Alþýðublaðið - 04.09.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.09.1959, Blaðsíða 12
I 40. árg. — Föstudagur 4. september 1959 — 188. tbl. Flugfélaginu synjað um leyfi til Mallorkaflugs Áællunarflug gefur ekki hafizl en farnar verða 2 leiguflugferðir. V-** ÁRIÐ 1946 afhenti borgar-1 stjórinn í Reykjavík brezka út-J gerðarbænum Hull 20 þúsundi sterlingspund að gjöf frá ís- lenzkum útgerðarmönnum og útgerðarbæjum, til lýðhjálpar og endurreisnar eftir stríðið. í bláðinu Daily Mail, sem út kom HBiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiimiiiiiiiiiiiHmiiiiiiiiiiiiiiiiiii r l | Skemmliferð ) ] Kvenfélsgs II- | | þfðuflokksins I I Keflavík. ( | KVENFÉLAG Alþýðu- | | flokksins í Keflavík efnir | = tií berja- og skemmtifea’ð- = | ar n. k. sunnudag, ef ve'ð- | 1 ur leyfir. Öllu Álþýðu- | | flokksfólki er heimil þátt- f f taka. en þátttöku þarf að 1 | tllkynna fyrit; hádegi á | | morgun í Sölvabúð og | | hjá Sigríði Jóhannesdótt- f I U1‘- I aiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHr j 27. ágúst sl., er skýrt frá því, J að nú hafi verið byggð hús fyr- i ir þetta fé og verði þau nú tek- in í notkun. Fer grein blaðsins hér á eftir, Iítillega stytt: „Níu einbýlishús og 18 íbúð- ir, sem byggðar hafa verið fyrir íslenzka gjöf til Hull eftir stríð, eru nú tilbúin til íbúðar. Þeir, sem byggðu þær, afhentu lykl- ana að þeim í dag, og f-yrstu í- búarnir verða valdir í næstu viku. íbúðirnar eru á svæðinu á milli Linnaeusstrætis og Reg- entstrætis, og hefur húsnæðis- nefndin í Hull nýlega ákveðið að það beri nafnið Icelandie Close. Hver íbúð hefur setustofu, svefnherbergl. eldhús og bað. 130 UMSÆKJENDUR. Um 130 umsóknir hafa bor- izt frá öldruðum fiskimönnum og öðrum siómönnum og fjöl- skyldum þeirra. Húsnæðisnefndin mun velja úr umsóknunum á mánudaginn og þéir sem verða fyrir valinu fá lyklana afhenta síðar í vik- unni. Kíkf inn á kvennabin 13. LANDSÞING Kvenfélaga sambands íslands hefur að und- anförnu verið háð hér í Rvík. Þinginu lauk í gærkveldi, en það sóttu 44 fulltrúar víðsvegar að af landinu frá 18 héraðssam- böndum kvenfélaga. Það mál, sem var rætt af, hvað mestum hita um miðjan dag í gær, var samþykkt, sem gerð var að síðustu með sam- hljóða atkvæðum, um andúð kvennaþingsins á kj arnorkutil- raunum í þágu hernaðar. — reyndist að lokum satt vera, að allar konurnar höfðu frá upp- hafi verið á sama máli, aðeins greint á um hinar tæknilegu hliðar tilraunanna. Miklar umræður voru á þing- inu bæði að fulltrúunum sitj- ■andi og standandi, og þurfti fundarstjóri nokkrum sinnum að biðja um hljóð. Fréttamaður náði Ioks tali af frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur og snurði hana frétta af skipu- lögðum störfum þingsins. Frú Aðalbjörg greindi svo frá, að aðalmál þingsins hefðu einkum verið tvö: Það fyrra var, að ákveðið var með áköfu | samþykki allra þingkvenna að fleiri heimilisráðunautar skyldu starfa á vegum sambandsins eða a.rn.k. fjórir, en frú Steinunn Ingimundardóttir ferðaðist á síðasta ári um landið á vegúm sambandsins og hélt námskéið í ýmis konar. heimilisstörfum. og hélt ræður um hagsýni hús- mæðra. Var þessi. starfsefni mjög rómuð. Sömuleiðis var úm það rætt, að bindast samtökúm við Búnaðarfélagið um útsend- ing ráðunauta þessara og yrði það þá einkum í sambandi við ræktunarmál. Framhald á 2. síðu. Þegar ákveðið var að láta sækia um íbúðirnar var gert ráð fyrir því, að þeir sætu fyr- ir, sem fylltu eftirfarandi skil- yrði: Framhald á 3 síðu. Grivas opnar pólilíska skrifsfoíu Aþena, 3. sept. (Reuter). GRIVAS ofursti, fyrrum for- ingi EOKA-hreyfingarinnar á Kýpur, opnaði í dag pólitíska skrifstofu í Aþenu og er það talið merki þess að hann muni nii fyrir alvöru snúa séir að stjórnmálum. Gríska blaðið