Tíminn - 18.12.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.12.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 18. desember 1965 1 Cltgefandl: FRAMSðKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (áb). Andrés Kristjánsson Jón Helgason og IndriOi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofui i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusimi 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrai skrifstofur sími 18300, Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDa h.f Hvað á að víkja? Ftmrnarblöðin hafa um langt skeið ekki verið eins st' f'ð og illorð í forustugreinum sínum og í gærmorg- ur efnið er það, að Framsóknarflokkurinn hefur, und- ir þöim kringumstæðum, sem nú eru, lýst sig andvíg- an samningum við svissneska alúmínhringinn um bygg- ingu alúmínverksmiðju hér. Stjórnarblöðin hrópa hvert í kapp við annað, að þetta sé hrein afturhaldsstefna. í augum þeirra telst nú bersýnilega ekki neitt lengur til framfara en bygging alúmínverksmiðju. Engu máli skipt- ir, hvað hún kostar eða hvað verður að víkja. Þeir, sem ekki vilja á þetta fallast, skulu dæmdir óalandi og óferj- andi afturhaldsmenn. Áður en meira er rætt um þessar fullyrðingar stjórnar- blaðanna, er rétt, að menn virði fyrir sér,«hvernig ástatt er í íslenzkum efnahagsmálum í dag. Aðstæðurnar þar eru í fæstum orðum þær, að atvinnuvegina skortir stór- lega vinnuafl til margþættrar uppbyggingar, sem þeir hafa með höndum. Látið er ógert að hefjast handa um nýjar og álitlegar atvinnugreinar vegna þess. að vinnuafl skortir. Vinnuaflsskorturinn leiðir til margvíslegra yfir- boða, sem eru ein meginorsök hraðvafxandi verðbólgu Þetta birtist glögglega um þessar mundir í stórhækk- uðum álögum ríkis og bæjarfélaga. Þrátt fyrir þessar stórauknu álögur verður hið opinbera að draga úr fram- lögum til hinnar allra nauðsynlegustu starfsemi, sem framtíðarheill og afkoma þjóðarinnar byggist þó öðru fremur á, eins og skólamála og vísindastarfsemi. Því meira og hraðara sem verðbólgan vex, því óviðráðan- legra mun ríkinu reynast það að tryggja nægilegt fjár- magn til þeirrar margvíslegu vísinda- og rannsóknar- starfsemi, sem atvinnuvegimir þarfnast í hraðvaxandi mæli, ef þeir eiga ekki að dragast aftur úr Því erfiðari verður líka öll önnur framfarastarfsemi í landinu. Ekkert er því mikilvægara nú en að gerðar séu ráðstafanir til að draga úr hraða verðbólgunnar Að öðrum kosti kippir þjóðin grundvellinum undan efnahagslegri framsókn sinni. Það má vera öllum, sem eitthvað hugsa, augljóst mál, að ef stórkostleg erlend fjárfesting kemur hér til við- bótar, getur það ekki haft aðrar afleiðingar en þær, að framkvæmdir íslendinga sjálfra hljóta að dragast stór- lega saman. Þannig munu stöðvast margvíslegarframfarir sem þjóðin má ekki án vera, þar sem stjórnarstefnan er líka sú, að tilviljun ein skuli ráða því, hvað verði útundan. Það er og jafn augljóst, að stórfelld erlend fjár- festing hér undir þessum kringumstæðum mun magna verðbólguna um allan helming og gera þann vanda, sem henni fylgir, óviðráðanlegri en nokkru sinni fyrr. Framsóknarmenn hafa sagt og segja: Við teljum er- lenda fjárfestingu geta átt rétt á sér hér, þegar um viss- ar framkvæmdir er að ræða, en við viljum ekki leyfa hana undir þeim kringumstæðum, að það dragi úr nauð- synlegum framkvæmdum fslendinga siálfra eða, að það verði til þess að auka og magna stórlega mesta vanda- mál, þjóðarinnar, verðbólguna. Stjórnarliðið segir: Við setjum