Alþýðublaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 4
tJtgefanoi. Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Aflt- þðrsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjðri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjómarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Frentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Há útsvör NÆSTIJ daga munu Reykvíkingar margir hverjir leggja leið sína á fund skattstofunnar til að leita sér upplýsinga um þau útsvör, sem lögð hafa verið á þá. Flestum mun finnast upphæðin há — alltof há. Vissulega eru óhugnanlegar fúlgur lagð ar á bæjarbúa, 235,7 milljónir króna. Að vísu var útsvarsskalinn lækkaður um 10% frá því, sem áður var, og var það sjálfsögð ráð- stöfun með tilliti til þess að kaupgjald og verðlag hefur verið fært niður á þessu ári. Hins vegar kom í ljós, að tekjur bæjarbúa höfðu á síðasta ári vinstri stjórnarinnar orðið svo miklar, að þrátt fyr ir 10% lækkum skalans kom út 5% meiri uppliæð að krónutölu en í fyrra. Þetta er ekki beint stað- festing á áróðri íhaldsins um feril þessarar stjórn- ar. Mesta óréttlœtið ÍSLENDINGAR eru þjóð með mikla jafn- réttiskennd og vilja byggja þjóðfélag sitt á grund velli lýðræðis, þar sem allir borgarar hafa jafna aðstöðu. Hefur mikið áunnizt í þeim efnum — en þó er margt ógert. Skattamálin eru nú það svið, þar sem misrétti er mest hér á landi. Mörg hundruð milljónir króna eru teknar af landsfólkinu í beinum sköttum til ríkis og sveitarfélaga, og eru þær álögur byggðar á framtölum og yfirvegun valinna embættis- manna. En það er á allra vitund, að stórir hópar manna hafa tekjur, sem ekki eru gefnar upp. Við þetta skapast herfilegt ranglæti, sem er orðið að alvarlegri meinsemd í þjóðfélaginu. Þeim mönn- um, sem gefa allar tekjur sínar upp, er refsað á þann hátt, að þeir verða að greiða fyrir hina, sem geta falið. . .Þetta mál verður að taka til algerrar endur- skoðunar. Alþýðuflokkurinn hefur lagt til á al- þingi, að beinir skattar verði afnumdir með öllu, en þetta þýðir, ,að í stað þess að skattleggja tekjur manna verði útgjöld þeirra og eyðsla sköttuð. Nútíma þjóðfélag hlýtur að geta skipað þess um málum á réttlátari hátt en nú er gert hér á landi. Þjóðin krefst þess, að svo verði gert. til alþingiskosninga í Njarðvíkurhreppi ligg- ur frammi í skrifstofu Njarðvíkurbrepps, Þórustíg 3, Ytri Njarðvík, frá 25. ágúst til 21. sept. að báðum dögum meðtöldum. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til sveitarstjóra eigi síðar en 4. okt. n.k. Njarðvík, 24. ág. 1959. Sveitarstj órinn Nj arðvíkurhreppi Jón Ásgeirsson. ýý Hússkrokkar um allt land. Fulllgerum þá, sem bíða ónotaðir. ýý Sláum nýbyggingum á frest. ■jíj' Dýrtíðin og 86 aur- arnir. ÉG KOM í nokkra bæi og porp fyrir nokkrum dögum. Áff- ur hélt ég aff byggingafram- kvæmdir væru tiltölulega lang- mestar í Reykjavík. En ég sann- færðist um það að svo er ekki. Alls staffar er veriff að byggja í- búffarhús í stórum stíl. Svo að segja í hverju kaupíúni norffan- lands er byggt mikiff. Ég heira- sótti alls ekki öll þeirra, en þau sem ég heimsótti ehki, hafði ég fregnir af. Sarna sagan er sögð af A.usturlandi, jafnvel í bæjum þar sem allt hefur verið í nið- urníffslu f járhagslega árum sam- an. Þar rísa líka upp heil ný hverfi. EF MAÐUR heimsækir