Tíminn - 19.12.1965, Qupperneq 12
290. tbl. — Sunnudagur 19. desember 1965 — 49. árg.
Iceland Food Centre tekur
á móti jólasveinapóstinum
FB-Reykj avík, laugardag.
Á fimmtudaginn opnaði ís-
lenzki veitingastaðurinn í Lon
don, Iceland Food Centre, og
við það tækifæri var opnuð á
staðnum póststofa sérstaklega
ætluð bréfum, sem komast eiga
til jólasveinsins, Sankti Kláus-
ar, sem þekktur er víða um
heim, þótt hann hafi til
skamms tíma, ekki talizt til
jólasveinanna okkar hér á ís-
landi. En það vill nú einmitt
svo til, að börn í mörgum lönd,
um, ekki sízt í Englandi, telja
að Sankti Kláus sé búsettur hér
á íslandi.
Póstsýra á Jólasveinapósthúsi
Iceland Food Centre er Hildur
Pálsdóttir, 21 árs gömul fram-
reiðslustúlka á veitingastaðn-
um, og er hún hér til hliðar
að hjálpa til við að koma fyrstu
bréfunum í póstinn, en gest-
innir eru Lundúnabúar af yn-gri
kynslóðinni. Fyrsti hópurinn
sem kom til póststýrunnar fékk
jólagjöf, eftir að hafa afhent
bréfin.
Pósthúsið verður opið fram
að jólum, og öllum þeim, sem
koma bréfum í póstinn, hefur
verið heitið því, að þeim verði
komið áleiðis til íslands.
PAUL FALCK, FRETTARITARI NORSKU FRÉTTASTOFUNNAR NTB í STOKKHÓLMI:
BLÖÐIN ORÐIN STJÓRNMÁLA
Margir hörmuðu þann atburð,
sem skýrt var frá fyrir nokkr-
um dögum, að eitt af þrem
morgunblöðum Stokkhólms,
Stockholms Tidningen, sem
sænska verkalýðshreyfingin á,
yrði lagt niður 1 apríl n.k.
vegna fjárhagslegra erfiðleika.
Mörg tár féllu, og flest þeirra
voru ekta — einnig tár hinna
Stokkhólmsblaðanna og stjórn
arandstöðunnar. Blaðadauði get
ur hrætt hvern sem er ekki
sízt, þegar fórnarlambið er
gamalt höfuðborgarblað, prent
að í 150.000 eintökum og því
eitt af stærstu blöðum Svíþjóð-
ar, og þar að auki málgagn
allrar verkalýðshreyfingar
landsins.
Stockholms Tidningen var
sett á fót árið 1889 og hefur
gengið á ýmsu með blaðið,
enda oft skipt um eigendur
Blaðið gekk mjög vel til að
byrja með og um aldamótin
var upplagið orðið 100.000,
sem telja má mikið afrek mið-
að við blöð þess tíma. Sænski
fjármálamaðurinn Torsten
Kreuger tók við blaðinu árið
1930, og blaðið lék ekkert sér-
legt hetjuverk á stríðsárunum,
enda var ritstjórinn vihveittur
Þjóðverjum. Árið 1956 keypti
Verkalýðssambandið bæði
Stockholms-Tigningen og Aft-
onbladet af Kreuger fyrir um
30 milljónir sænskra króna.
Sænska verkalýðshreyfingin
LO, fékk því tvö málgögn í
Stokkhólmi, morgunblað og
síðdegisblað. Aftonbladet fékk
brátt mikinn vind í seglin, en
Stockholms-Tidningen varð
„vandræðabarn.“ Frá fyrstu tíð
var verulegt tap á blaðinu, og
árið 1960 varð LO að greiða
árlega með blaðinu 1J milljón
ir sænskar krónur. Árin 1963
og 1964 var tapið orðið 14—15
milljónir og í ár er talið, að
LO verði að greiða 20 milljón-
ir með blaðinu. Áætlað var, að
tapið á næsta ári yrði um 22
milljónir króna. Blaðið hefur
því kostað LO um 115 milljón-
ir sænskar krónur — tæpar
1000 milljónir íslenzkra króna
— frá því verkalýðshreyfingin
keypti það.
