Alþýðublaðið - 22.08.1959, Page 5
x ;: :'
mtim
lllllllllSl
y 7 U/y'y ' |$$11
.: ::.: ■ ■: ■ : ■;
: ■ . .'
:' ''
/: ,
lilllil
JTmmmammamammmmmmmmmmmmmmmmmmmmammaammmmmammaamammmmnmmmmmammmmmmma■■■■■■■■
ÞETTA er úr gröf Tutankhamens, hins unga faraós,
sem lézt ög var grafinn 18 ára gamall. Niðri í kvarzkist-
unni hefur múmían legið undir lokinu á gullkistunni með
faraósins. Myndin er eins konar gríma á loki gullkistunn-
ar, og veldisprotinn liggur á ská yfir hrjóstió. Þetta er
þó ekki sjálfur veldisprotinn heldur eftirmynd hans: tii-
heyrandi kistunni.
5
TÓRMERKUR og frægur
forngripur frá löngu liðinni
menningu Egyptalands er
horfinn úr safni í Kaíró, og
því er yfirlýst, að honum hafi
verið stolið. Hér er um að
ræða veldisspreta úr gulli, er
átti Tutankhamen faraó, sem
var uppi fyrir um 3400 árum,
síðasti konungur 18. konungs-
ættar. Það varð uppi fótur og
fit í safninu, er það vitnað-
ist, að þessi frægi gripur væri
horfinn. Gerðar voru þegar
ýmsar öryggisráðstafanir, en
lögreglan kvað óttast, að þjóf-
urinn hafi strokið með hann
úr landi, Það vakti furðu
manna, að glerhylkið, sem
veldissprotinn var geymdur í,
bar engin merki þess að um
það hefði verið fjatlað. Það
stóð á sínum stað óhaggað að
öllu leyti, rammlega lokað, en
veldissprotinn var bara horf-
inn.
Veldissprotinn kvað vera
hálfur annar metri á lengd
með krók eins og stafur. Er
merki Afríku öðrum megin á
því, en Asíu hinum megin.
Sá, sem heldur á veldissprot-
anum, hefur því samkvæmt
honum, valdið yfir tveimur
meginlöndum. Á því- er þessi
áletrun: ,,Sá, sem heldur á
veldissprota þessum, nýtur
blessunar Amons guðs og mun
ganga á guðs vegum“. Starfs-
lið safnsins neitar að meta
veldissprotapn til fjár, segir,
að hann sé ómetanlegur og ó-
bætanlegur, ef hann glatast.
deyja og vera grafinn. Gröf
hans er einhver sú merkasta,
sem opnuð hefur verið í hinu
Forna Egyptalandi. Hún
fannst fyrir 27 árum, og fregn
in flaug eins og eldur í sinu
um hinn menntaða heim. Það
var könnuðurinn Howard
Carter, sem fann gröfina. en
hann starfaði fyrir hinn
kunna Egyptalandsfræðing
Carnarvon lávarð. Fundur
grafarinnar og opnun hennar,
hefur verið mikið ævintýri;
fyrir Carter, ekki sízt fyrir-
þær sakir, að hann hafði um I
skeið stundað könnun í;
Egyptalandi, einkum „Dal;
konunganna“ hjá Luxor íj
Egyptalandi efra, en lítið haft;
upp úr krafsinu. ;
Aldrei fleira ferðafélk, segir Jóhannes úr Kötlum
N ÞÓTT konungsgröf hefði;
fundizt og innsiglið væri órof- ■
ið, var ekkert vitað hvað leyn- ■
ast mundi að baki hinna luktu!
steindyra. Það gekk kvelj-j
andi seint að hreinsa upp síð-|
ustu steinvölurnar, áður enj
gröfin væri opnuð. Eftirvænt;
ingin hélt mönnum þöglum,;
er Carter rauf lítið gat á efraS
horn grafarinnar vinstra meg:
in og margra alda gamalt inni f
byrgt loft streymdi út. Kveikt ■
var á blysi til þess að eyða:
(Framhald á 10. síðu.) ‘
JÓHANNES skáld úr Kötl-
um hefur fimm undanfarin
sumur dvalizt inni í Þórs-
mörk sem umsjónarmaður
Skagfjörðsskála í Langadal,
sem er stærsta sæluhús Ferða
félags íslands. Hann kom í
vikunni til Reykjavíkur og
átti tíðindamaður blaðsins við
hann stutt samtal í gær. Hann
kveðst hvorki yrkja, skrifa né
þýða þarna innfrá, „engin ró
til skrifta í Þórsmörk“, segir
hann og telur líklegt, að aldrei
hafi jafn margt ferðafólk
komið inn í Þórsmörk og í
VER var Tutankhamen?