Elevþereia — skrifar í dag, að Grivas hafi neitað að taka á móti sendi- manni frá Makariosi erkibisk- upi. Átti sendimaður þessi að undiubúa fund Makariosar og Grivasar en Grivas hefur nú snúist gegn biskupnum og tel- ur hann hafa svikið Kýpurbúa, með samkomulaginu um stofn- un lýðveldis á eynni. Aftur á móti hefur Grivas átt viðræð- ur við bróður Kypríanusar bisk ups af Kýreneu, en hann er stuðningsmaður Grivasar, Miðar í sarn- koimilagsátf í Genf NEW YORK, 3. sept. (NTB). James Wadsvvorth, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á Genfarfundi þríveldanna um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn, sagði hér í dag, að í viðræðum Breta, Bandaríkjamanna og Rússa hefði skref fyrir skref niiðað í átt til samkomulags um samning um bann við kjarn orkutilraunum. EINS OG frá var skýrt í frétt um, hugðist Flugfélag fslands byrja flug á nýrri áætlunar- flugleið, milli Reykjavíkur og Palma á Mallorca og átti fyrsta áætlunarferðin að verða 5. okt. Nú hefur það hins vegar skeð, að félaginu hefur verið synjað um nauðsynleg leyfi erlendis. Af áætlunarflugi á þessarj flug leið getur því ekki orðið að sinni. Stuttu eftir að Flugfélag ís- lands gerði kunnugt um fyrir- hugað flug til Mallorco, tóku að berast fyrirspurnir um ferðir þangað, og nú er svo komið að margt fólk hefpr ráðið ferð til Mallorca. LEIGUFLU GFERÐIR í STAÐINN. Þar sem af áætlunarferðum getur ekki orðið í haust, hefur Flugfélag íslands, til þess að koma til móts við óskir. vænt- anlegra flugfarþega, ákveðið tvær leiguflugferðir £ samráði við ferðaskrifstofur í Reykja- vík. Fyrri ferðin verður, eins og upphaflega var ákveðið, far- in frá Reykjavík til Palma á Mallorca 5. okt. og verður kom- ið til Reykjavíkur aftur hinre 13. okt. Seinni ferðin verður Framhald á 3. síðu. Einar Eyjólfsson kaupmaður láffnit MAÐUR sá, er drukknaði í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, er bifreið hans fór fram af Faxa- garði, var Einar Eyjólfsson kaupmaður, Týsgötu 1 hér í bæ. Hafði hann ekki gengið heill til skógar undanfarið. Landhelgisgæzlan verður að greiða eigendum Hrannar 200 þús. kr. 19. NÓVEMBER sl. varð á- rekstur milli Óðins og v/b Hrannar frá Sandgerði rúmar 20 sjómílur út af Sandgerði. Neitaði Óðinn allri sölc á árekstr inum. Fór málið fyrir gerða- dóm, er Hæstiréttur skipaði, og lyktaði svo, að Landhelgisgæzl- an varð að greiða Hrönn 200 þúsund króna skaðabætur. Sjóferðapróf fóru fram vegna árekstursins í sjó- og verzlun- ardómi Gullbringu- og Kjósar- sýslu 21. nóvember 1958 og í Eyjaskipið Herjólfur EYJASKIPINU, sem Skipa- útgerð ríkisins á í smíðum í Hollandi var hleypt af stokk- unum í gær og var það skíirt Herjólfur. Skipið er 500 lestir að stærð og hefur svefnpláss fyrir 40 manns. Sjó- og verzlunardómi Hafnar- fjarðar 2. júlí 1959. Samkvæmt skýrslum, er þar komu fram, átti áreksturinn sér s-að á þann hátt, er nú frá greinir: Aðfaranótt 19. nóv. 1958 kl. nál. hálf fimm hafði v/b Hrönnt II G.K. 241 frá Sandgerði ný- lokið að draga síldarnet £ vest- lægri stefr.u frá Sandgerði, rúm ar 20 sjómílur undan landi og var lögð af stað heimleiðis. Siglt var £ austurátt með um bað bil 2—3 sm. hraða, miðað við klukkustund. Voru lögboð- in siglingaljós tendruð auk vinnuljósa á þilfari. Skipstjór- inn á v/b Hrönn, Kristinn Guð- jónsson, var við stýri og einnt í stýrishúsi. Skömmu eftir að v/b Hrönn sigldi af stað, sá skipstjórinn á henni rautt ijós og hvítt ljós tvö strik á stjórn- borða í nálægt því 800—100® m. fjarlægð. Taldi hann, að v/b Hrönn ætti að víkja fyrir skipi því, sem þarna var á siglingu, og beygði því til stjórnborða tvö strik til að fá hitt skipið vel á bakborða. Eftir skamma stund, svo sem 2—4 mínútur Framhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.