Tíminn - 18.12.1965, Síða 2

Tíminn - 18.12.1965, Síða 2
LAUGARDAGUR 18. desember 1965 TIMINN Afturkaus hann kommúnista I fyrradag var kosi'ð í nokkr- ar nefndir og ráð á Alþingi. Samkvæmt þingmannatölu sinni á Alþýðubandalagið ekki rétt á að fá fulltrúa kosna í fimmmannanefndir. Áður á þessu kjörtímabili hefur for- sætisráðherra kosið kommana vini sína, því að ekki mátti hann ógrátandi horfa upp á þá standandi utan dyra. í fyrra dag kaus hann Einar Olgeirs- son og Björn Jónsson í þær tvær nefndir, sem búið var að kjósa í í fyrra, áður en hann gerði samninginn fræga. f jóla- gjafapakka Bjarna til komm- anna voru nú raforkuráð og stjórn fiskimálasjóðs. En hvað gáfu kommarnir honum í staðinn? Það er einfaldasta gáta ársins. Bjarni Benedlktsson, forsætis- ráðherra. — Aftur j gervi jóia sveinsins. SKIPISEMENTSVERKSMIDJI) RIK- ISSINS HLEYPT AF STOKKUNUM Skipi því, sem Sementsverk- smiðja ríkisins er að láta smíða hjá Aukra Bruk A.S., Aukra í Noregi, var hleypt af stokkunum föstudaginn 10. þ. m. og gaf frú Marianna Vestdal, kona forstjóra Sementsverksmiðju ríkisins, því nafnið „Faxi.“ Skipið er byggt samkvæmt regl- um Norsk Veritas, í flokknum •— iai, styrkt fyrir ís og með flokkunarviðbótinni EO vegna sjálfvirkni aðalvélar og ljósavéla, þannig að ekki er þörf fyrir jafn- mikið eftirlit í vélarúmi og endra nær. S'kipið verður 1275 tdw með Frá Póststofunni Reykjavík Um helgina verða allar deildir Póststofunnar opnar sem hér seg- ir: Laugard. frá kl. 9—12. Sunnud. frá kl. 9—12. Deildimar eru þessar: Bréfapóststofan, pósthúsinu, Pósthússtræti, Bögglapóststofan, Hafnarhvoli, Tollpóststofan, Hafn arhúsinu, Póstútibúið Langholts- vegi 82 Póstútibúið, Laugavegi 176, Blaðadeildin, Umferðamiðstöðinni. 1820 hestafla Deutz aðalvél og tveimur ljósavélum, hvor 120 hö. Lengd skipsins er 64 m, breidd 12 m, djúprista á þvi fullhlöðnu 4,5 m og rými þess 1873 rúm. Gert er ráð fyrir því að skipið gangi 11 hnúta fullhlaðið. Á skipinu verður 5 tonna krani, sem geng- ur á sporum eftir því endilöngu og verður með honum hægt að Kveðja - Sigfús Guðnason látinn Sigfús Guðnason frá Skarði var fæddur á Landinu og það var ekki glundroðaleg tryggð, sem hann bar til þessarar fögru sveitar. Ég sem þessar línur skrifa þekkti hann í mörg ár. Þeim árum gleymi ég ekki. Hann var maður sem reisti manndómi og mannkostum óbrotgjarnan minnisvarða. Það fær góðan hljómgrunn, sem Jóna konan hans sagði, að hún var ánægð með allt sem hann gerði, og hún var ekki ein um það. Ég votta Jónu og öllum vandamönn- um þeirra samúð mína, en það verður þeim harmabót, að hann var maður i þessa orðs beztu merk ingu. Rangæingur. losa um 60 tonn af sementi á klst. með aðeins 1 eða 2 mönn- um í lest. Skipið er ætlað til flutninga á sementi frá Akranesi til staða umhverfis landið, ann- arra en Reykjavíkur. Ráðgert er að Faxi verði full smíðaður í marzlok n.k. og komi til landsins í sementsflutning í apríl. Fundur í Póst- mannafélaginu Fundur haldinn í Póstmanna- félagi íslands 14. des. 1965 mót- mælir eindregið hinum nýfellda kjaradómi að því er póstmanna- stéttina áhrærir. Fundurinn telur það algjörlega óviðunandi að svo að segja eng- inn maður úr allri stéttinni skuli fá leiðréttingu mála sinna. Sér staklega átelur fundurinn það, að póstmenn skuli nú sitja kyrrir í launaflokkum, þegar aðrir starfs hópar, sem um langan aldur hafa staðið þeim jafnfætis, eru hækk- aðir