Alþýðublaðið - 04.10.1959, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 04.10.1959, Qupperneq 3
Framhald af 1. síðn. Niðwrstaðan varð sú, að ráð- stefnan teldi nauðsynlegt að samningum yrði sagt upp hjá jieim félögum, sem gætu því við komið vegna uppsagnará- kvæða. Jafnframt taldi ráð- stefnan rétt» að boðað yrði til annarar ráðstefnu þegar frek- ari vitneskja lægi fyrir um verðlagningu landbúnaðar- vara, en þá var, og yfirleitt um þróun efnahagsmálanna". — Félögin hafa ekki borið fram neinar ákveðnar kröfur? „Nei. Það kom berlega fram á ráðstefnunni, að formenn- irnir töldu eklti tímabært Vegna óvissunnar að bera fram ákveðnar kröfur. Þá var ekki vitað um verð landbún- aðarafurða á bessu hausti, en jafnvel taldar horfur á veru- legri verðhækkun þeirra. I þessu efni studdumst við við þær kröfur, sem heyrzt höfðu frá samtökum bænda. — Eins og ég sagði áðan var og óvissa um skipan efnahagsmálanna. í Þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórn Emils Jónssonar gerði um síðastliðin áramót og hef- ur haldið við síðán, voru gerð ar til þess að firs-a algerum vandræðum. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál, að nýtt alþingi myndi, þegar það kæmi saman, taka efnahagsmálin til athugunar og úrlausnar. Sú leið, sem alþingi ákveður að fara, hlýtur að hafa afgerandi þýðingu fyrir afkomu laun- þeganna“. — Ef alþingi ákveður hækk un landbúnaðarvara, eins og nú er rætt um ...? „Þá geta launþegasamtökin CATANZARO, ítalíu. - A.m.k. tveir menn létust og 25 slösuð- ust, þegar tvær lestir rákust á siálægt þessari suður-ítölsku horg í dag. Árnl Krisfjánsson sfférí úfvarpsiits DR. PÁLL ísólfsson, tón- skáld, hefur látið af tónlistar- stjórastarfi hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt eigin ósk, en Árni Kristjánsson, skólastj'óri Tón- listarskólans í Reykjavík, hef- ur verið settur tónlistarstjóri frá 1. þ. m. Frá sama tíma hef- ur Jón Nordal, tónsltáld, verið settur skólastjóri kennaradeild ar Tónlistarskólans. Þá hefur dr. Hallgrímur Helgason verið skipaður full- trúi í Tónlistardeild útvárps- Sns, Sveinn Einarsson, fil.kand., fulltrúi í skrifstofu dagskrár og Andrés , Björnsson dagskrár- Btjóri. (Menntamálaráðuneytið, 2. október 1959). E 1 B ekkj haldið að sér höndum. Það er augljóst mál, að hækk- anir á verði landbúnaðaraf- urða, hvort sem þær koma beint fram í verðinu, eða verða greiddar niður af opin- beru fé, hljóta að skerða kjör launþega, og þeir myndu þeg- ar mæta þeim með kröfum, sem miðuðu að því að fá verð- hækkanirnar uppbættar“. — Og þá skellur skriðan á að nýju, „Ef alþingi velur hækkun- arleiðina, jafnt þó að um nið- urgreiðslur yrði að ræðaj og hafnar samvinnu við launþega samtakanna að vera á vccði þá er það skylda verkalýðs- samtakanna a ðvera á verði um hgsmuni umbjóðenda sinna. Alþingi og stéttirnar ráða stefnunni, — og í raun og veru alþingi eitt, á kom- andi hausti“. Dieter Brauer. Vesííjar vegur opnaður Frá fréttaritara Alþýðubl. ISAFIRÐI. VEGAGERÐINNI milli Vatns- fjarðar í Breiðafitði og Dynj- andisvogs í Arnarfirði er nú þiað langt komið, að hægt er að frrá þessa leið á jeppum og há- um bifreiðum. Eru þannig komin tengsl milli aðalvega- kerfis landsins og Vestur- og Nórður-ísafjarðarsýslna, en þær fá þetta vegasamband síð- astar