Hann var tengdasonur Sól-
konungsins fræga og f
mannsins Akhnatons, skálds-
ins.og trúarleiðtogans og.Ne-
fretite drottningar hinnar
fögru. Hann hlýtur að hafa
verið göfugrar ættai' og marg
ir fræðimenn hafa talið hann
skyldan tengdaföður sínum,
einkum vegna þess hve hann
var líkur honum í andliti.
Sumir hafa gizkað á, að hann
hafi verið bróður- eða syst-
ursonur Akhnatons, eða jafn-
vel sonur hans og annarrar
konu. Tutankhamen er talinn
hafa komið til valda 9 ára
gamall, og sumir frasðimenn
telja að hann hafi látizt lf
ára, öllum ber saman um, að
hann hafi orðið skammlífur
Hann var enginn afreksmað-
ur á valdastóli, enda stjórnin
í höndum annarra, sennilega
hins volduga Eye hershöfð-
ingja.
RÆÐIMENN hafa sagt, að
það merkasta, sem Tutank-
Jfamen hafi gert, hafi verið að
Sæluhúsið á Þórsmörk
sumar. „Ég hef ekki talið
saman gesti Ferðafélagsins í
Langadal, en það er • ætlan
mín, að þeir hafi ekki áður
komið fleiri“, segir Jóhannes.
Hins vegar hafa ennþá fleiri
komið á eigin vegum og í hóp-
ferðum og gist í Húsadal, en
mjög erfitt er að gera sér
grein fyrir fjölda þeim, sem
þangað kemur, vegna þess
hve tjöldip eru dreift um
svæðið“..
Umgengnishætíir fólksins,
sem kemur í Þórsmörk ber
á góma, og segir Jóhannes, að
gestir Ferðafélagsins séu til
mikillar fyrirmyndar og á
allan hátt ágætisfólk í um-
gengni. Á hinn bóginn koma
ferðalangar í Húsadal, sem
hafa í frammi furðulegan
barbarisma, „ótrúlegan barb-
arisma“, eins og Jóhannes
kemst að orði, eins og náung-
arnir, sem um verzlunarhelg-
ina ristu börk af laufguðum
trjám á alfaravegi með hníf-
um. Jóhannes er þeirrar skoð-
unar, að fararstjórar í hóp-
ferðum eigi alls ekki að hleypa
íólkinu frjálsu út um kjarrið,
heldur væri miklu. skynsam-
legra að reisa eina stóra tjald-
borg, þar sem fólkinu væri
séð fyrir helztu þægindum,
þar sem ruslatunna tæki við
öllum leifum. „Það er alveg
makalaust“, segir Jóhannes,
„hve fólk getur gengið subbu-
lega um fagrar birkilautir. Að
koma þar á mánudagsmorgni,
er ekki ólíkt og að koma á
öskuhauga, þar sem bréfarusl
fýkur til og frá og alls kyns
niðursuðudósir og matvæla-
afgangar liggja í breiðum út
um allar trissur“.
„En ég vil leggja áherzlu á
það“, segir Jóhannes og strýk
ur um hökutoppinn, því í sum
ar hefur hann safnað höku-
toppi inni í óbyggðunum, „ég
vil leggja áherzlu á það, að
meirihluti fólksins eins og all
ir þeir, sem koma með Ferða-
félaginu, er fólk, sem kemur
til að njóta náttúrunnar, og
það eru ánægjulegir gestir,
sem gaman er að veita beina“.
Jóhannes býr með konu
sinni og yngstu dóttur í bað-
Jóhannes úr Kötlum.
stofu í skálanum og kann vel
við sig þarna í skauti náttúr-
unnar. Hann er að vísu aldrei
einn með fjölskyldu sinni í
Þórsmörk, því þar eru venju-
lega svona tuttugu manns í
hverri viku og stundum fleiri
hundruð um helgar, svo Þórs-
mörk er ekki lengur griðastað
ur þeim, sem vildu una í frið-
sæld við skriftir úti í náttúi'-
unni.
Bifreiðar
til sýnis og sölu daglega.
. ávallt mikið úrval.
Bíla og búvélasalan
Baldurgötu 8.
Sími 23136.
Alþýðublaðið — 22. ágúst 1959 5