í launum um tvo eða fleiri launaflokka. DE GAULLE: „ÉG ER EKKIFULLKOMINN” NTB-París, föstudag. Charies de Gaulle, forseti Frakk lands skoraði í dag ákaft á frönsku þjóðina að endurkjósa sig sem forseta í kosningunum á sunnu- daginn, er hann hélt útvarps- og sjónvarpsræðu í kvöld. De Gaulle sagði m. a.: — „Nýja Iýðveldið hefur sinn forseta. Það er ég. Ég segi ekki að ég sé full- kominn oa neita ekki, að ég er orðinn gamall. Ég fullyrði engan veginn að ég viti allt, né heldur að ég geti gert allt”. Hanm sagði að það væri verkefni sitt að tryggja framfarir frönsku þjóðar- innar, sjálfstæði hennar og frið. De Gaulle minntist lítið á Mitt erand, sem er frambjóðandi vinstri manna í Frakklandi, en sagði, að hann væri fulltrúi sam- særa og deilna stjórmálaflokk- anna. Hann sagði, að ef Mitter- and yrði kjörinn, þá myndi hann færa landið til baka til ringul- reiðar þeirrar, sem ríkt hafi í Frakklandi áður en de Gaulle tók við völdum. — „Mitterand er ekki aðeins frambjóðandi flokkanna, heldur einnig fangi þeirra" — sagði de Gaulle, og spurði, hvað forseti gæti gert, ef hann hefði ekki traust þjóðarinnar, heldur hefði hann aðeins komizt til valda vegna samspils atvinnusvikara. De Gaulle minntist á þær fram- farir, sem hefðu orðið á svið fé- lagsmála og efnahagsmála i stjórn artíð hans, en játaði að mikið væri eftir ógert, og það væri verk- efni framtíðarinnar að leysa þau vandamál, sem enn væru óleyst. Skoðanakannanir hafa sýnt, að de Gaulle hefur heldur meira fylgi en Mitterand, og er því bú- izt við að kosningarnar á sunnu- daginn verði mjög jafnar. Sá fram bjóðandinn, sem fleiri atkvæði fær, sigrar í þeim kosningum. GYLFI SKIPTIR UM SKOÐUN Þegar frumvarp stjórnarinnar um gjaldeyrisskattinn var til um- ræðu í neðri deild, flútti Lúðvík Jósepsson breytingartillögu þess efnis, að námsmenn og sjúkling- ar yrðu undanþegnir gjaldinu. Rík isstjórnin lét fella tillöguna og var Gylfi Þ. Gíslason manna ákaf- astur að greiða atkvæði á móti henni. Síðan líður dagur. Málið er rætt í efri deild. Þar mætir Gylfi og tilkynnir, að gjaldið muni ekki taka til námsmanna. Náttúr- lega forðaðist hann að minna á fellda tillögu Lúðvíks. Eignaði sjálfum sér heiðurinn. Væri ósk- andi að Gylfi og fleiri samráð- herrar hans væru oftar jafn snögg ir að skipta um skoðun vegna til- lagna frá stjórnarandstöðunni. ^tatrésfa^ftur Hinn árlegi jólatrésfagnaður Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Framsóknarhús inu við Fríkirkjuveg þriðjudag- inn 28 desember n. k og hefst kl. 15. stundvíslega Mjög verður til fagnaðarins vandað eins og ávallt áður. Tekið er á móti miða pöntunum á skrifstofu Framsókn arflokksins, Tjarnargötu 26, símar: 16066 og 15564 en sala þeirra hefst seinnipart vikunnar. Verð miðans er kr. 100,— og eru ágæt ar veitingar og sælgæti innifalið í verði hans. Stjórnandi skemmtun arinnar verður hinn kunni skemmtikrafturjón B. Gunnlaugs RH0DESIA10LIUBANN Aflinn dágóður BS-Ólafsfirði þriðjudag. Undanfarið hafa tveir mótorbát- ar héðan, Anna og Guðbjörg róið á línu og hefur aflinn verið dá- góður eða 4—7 smálestir í róðri. Gæftir hafa verið það góðar, að varla hefur fallið úr dagur hjá þeim. Einnig hafa trillurnar hér aflað sæmilega, og mest af aflan- um er vænn þorskur. Mjög erfitt hefur verið um samgöngur hér síð an síðast í nóvember vegna snjó- þyngsla. Snjóýtan hefur verið í ólagi í nokkurn tíma, en verður