af sýslunum. Þessara framfara í samgöngu málum var minnzt hér síðast- liðinn fimmtudag á þann hátt, að sýslumaður ísfirðinga, sýsiu- maður Barðstrendinga, vega- málastjóri og fylgdarlið þeirra hittust á hinum nýja vegi við Peningsdal og skiptust Þar á kveðjum. Við það tækifæri rakti vegamálastjóri sögu vega gerðarinnar og gat þess m. a., að í sumar hefði verið unnið við veginn fyrir um 2 700 000 kr., sumpart framlög ríkisins og sumpart lánsfé, sem sveitar- félögin í lygfjarðarsýslum hafa útvegað. Eftir er að Ijúka vega- gerðinni á eins km kafla og gera smábrýr á 8 stöðum. Gera má ráð lyrir, að 1,5—2 millj. þurfi til þess að fullgera veg- inn. B. F. frá r hliómleika á fim NÆSTKOMANDI fimmtu- dagskvöld klukkan 7 efnir aust ur-þýzkt tónlistarfólk til hljómleika í Austurbæjarbíói. Kemur listafólkið hingað á veg- um Þýzk-íslenzka menningar- félagsins og austur-þýzku verzl unarnefndarinnar í Reykjavík. Þýzka alþýðulýðveldið á 10 ára afmæli hinn 7. október og er efnt til hljómleikanna í því til- efni. Listafólkið eru hjónin Ina- Maria Jenss, sópran, og Max Janssen, tenór, Werner Scholz, fiðla, og Dieter Brauer, píanó. Þau hjónin syngja bæði ein- söng og tvísöng með undirleik Brauers, sem einnig leikur ein- leik á píanóið. Hann leikur einnig undir með fiðluleikar- anum Werner Scholz, sem hef- ur hlotið mjög góða dóma fyr- ir meðferð sína á verkum hinna sígildu meistara. Á þessum hljómleikum, sem verða ekki endurteknir, eru KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og er opin daglega kl. 9—7, símar: 15020, 16724. Er þar hægt að fá upplýsingar um kjósendur hvar- vetna á landinu (kjörskrá yfir allt landið). Fólk er beðið að athuga í tíma, hvort það er á kjörskrá. verk eftir eldri og yngri tón- skáld, t. d. Beethoven, Brahms, Schubert, Schumann, Glinka og hið nýja tónskáld Leo Spies. Listafólkið heldur einnig tónleika á Akureyri á vegurn tónlistarfélágsins þar. Er það n. k. föstudag. Síðan fer hópur- inn heim hinn 11 þ. m. Aðgöngumiðar að hljómleik- unum í Reykjavík verða seldir á morgun og næstu daga í bóka verzlunum Máls og Menningar, Lérusar Blöndal og Eymunds- sonar og Kron. Ennfremur í Austurbæjarbíói. ðpif'narké! fi! hins nf, foriæfisrððherra á Ceylon COLOMBO, 3. okt. (Reuter). - Lögreglan á Ceylon rannsakar nú ógnunarbréf, sem eftir- manni Bandaranaike, hins myrta forsætisráðherra, hafa borizt. Hinn nýji forsætisráðherra, Wijayananda Dahanayake, 1 sagði á blaðamannaráðstefnu, sem hann hélt í dag, að hann hefði kallað á lögregluna til þess að rannsaka, hverjir stæðu að baki þessum nafnlausu ógn- | unum. „Við viljum gjarnan álíta, að| flestar þessara ógnana, ef ekki allar, séu aðeins orðin tóm. Sérhvér maður í slíkri stöðu eins og forsætisráðherrastöðu, hlýtur að mega búast við því að eiga óvini, sem vilja steypa honum af stóli“. — Bandarana- ike, fyrirrennari hans, var skot- inn niður á föstudaginn af búddamunk. Nýi forsætisráðherrann sagði á blaðamannaráðstefnunni, að hann mundi fylgja stefnu Ban- daranaikes og ráðfæra sig við ráðuneytið og stjórnina, ef hann værj í vafa um eitthvað. Búddamunkur nókkur, sem handtekinn var í samba.