Tíminn - 30.12.1965, Qupperneq 9

Tíminn - 30.12.1965, Qupperneq 9
v'S.i ' . M. T,Y,»' Mí : I ‘ I' FTMSmJDAGUR 30. desember 1965 TÍSVZINN ? í FRIÐARSAMNINGAR Refurínn og fiskarnir SóSin var farin að lækJca á lofti, og bæjarburstin kastaði skugga fram á hlaðið. Við Tryggvi stóðum úti í forsæl- Tmni. Hann átti að fara upp í fjall að smala ánum, en ég átö að sækja kýrnar, suður að Víðidalsá. >rÉg á þetta prik,“ sagði Tryggvi, þegar hann sá, að ég ætlaði að taka prik, sem reis upp við bæjarvegginn. ,Nei, það er prikið mitt,“ svaraði ég, og gekk snúðugt suður hlaðvarpann. „Ég skal nú sýna þér það hvort ég næ því ekki,“ segir Tryggvi og kemur þjótandi á eftir mér. „Þú skalt aldrei hafa það,“ svaraði ég hlæjandi, um leið og ég leit um öxl mér. Síðan hljóp ég, eins og kóifi væri skotið, suður túnið, yfir tún- garðinn, yfir lækinn, yfir þúf- ur yfir steina, yfir moldarflög yfir holt og hæðir, og alltaf var Tryggvi á hælunum á mér. Ég var kominn upp á háan sér, en bóndinn settist á hest- inn og var. þegar kominn úr augsýn. Á göngu sinni kom Siggi að gestaskála og eyddi þar síðustu aurunum sínum, af því að hann hélt, að nú þyrfti hann ekki framar á peningum að halda, úr því að hann ætti kúna, og svo hélt hann áfram. En eins og áður er sagt, var mjög heitt þennan dag, og alllangt var til þorpsins, þar sem móð- ir Sigga bjó, og hann var orð- inn mjög þyrstur. Hann fór þá að mjólka kúna, en fórst það svo óhöndulega, að engin mjólk kom, og loksins varð kýr in leið á þessu og sparkaði i Sigga, svo að hann missti bæði heyrn og sjón og vissi ekki. hvort hann var heldur piltur eða stúlka, en í því kom slátr- ari gangandi með grís. Hann aumkaðist yfir Sigga og spurði hann, hvað að honum gengi og gaf honum jafnframt að dreypa á peia sínum. Siggi sagði hon- um hvar komið var, en slátr- arinn sagði, að ekki væri að búast við mjólk úr svona gam- alli kú, henni yrði að slátra sem fyrst. „Já.“ sagði Siggi, ,,en það verður ekki mikið var ið í steik af henni svona eld- gamalt nautakjöt! Þér eigið sannarlega gott, að eiga þenn- an litla og feita grís, þar er nú maturinn góður og pyls urnar!“ „Góði vinur!“ sagði slátrar- inn, „ef að þér lízt á grísinn minn, þá geturðu fengið hann ég skal skipta á honum og kúnni að sléttu J)ykir þér það ekki gott!“ „Agætt,“ sagði Siggi og varð mjög glaður í bragði yfir láni sínu. Nú hélt hann aftur áfram kátur og ánægður og hugsaði: „Þú ert þó reglulega lánsamur Siggi, alltaf færðu bættan skaða þinn en hvað svínasteikin verður góð.“ (Úr Unga íslandi). hól, þegar óþyrmilega var þrif ið í herðarnar á mér. Ég féll endilangur til jarðar á grúfu, en hélt samt fast um prikið, með báðum höndum. Tryggvi lagðist nú ofan á mig, og reyndi að draga prikið úr greipum mér. Það fauk í mig, þegar hann var nærri búinn að ná af mér prikinu. Ég reyndi af alefli að standa upp, en gat hvorki hreyft legg né lið. Þá datt mér nýtt ráð i hug, en hvorki var það gott né fagurt. Ég fann, að ég gat hreyft höfuðið, enda notaði ég mér það. Ég rak hnakkann upp í nefið á Tryggva, svo hann fékk fossandi blóðnasir, og fór að gráta. Hann sleppti öllum tökum, og við stóðum báðir upp. Ég fór nú að skæla líka, bæði af því að ég kenndi í brjóst um Tryggva litla og svo iðraðist ég eftir, að hafa verið svona vondur við hann. Ég fór nú að stumra yfir honum, og þurrka af honum blóðið, með vasaklútnum mínum. Við vor- um allt í einu orðnir svo hjart- anlega sáttir og góðir hvor við annan. „Þetta var allt mér að kenna,“ sagði ég, um leið og ég stakk vasaklútnum aftur í vasa minn. „Nei, það var mér að kenna," sagði Tryggvi, með tárin í aug- unum. Meðan á þessu stóð, lá prik- ið, þetta þrætuepli okkar, þarna á hólnum, en nú tekur Tryggvi það upp. „Þú mátt hafa prikið, góði,“ sagði hann, og ætlaði að fá mér það. „Nei, nei, góði hafðu það, þú þarft að ganga svo