnum gleðilegra jóla gleðilegrar hátíðar. Síðan las for sætisráðherra upp bréf forseta ís- lands um frestun á fundum Al- þingis Fyrr um daginn voru fund ir í deildum þingsins. í neðri deild óskaði forseti, Sigurður Bjarnason. deildarmönnum gleðilegra jóla og Lúðvík Jósefsson þakkaði fyrir hönd þingmanna. í efri deild beindi Óli Ólafsson jólaóskum til deildarmanna, en Karl Kristjáns son þakkaði. „ EINHUGA UM ENDURHEIMT SAMNINGSRETTAR Reykjavík, föstudag. Dagana 14. og 15. desember var haldinn aukafundur i Stéttarsam- bandi bænda í Bændahöllinni í Rer’if’avík. Fundinn sóttu fjörutíu fuU'—ar úr öllum sýslum lands- ins af fjörutíu og sjö, sem rétt áttu til fundarsetu. Tilefni fund- arins voru þær breytingar, sem urðu í haust, varðandi verðlagn- ingu landbúnaðarframleiðslunnar, þegar sexmannanefndin varð óvirk vegna þess að Alþýðusamband ís- lands dró fulltrúa sinn úr nefnd- inni, en landbúnaðarvörurnar voru verðlagðar eftir bráðabirgðalög- um, sem ríkisstjómin sætti, og áttu bændur engan hlut að þeirri verð- lagningu. í upphafi fundarins gerði for- maður Stéttasambands bænda, Gunnar Guðbjartsson. bóndi á Hjarðarfelli. ítarlega grein fyrir gangi verðlagsmálanna frá þvi sex mannanefndin hætti störfum. Hann skýrði frá því, að sjö manna stjórnskipuð nefnd ynni nú að því að leita eftir samkomulagsgrund- velli milli framleiðenda og neyt- enda, sem afurðasölulöggjöfin yrði byggð á. en störfum þesarar stjórnskipuðu nefndar væri ekki lokið og engu væri hægt að spá enn um, hver árangur yrði af því nefndarstarfi En segja mætti, að samkomulag væri f nefndinni um viss atriði varðandi breytingar á framleiðslu- ráðslögunum. Á fundinum urðu miklar um- ræður um, hvemig koma skyldi verðlagsmálum landbúnaðarins fyr ir næstu árin. Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.