Akur- eyri og Hafnarfjörð þá verffur myndin sú sama. Akið líka fram hjá Silfurtúni — og komið í Kópavog. Alls staðar er verið að byggja. En hörmulegt er að sjá það hvað margir hússkrokkar standa hálfgerðir. Eigendunum hefur tekist að gera þau allt að því fokheld, en svo hr/fa þoir ekki getað meira. Hvað liggja mörg hundruð milljónir í þess- um húsum? ÞAÐ ER SKORTUR á fé til d-lra þessara bygginga. Það er slæmt, því að með þessum hús- um öllum erum við að byggja ísland, skapa verðmæti fyrir framtíðina. Nú vil ég spyrja: Fyrst ekki er til nægilegt lánsfé til þess að lána öllum svo að þeir geti byggt, er þá ekki rétt ein- mitt nú að slá á frest um sinn ( nýjum byggingum, en láta það 1 lánsfé, sem hægt er að fá, ganga í það að fullgera þau hús, sem 1 þegar standa hálfgerð og stuðla . að því, að þau geti komizt í not, I að þau fari að renta sig? EF TIL VILL finnst mönnum, I sem nú hafa í huga að hefjast handa, þetta harkaleg tillaga, en ég get ekki séð betur, en að það lýsi geggjun að halda svona á- fram án þess að tryggt sé að hægt sé að ljúka við húfin. Sum- ar stórbyggingarnar í Austur- bænum hafa nú verið í smíðum í þrjú ár, og næstum jafnlangur tími liðinn síðan þær voru fok- heldar. Öll sú saga er ljót, og ef til vill saknæm ef eftir væri leitað. Fólk er enn ekki flutt inn. En lánin, sem það tók til þess að kaupa íbúðirnar eru löngu fallin í gjalddaga. Þó von- aði fólkið, að það gæti greitt afborganirnar af þeim og vext- ina með þeirri húsaleigu, sem | það áður greiddi. Svona fram- ferði er skaðlegt þjóðarhag og gjörsamlega stórhættulegt íyrir efnahagslega afkomu einstakl- inganna. ATHUGULL skrifar: „Ég sá nýlega ályktun, sem Kaupfélag Skaftfellinga hafði gert á aðal- fundi sínum, sem fól í sér ávít- ur á núverandi ríkisstjórn fyrir að hafa ranglega haft af bænd- um 86 aura af hverju kjötkílói af framleiðslunni 1958. Skilst mér að helzt eigi að skila þess- um aurum aftur. ÞAÐ KEMUR úr hörðustu átt þegar bændasamtökin, sem yf- irleitt eru skynsöm og hógvær í ályktunum, láta pólitíska ævin- týramenn hafa sig til þess að standa að svona ábyrgðarlausri samþykkt. ÉG SKAL ekþ»irt dæma um hvort bændur áttu að fá 86 aur- um meira á kíló eða einhverja aðra tölu, en hitt vil ég fullyrða, að ef stjórn Emils Jónssonar hefði eigi borið gæfu til meðal annars, með stuðningi Fram- sóknarmanna, að setja niður- færslulögin og að stöðva dýrtíð- ina, þá hefðu hinir oftnefndu 86 aurar horfið fljótt í dýrtiðar- hítina. HEFÐI Kaupfél. Skaftfellinga viljað sýna fulla ábyrgðartil- finningu í máli þessu, átti það að þakka ríkisstjórninni og öll- um þeim, sem að stóðu, lausn málsins á sínum tíma, fyrir að henni hafði tekizt að stýra fram hjá þeim skerjum, sem þá voru fyrir stafni. Þakka henni fyrir það að hún markaði stefnu í fjár málum þjóðarinnar, sem getur orðið til öryggis um næstu fram tíð, ef ekki pólitískir angurgáp- ar leiða stéttir eða stéttarfélög á braut ævintýra og stiga- mennsku gagnvart þjóðinni". Traklor vélskóflan 12 Nær undraverðum afköstum. Skóflustærð að IV2 rúmmeter. Mokar á við tvöfallt dýrari vél. Hentar bæjarfélögum, bygg- ingameisturum, sveitarfélö gum, fiskvinnslustöðvum. Ódýr — Tafarlaus afgreiðsla VÉLAIVI IÐSTÖÐI N Hafnarstræti 8 (GÍSLI HALLDÓRSSGN) Sími 17800. 4 30. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.