Alþýðublaðið - 04.10.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 04.10.1959, Side 4
Útgeii c am. —Framkvæmaaaijtt. .^uiiui rLriHtjansfíOH — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Særaundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- ▼in Guðmundsson. — Síraar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- fingasími 14 906 Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsinfl, Hverfisgata 8—10. Stefna Alþýðuflokksins ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur birt stefnuskrá Al- þýðuflokksins við kosningarnar, sem í hönd fara. Þar er stiklað á stóru, en meginatriðin sigur íslend inga í landhelgisdeilunni, örugg atvinna, afnám beinna skatta, auknar almannatryggingar, efling atvinnulífsins og traustari vinnufriður. Allt eru þetta gömul og ný baráttumál Alþýðuflokksins og 1 samræmi við starf hans undanfarna áratugi. Samt gefur Tíminn þá skýringu á stefnuskránni, að hún sé af sama toga spunnin og kosningaloforð Sjálf stæðisflokksins! Öllum hugsandi mönnum liggur í augum uppi, að nefnd stefnumál Alþýðuflokksins, eru tímabær og nauðsynleg, og sjálfsagt komast þau í fram kvæmd í náinni framtíð. En miklu skiptir, hver á heldur. Hinir stjórnmálaflokkamir læra smám saman að meta stefnumál Alþýðuflokksins og fram kvæma ýmis þeirra í samstarfi við jafnaðarmenn. Samt er það ekki nema hálfur sigur á móti því, að Alþýðuflokkurinn geti ráðið framkvæmd stefnu- málanna eins og raun hefur á orðið í nágrannalönd unum. Reysla þeirra mætti vera íslendingum nokkurt íhugunarefni. En grundvöllurinn að því bætta þjóðfélagi, sem fyrir Alþýðuflokknum vakir og allir íslend- ingar sjálfsagt vilja, er og verður sá, að verð- bólgan stöðvist og skipulagður rekstur þjóðarbús ins sé tryggður. Þetta er meginverkefni okkar í dag. Nýtt dýrtíðarflóð myndi á skömmum tíma lama atvinnuvegi okkar og efnahagslíf. Þá kæmi til söggunnar kapphlaup kaupgjaldsins og verð- lagsins, deilur stéttanna og margvísleg pólitísk átök. Þessa ógæfu verða íslendingar að forðast. Við getum ráðið við dýrtíðina og verðbólguna. Það hefur sannazt í valdatíð núverandi ríkis- stjórnar. Ábyrgir menn hljóta að halda þeirri viðleitni áfram, enda væri hitt að ganga fram af hengibrúninni. Auðvitað verður viðnámið ekki fyrirhafnar- laust, en af því er þess árangurs að vænta, að þróun atvinnuveganna og efnahagslífsins geti haldið á- fram og tryggt íslendingum farsæla framtíð. Og myndi nokkurt áhorfsmál að velja þann kost, þeg- ar hins vegar er sú tvísýna, að við taki hrun, at- vinnuleysi og óvissa? Alþýðuflokkurinn er að minnsta kosti ekki í neinum vafa. Hann gerir við- námsstefnuna að höfuðmáli sínu í næstu kosning- um. Sýning Þorvalds ÞORVALDUR Skúlason list málari hefur fyrir nokkru opnað málverkasýningu í Listamannaskálanum og eru þar til sýnis 36 olíumálverk og nokkur gouache- og klipp- myndir. Það eru nú liðin mörg ár síðan Þorvaldur Skúlason hef- ur haldið sýningu hér í bæ; reyndar gekkst Myndlista- mannafélagið fyrir yfirlits- sýningu á verkum hans árið 1956, í tilefni 50 ára afmælis listamannsins, en sú sýning sagði ekki nema lítið frá því, sem listamaðurinn hefur ver- ið að skapa síðustu árin. Á þessari sýningu er aftur á móti einungis verk frá síð- ustu árum og leynir sér ekki að listmálaranum hefur enn aukist ásmegin, bæði að því er tekur til meðferðar lita og forms. Engum abstraktmál- urunum okkar^tekst sem Þor- valdi Skúlasyni að gefa verk- um sínum hljóm og magn, þriðja víddin nýtur sín til fulls og manni finnst fletirnir verða lifandi. Málverkin eru Framhald á 10. síSSu. Ýr Slapp hann vél? ýý Skrifaði