\ii við morðið, var látinn laus í dag. Hann hafði áður verið dæmdur í gæzluvarðhald til 6. okt. á- samt öðrum munk, Somarama, sem er í varðhaldi vegna morðs ins. — Heimildir úr lögregl- unni sögðu í dag, að um 100 manns hefði verið yfirheyrt vegna morðsins, en enn hefur ekkert frétzt um leigubílinnr sem Somarama átti að hafa komið í til húss Bandaranaike. KL. 11 Messa í hátíðasal Sjómanna- skólans (séra Jón Þorvarðarson). Kl. 15 Miðdegistónleik- ar. Kl. 16 Kaífitím- inn. Kl. 18,30 Barna tíminn. Kl. 20,20 Raddir skálda: Smá- saga og Ijóð eftir Jón Óskar (Gísli Halldórsson, Hann- es Sigfússon og höf- undur lesa). Kl, 21 Tórileikar: Verk eft ir Claude Debussy. Kl. 21,30 úr ýmsum áttum. Kl. 22,05 Danslög. Kl. 23,30 Dagskrárlok. Másiudagskvöld: Kl. 20,30 Einsöngur: Maria Stader syng- ur óperuaríur eftir Gounod, Massenet, Mozart, Puecini o. fl. Kl. 20,50 Um daginn og veginn (Thorolf Smith fréttamaður). Kl. 21,10 Tónleikar: Hljómsveit arverk eftir finnsk tónskáld. Kl. 21,30 Útvarpssagan: Gar- man og Worse. Kl. 22,10 Bún- aðarþáttur (Gísli Kristjánsson). Kl. 22,25 Kammertónleikar. Kl. 23 Dagskrárlok. Hverfisstjóra- og trún- laðarmannaráðsfundur vn.'ður haldinn í Félags- heimili templara í dag kl. 4 síðdegis. Allir áhuga- menn um stuðning við A- lisíann eru velkomnir og hVattir til að fjölmenna. Þrír efstu menn A-listans mæta á fundmum, KOSNINGASKRIFSTOFA AIþýðufIo!(ksins á Akur- eyri er í Túngötu 2. Hún er opin kl. 10—10, sími 1399. Þar er jafnfiramt miðstöð fyrir kosningaund irbúning Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Al- Þýðufíokksmen^i eru beðn ir að hafa satnband við skrifstofuna, fá upplýs- ingar og veita þær. Firam- lögum í kosningasjóðinn er veiít víðtaka á skrifstof unni. FÉLAG ungra jafnaðar- manna á Sigiufirði heldur aðalfund n. k. miðviku- dagskvöld, 7. október, kl. 8,30 að BQRGARKAFFI, - hinu nýja félagsheimili siglfirzkra jafnaðar- manna. TÍMINN skrifar um manna- breytingarnar í varnarmála- nefnd í þeim dúr, að þar hafi tveir menn verið sviptir „emb- ætti“, að „opinberir starfsmenn hafi verið gerðir réttlausir“ og svo framvegis. Þetta er venju- leg, vísvitandi Tímablekking. Tómas Árnason og Hannes Guðmundsson voru ekki svipt ir neinu émbætti, og halda áfram þeim opinberu stöðum í varnarmáladeild sem þeir háfa haft. Sætin í varnarmála nefnd eiga ekkert skylt við stöður eða réttindi opinberra starfsmanna. Þau eru að sjálfsögðu ekki lögbiindin eða skráð í launalög frekar en önnur nefndarstörf. Þau eru í fíokki algerra aukaverkefna, sem ejga ekkert skylt við hin eiginlegu embætti umræddra manna. Það er algengt, að opinberir starfsmenn sitji í ýmsum nefnd um, sem eru skyldar störfum þeirra. í varnarmálanefnd hafa setið slíkir menn úr þrem ráðu- neytum. Er ekkert eðlilegra en að skipt sé um menn í slíkum aukastörjfam, og ráðherra hafi fulla heimild til að tefla þar fram þeim, sem hann vill. Nefnd eins og varnarmála- nefnd á að samhæfa starfsemi margra íslenzkra aðila, sem hafa samskipti við varnarliðið. Slík samhæfing hefur verið mjög í molum, eins og berlega hefur komið fram í seinni tíð. Það var því óhjákvæmilegt, að ráðherra gerði þar breytingar, Tilfærslan í nefndinni snert- ir í engu embætti, réttindi eða embættislaun Tómasar og Hannesar. Þeir halda öllu slíku óskertu, þótt aðrir taki sæti þeirra viö fundarborðið með Ameríkumönnum. Alþýðublaðið 4. okt. 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.