Alþýðublaðið - 12.06.1959, Síða 5
við heljarmikinn járnsleginn
trékassa. Þeir félagar báru sig-
ur úr býtum að lokum og við
gripum tækifærið til að rekja
garnirnar úr Jónasi meðan
hann kastaði mæðinni.
Menn hafa haft ýmsan hátt
á að eignast þak yfir höfuðið.
Fjöldi furðusagna er jafnan á
kreiki — og mikið, ef sumar
þeirra eiga ekki eftir að
í framtíðinni íslenzkar þjóðsög-
ur hinar yngri. Þannig þefuð-
um við það uppi á dögunum,
að enn skýjakljúfurinn í Há-
logalandshverfinu hefði ekki
aðeins það sér til ágætis
vera ásamt öðrum nýr stíll
íslenzkri byggingalist, heldur
hefði einnig það ótrúlega gerzt,
að fjörutíu manns hefðu byggt
hann nær eingöngu af eigin
hörðu höndum — og fjölmarg-
ir ótrúlega félitlir. Og þar með
þutum við af stað, því að
varð að sannreyna.
Tólf-hæða blokk Bsf.
taks stendur hátt og sést
þar sem hún stendur
logalands-hæðinni. Þegar
komum þar askvaðandi að á
dögunum heyrðust drunur mikl
Magnús Kr. GuðmundssttiiMögregluþjónn ejy að setja í glugga.
Okkur hafði verið sagt að
Magnús Guðmundsson, lög-
regluþjónn væri einn þeirra,
sem hefðu byrjað með 5 þús-
und krónur. Við undum okkur
að honum þar sem hann var að
negla lista í glugga á 9. hæð og
spurðum hvort þetta væri satt.
Hann leit snöggt á okkur og
spurði á móti hvort við værum
frá skattstofunni. Reyndar vissi
hann hvaða fuglar voru hér á
ferð og eftir þessa stríðni hló
hann og jánkaði. Kvaðst hafa
fengið lánaðar 15 þúsund krón
ur til að geta borgað stofnfram
lagið. Annars hefði annar byrj-
að með fimm þúsund krónur,
sá var þá tvítugur. Magnús
var tuttugu og tveggja. Og
tveir byrjuðu með fimmtán
þúsund krónur. Einn byrjaði
gjörsamlega peningalaus, en
var að vísu aðili að góðum líf-
eyrissjóði.
Framihald á 2. síðu.
Átta ára til-
raunir til
einsMs
EDINBORG, 27. maí. — Átta
ára undirbúningsstarf, sem
miðaði að því að sameina
AngHkönsku kirkjuna og
skozku kirkjuna varð að
engu í dag. Á lokadegi merki-
legustu ráðstefnu skozku
kirkjunnar, var samþykkt,
ekki einungis að hafna sam-
einingu, heidur var einnig
gengið svo frá málum að bil-
ið milli kirkjudeildanna hef-
ur enn breikkað.
Samningaumleitanir hófust
1951 og var komið svo langt,
að gengið hafði verið frá
frumtillögum um samkomu-
lag. Samkvæmt því átti
skozka kirkjan að stofna hjá
sér biskupsembætti og anglí-
kanska kirkjan að viður-
kenna hina svonefndu öld-
unga, sem eru æðstu menn
skozku kirkjunnar. En vand-
ræðin hófust þegar anglíkan-
ar kröfðust þess, að hinír
nýju biskupar yrðu vígðir af
anglíkönsku biskupunum.
Þeir telja að aðeins á þenn-
an hátt verði framfylgt fyr-
irmælum biblíunnar um læri-
sveina Krists. En Skotar
héldu fram að ef þessi háttur
yrði upp tekinn þýddi það, að
l skozka kirkjan stæði ekki
I jafnfætis hinni'anglíkönsku.
Við atkvæðagreiðslu á þingi
skozku kirkjunnar í dag var
fellt með 300 atkvæðum gegn
266 að sameinast anglíkönum.
En nú verður hafizt handa um
nýjar viðræður um nánara
samstarf kirknanna í fram-
tíðinni.
■ ■iiiiiiuiiiiiiuitiimmitmiiiuifiiimutiiimiiuiiuuui
1 AUDVELT AÐ
I GERA JARÐ-
I GÖNGIN UNDIR
1 ERMARSUND
I ÖnDIRBÚNINGUR að
1 jarðgöngum undir Ermar-
| sund, frá Dover á Eng-
1 landi til Calais í Frakk-
I landi hófst fyrir þremur
| aldarfjórðungum. 1881
| var stofnað félag, sem
= hafði það að markmiði að
1 annast byggingu gang-
| anna undir sundið. Oftast
1 hafa hlutabréf þess verið
| minna virði en pappírinn,
| sem þau eru prentuð á og
I hluthafarnir hafa ekki
1 haft minnsta gróða af fé-
| laginu. En fyrir þrjózku
| og sérvizku hefur félagið
1 ekki verið leyst upp þrátt
| fyrir að aldrei hafi byr-
| lega blásið fyrir því. En í
| vor gerist það að hluta-
f bréf bess hafa þrefaldast
| í verði, og er nú allt útlit
| fyrir að undirbúningur
| undir gerð ganganna fari
| að hefjast. Undanfarna
I átján mánuði hafa verk-
| fræðingar unnið að rann-
1 sókn á jarðlögum undir
| sundinu, og samkvæmt
| rannsóknum þeirra er tal-
| ið að tiltölulega auðvelt
1 sé að gera göngin. Nýj-
1 ustu áætlanir gera aðeins
I ráð fyrir járnbrautarferð-
| um um göngin, en látið
| bíða að gera göng fyrir
| bíla.
| En þótt gengið hafi ver-
| ið frá hinni verkfræði-
I legu hlið málsins er eftir
| að ganga frá hinum
| flóknu lögfræðilegu og
| stjórnmálalegu atriðum.
| Stærsti hluthafinn í
| Ermarsundsfélaginu, sem
| einkaleyfið hefur á smíði
| jarðganganna er nú gamla
| Súezfélagið. « i
■S ■ ■ •1
Byggingarsaga hússins er í
stuttu máli sú, að vorið og
sumarið 1957 var grunnur gerð
ur, sökklar og plata steypt. Öll
sú vinna var unnin af eigend-
um sjálfum, utan hvað nauð-
synlegasta vélavinna var keypt.