langt,“ svaraði ég, um leið og ég hljóp niður hólinn. Indæll friður fyllti sál mína, friður, sem enginn þekkir nema sá, sem er alsáttur, bæði við Guð og menn. Ég leit við, og sá hvar Tryggvi gekk við prik- ið upp við ásana. Mér fannst hann nú vera svo góður dreng- ur, þrátt fyrir allt. „Við megum annars ekki láta okkur koma svona illa saman,“ sagði Tryggvi þegar við vorum að moka fjósið, dag- inn eftir. „Hvað eigum við þá að gera, svo okkur komi vel sarnan?" spurði ég vandræðalegur. „Við verðum náttúrlega að búa til samning,“ svaraði Tryggvi. Þetta þótti mér ágætt ráð. Við fórum nú að búa til frið- arsamninginn. Tryggvi ein- blíndi á flórinn og studdi sig við skóíluna sína, en ég klór aði mér bak við eyrað. Eftir góða stund hóf Tryggvi mál sitt á þessa leið: „Þú mátt aldrei stríða mér. Ég má aldrei reiðast við þig. Við eigum að vera góðir hvor við annan, all- an daginn. — Svona vil ég hafa samninginn." Mér þótti samningurinn góð- ur, en með því við vorum báð- Framhald á bls 14 Það var einu sinni karl og kerling. Einn kaldan vetrardag veiddi karlinn svo mikið af fiski, sem rúmast gat á langa sleðanum hans. Glaður í bragði hélt hann svo heimleiðis, og ók sjálfur sleða sínum, kvað hann rímur á leiðinni heim. — En hvað er það, sem liggur þarna á miðri götunni. Er það þó ekki dauður refur. Þetta þótti karli happafengur. Mjúka hlýja skinnið þitt kemur mér Róbert litli var kominn i vondan soll, og var farinn að taka ýmislegt Ijótt eftir félög- um sínum. Föður hans var mik il raun að þessu, og hann vissi hvaðan það stafaði, en það var ekki hlaupið að því, að koma Róbert í skilning um það. Eitt kvöld kom gamli mað- urinn með sex epli utan úr garði og gaf Róbert þau. Þau voru öll falleg og óskemmd, en ekki meir en svo fullþrosk uð. og feðgunum kom saman um að þau mundu verða enn betri við að geymast nokkra daga/ Róbert þakkaði fyrir eplin og opnaði skáp mömmu sinnai og lét þau þar i skál. en þá í góðar þarfir tæfa mín! Svo tók karlinn refinn og lagði hann ofan á sleðann. Sjálfur settist hann framan á, hottaði á hestinn og ók áfram. Nú var ótætis refurinn ekki reglulega dauður, hann lézt vera það. Hann vissi hvað hann ætlaði sér með því. Smátt og smátt kastaði hann hljóðlega öllum fiskunum af sleðanum niður á þjóðveginn. Stökk hann síðan sjálfur ofan. tók faðir hans upp sjöunda epi ið og lét ofan á hin, og það epli var skemmt og rotið. „Þetta lízt mér ekki á“, sagði Róbert — „rotna eplið skemmir frá sér öll hin.“ „Heldurðu það“ sagði faðir hans, „hver veit nema góðu epl- in bæti skemmda eplið?“ Og lét hann skápinn aftur og gekk burt. Eftir rúma viku minnti fað- irinn aftur á eplin, og þeir fóru i skápinn. En það var ekki skemmtileg sjón. Góðu eplin, sem öll voru svo falleg. voru orðin skemmd og rotin „Þarna sérði, pabbi!“ hróp- aði Róbert. „Það fór eins og ég spáði. að vonda eplið mundi Tók hann nú að tína upp fisk- ana af veginum. Suma át hann, suma geymdi hann sér. Slíka veizlu hafði hann ekki setið lengi. Karlinn ók áfram og uggði ekki að sér. Loks kom hann heim. Kerlingin kom á móti honum á hlaðinu. „Hvar hef- ur þú verið svo lengi, karl minn?“ „Gjörir ekkert, kelli mín veizla skal hér verða, Framhald á 14. sfðu. skemma góðu eplin.“ .Róbert minn,“ sagði faðir hans. „Ég hef oft beðið þig að vera ekki með slæmum drengj- um, af þeim félagskap verður þú sjálfur slæmur drengur, al- veg eins og eplin skemmdust í skálinni af þessu eina skemmda epli, sem látið var saman við. Þú hefur lítið hirt um það, þó ég hafi sagt þér það, og því var ég nú að láta þig sjálf- an þreifa á því með þessu dæmi.“ Þetta varð Róbert miklu minnisstæðara en áminningarn ar. Hann þurfti ekki annað eft- ir það, en að hugsa um skemmdu eplin til að forðast illan félagsskap. (Unga ísland) Sagan um skemmda eplið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.