Tíminn - 19.12.1965, Blaðsíða 4
16
TÍIVtlNN
SCNNBDiSCUR 19. dcsember 1965
Tillögur aðalfundar
Bandalags kvenna
Áfengismál.
'I. Fundurinn harmar hin sífjölg-
andi umferðarslys og afleiðingar
þeirra. .Sérstaklega telur fundur-
inn ámælisvert, hve margir menn
virðast aka bifreiðum undir áhrif
um áfengs og valda með því mik-
illi hættu og slysum í umferðinni.
Beinir fundurinn því til ríkisvalds
ins og löggæzlu að gera ailt. sem
unnt er til að koma í veg fyrir
þennan voða.
II. .Fundurinn bendir á hvort ekki
væri ástæða til áð birta í öllum
dagblöðum undanbragðalaust og á
áberandi stað nöfn allra, sem tekn
ir eru ölvaðir við akstur. Er á-
stæða til að halda, að þetta hafi
nokkur áhrif til góðs. .Einnig það
að taka ökuskírteini af mönnum
og afhenda þau ekki aftur fyrr en
dómur er genginn í málum þeirra.
m.. Fundurinn tekur undir frum-
varp það, sem alþingismaðurinn
Skúli Guðmundsson flytur á Al-
þingi því, sem nú situr, um að
þyngja verulega refsingu þeirra
manna, sem aka bifreiðum undir
átoifnm áfengis, jafnvel með því
að svipta þá ökuleyfi ævilangt.
55 konur af 66 fulltrúum lögðu
fram eftirfarandi áskorun til Al-
þingis: Fundurinn beinir því til
Alþingis og ríkisstjórnarinnar að
láta fram fara allsherjar atkvæða
greiðslu um aðflutningsbann á á-
fengum drykkjum.
Uppeldis- og skólamál.
I. Fundurinn skorar á Alþingi það
sem nú situr að taka nú þegar til
meðferðar frumvarp það um
vernd barna og ungmenna. sem
lagt var fyrir þingið í fyrra, svo
að það meg; hljóta afgreiðslu á
þessu þingi.
II. Fundurinn leggur til:
a. að ályktanir þær og athugasemd
ir, sem gjörðar voru við frumvarp
til laga um vernd barna og ung-
menna og samþykktar voru á síð-
asta áðalfundi Bandalags kvenna,
verðj sendar öðru sinni til Al-
þingis.
b. að tillaga sú, sem skólamála-
nefnd samþykkti á fundi í febrú-
ar s.l. um aðstoð ríkisins við
rekstur og byggingu almennra
bamaheimila og fóstruskóla, verfli
einnig send aftur til Alþingis.
III. Fundurinn sfcorar á mennta-
málaráðherra, að hafin verði nú
þegar endurskoðun á fræðslulög-
gjöfinnj frá 1946. Fundurtan
krefst þess ennfremur, a konur
eigi sæti í nefnd þeirri, sem vænt
anlega verður skipuð til þess að
undirbúa þessa endurskoðun.
IV. . Fundurinn skorar á alla for
eldra og uppalendur að beita sér
eindregið gegn því, að framleidd
séu og seld leikföng, sem eru eft
irlíkingar af striðstækjum. Sér-
staklega vill fundurinn beina peim
eindregnu tilmælum til foreldra
að gefa ©kki börnum sínum slík
leikföng eða leyfa þeim að leika
sér að þeim.
V. Fundurinn átelur, > að barna-
heimiþ þau við Dalbraut í Reykja
vík, sem taka áttu til starfa í árs-
lok 1964, skuli enn vera í bygg
ingu. Fundurinn skorar einnig á
borgarstjóra Reykjavíkur að gera
sitt ítrasta til að standa við gerð
ar áætlanir um byggingu slíkra
heimila.
