Alþýðublaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 5
MEÐ hverju ári, sem líður,
taka flugvélarnar æ fleiri far
þegar frá skipafélögunum og
sumir eru farnir að tala um,
að tími hinna stóru hafskipa
sé liSinn. Á síðasta ári fóru
fleiri farþegar yfir Atlants-
haf með flugvélum en hinum
stóru farþegaskipum. Hinar
miklu framfarir, sem orðið
hafa í flugvélaframleiðslu og
hin aukun Þægindi og hraði,
sem flugfélögin geta boðið
upp á, hljóta að verða þess
valdandi að farþegum með
skipum fækki, en flutningar
sjóleiðis verða að sjálfsögðu
enn um langan aldur háðir
skipunum. Skipin geta ekki
keppt við hraða flugvélanna,
samkeppnin er núna fyrst og
fremst um þægindi.
Hinn vaxandi fjöldi ferða
manna milli Evrópu og Am-
eríku veldur því, að þrátt fyr-
ir farþegaflutninga loftleiðis
fór 1 000 000 manna með skip
uni þessa leið á síðastliðnu ári
í stað 600 000 árið 1938, og
þrátt fyrir að færri skip eru
nú í ferðum en þá. 1938 voru
82 farþegaskip, samtals 1 787-
000 brúttótonn, í förum yfir
Atlantshaf, en 1958 voru þau
70, samtals 1 485 000 tonn.
EFSTA MYNDIN er af
Iíkani af nýjasta síórskipi
Frakka, France. Þa<r fyrir
neðan er Aquitania, hið
fræga skip Cunard-línunn
ar, en margir telja það
fegursta skipið, sem ver-
ið hefuu í Atlantshafssigl-
ingum. Þá kemur Rotíer-
dam, stærsta og nýjasta
skip Hollendingá og neðst
á síðunni er mynd af
France í skipasmíðastöð-
inni.
Öll hin stærri skipafélög
hafa nú í smíðum ný og full-
komin farþegaskip, sem taka
munu upp samkeppnina við
flpgfélögin og innbyrðis á
næstu árum. Og undanfarið
hafa stór og mikil skip verið
tekin í notkun. Bandaríkin
státa réttilega af skipum sín-
um Uníted States, Indepen-
dence og Constitution. ítalir
hafa þrátt fyrir fátækt sína
byggt stórskipin Augustus,
Giulio Cesare, Cristoford
Colombo og innan skamms
bætist Leonardo da Vinci í
þennan fríða hóp. Hollending
ar fullgera á næstunni hið 38
þús. smálesfa Rotterdam, sem
bætist við Maasdam, Ryndal
og Statendam. Cunard-línan
brezka, sem á drottningarnar
Queen Mary og Queen Eliza-
beth, hefur í smíðum mörg
skip og Kanadamenn, Norð-
menn og Svíar eiga álitlegan
flota nýtízku farþegaskipa,
sem eru raunar ekkert annað
en fljótandi hótel búin öllum
fullkomnustu sighngatæ'kjum
nútímans.
Frakkar, sem löngum hafa
átt stórskip í förum yfir Norð
ur-Atlantshaf, munu á næsta
ári ljúka smíði stórskipsins
Frarice og kemur það í stað
Normandie, sem um langt
skeið var hraðskreiðasta skip
ið í Ameríkusiglingum.
Þrátt fyrir að, að France
verour aðeins 55 000 smálest-
ir, en Normandie 70 000, verð
ur það miklu hraðskrsiðara
og þægilegra en Normandie.
Lengd þess er 315 metrar og
breiddin 33,7 metfar. Hra'ði
öllum stæiðarhlutföllum.
þess- verður 31 hnútur. Far-
þegarými þess vérður miklu
meira en flestra annarra
skipa, og ekki undir 2000 far-
þegar geta ferðazt með því. Á
fyrsta farrými verða 500
manns, annað farrými er fellt
niður', en á þriðja farrýnii
(ferðarnannaklassa) er rúm
fyrir 1500 manns.
France verður mjög fagurt
skip, línur þess mjúkar og fuli
komið samræmi inntoyrðis í
ÞAÐ var glæsbragur mikill
og gróinn menningarblær yf-
ir fyrstu pólskui myndlistar-
sýningunni, sern ég skoðaði
ásamt Árna Kristjánssyni
píanóleikara árið 1930 í
Charlottenborgarhöll í Kaup-
mannahöfn. Utan haJlarinnar
var svartasta skammdegi, en
inni birta og ýlur og dýrð
Þúsund og einnar nætur.
Pólska sýningin í Bogasal
Þjóðminjasafnsins yekur svip
-aðár kenndir, þótt fáb.reytt-
ari sé og mun minni. Viroist
mér sem menningarfulltrúar
okkar hfefðu mátt taka hærra
mið í póiinn og bjóða heim
stærri sýningu, því að pólsk
þjóparsál, brennheit, dulúðug
og hugmyndaauðug, kristöll-
uð í listum þeirra í aldir og
óhemju mikil að vöxtum,
hefur markað djúp spor í
vestræna menningu.