Yorið 1958 var svo byrjað
snemma að undirbúa steypu
hússins, enda hafði þá verið á-
kveðið að steypa í skriðmótun>
Öll undirbúningsvinna, tré- og
járnavinna, var unnin af eig-
endunum sjálfum. Eftir að
steypan hófst var ráðinn fjöld-
inn allur af trésmiðum og verka
mönnum, og unnu þeir yfirleitt
aðeins á daginn, þótt keki væri
það undantekningarlaust. Eig-
endurnir spöruðu sér að greiða
næturvinnukaup með því að
vinna sjálfir á næturnar. Allt
blessaðist þetta vel og frá því
í haust hefur verið unnið að
innréttingu hússins. Einn til
tveir trésmiðir hafa venjuleg-
ast unnið þar að staðaldri á
launum og hefur annar þeirra
jafnframt verið verkstjóri. Er
nú múrhúðun komin nokkuð á-
leiðis og handlanga eigendurn-
ir yfirleitt sjálfir í múrarana.
Jónas Jakobsson veðurfræðingur — Gáir til veðurs.
ÚTLENDINGAR, sem hér
hafa dvalið, segja gjarna margt
af ferðum sínum hér. Gætir
þar ýmissa grasa, eins og al-
kunnugt er, og ýkjurnar tíðum
stórar, bæði til lofs og lasts.
Eitt af því fáa, sem erfitt er að
bera oflof á þjóðina fyrir, er
„byggingagleði" hennar, ef svo
má segja. Ungt fólk er ekki
fyrr vaxið úr grasi en það tek-
ur að leggja á ráð um að eign-
ast eigið hús eða eigin íbúð.
Það á ekki langt í land, að hér-
lendis þyki jafn sjálfsagt að
hver fjölskylda eigi eigin íbúð
og það ku þykja sjálfsagt í
Ameríku að hver fjölskylda
eigi eigin bíl.
ar ofan úr „háloftunum11. Við
stefndum auðvitað strax á
hljóðið, knúðir mannlegri og
venjulegri blaðamanns-forvitni
og á áttundu hæð komum við
þar að Jónasi Jakobssyni veð-
urfræðing, sem hann við ann-
an mann barði af móði miklum
Jónas kveður innborgun hafa
verið um 50 þúsund krónur og
kveðst búast við að fullgreð
muni.4 herbergja íbúð (116 fer-
m.) kosta 260—280 þús. kr. í
peningum; þar við bætast
vinnustundir að verðgildi 50—
70 þús. kr. Hann kveður það
fyrirkomulag, sem hér hefur
verið haft, mjög ákjósanlegt
fyrir þá sem hafa mikinn tíma
•— og litla þeninga. Og þótt
menn séu óvanir bygginga-
vinnu bæti góður vilji og mikill
áhugi það upp. Þarna vinna
menn úr flestum stéttum: skrif
vélavirki, verkfræðingur, verka
menn, lögregluþjónn, stúdent-
ar, rithöfundar, kennarar, verzl
unarmenn, iðnaðarmenn, flug-
virkjar o. s. frv.
KRONU KJOTKILO?
*■
ÞEGAR menn ræða verðlagsmálin, verður að reikna
með þeim hækkunum, sem fyrirbyggðar voru. Til dæmis
kom megnið af eðlilegum hækkunum vegna hinnar háu
vísitölu í desfember aldrei fram í verðlaginu. Það var
stöðvað.
Eins verða mienn að gera sér ijóst hvað sú dýrtíð-
aralda hefði haft í för með sér. sem byrjuð var. Sérfræð-
ingar hafa reiknað1 út, að með haustinu hefði kííóið af
kjöti farið upp í 40,30 kr. Það er nú 21,00 kr. en var fyr-
ir áramótin 29,80 kr. Mjólkurlítrinn hefði komizt í kr.
5,60. en er nú 2,95 og var fyrir áramót 4,10 kr.
Ef dýrtíðin hefði ekki -vierið stöðvuS hefði allt verð-
lag orðið eftir þessu, en kaupið hefði verið langt á eftir
að vanda.
Þegar menn íhuga það böl, sem taumlaus dýrtíð er
fyrir þjóðina, skilja þeir hvilíka þýðingu það hefði, að
Alþýðuflokkurinn forðaði þjóðinni frá stjórnleysi, mynd
aði ríkisstjórn sína og greip til skjótra aðgerða gegn dýr
tíðinni.
■ ■■■■■ ■ ■■■ ■ ii mmnmmnLuma»m-mmm ■ ■■ m f ■■■■ ■ ■■ ■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■■ a«
Alþýðublaðið — 12. júni 1959 §
ÍijlUiiMii'iiiiiitiiiiiumiítiiiiniiiiuuimiiimiiuniHiixiniiliiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiJiiiHiiimimiiiimmiuimimmuiimuiucmiiimiiinuiumijiiuiimmuiiuuiiUuiiumuiuiimiimiiiiuiuiiimmimimiiniimiiimiiiiHiiiimuuimiimiiimiimimuiiuimiiujmmiuc