sig fyrir íbúð og komst í sjálfheldu. ýý Hver er taxti lögfræð- inga? G. J. SKRIFAR: „Þú varst aS skrifa um það hvernig farið er með menn, sem reyna að eign- ast þak yfir höfuðið með því að skrifa sig fyrir íbúð hjá bygg- ingameisturum og byggingafé- lögum. Ég er einn af þeim. Hér er mín saga: Árið 1956, um vor- ið, gekk ég í eitt byggingafélagið og borgaði 70 þúsund krónur. Mér var lofað að íbúðin yrði til haustið 1957, eða eftir hálft avm- að ár, tæplega. EFTIR einn mánuð átti ég að greiða 10 þúsund krónur og Það gerði ég. Svo átti ég að greiða 20 þúsund krónur og ég gerði það. Loks greiddi ég 10 þúsund krónur. Þá var ég þúinn að borga 110 þúsund krónur. — Sumt af þessu', eða um 50 þús- und krónur, hafði ég tekið að láni. Ég reiknaði með því, að ég gæti hætt að borga húsaleigu hjá þeim sem ég leigði hjá haust ið 1957 og þá gæti ég farið að borga vexti og afborganir af lán- unum. ____ EN ÞETTA fór á annan veg. Samningar höfðu verið þannig, að ég átti að greiða álitlega upp hæð meðan verið væri að full- gera íbúðina og áður en sg flytti inn. En íbúðin var ekki tilbúin .1957 um haustið og heldur ekki vorið 1958 — og sumar íbúðirn- ar eru ekki tilbúnar enn. Hins- a n nes h o r n i n u vegar heldur þetta fyrirtæki á- fram að steypa upp stórhýsi. Ég losaði mig úr sjálfheldunni, varð svo heppinn að fá mitt fé — og klófesti kjallaraíbúð í nokkurra ára gömlu húsi. .Fólk segir að ég hafi sloppið vel“. J. R. SKRIFAR: „í dag gekk ég inn á skrifstofu lögfræðings eins hér í bænum, sem raunar er ekki tiltökumál, því margir munu þurfa á upplýsingum þess ara sérfræðinga að halda, í ýms- um tilgangi. í skrifstofu þeirri,. sem ég fór í, starfa tveir lög- fræðingar. Annar þeirra er góö- ur kunningi minn og hafði ég hugsað mér að hafa tal af hon- um. En hann var ekki við og var mér tjáð, að hann myndi ekki verða í bænum, fyrr en einhvern tíma í næstu viku. MÉR DATT því í hug að tala við félaga hans, þar eð ég hélt, að það sem ég þurfti að spyrja hann um væri ekki stórt fjár- hagslegt atriði og gekk því inn til hans. Ég sagði honum xivað mér væri á höndum og bað hann að segja mér sitt álit á því Jafnframt sagði ég honum, að ég hefði ætlað að tala við félaga hans, þar eð við værum kunn- ingjar. SAMTAli okkar mun hafa staðið í 4—5 mínútur, — ég end- urtek alls ekki yfir 5 mínútur. Hann sagði mér sitt álit á því, er ég spurði hann um. Síðan spurði ég hann, hvað ég ætti að greiða fyrir upplýsingarnar og*. sagði hann, að þetta samtal kost- áði kr. 100.00, Mér brá í brún og varð svo hvumsa, að ég greiddi þessar 100.00 krónur án möglunar og mér hugsaðist ekki í skynjunarleysi mínu, vegna þes hve forviða ég varð, að biðja um kvitþun fyrir greiðslunni. NÚ ERU kr. 100.00 ekki mikl- ir peningar, í okkar dýrtíðarinn- ar landi og hefur það kannski átt sinn þátt í því, að ég greiddi þá möglunarlaust, •— ásamt með undruninni. En þegar ég fór að hugleiða þessa greiðslu eftir á varð mér ijós, að ef þessi lögfr,- ingur alar við spyrjanda um lög- fræðileg atriði í eina klukku- sund, eru laun hans kr. 1200.00 á klukkustund, en það er ekki svo langt frá því að vera viku- kaup Dagsbrúnarverkamanns. ÞETTA þýðir, að ef hann siarf ar í 8 klukkustundir á dag, sex vinnudaga vikunnar eru laun hans kr. 7200.00 á viku, eða það er að segja: Laun hans í 3 mánuði slaga hátt upp í það, sem hásetar unnu fyrir á hæsta síldveiðibátnum s. 1. sumar, sem þó mikið hefur verið básúnað yfir. Og vel að merkja: Þeirra tekjur munu allar falla undir skatt, en ég læt ósagt látið, — hvort allar tekjur þessa lögfræð- ings verði taldar fram á skatt- skýrslu, þó ég