Enigu að síður er mikill
fengur af hingaðkomnum
sýnishornum pólskrar svart-
listar og: sýningin hefur böð-
skap. að. flytja. Þessir ungu
li§tamenn eru í náinni snlert.
ingu við slagæð. hiririar lif-
andi , hj-arðar sem jörðina
.byggir, blessiunarlega lausir
við þá kuldalegu lífsskoðun
sem herjar heim myndlistar-
innar í dag, þá, að skynja
mannlíf þg jörð 'einu'ngis sem
form. og liti. án innihalds, án
blóðs, án kennda: sársauka og
harms, ástríðna og glcði. ..
En myndlistin pólska í
Bogasalnum talar sjálf sínu
máli og þarfnast ekki fræði-
tegrar krufningar frekar en
allur góður skáldskapur, en
mig langai' til að drepa á
nokkra þeirra listamanna sem
orkuðu einna sterkast á mig.
Halina Chrostowska- Pioí-
rowieh á þarna 5 afbi-agðá
myndir, og virtist mér votta
þar fyrir norrænum listvicJ-
horfum og noldcmm skvld-
leka við yngri verk Norð-
mannsins Sigurd Winge.
Svipað má segja um Tadcusz
Dominik; yfir honum er kald_
ur hressilegur blær í ætí við
sjó og sieltu. ...
Maria Hiszpaniska Ncu-
mann er mjög alvarleg og
beinskeytt listakona og ein-
hver bezti grafiker, sem ég
hef kynnst. Að mér hv.arflaði
nafn snillingsins Frans Mase-
reel, þegar ég skoðaði mynd_
ir hennar.
Adam Marczynski er mjög
persónuleigur listamaður og
fer mjög eigin igötur. Sama
er að segja um Barböru Na-
rebskui Debska.
Wlodzimeirerz Kiunz á
þarna m.jög athyglisvierSar
myndir, þrungnar sterku í-
Framhald á 10. síðu.
QPW BRÉF TIL THYGOg&SQjytilÁÐg
Heiðraða tryggingarráð
ríkisins!
ER HAFIÐ heimilað
sjúkrasamilögum að greiða á-
kveðinn Muta af (laglegum
dvalarkpstnaði samlags-
manns, sem leitar sér heilsu-
bótar í Iieilsuhæli Náttúru-
1 ækningafélagsins í Hvera-
gerði. Með þeirri ákvörðun
yðar hafið þér stigið stórt
spor í rétta átt. En bundin
kvað heimild yðar vera við
þá hina illræmdu All-
margir fá hér nokkura heilsu
bót, og er þá bétur af stað
farið'pn heima setið.
Um þessar mundir er mjög
rætt um lækningamátt leirs
og svamls í volgu hvera-
vatni, og stórar frásagnir um
framtíðarmöguleika í þess-
um efnum. Sérstaklega hefur
verið rætt um lækningamátt
þessara jarðarauðæfa vorra
fyrir þá, sem lamast, Og nú
nýlega hefur verið skýrt frá
áliti þýðverskra sérfræóinga
um þetta efni.
Þár virðizt vera samdóma
hinum þýzku, er þér gáfuS
út heimild fyrir samlögin að
greiða dagpening sjúklings
tsl dvalar í Hveragerði.
En mínir háttvirtu herrar,
þér hafið úrskurðað og frá
vísað allstórum hópi manna,
sem Jamazt hafa, og eru eigi
á s'íki sfranifærs 1 u. Sá hópur
karla og kvenna getur að
yðar dómi eigi fengið gigt,
að minnsta kosti eigi þá gigt,
sem þér verðleggið til heilsu-
hótar á krónur eitt hundrað
á dag, og hveravatn- og leðja
lækna. Eigi fær maður séð,
hvers þessi hópur á að gjalda.
Ef til vill hyggið þcr þá auð-
jöfra, seni skyldir séu að
greiða allan dvalarkostnað
úr eigin vasa.
Þér hafið yðar ágæta trún-
aðarlækni. Hann sagði und-
irrituðum, að hann hefði vís-
að mörg hundruð slíkum
frá, er þeir leituðu fulltingis
hans í því að fá sinn styrk,
svo sem aðrir fá.
Fram skal tekið, að þótt
undirritaður sé. einn í þess-
uni hópi, þá eru Iínur þessar
eigi ritaðar af því, að’ bann
getj eigi greitt þessar krón-
ur á dag. En hann getur ekki
fellt sig við að slíka rang-
sleitni, sesii hér er höfð í
frannni. Hann er að vísu
ekkj lækstir, hann þekkir þar
af leiðandi eigi hyernig gigt-
m hagar sér, hvort hún er
til dæmis öðruvísi í fimmtug
um, sem aldrei hefur fatlazt,
en hann veit af eigin raun
hvernig hún er á tíðum í
rösldega fimmtugum manni,
sem hefur fatlazt, o*»: hann
hefur fundið sig langtum
hressari. eftir 14 daga dvöl í
leir og hveravalni, sem hann
hefur orðið aðnjótandi hjá
Náttúrulækmngafélaginu í
Hveragerði, og hann er sann-
færður um, að það er lækn-
ingamáttur í hveraleðjunni.
En hann skorar á trygginga-
ráð ríkssins að gera ekki
svona upp á milli félags-
manna í sjúkrasamlögunum.
P.t. Hveragerði, 18.8. 1959
Páll Sveinsson.
Alþýðublaðið — 30. ágúst 1959 §