væntanlega komin í lag fyrir helgi og þá stendur allt til bóta, en nú sem stendur er algjörlega óa'kfært út um sveitir og flytja verður mjólkina á dráttarvélum. NTB-London, föstudag. -Ar Bretland hefur ákveðið að setja Rhodesíu í olíubann, að því er tilkynnt var opinberlega í London í kvöld. Jafnframt er sagt, að vonir standi til að öll önnur ríki muni styðja Bretland í því að gcra olíubannið árang- ursríkt. ★ Samtímis var tilkynnt, að eftir viðræður við ríkisstjórnir Zambiu og Tanzaníu hafi Bretland ákveð- ið að setja strax í gagn loftbrú til þess að flytja olíu og olíuvör- ur til Zambiu. Olíubann gengur í gildi þegar í stað. Brezka stjórnin hefur þeg- ar snúið sér til Shell-fyrirtækisins og beðið það um að stöðva norska olíuflutningaskipið Staberg, sem er á leið til Beira í Mozambique með olíu, sem fara á til Rhodesíu. Fyrirskipun brezku stjórnarinn- ar um olíubann er í tveim lið- um. 1. Hún bannar innflutning á olíu og olíuvörum til Rhodesiu í samsvari með heimild, sem brezka stjórnin hefur fengið sam- þykkta i neðri deild brezka þings- ins, og 2. Brezkum ríkisborgurum er bannað að flytja eða útvega Rhodesíu á annan hátt olíu og olíuvörur, til nota í nýlendunni. Brot á þessu banni varðar 6 mán- aða fangelsi eða 60 þúsund kr. sekt. Rhodesía flytur venjulega inn um 280.000 tonn af olíu árlega og talsmenn brezku stjórnarinnar telja, að nú séu í landinu olíu- birgðir, sem duga muni í hálft ár. Mörg ríki, þar á meðal Banda- rikin, munu að því er talið er til- kynna svipað olíubann innan skamms. Almennt er talið, að Bretland muni fá stuðning þeirra ríkja, sem framleiða olíu. og þeirra, sem á annar hátt eru fengri oliufram leiðslu og flutningi, í máli þessu, enda hefur Harold Wilson, for- sætisráðherra Breta, lýst því yfir, að hann myndi ekki setja Rhodesíu í olíubann, nema hann hefði vissu fyrir því, að það yrði áhrifaríkt og fullkomin samstaða næðist um það á alþjóðavettvangi. Frá Kairó berast þær fréttir, að Egyptaland hafi bætzt í hóp þeirra ríkja. sem slitið hafa stjórnmála- samband við Bretland vegna Rho- desíumálsins. Hafa því alls sjö ríki gert það, þ. e., fyrir utan Egyptaland. Guinea, Mali Mauri- tania Kongólýðveldið og samveld isríkin Ghana og Tanzanía. Athugasemd frá viðskiptamálaráðu- neytinu f tilefni af viðtali Tímans í dag við hr. Hjört Hjartar, fram- kvæmdastjóra skipadeildar Sam- bands ísl. samvinnufélaga, um ný- gerðan olíusamning við Sovétrík- in fyrir árið 1966, þykir við- skiptaráðuneytinu rétt að taka þetta fram: Áður en viðræður hófust um framangreindan samning og með- an á þeim stóð var haft samráð við íslenzku oliufélögin þrjú, sem þessi viðskipti annast, og þau gagngert að því spurð, hvort til- tækilegt væri að fela m.s. Hamra- felli að flytja hluta af því oHu- magni, sem kaupa á frá Sovétríkj- unum á árínu 1966. Það var ein- róma álii forsvarsmanna olíu- félaganna þriggja, að slíkt kæmi ekki til greina, ef sama flutn- ingsgjald fengist og gilt hefur á yfirstandandi ári. en fyrir lá, að mikið skorti á, að m. s. Hamra- fell gæti boðið slík kjör. Olíu- félagið h.f., sem að hálfu er eig- andi m. s. Hamrafells, hafði hér um enga sérstöðu. Ríkisstjórnin hefur því í sam- bandi við samningsgerð þessa, að- eins gert það, sem þeir íslenzkir aðilar, sem hlut áttu að máli, voru sammála um. Reykjavík, 17. desember 1965. Viðskiptaráðuneytið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.