muni telja þessa greiðslu fram, með viðeigandi athugasemdum. SVO við höldum dæminu á- fram, lítúr það þannig út að á ári gefiAlík viðtöl þessum mönn. um kr. 360.000.00 í árstekjur, með 8 stunda vinnu á dag, og þætti öllum sjómönnum og^ verkamönnum, sem vinna að öfl un gjaldeyrisverðmæta í þjóðaÉ- búið, ekki svo litlar tekjur. Hef- ur skattstofan eða niðurjöfnun- arnefnd séð slík framtöl, sem sýna slíkar tekjur lögfræðinga? NÚ ER tilgangur minn mcð þessu tilskrifi, að spyrjast fyrír hjá þér, hvort ekki sé til taxti hjá lögfræðingafélaginu, til að fara eftir, og eftir er þá spurn- ing um það, jfvort þetta sé rétt af hálfu_lögfræðingsins eða ekki. Kannski skrifa ég þér svo nánar um þessa hluti“. Hannes á horninu. AHHIMMMMMttHMUMIMUIMMMMMUWIMUMMMMMMWMMMMmMMMMmMMM AÐ loknum fyrri hluta á- skorendamótsins, þeim sem haldinn var í Bled, er röð ke|5penda þessi: 1. Keres 10 vinninga. 2. Tal 914 v. 3. Pet- rosjan 814 v. 4. Gligoric 8 v. 5. Smysloff 6v. 6. Fischer 514 v. 7. Benkö 5. 8. Friðrik 314. Um daglegt líf skákmann- anna í Bled farast Freysteini Þorbergssyni svo orð: „Nokkuð er nú liðið á skák- mótið, og daglegt líf skák- mannanna er að færast í fast horf. Flestir kunna bezt við að sitja og spjalla við náungann, þegar ekki er setið við skák- borðið, en ýmislegt annað taka menn sér þó fyrir hend- ur. Meðal bridge-manna má telja Stahlberg, C.H.O.D. Al- exander, Ragezin, Larsen og Inga R. en auk þess spila Mi- kerías, Darga og Keres. Mest- ir borð'rennismenn eru Tal, Petrosjan, Karpus, Keres og Darga. Þar skara Rússarnir framúr og er Keres þeirra beztur. Flestir stunda einnig göngu ferðir við vatnið og svo eru tveir óperusöngvarar í hópn- um. Eru það þeir Smysloff og Koblenz, sem leika og syngja ýmis klassísk verk á ítölsku eða rússnesku. Koblenz hefur þýða og góða tenórrödd, en Smysloff, sem er athafnasam- asti tónlistarmaðurinn, hefur baritonrödd. Svo virðist sem Smysloff syngi og leiki þá mest, þegar honum gengur hvað verst við skákborðið. Erum við hlustendur því farn- ir að vona að hann verði neðstur í mótinu“. - Hér kemur svo skák þeirra Tals og Keresar úr 10. umferð. Hvítt: Mikael Tal. Svart: Paul Keres. Nimsóindversk vörn. 1. d4—Rf6 2. c4—e6 3. Rc3—Bb4 4. f3 (Þessum fágæta leik lék Taj- manoff með góðum árangri gegn Averbach á síðasta Skák- þingi Sovétríkjanna). 4. —-d5 5. a3—Be7 6. e4—dxe4 7. fxe4—e5 (Þessi leikur var nauðsynleg- ur til þess að tryggja aðstöðu svarts á miðborðinu). 8. d5—Bc5 9. Bg5—a5 10. Rf3—De7 11. Bd3—Rbd7 12. De2—h6 13. Bd2—c6 14. Ra4—Bd4 15. Rxd4—exd4 (Hvítur hefur losað sig við erfiðan andstæðing, þar sem svarti biskupinn viar, en í stað inn hefur hann enn bætt að- stöðu svarts á miðborðinu). 16. Bf4—Re5 (Staða hvíts er nú orðin erfið. Svartur hótar 17. Rxd3. 18. Dxd3—Dxe4. Hvítur getur ekki valdað peðið með 17. 0-0-0 vegna 17. —Bg4, en stut^ hrókun væri reynandi). 17. Rb6 (Tal tekur þá ákvörðun að hleypa upp stöðunni. Aðrar leiðir þykja honum sjálfsagt óvænlegar til árangurs). 17. —Bg4 18. Dc2—Rxd3f 19. Dxd3t—Ha6 (S’vartur stendur nú tvímæla- laust betur. Hvítur er í vandræðum með Rb6 og peðið á e4. Hann reynir nú að bjarga sér á hugkvæmninni). 20. 0-0?!—Hxb6. 21. Bd6—Dxd6 , 22. e5—De7 23. Hael (23. exf6 svarar svartur með 23. —De3t). 23. —Rd7 24. e6—fxe6 25. c5—Rxc5' 26. Dg6t—Kd8 27. b4—axb4 28. Dxg4—cxd5 (Keres hefur þegið allar fórn- ir Tals með þökkum og á nú gjörunnið tafl). 29. Dg3—Rd7 30. axb4—Hf8 31. Hxf8—Dxf8 32. b5—e5 33. Hal—Kc7 34. Hclt—Kb8 35. Db3—Rf6 36. Dc2—Dd8 37. Da4—Re4 Framhald á 11. síðu. 4 4. okt. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.