Alþýðublaðið - 22.08.1959, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1959, Síða 1
 40. á^g. — Laugardagur 22. ágúst 1959 — 177. tbl. WWWWW%WWMWMW»WWWWtWWW»^W»MWWW Myndin er frá landsleiknum í Osló í gærkvöldi og sýn- ir hættulegt augnablik við norska markið. Ríkharður Jónsson hefur skotið, norskur varnarmaður er rétt hjá lionum norski markvörðurinn liggur til vinstri. — Mynd in er frá Arbeiderbladet og var símsend til Alþýðublaðs- ins í gærkvöldi. Skilyrði til sendingarinnar voru mjög slæm og ber myndin þess merki. Rákirnar eru til dæm- ^is loftskeytatruflanir. FAIRTRY 2, nýjasti verk- smiðjutcgari Breta, kom nýlega af veiðum eftir vel heppnaða ferð. Ko mskipið með 600 tonn af frystum karfaflökum, 202 tonn af H-riroteinmjöIi og 16 tonn af þorskalýsi. Miðað við útflutningsverð- mæti á íslenzka vísu er hér um 4,9 m,illj. kr. verðmæti að ræða. Léif í gær ÞORBERGUR GÍSLASON, sem varð fyrir bíl á Laugarnes- vegi fyrir helgina, lézt í gær- kvöldi kl. rúml. sex. Þorbergur komst aldrei til fullrar meðvitundar eftir slys- ið. VIÐ ISLAND Togarinn var að veiðum við ísland, Grænland og Nýfunána land. Eru eigendur skipsins mjög ánægðir með þessa fyrstu ferð skipsins. Telja þeir skip sem þessi eiga mikla framtíð fyrir sér og sérstaklega hentug fyrir Breta, þar eð þeir þurfa nú að sækja lengra á-mið. MIKIÐ er um það rætt með- al sjómanna í Reykjavík, að Guðmundur Jörundsson útgerð armaður muni hafa í hyggju að flytjast frá Akureyri til Reykjavíkur og ætla að gera liinn nýja togara sinn út frá Iiöfuðstaðnum. Ekki vildi Guð- mundur neitt um málið segja að svo komnu, er Alþýðublaðið innti hann eftir þessu í gær. Nýi togarinn, sem smíðaður er í Þýzkalandi, er væntanleg- ur næsta vor, og mun skipstjóri á honum verða hinn kunni afla- maður, Þorsteinn Auðunsson, er var skipstjóri á Surprise, og |5 : CrH : ÍSLAND og Noregur hafa ;leikið sjö landsleiki. Norð- ■ menn hafa unnið 5 þeirra, j en íslendingar 2. Markatal- : an er 15:7 Norðmönnum í ; vil. Sigirar Nore-gs hafa verið j 4:2 (1947), 3:1 (1951), 3:1 S (1953), 3:0 (1957) og 2:1 i (1959). ; íslenzkir sigrar 1:0 árið ■ 1954 og 1:0 1959. : Alls hafa nú íslendingar : leikið 26 landsleiki í knatt- ; spyrnu, Hafa 19 tapazt, 5 ■ unnizt, en 1 orðið jafntefli. j Markatalan er óhagstæð eða : 38 gegn 88. I LANDSLEIKNUM á Ullevál-leikvangi í Osló í gær sigruðu Norðmenn íslendinga með 2 mörkum gegn 1. Fyrri hálfleik unnu Norðmenn með 1:0. í FRÉTTUM sínum af lands- leiknum í gærkvöldi sagði NTB m.a. þannig frá: Norðmenn unnu íslendinga með 2:1 á Ulle- vál í kvöld og effir spilinu að dæma — einkum í fyrri hálf- leik — hefði sigurinn átt að vera meiri, en íslenzku strák-- arnir bentu mönnum samt Ijós- lega á, að þeir nálgast hröðum skrefum hinn eðlilega norræna standard, og þeir 25.145 áhorf- endur, sem komið höfðu til Ullevál, sáu skemmtilegan leik með snöggum skiptum og mörg um marktækifærum. Þá segir fréttastofan, að Norð menn hefðu átt að hafa fjögur til fimm mörk yfir eftir fyrri hálfleik, en framherjarnir hafi haft óskemmtilega vanstjórn á fótum sínurn. íslendingar gerðu líka upp- hlaup, segir NTB, „en þá var Ásbjörn Hansen í norslca mark- inu óbifandi". Eftir hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð, en! þó segir fréttastofan, að Norð- menn hafi haft forustuna. Segir NTB, að á fyrstu fimmtán mínútum leiksins hafi íslenzka markið verið í stöðugri hættu. Þeir segja, að Helgi Daníelsson hafi verið rólegur og öruggur í markinu, og meðan Norðmenn hafi ekki skotið „á rétta millimetrann“ hafi ekkert mark komið. Á 30. mínútu gerði svo einn nýliðinn, Rolf Björn Backe frá Gjörvik, marlc eftir að hafa fengið boltann frá Björne Borg- en og Kjell Kristiansen. Sjö mínútum eftir hálfleik gerði Kjell Kristiansen svo ann- að mark Norðmanna eftir nokk- urt hik fyrir framan markið. Bjartsýni Norðmanna jókst. BJARTSÝNIN STÓÐST EKKI. „En í staðinn fyrir fleiri mörk hertú gestirnir sig meira og meira, og á 29. mínútu var útkoman færð niður í 2:1 af Erni Steinsen.“ Þá segir NTB, að þetta hafi verið hár bolti, sem dottið hafi niður í mark- ið, og „Örn þessi hefur senni- Framhald á 3 síðu. URSLITALEIKUR II. deild- ar fór frain á Melavellinum í gærkvöldi. Akureyringar léku. við Vestmannaeyinga og sigr- uðu hiniir fyrrnefndu mieð 6 er hann þegar farinn af því mörkum gegn 2 (3:1 í hálfleik). skipi. Hafa Akureyringar því unn- Framhald á 3. síðu. ið sæti í I. deild.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.