VI. Fundurinn beinir enn á ný
þeim tilmælum tíl skólayfirlæknis
að hanr; hlutist til um, að eftirlit
með heilbrigðisástand; skólabarna
verði aukið þannig:
a. að berklapróf sé, ef unnt er gert
strax og skóíaár hefst.
b. að sjón og heyrn barna sé ár-
lega prófuð af sérfræðingum og
gengið sé eftir því, að fram-
kvæmdar sóu aðgerðir, sem nauð-
synlegar kunna að reynast. Mætti
í þessu sambandi vekja athygli á
heyrnarprófunarstöðinni, sem nú
starfar í Heilsuyerndarstöð Reykja
víkur. Nauðsynlegt er. að komið
sé á fói hliðstæðri sjónprófunar-
stöð í heilsuverndarstöðinni
c. Að unnið verði að þyí. að tann-
læknaþjónusta verði ó ný tekiri
upp við barnaskóla borgarinna;
VII. Fundurinn skorar á félags-
málaráðherra að koma á fót
ströngu eftirliti með atvinnuleyf-
um til þeirra manna, er flytja ung
lingum skemmtiefni. Nærtæfc
dæmi sýna, að erlendir skemmti-
kraftar hafa valdið hér múgæsing
um og skrílslátum.
VIII- Fundurinn vill ieyfa sér að
benda fræðsluyfirvöldum borgar-
innar á, hve óheppilegt sé, að gert
verði hlé á kennslu bama á ung
lingastigi mill: kl. 12 og 1 á dag-
inn.
Safnaðarmál.
I. Fundurinn leyfir sér hér með
að fara þess á leit við Fræðslu-
stjóra Reykjavíkur og skólastjóra
bama- og unglingaskólanna í
Reykjavík. að þeir beiti sér fyrir
því, að skólastarfið hefjist hvern
dag með bæn og sálmasöng í sam-
komusölum skólanna eða í hverj-
um einstökum bekk.
II. Fundurinn fagnar þvi, að nú
hefur fermingarundirbúningur
bama verið tekinn til umræðu
á prestastefnu íslands og aukinn
til muna, og sett sérstakt lágmark
um námsefni og undirbúningstíma
Jafnframt beinir fundurinn því tii
presta og kennara að taka upp ná-
ið samstarf um kristindómsfræðsl-
una í heild.
BOLHOLTI 6
(Hús Belgjagerðarinnar)
Auglysift i
TÍMANUM
um
OIÍUSI6TI
BÍLABÚÐ ^^ÁRMÚLA
Tilkynning
Það tilkynnist hér með hinum fiölmörgu viðskipta
vinum AB JÖNKÖPINGS IVÍOTORFABRIK. að vér
undirritaðir höfum yfirtekið umboðið á íslandi
fyrr J. M. Desel 260 (June Munktell) Vér munum
kappkosta að veita viðskiptavmum vorum sem
bezta þjónustu og vonum að fá að njóta sama
trausts og vinsælda sem hinir fvrri umboðsmenn.
Virðingarfyllst,
TRANSIT TRADING COMPANY,
Geir Stefánsson-
BORGARNESI
TIL SÖLU
Einbýlishús og íbúSir
Fiskverkunarstöð og
frystihús á Suðurlandi
40 lesta vélbátur I mjög
góðu ástandi, góðir
greiðsluskilmálar.
Iðnaðarhúsnæði í aust
ISnaðarhúsnæði ( austur-
oænurn ca. lOOfermetra
lítil útborgun, —
greiðsluskilmálar
Het kaupendur að 3ja
herb- ’böðum og fbúðum
í smíðum-
ÁKI JAKOBSSON,
lögfræðiskrífstofa,
Austurstræt 12,
sími I S®39 og á kvöldin
20396
BÍLA OG
BUVÉLA
SALAN
Bílakaup
Bflasala — Bilaskipti
Bflar vlft allr«> hæfi.
KjÖr vi?> allra hæfi
Bílakaup
KAUPFÉLAG
VOPNFIRÐINGA
Simi 15812
Skúlagötn 55 (Rauðará)
K.H.B.
EGILSSTOÐUM
bjarni beinteinsson ;
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (silli a VALOl)
SlMI 13536
VÉLAHREINGERNING
Vanir
nenn.
Fljótleg
vönduð
vinna
ÞRIF —
sími 41957
og 33049.
Trúlofunar
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
H A L L D Ó R
Skólavörðustig 2. .