hina erlendu fjárfest- ingu ofar framförum og framkvæmdum íslendinga sjálfra, og okkur er alveg sama. þótt hún verði til að magna verðbólguna. Framsóknarmenn óttast ekki dóm þjóðarinnar um það, hvora stefnuna hún mun eftir nána íhugun telja framfarasinnaðri og þjóðhollari. Þess vegna geta þeir sparað sér að nota eins stór orð og síiórnarblöðin gera í þessu máli- Þau vitna um allt annað en réttan málstað. TÍMINN __________________ '...............s Mikilmenni segir sögu sína Vilhjálmur Stefánsson: Sjálfsævisaga. ísafoldarprentsmiðja. Hver er frægastur íslendinga, er uppi hafa verið frá landnáms- tíð? Er það Snorri Sturluson, Halldór Kiljan Laxness eða Vil- hjálmur Stefánsson? Aftan á kápu þessarar bókar stendur, að það sé Vilhjálmur Stefánsson, og vera má, að það sé rétt. Hitt er og jafnvíst, að varla verð- ur nokkru sinni úr þessu skorið svo óyggjandi sé og skiptir ekki máli, því að frægð heimsins er hjóm. Hitt skiptir meira máli, hverja máttarstólpa og burðar- ása þjóðin elur sjálfri sér, hve margir og góðir menn ná þeim manndómi eða snilld í ævistarfi að styrki sjálfstraust hennar og þjóðerniskennd, miðli henni hörku, skýrari þjóðarvitund, trú á gildi landsins til þjóðarupp- eldis og beri vitni um góðan stofn og erfðir þess bergs, sem þeir eru brotnir af. Slikir menn eru stoðir og vitar sjálfstæðis, íslendinga, jafnvel þótt þeir flytji brott í aðrar þjóðir, og slíkur maður er Vilhjálmur Stef- ánsson. íslendingar hafa löngum fylgzt með honum, og æska landsins las ferðasögur hans um heim- skautslönd og hafís á árunum milli 1920 og 1940. Síðustu tvo áratugina virðast þær hafa fall- ið í fyrnsku. Heimskautsferðirn- ar voru geimrannsóknir fyrstu áratuga aldarinnar, og æskan fylgdist með þeim. Þá var lík- amlegt þrek og þol grunnurinn, sem árangur byggðist á. Nú ræð ur tækni hinna mjóslegnu með reikningsheilann og hagleikur völunda úrslitum, og draumsýn æskunnar hefur breytzt í sam- ræmi við það. Þó held ég, að Vilhjálmur Stefánsson haldi lengi velli sem mikilmenni. Sjálfsævisaga sú, sem hann rit- Kvæði á góSm Lmkavöxtum gegnlýstan stöfum ylhýrrar sumarsólar. Sunnan af fjöllum landáttin nýrunnin var og strauk í fögnuði sínum lófa yfir lyngið, sem lagðist í fangið, bauð henni anganveig, en sumarblóm heiðar hrópuðu í kór: Ó þiggðu hressingarbragð af okkar Jóns messufleyg. Hér er margt fallega sagt, þótt seiður myndarinnar rofni nokk- uð í tveimur síðustu ljóðlínun- um. Jafnvei i kvæðunum um efni Laxdælu er náttúrulýsingin veiga mikill þáttur sögunnar, speglar örlög hennar og endurómar: Brýtur sjó á Breiðafirði, brimar upp í vör, éljaköst um háls og hnjúka hvíta greiða skör. Storkubarinn stakur vitnar steinn um það, sem koma skal: ekki víkur vorið framar vetrarkulda úr Laxárdal. Og á Haustnótt á Akureyri bregður höfundur upp þessari mynd: Flauelsmjúk ský eru á ferð yfir Garðsárdalinn, um flosofna bliku í suðri hlæjandi máni Framhald á bls. 14. i"iiTnwii—ií—iiihii——!■—miii iiiihh ii'it ~ iiiiiiiíiii 11 ————wwi Bragi Sigurjónsson: Ágústdagar. Kvöldvökuútgáfan. Þetta mun vera fimmta ljóða- bók Braga Sigurjónssonar. Ég hef ætíð lesið ljóð eftir hann með nokkuð blöndnum tilfinn- ingum. Ég hef dáðst að þrótt- miklu orðfæri hans, sterkum lýs- íngum, föstum tökum á hefð- bundnu ljóðformi og heitum skapsmunum, en stundum þótzt kenna þess, að bryti á stirfni og óþjálni, svo að nærri lægi slysum. En ég hef einnig fund- ið það, að honum er alltaf að fara fram sem skáldi. Reisn mál- farsins vex, tökin verða