Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.09.1959, Blaðsíða 1
 ■ W íslendingar vilja tryggja afkonti sína fiskstofnanna við landið Milli 20 og 30 þjóðir heims hafa; tekið sér 12 mílna eða meiri landhejgi eða fiskveiðita{onörk. — Flestar eða allar stigu slík skref einhliða, enda sjaldan annarra kösta völ. Oft hafa þessar aðgerðir verið umdeildar, en aldr- ei hefur komið til þess, að ein þjóð beitti vopnavaldi til að hindra, að önnur gæti framfyjgt þeirri landhelgi, sem hún hefur valið sér, — fyrr en nú. Stóra Bretland hefur valið sér það furðulega hlutskipti, að senda her- skipaflota gegn einu minnsta ríki veraldar til að ögra þeirri ákvörðun þess, að taka sér 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Þó mun torfundin á jarðríki þjóð, sem þarf slíkrar landhelgi eins nauðsyn- lega með, eða á eins mik- ið í húfi og íslendingar. Það er deilt um að- gerðir íslendinga laga- lega. Það er deilt um, hvort þeim hafi verið heimilt að stíga slíkt skef einhliða, þ. e. án samráðs við grannþjóðir. En varla hefur verið deilt um fram- komu Breta — hún er fordæmd um heim allan. J afnvel hinir tryggustu vinir og samherjar Breta í þessu máli þegja sárri þ^gtn. Ekkert ríki mælir þeim bót. Það er óreynt hvernig viðhorf brezku þjóðarinn- ar er í þessu máli. And- staða gegn útvíkkun land- helgi er að sjálfsögðu mikil í fiskihöfnum Bret- landseyja, og þar eru kjör- dæmi, sem kitla stjórn- málaforingja.- En þeir Bretar eru margir, sem telja aðgerðirnar gegn Is- lendingum í hæsta máta vafasamar og láta meira eða minna í ljósi, að þeir sjái ekki hverriig Bretar geti unnið „þorskastríð- Framh. á 15. síðu. í DAG er liðið eitt ár, síðan fiskveiðilandhelgi Íslendinga var færð út í 12 mílur. Þessi útfærsjla reyndist eitt örlagaríkasta spor í sögu þjóðarinnar á síðari árum. Með því er verið að tryggja efnahags- lega afkomu íslendinga og hindra eyðingu fiskstofns- ins. En það hefur ekki síður reynzt örlagaríkt sökum þeirra viðbragða, er aðrar þjóðir hafa sýnt, fyrst og fremst vegna ofbeldis Breta í íslenzkri landhelgi. Hin bjarta hlið málsins er sú, að í verki hafa allar þjóðir aðrar virt hina nýju landhelgi. ENN verður ekki séð fyrir endi deilunnar við Breta. Heizt líta menn til væntanlegratr land helgisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf næsta vor í þeirri von, að þar fáist bein eða óbein viðurkenning á 12 mílum Islendinga. Hvort svo verður er ógerlegt að spá um í dag. Síðan lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 1944 hefuir íslenzka þjóðin aldrei staðið eins samein uð í nokkru máli og þessu. Öll- um tilraunum til að gera málið að pólitísku deiluefni milli flokka og manna hefur verið hafnað af fólkinu sjálfu. Þessa einingu mun þjóðin varðveita, unz sigur er unninn og fslend- ingar fá að hafa sína 12 mílna landhelgi í friði, eins og 20—25 aðrar þjóð'ir, sem bafa tekið þá landhelgi eða aðra stærri. í hvítri bók, sem gefin var út af utanríkisráðuneytinu fyrir skömmu, voru dregin saman höfuðaíiriði hins íslenzka mál- staðar á þennan hátt: 1. íslenzka þjóðin á lífsafkomu sína og tilveru sem þjóð und „ , , , ir fiskveiðum við strendur Ekkert riki að undanteknu Stóra-Bretlandi, hefur reynt að hindra framkvaémd tólf mína markanna. Stóra- Bxetland hefur í eitt ár haldið uppi þeim aðgerðum gegn íslandi einu, en ekki gegn neinu öðru ríki — t. d. hafa Sovétríkin og hið komm únistíska Kína bæði lýst yfir tólf mílna LANDHELGI, — þar sem íslenzku takmörkin eiga aftur á móti við FISK- V'EIÐITAKMÖ RK eingöngu. 4. Árás Breta á hafinu við ís- Framh. á 15. síðu. Guðm. I. Guðmundsson utanríkisráðherra sxnar. 2. Nýafstaðnar umræður á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um réttar'reglur á hafinu og í laganefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt augljóslega, aðyfirgnæf andi meirihluti aðildarríkja þess þjóðasamfélags vísa á bug þriggja mílna takmörk- unum. í>ær hafa einnig sýnt, að tólf mílna takmörkin hafa í vaxandi mæli vexið tekin upp og njóta nú meiri stuðn ings en nokkur önnur tillaga. miiii»iniuiniiii»i»uiiiiin»ii»iuimiH»»»iiuiiH»ii»«iiiiiiiiiiiniiiinininiii'Mnr.»»ii«ii*»ijiii»iiuiiiuHimminuiiiii»iiiiiiimiiiiiiiHiniiiniiiiiiiiuiiiiimiiiiiiiiiiiii*uuiiiiHrtiiiiii VID STÖHDUM EKKIEINIR «iiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii3iiiiiititiiiiiiiiMiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiii»»ii i»iiii»iiiiii»iiiiiii»ii»i*ii»iiiiHiiiiii*»iiiiiiii»»**iiii»iiii»**iiii»iiiii»nii»ii*»»i»»»i**i””Uiiil,l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.