Það var vegna þessa mikla
taps, að LO varð að leggja
blaðið niður. Við getum
ekki staðið undir þessu lengur,
sagði Arne Geijer, forseti LO,
er hann tilkynnti dauða ST.
Afleiðingin er sú að frá og með
1. apríl verða einungis tvö
morgunblöð í Stokkhólmi,
frjálslynda blaðið Dagens Ny-
heter og íhaldsblaðið Svenska
dagbladet. Blaðadauðinn hefur
krafizt nýs fórnarlambs, og
þróunin í átt til færri og
stærri blaða heldur áfram.
Einokun?
Þeir mörgu, sem harmað
hafa fráfall Stockholms-Tidn-
ingen, gera það af ýmsum mis-
munandi ástæðum. Flestir eru
samt sem áður sammála um,
að lifandi og fjölbreytileg dag-
blöð séu undirstöðuatriði lýð-
ræðisins og að það sé mjög
þýðingarmikið fyrir þjóðfélag-
ið í heild að hafa dagbiöð, sem
geta speglað ólíka strauma
og skoðanir án þess að rang-
túlka þær. vísvitandi eða óvit-
andi. Þess vegna er það mjög
hörmulegt og varhugavert, þeg
ar blóm í „pressuvendinum"
deyr. hver sem litur þess er og
hverja skoðun sem hver ein-
stakur hefur á hinum ýmsu
þjóðfélagsmálum. Þetta geta
flestir samþykkt — stjórnmála
menn, blaðamenn, vinnu
veitendur og launþegar — og
hinn almenni lesandi.
En í sambandi við Stock-
holms-Tidningen (ST) nær sam
komulagið ekki lengra. Tilkynn
ingin um fráfall blaðsins kom,
þegar rikisþingið — ríkisdag-
urinn — deildi af mikilli hörku
um stuðning ríkisins við stjórn
málaflokkana að upphæð 23
milljónir sænskra króna árlega.
Var hér um að ræða frnmvarp
frá ríkisstjórninni, og var það
eins konar málamiðlun milli
eldri tilíögu um ríkisstuðning
við dagblöðin og nokkurra
stjórnarandstæðinga. Það var
var sjálfur forsætisráðherr-
ann, Tage Erlander, sem gekk
í ræðustólinn og skýrði frá þvi,
að ST yrði lagt niður. Hann
hélt smá minningarræðu um
blaðið og minntist í þvi sam-
bandi á blaðadauðann og þró-
unina á vettvangi blaðanna, og
sagði, að afleiðing þessa yrði
takmörkun pólitískra umræðna.
Þessi þróun er orsök þess, að
ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp um stuðning við
stjómmálaflokkana, sagði Er-
lander.
Forsætisráðherrann hefur sfð
ustu tvö árin gagnr.ýnl..það,.
sem hann .kallar. ,einpkpnar-
þróun í blaðaheiminum, og lagt
áherzlu á nauðsyn þess, að
þjóðfélagið grípi til ýmiss kon
ar stuðnings við blöðin til þess
að stöðva þróunina í átt til
blaðaeinokunar. Þetta hófst,
þegar jafnaðarmannablaðið i
Gautaborg, Ny Tid, var lagt
niður árið 1963 eftir að LO
hafði hætt fjárframlögum sín-
um til blaðsins. Þá skipaði for-
sætisráðherrann nefnd til Þess
að skila álitsgerð um stuðning
við blöðin úr ríkissjóði Meiri-
hluti nefndarinnar — fulltrú
ar iafnaðarmanna og miðflokks'
manna, lögðu til* a<5 *dkið veitti
blöðunum stuðning í gegnum
stjórnmálaflokkanna þ. e. a. s.
að flokkarnir skyMu*skipta pen
ingunum milli flokksblaða
sinna, og að ríkisstuðningur-
inn skyldi einungis notaður í
þágu andstöðunnar og mörg
blöð jafnaðarmanna gagn
rýndu hana einnig. Einnig var
hún gagnrýnd af flest öllum
stofnunum og samtökum, sem
beðin voru um að segja álit
sitt á henni, og dómstóll einn
varpaði fram þeirri spurningu.
hvort tillagan væri ekki ósam
rýmanleg ákvæðum stjórnar
skrárinnar um prentfrelsi.