mýkri, smekkvísin óskeikulli og einráð ari. Þessi siðasta bók, Ágústdag- ar, er að mínu viti bezta bók hans, sýnir skýrar en áður beztu kosti hans sem skálds og meira vald yfir annmörkunum. Nafnið Ágústdagar á einkar vel við. Það er ágústblær á ljóðunum, blær fullþroska, mildi en þó heitra og sterkra lita. Náttúrulýsingar hafa ætíð verið bezta ljóðaefni Braga, og í þeim er skáldskap- ur hans í senn tærastur og ris- mestur. og svo er enn. Ég ef- ast um, að nokkurt íslenzkt skáld lýsi íslenzkri náttúru feg- ur eða betur í Ijóði um þessar mundir en Bragi Sigurjónsson. í kvæðinu Hólsandur er þetta niðurlagserindi: Bragi Sigurjónsson Svo efnið þið, stormar, til stærstu leikja, stökkvið um grjótin í byljaæði, kurlið þau. malið þau mjölinu smærra í mold, unz fagnandi rís algróið land úr örfoka svæði, endurheimt paradís. Þannig er upphaf Jónsmessu- vöku: Af fjarlægum vötnum fóru regnskúrir yfir. Flosmjúkan dropaslóða um heiðina bar, Vilhjálmur Stefánsson aði og hér birtist í íslenzkri þýð- ingu þeirra Hersteins Pálssonar og Ásgeirs Ingólfssonar hefði mátt vera fyrr á ferð hér á landi, en bókin er málalöng, og er það afsökun, og raunar lauk Vilhjálmur ekki ævisögu sinni fyrr en 1962. svo að drátturinn er ekki langur, en hann hefði helzt ekki átt að vera nema eitt ár. Ýmsir kunna að ætla, að sjálfs ævisaga Vilhjálms sé aðeins óslit in ferðasaga um ísauðnir og ná- strandir, en það er öðru nær Honum verður tíðræddara um annað Hann lýsir fjörlega og glöggt æsku sinni og uppvexti, uppvöðslusömum skólaaldri, á- rekstrum og samskiptum við alls konar fólk Vafalaust er það rétt, að Vilhjálmur hafi verið mikilmenni, sem skar sig úr þeg- ar á unglings- og tvítugsárum, en þeim manni hæfir líka lítil- læti í frásögn, og hógværð í sjálfslýsingu. Þær dyggðir hefur Vilhjálmur Stefánsson aldrei átt í nógu ríkum mæli. Hann er alltaf að lýsa mikilmenniogkarla grobb sjálfsævisögunnar kemur fremur fram í drýgindum um um svif æskuáranna en oflýsingu á þrekraunum könnunarferðanna og vísindaafrekum. Afbýðisemi og persónulegur metnaður á sér engu minna ból í sál ofurmenna en smámenna, það sannar saga Vilhjálms, þó að varla verði þar réttilega greint, hvort hann er þar aðeins alger píslarvottnr eða á sinn hlut í leiknum. Vilhjálmur var að mörgu leyti snjall rithöfundur, segir skemmti lega frá, er greinilegur og hlað- inn lífsorku, sem nær tökum á lesandanum. Gamansemi hans og glettni yljar víða, og næmleiki hans á blæbrigði mannlifsins er mikill og mun spretta af kynn- um hans við fjölda manna af mörgum stofnum og menningar- félögum. Aftast í bókinni er kafli eftir Evelyn konu Vilhjálms, og er þar brugðið upp fallegri sunnu- dagsmynd af Vilhjálmi, og að ýmsu leyti er sú mannlýsing nær- færin og skyggn, þó að þar sé miklað hiðtbezta í manninum. í bókinni er einnig allmargt mynda frá könnunarferðum Vil- hjálms og úr lífi hans og starfi, en þær eru flestar heldur dauf- legar sem vonlegt er, þar sem Vilhjalmur lifði blómaskeið ævi sinnar áður en m.vndavélin tók að elta frægðarmenn á röndum. Að þeim er þó góður bókarauki. Þessi útgáfa sjálfsævisögunn- ar er hin myndarlegasta og góðra gjalda verð. fslendingar hljóta að taka henni með þakklæti og lesa ,með athvgii Hún minn- ir og á. að kominn er tími til að gefa ferðabækur og fleiri rit Vilhjálms út í samstæðri gerð Varla hæfir annað en því sé kom ið myndarlega til skila heim, sem frægasti maður þjóðarinnar hef- ur skrifað. AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.