Þessi mikla andstaða varð til
þess, að málamiðlunartillaga
var samin þannig, að ríkis-
stuðningurinn fari til stjórn-
málaflokkanna en ekki til
blaðanna, og samkvæmt frum-
varpinu, sem var samþykkt
með miklum meirihluta at-
kvæða í þinginu, geta flokkarn
ir notað peningana að eigin
vild. Víst er, að nokkrir munu
nota þá til venjulegs flokks-
starfs, m. a. til þess að greiða
laun flokksstarfsmanna, en
eins er ljóst, að mikill hluti
peninganna fer til flokksblað-
anna.
15 blöð á 12 árum
Mjög skiptar skoðanir eru
um þær ráðstafanir. sem ríkis-
stjórn jafnaðarmanna í Sví
þjóð hefur gripið til í því skyni
að berjast gegn blaðadauðan-
um, og eins eru skiptar skoð- .
anir um, hversu mikil hætta
sé á að blöðin komust á fárra
hendur. En þróunin á undan-
förnum árum hefur verið þessi
í Svíþjóð:
Tala dagblaða er í dag ekki
einu sinni helmingui þess. sem
Framhald á bls 22
Ennerleitaðað
týndu konunni
MB-Reykjavik, laugardag.
Enn hefur ekkert spurzt með
vissu til konu þeirrar er leitað
hefur verið að undanfama daga.
Ákveðið hefur verið að halda leit-
inni eitthvað áfram, en stöðugt
berast forsvarsmönnum leitarinn-
ar upphringingar frá fólki, sem
telur sig hafa séð hina týndu konu
á ferli, hingað og þangað um bæ-
inn.
f gærkvöldi leituðu vinir eigin
manns hinnar týndu konur í
mannlausum byggingum í ná-
grenni borgarinnar, en sú leit bar
engan árangur. Öðru hverju hring-
ir fólk til lögreglunnar og ann-
arra þeirra, sem standa að lert-
inni, og telur sig hafa séð hina
týndu konu, eftir lýsingunni á
henni að dæma. Eðlilega þora
menn ekki annað en kanna tilvik
þessi, eftir því sem unnt er, en
það hefur allt reynzt árangurs-
laust. Hér er heldur ekki um að
ræða fólk, sem þekkir hina týndu
konu persónulega og getur því
ekki tafið fyrir þeirri, sem því
þykir grunsamleg.
Það verður að teljast einkenni-
legt, að ekki skuli birtar myndir
af fólki, sem leitað er þannig dög-
um saman í von um að finna
það á lífi í þéttbýli, enda er það
jafnan fyrsta verkið erlendis, þeg-
Framhald á bls. 22.
KVEIKT Á JÓLATRÉ
í HAFNARFIRÐI
GE-Reykjavík, laugardag.
Á morgun, sunnudag, kl. 16
mun við hátíðlega athöfn verða
kveikt á jólatré því, sem vinar-
bær Hafnarfjarðarbæjar í Dan-
mörku hefur gefið honum. Tréð
stendur á Thorsplani. Ambassador
Dana a íslandi afhendir tréð, dótt
ir hans mun kveikja á því, en
forseti bæjarstjórnar, Stefán JónS-
son, veitir því viðtöku. Á eftir
mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar
leika undir stjórn Hans Ploder, og
Karlakórinn Þrestir syngja undir
stjórn Herberts Hriberschek
Ágústssonar.
lóhtrésfaqiiaflur
Hinn árlegj iólatrésfagnaður
Framsóknarfélaganna > Reykjavik
verðui haldinn Framsóknarhús
inu við Fríkirkjuveg þriðjudag
inn 28 desember n k og hefst
kl. 15. stundvíslega. Mjög verður
til fagnaðarins vandað eins jg
ávallf áður Tekið er á móti miða
pöntunum á skrifstofu Framsókn
arflokksins, Tjarnargötu 26, s'ímar:
16066 og 15564 en sala þeirra
hefst seinnipart vikunnar. Verð
miðans er kr. 100.— og eru ágæt
ar veitingar og sælgætí innifalið
i verði hans- Stjórnandí skemmtun
arinnar verður hinn kunni
skemmtikraftur Jón B. Gunnlaugs
son
Miða á jólatrésfagnaðinn má
fá á skrifstofu Framsóknarflokks-
ins, Tjarnargötu 26, mánudag,
þriðjudag og miðvikudag.